Dagur - 28.06.1978, Side 8
DAGUR
Akureyri, miðvikudaginn 28. júní 1978
JEŒM HÖGGDEYFAR
MONRO-MATIC ®
SHOCK ABSORBER
f FLESTA BÍLA
Unnið var að kappi við nýju þróna þegar blaðam. Dags
átti leið um Mývatnssveit um sl. helgi. I botn hennar er
lagður svartur plastdúkur og virðlst mannvirkið vera hið
traustasta. Mynd:áþ.
Byrjað að dæla í nýju þróna
í næsta mánuði
KISILIÐJAN
Á vegum Kísiliðjunnar í Mý-
vatnssveit er verið að byggja
hráefnisþró sem á að taka rúm-
lega 300 þúsund rúmmetra af
kísilgúr. Að sögn Vésteins Guð-
mundssonar, framkvæmda-
stjóra, er hugmyndin að hefja
dælingu t þróna þann sjöunda
júlí.
„Þó svo dælingin dragist eitthvað
á langinn, þýðir það ekki að verk-
smiðjan muni stöðvast“, sagði Vé-
steinn. „Ein þró er í lagi og dælt í
hana. Hins vegar eru tvær ónýtar.“
Nýja þróin á að geta rúmað
vetrarforða verksmiðjunnar og er
hún utan sprungusvæðisins. Fram-
leiðsla Kísiliðjunnar hefur gengið
vel í sumar og sagði Vésteinn að
gert væri ráð fyrir að verksmiðjan
framleiddi u.þ.b. 2200 tonn af kís-
ilgúr í þessum mánuði, en það er
nokkuð mikið meiri framleiðsla en
gerist og gengur á þessum tíma.
• Tveggja
báta varpa
Nú ent um það bil að hefjast
tiiraunaveiðar á kolmunna
með tveggja báta vörpu, sem
mistókust í fyrra en verða
reyndar á ný. Tveir 300 smá-
lesta bátar munu hefja veiðar
þessar á Dorhnbanka en síð-
an austan við land. I' öðru lagi
gerir Baldur tilraun með flot-
vörpu austan við land, en
flutningaskíp eiga að hirða
aflann úr flotvörpunni koma
honum til lands. Eru tilraunir
þessar gerðar á vegum sjáv-
arútvegsráðuneytislns
Nýr
Sáttasemjari
Guðlaugur horvaldsson, há-
skólarektor, hefur verið skip-
aður sáttasemjari rfkisins,
samkvæmt nýjum lögum um
það starf og er skipun hans
miðuð við 15. apríl á næsta
ári, en þangað til gegnir hann
rektorsembættlnu og sátta-
semjarastarfinu ekki að fullu.
Starf sáttasemjara á nú,
samkvæmt nýju lögunum, að
vera aðalstarf og á sátta-
semjarann verður lögð ríkari
skylda en áður, að hafa for-
göngu um sáttastörf og jafn-
framt fylgir því meiri réttur til
afskipta af vinnudeilum.
• Umferöin
á Akureyri
Akureyringar hafa löngum
verið þekktir fyrir einkenni-
lega umferðarmenningu og í
fjarlægum landshornum má
heyra tröllasögur um þetta
atriði. Eftir að umferðarijósin
komu upp sögðu gárungarnir
að hver og einn bæjarbúi á
Akureyri ætti sinn upp-
áhaldslit og færi yfir gatna-
mótin á honum. Um strætis-
vagna Akureyrar hefur verið
sagt að enginn vissi hvert
þeir ækju né hvar þeir stopp-
uðu - þeir sæjust bara öðru-
hvoru. í þessu sambandi má
geta sögu um SVA, en hún
hljóðaði á þá leið að strætis-
vagninn hefði stöðvað á
Glerárbrú og vagnstjórinn
talið þá sem ætluðu upp á
Brekku og síðan þá sem vildu
halda á Eyrina. Brekkan vann
og þangað var haldið.
Á nokkrum helstu umferð-
argötum bæjarins má sjá
brotna akgreinalínu á miðju
gatnanna. Reykvíkingar
höfðu það fyrir satt, að Akur-
eyringar héldu á aka ætti á
henni miðri svo auðveldara
væri að halda beinni stefnu.
Yfirvinnubann á Sigiufirði
og Ólafsfirði
Á fundi hjá Verkalýðsfélaginu
Vöku á Siglufirði í síðustu viku
var ákveðið að yfirvinnubann
tæki gildi þann 1. júlí n.k. Þessi
ákvörðun tekur til fyrirtækja sem
greiða ekki fullar vísitölubætur,
en í þeim hópi eru m.a. Síldar-
verksmiðjur ríkisins, Þormóður
rammi og Siglósíld. Starfsfólk
Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar og
Hraðfrystihúss Magnúsar
Gamalíelssonar kom á yfir-
vinnubanni í síðustu viku.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu Vöku á Siglufirði, eru
engar viðræður í bígerð við fram-
angreind fyrirtæki, en Siglufjarð-
arkaupstaður hefur þegar samið
við sítt starfsfólk um greiðslu vísi-
tölubóta og gildir samkomulagið
frá og með 1. mars sl. Einnig hafa
margir saltfisk- og hrognafram-
leiðendur samið við starfsfólk um
greiðslu vísitölubóta.
