Dagur - 23.06.1978, Side 6
Slattur hafinn á
einum bær Mikið kal í tú
Það hefur verið lítt sumarlegt
um að litast á Norðurlandi
undanfaran daga. Napur norð-
anvindur hefur neytt fólk til að
taka fram þykkar skjólflíkur og
fjöll hafa verið grá niður í
miðjar hlíðar. Þrátt fyrir kuld-
ann hefur a.m.k. einn bóndi í
Eyjafirði byrjað slátt. Víða má
sjá kal í túnum og á það sér-
staklega við umutanverðan
Eyjafjörð að vestan, en svo
virðist sem Svalbarðsströnd
og Höfðahverfi hafi sloppið að
mestu leyti við kalið.
„Bóndinn í Hólshúsum í
Hrafnagilshreppi er byrjaður að
slá, en almennt byrjar sláttur
tæplega fyrr en í byrjun júlí og
síðar ef veðrið breytist ekki til
batnaðar“, sagði Guðmundur
Steindórsson, ráðanautur hjá
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.
„Stöku bóndi er kominn nálagt
því að geta hafið slátt á túnum
sem hafa verið algjörlega friðuð í
Mikið kal í túnum
vor. Yfirleitt er grassprettan
minni út með firði og nokkuð er
um kal í túnum í Hörgárdal,
Öxnadal og út á Árskógsströnd.
Þá er víða mikið kal í Arnamess-
hreppi".
Munið leik
KA og
Víkings á
gras
vellinum
nk. mánu
dagskvöld
Snyrtistofan Eva
Fyrir skömmu tók snyrtistofan Eva til starfa og er hún til húsa
að Tryggvabraut 22. Eigandi og starfsmaður snyrtistofunnar er
Birna Björnsdóttir snyrtisérfræðingur. Snyrtistofan Eva býður
upp á alhliða snyrtingu og er hún opin frá kl. 10 til 18 alla virka
daga. Á myndinni má sjá Birnu og Sigrúnu Magnúsdóttur og er
Sigrún í húðhreinsun. Sími snyrtistofunnar Evu er 21331. —
Mynd: á.þ.
Fnjóská
Fnjóská var opnuð sl. þriðjudag
og strax á fyrsta degi fengust
fjórir laxar. Sá þyngsti vóg 12
pund og það var Jón Aspar sem
landaði honum. Að sögn Gunn-
ars Árnasonar, er kominn tölu-
verður fiskur í ána en hún er
nokkuð vatnsmikil. Laxarnir
fengust í Rauðhyl, Bjarghomi og
Lækjarviki. Eins og venja er til
var stjórnin við veiðar fyrsta dag-
inn.
Laxá í Aðaldal
„Veiðin er sæmileg, en það má
segja að það sé illfært veður.
Klukkan sex í morgun var aðeins
tveggja stiga hiti — norðaustan
rigning og hríð“, sagði Helga
Halldórsdóttir, ráðskona í veiði-
húsinu á Laxamýri, er rætt var við
hana á miðvikudagsmorgun.
„Það veiddust 28 laxar við Æð-
arfossana í gær, þar af var einn 18'
punda. Það var Haukur Jóhann-
esson, frá Akureyri, sem fékk
hann“.
Vart hefur orðið við laxa upp
um alla á og sagði Helga að lax-
arnir væru mjög fallegir. Alls eru
komnir 145 laxar á land í sumar,
en Helga taldi að á sama tíma í
fyrra hefði heildarveiðin verið
komin yfir 200 laxa. í fyrra komu
45 laxar á land fyrsta veiðidaginn,
en nú voru þeir aðeins 28 talsins.
Forystan jafnan
í höndum fram-
sóknarmanna
Svarfaðardalsá
Snorri Ámason, Völlum í Svarf-
aðardal, hafði samband við blað-
ið í fyrradag og tjáði okkur frá
athyglisverðu nýmæli sem veiði-
réttareigendur Svarfaðardalsár
ætla að taka upp í sumar. Hug-
myndin er að selja „fjölskyldu-
daga“ á mjög vægu verði og með
því móti getur öll fjölskyldan
stundað veiðar, en ekki einn
meðlimur hennar eins og oft vill
verða.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
reynum þetta og nú í þeim til-
gangi að koma á móts við þá sem í
bæjunum búa“, sagði Snorri.
