Dagur - 28.06.1978, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXI. ÁRG. Akureyri, miðvikudaginn 28. júní 1978
41. tölublað
\m . r
IH-iyiU.....^AKUREYm
Kaupendur,
auglýsendur
athugið!
Dagur kemur út
einu sinni í viku, á
miðvikudögum,
meðan á sumar-
leyfum starfsfóiks
stendur.
★ ★
Þakkir til stuðn-
ingsmanna B-list-
ans í Norður-
landskjördæmi
eystra
Að afstöðnum alþingis-
kosningum senda fram-
bjóðendur Framsóknar-
flokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra öllu
stuðningsfólki einlægar
þakkir.
Stuðningsfólkið á
heiðurinna af því sem
vannst að þessu sinni í
óhagstæðri baráttu. Það
er sá kjarni sem treyst
verður á þegar sókn
hefst til endurheimtu
þess, sem nú var misst.
Við sendum sérstakar
þakkir öllum, sem unnu
fyrir B-listann að undir-
búningi kosninganna og
aðstoðuðu á kjördegi
með margvíslegum
hætti.
Lifið heil.
Frambjóðendur
B-listans.
★ ★
Togararnir
Svalbakur landaði 21.
júní 168 tonnum. Afla-
verðmæti 18 milljónir
Sléttbakur landaði 193
tonnum 19. júní. Afla-
verðmæti 20,6 milljónir
króna.
Sólbakur landaði 5. júní
á Siglufirði 150 tonnum,
fyrir 18,4 milljónir og
landaði á Akureyri fyrir
helgina 139 tonnum.
Aflaverðmæti 14,7 millj-
ónir króna.
24166
23207
24167
Alts voru 14.817 á kjörskrá í Norðurlandskjördæmi eystra. Atkvæðl grelddu atkvæðl grelddu 5.620 eða 88.6%. Myndlna tók áþ af akureyrskum kjósendum
13.282 eða 89.64%. I Norðurlandskjördæmi vestra voru 6.344 á kjörskrá og á kjörstað, en kosíð var í Oddeyrarskóla.
Stjórnarflokkarnir biðu veru-
legt afhroð í kosningunum
Þegar talningu atkvæða í alþingiskosningunum á
sunnudaginn lauk síðdegis á mánudag, var Ijóst, að
stjórnarflokkarnir höfðu goldið afhroð í kosningunum
en stjórnarandstæðingarnir unnuð á að sama skapi,
einkum Alþýðuflokkurinn, sem telja verður sigurvegara
kosninganna. Sjónvarp og útvarp gerðu landsmönnum
kleift að fylgjast með atkvæðatalningunni mæstu nótt
og fram á mánudag.
í framhaldi þessara kosninga,
sem teljast verða sögulegar vegna
mikilla breytinga á þingstyrk
flokkanna, er myndun nýrrar ríkis-
stjórnar mæst á dagskrá og getur
hún einnig orðið söguleg og e.t.v.
erfið. Möguleikar eru margir og
allir flokkar hafa óbundnar hendur
til stjómarmyndunar.
Á næsta Alþingi situr nú 2I
þingmaður, sem ekki sat þar á því
síðasta og 11 frambjóðendur úr
hópi fráfarandi þingmanna féllu í
þessum kosningum, þar af 9 af
stjórnarflokkunum og svo báðir
fulltrúar Samtakanna.
Alþýðuflokkurinn, sem hafði 5
þingmenn, hefur nú 14, Fram-
sóknarflokkur. sem áður hafði 17
þingmenn. hefur nú 12 Sjáfstæðis-
flokkur, sem áður hafði 25 þing-
menn, hefur nú 20, Samtökin komu
engum manni að nú, en höfði tvo
þingmenn, Alþýðubandalag, sem
hafði 11 þingmenn, hefur nú 14.
Hlutfallstölur flokkanna í al-
þingiskosningunum eru þessar:
Alþýðuflokkur hlaut 22% at-
kvæðanna, aukning 12,9%
Framsóknarflokkur hlaut 17%
atkvæðanna, tapaði 7,9%
Sjálfstæðisflokkur hlaut 32,6%
atkvæðanna, tapaði 10,1%
Alþýðubandalag plaut 22,8%
aukning 4,5%
Sú breyting varð á þingliði
Norðurlandskjördæmis eystra, að
Ingi Tryggvason, þriðji maður á
lista Framsóknarflokksins, féll, en
kosningu náði Bragi Sigurjónsson,
efsti maður á lista Alþýðuflokksins.
Auk þess varð Árni Gunnarsson.
annar maður á lista sama flokks.
landskjörin þingmaður.
Möguleikar til myndunar nýrrar
ríkisstjórnar eru margir, en þá lyk-
ilaðstöðu hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn, að geta myndað meirihluta-
stjórn með einum flokki öðrum og
hvaða flokki sem er.
Nú er það á valdi forseta íslands,
að fela einhverjum flokksforingj-
anna stjórnarmyndun, eftir að rík-
isstjórnin hefur sagt af sér, en það
mun hún hafa gert í gær.
Stefnt að 15 til 17 MW
rafmagnsframleiðslu
í Kröflu næsta haust
- Búast má við eldsumbrotum á næstunni
Ákveðið hefur verið að verja
350 milljónum króna til endur-
vinnslu og tenginu hola í
Kröflu. Ef framkvæmdir geta
hafist í byrjun næsta mánaðar
ætti þeim að verða lokið í nóv-
ember, en þá mun virkjunin
geta framleitt 15 til 17 MW.
Ekki hafa verið teknar neinar
ákvarðanir um boranir nýrra
hola.
Einar Tjörvi Elíasson, yfir-
verkfræðingur og framkvæmda-
stjóri Kröflunefndar, hefur gert
áætlun um endurvinnslu og teng-
ihgu hola í Kröflu og gerir áætl-
unin ráð fyrir viðgerðum á holum
númer ellefu, tíu og þrjú. Efra
kerfið (tvö hitakerfi er í Kröfiu) í
tveimur fyrmefndu holunum
verður fóðrað af, en bætt verður
slit á fóðringu holu þrjú og einnig
verður efra kerfið steypt af. Þrjú
og tíu eru ekki tengdar og verður
því að koma þeim í samband við
gufuveituna.
Allt er nú með friði og spekt á
Kröflusvæðinu, en að sögn Páls
Einarssonar, jarðeðlisfræðings,
má búast við tíðindum hvað úr
hverju.
„Það er nokkur óregla í landrisi
og hraðinn breytist frá degi til
dags“, sagði Páll Einarsson.
„Samkvæmt fyrri reynslu, og
þeim hugmyndum sem við höf-
um um þetta svæði, þá gæti eitt-
hvað farið að gerast, en það gæti
líka dregist talsvert. Hvort það
verður eldgos á þessum slóðum er
ekki hægt að segja neitt um, því
kvikuhlaup gæti líka átt sér stað“.
'Það var Iftið um að vera ( Kröflu um sl. helgl, en hver velt nema vlrkjunin elgi
eftir að framleiða rafmagn handa Norðlendingum næsta haust. Mynd:áþ.