Leikskóli byggður
við Hlíðarlund
Fyrir skömmu var boðin út
bygging leikskóla við Hlíðar-
lund og ákvað bæjarstjórn, á
síðasta fundi, að gera verk-
samning við Aðalgeir og Viðar
h/f, en fyrirtækið bauð rúmar
63 milljónir króna í bygging-
una. Kostnaðaráætlun nam
rúmum 55 milljónum króna.
Tvö tilboð bárust í húsið og var
hið hærra frá Pan h/f - 73,5
milljónir króna.
Á sama bæjarstjómfundi var
lögð fram fundargerð byggingar-
nefndar nýja íþróttahússins, en
þar var fjallað um áframhaldandi
byggingarframkvæmdir við hús-
ið. Bæjarstjórnin samþykkti
heimild til að gera verksamning, á
grundvelli einingarverðs fyrra til-
boðs, við núverandi verktaka,
Híbýli h/f.
I sambandi við leikskólann má
geta þess að ekkert tilboð kom
fram í fyrsta útboði og því var
gerð önnur tilraun. Má segja með
sanni að verktakar á Akureyri
hafi brugðist að nokkru leyti,
enda lagði Akureyrarbær niður
byggingarflokka sína svo akur-
eyrsk byggingarfyrirtæki mættu
fá meiri verkefni. Það er því e.t.v.
ekki óeðlilegt að bærinn taki upp
byggingarflokka á nýjan leik, sem
hefðu m.a. þau verkefni að
byggja þau hús er bærinn er að
reisa hverju sinni og viðhlítandi
tilboð berast ekki í.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
mynda meirihluta á Húsavík
Haukur lætur af starfi
Efftir að umræður höfðu staðið í
tæpan mánuð, tókst loks að
mynda meirihluta á Húsavík, en
aðild að honum eiga Framsókn-
arflokkur og Sjálfstæðisflokkur.
K-listinn (Alþýðubandalag,
óháðir og vinstri menn) var bú-
inn að eiga í viðræðum við aðra
flokka í 17 daga en hvorki gekk
né rak, enda setti listinn fram
óaðgengilegar kröfur. Sjálf-
stæðlsmenn gátu ekki fellt sig
við Hauk Harðarson sem bæjar-
stjóra og mun hann því gegna
starfinu þar til nýr hefur verið
ráðinn. Framsóknarflokkur hef-
ur 3 bæjarfulltrúa á Húsavík og
Sjálfstæðisflokkur 2.
Viðræður um myndun meiri-
hluta í bæjarstjórn Húsavíkur hóf-
ust að frumkvæði K-listans, með
bréfi til fulltrúa A og B listanna
dagsettu 31. maí. í bréfi þessu
komu fram grundvallartillögur
K-listans til meirihlutamyndunar
er síðar urðu að skilyrðum í bréfi
þeirra til B-listans dagsettu 3. júní
en A-Iistinn hafði þá samþykkt
grundvallartillögumar.
Það voru aðallega tvö atriði er
fulltrúar B-listans töldu sig ekki
geta gengið að, án þess að tilslökun
kæmi frá K-listanum, en það voru
kröfur þeirra um að starf bæjar-
stjóra yrði auglýst nú þegar og
einnig yrði auglýst eftir verkfræð-
mgi til að annast yfirstjórn verk-
legra framkvæmda, en þessu starfi
hefur bæjartæknifræðingurinn
sinnt frá 1971. Á þessu strönduðu
viðræðumar og hófust þá viðræður
milli K og D-lista um meirihluta en
þær strönduðu einnig á svipuðum
skilyrðum fyrrnefnda listans.
Með bréfi dagsettu 15. júní til-
kynnti Kristján Ásgeirsson, efsti
maður K-listans, að hann teldi til-
gangslaust að reyna lengur að hafa
forgöngu um frekari meirhluta-
myndun og eðlilegt væri að B-líst-
inn tæki nú við að reyna að mynda
meirihluta í bæjarstjóm Húsavíkur.
Hófust þá strax viðræður milli
fulltrúa B-listans og D-listans, að
frumkvæði Framsóknarflokksins,
en þetta voru einu listarnir sem
ekki höfðu reynt með sér meiri-
hlutamyndun. Fulltrúar B-listans
kváðust strax vilja ráða Hauk
Harðarson sem bæjarstjóra, ef list-
arnir kæmu sér saman um meiri-
hluta. Þetta gátu Sjálfstæðismenn
ekki sætt sig við, en tjáðu sig
reiðubúna að ganga til samninga
með því skilyrði, að Haukur yrði
ráðinn til 2ja ára, en þessu hafnaði
Haukur þar sem hann taldi - rétti-
lega - að í slíkri kröfu felldist ekki
sú traustyfirlýsing sem bæjarstjóra
er nauðsynleg til að gegna þessu
starfi. Einnig taldi Haukur að slík
ráðning samræmdist ekki sveitar-
stjórnarlögum.
Þrátt fyrir framansagt héldu við-
ræðurnar áfram og tókst sam-
komulag milli flokkanna. Sam-
komulag tókst að kjöri bæjarstjóra
yrði frestað á fyrsta bæjarstjómar-
fundi og að B-listinn hefði for-
göngu um að leita eftir nýjum bæj-
arstjóra til fjögurra ára og setti fram
tillögu um hann fyrir hinn nýja
meirihluta. Haukur Harðarson
gegnir því starfi bæjarstjóra til
bráðabirgða.
Ákveðið var að gert yrði sam-
komulag um endurskipulagningu
(Framhald á bls. 2).