„Veiðileyfið er hugsað fyrir hjón
með börn innan 15 ára aldurs.
Hámarkið er 5 stengur og há-
marksveiðin er 25 fiskar. Fjöl-
skyldan er ein á því veiðisvæði
sem veiðileyfið vísar til og kostar
það fimm þúsund krónur. Annars
höfum við verið með tvær stengur
á hverju veiðisvæði, en ekki neinn
hámarksafla".
Þar sem hér er um tilraun að
ræða, hafa eigendur árinnar
ákveðið fyrirfram hvaða dagar
það eru sem fjölskyldur geta
keypt leyfi af þessu tagi. Á fyrsta
veiðisvœði: L, 8., 17. júlí og 7.
ágúst. Annað veiðisvœði: 12. og
22. júlí og 2. og 10. ágúst. Þriðja
veiðisvœði: 22. og 26. júlí og 5.
ágúst og 2. september. Fjórða
veiðisvœði: 30. júlí og 15. ágúst.
Fimmta veiðisvœði: 8. ágúst.
Ákveðið hefur verið að selja þessa
fjölskyldudaga í lok mánaðarins
og fyrstu dagana í júlí. Ef ekki
tekst að selja dagana verða þeir
boðnir út eins og venja er til um
veiðidaga í Svarfaðardalsá. Eins
og fyrr sagði er verð hvers dags
fimm þúsund krónur og leyfilegt
er að hafa fimm stangir. Þrátt
fyrir að hámarksafli sé 25 fiskar,
getur verðið ekki talist neitt okur
— þvert á móti. Veiðivon er líka
nokkur, en í Svarfaðardalsá
fengust um 1500 silungar á liðnu
sumri og þar að auki 15 laxar.
Ríkisstjórn Hermanns
Jónassonar færði landhelg-
ina út í 12 mílur árið 1957
og rikisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar færði land-
helgina út í 50 mílur árið
1972.
Núverandi ríkisstjórn
Framsóknar- og Sjálfstæð-
isflokks færði svo land-
helgina út í 200 mílur árið
1974.
Hinn 1. desember 1976
gerðist sá örlagaríki at-
burður i sögu þjóðarinnar,
að bresku herskipin og all-
ur fiskveiðifloti Breta sigldi
út úr fiskveiðilandhelgi
okkar.
I langri baráttusögu ís-
lendinga fyrir stækkun
landhelginnar hefur Fram-
sóknarflokkurinn verið í
fylkingarbrjósti og verður
ekki um það deilt. Hann
sameinaði þjóðina til sókn-
ar í lokabaráttunni og tók
af skarið á úrslitastundum.
Nú vilja allir eigna sér sig-
urinn í landhelgismálinu.
Þjóðin er með réttu stolt
yfir forystu sinna bestu
manna á alþjóðlegum vett-
vangi hafréttarmála, en
hinu er ekki að leyna, að á
tólf ára samfeldum stjórn-
arferli Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks, var þessu
máli stungið undir stól að
kalla og fékkst ekki upp
tekið til lokasóknar fyrr en
ríkisstjórn Ólafs Jóhannes-
sonar kom til valda 1971.
Ætr þeir
hafi
orðið varir?
Árið 1946 fluttu þeir Her-
mann Jónasson, formaður
Framsóknarflokksins og
Skúli Guðmundsson
þingsályktunartillögu um
uppsögn landhelgissamn-
ings Breta frá 1901, sem
gilda átti til 1951. Þá var
landhelgin aðein 3 mílur
frá fjöruborði.
Árið 1952 færði ríkis-
stjórn Steingríms Stein-
þórssonar fiskveiðiland-
helgina út í fjórar mílur frá
grunnlínu, sem dregin var
fyrir firði og flóa landins.
Þessar myndarlegu stúdínur útskrifuðust frá M.A. þann 17. júní. Nú halda þær hver í sína áttina, og vonandi á
þjóðfélagið eftir að njóta starfskrafta þeirra allra um langa framtíð. Mynd: E. Sigurgeirsson.
6.DAGUR