Dagur


Dagur - 05.07.1978, Qupperneq 4

Dagur - 05.07.1978, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SkrifstofurTryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlÐSSON Blaöamaður: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Kosningaloforðin og efndirnar Síðastliðinn miðvikudag kom þingflokkur framsóknarmanna saman í Reykjavík til að fjalla um þau breyttu viðhorf í íslenskum stjórnmálum sem af niðurstöðum kosninganna leiðir. Á þessum fundi voru menn á einu máli um það að sigurvegararnir í kosning- unum hefðu þá skyldu við þjóðina að hafa frumkvæði um myndun ríkisstjórnar. Eðlilegt og raunar sjálfsagt væri að þeir einir gerðu með sér málefnasamning og mynduðu ríkisstjórn án neinnar þátttaöku fyrrverandi stjórnar- flokka. En þar sem þeir hafa ekki meirihluta á Alþingi verður til að koma hlutleysi Framsóknar- flokksins eða Sjálfstæðisflokks- ins ef slík stjórnarmyndun á að vera möguleg. Því gerði þing- flokkur Framsóknarflokksins þá ályktun að þegar málefnasamn- ingur þessara flokka lægi fyrir, væri þingflokkurinn reiðubúinn að taka til athugunar að veita stjórn Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags hlutleysi og verja hana van- trausti. Þessi samþykkt þingflokks framsóknarmanna tekur af öll tví- mæli um það að sigurvegararnir í kosningunum hafa alla möguleika á því að mynda ríkisstjórn ef þeir hafa á annað borð vilja til þess, og koma sér saman um lausn þeirra mála sem mest aðkallandi er að leysa. Ef marka má málflutning þeirra fyrir kosningar virðast þeir sam- mála um hvernig leysa beri efna- hagsmálin en í hverju lausnín er fólgin á eftir að koma í Ijós - um lausnina var þokuhjúpur alla kosningabaráttuna og sást ekki í gegn. Á næstu dögum hljóta þessir flokkar að gera þjóðinni grein fyrir hvað þeir hafa til málanna að leggja eða hvort þeir ætla að skjóta sér undan ábyrgð með því að setja fram skilyrði sem eru óaðgengileg fyrir hinn aðilann. Launamálin og verðbólgan voru þau mál sem kosið var um. Ef Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag koma sér saman um stefnuna í þeim málum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að þeir myndi saman ríkisstjórn með hlutleysi Framsóknarflokksins. Ef stjórnar- myndun flokkanna tveggja verður látin stranda á öðrum málaflokk- um eru það tilliástæður - þá kemur það í Ijós að þessir flokkar voru ekki traustsins verðir. Sigurvegarar í kosningum í lýð- ræðisþjóðfélagi hafa þær skyldur við þjóðina að taka við stjórnar- taumunum, efna sín kosningalof- (Framhald á bls. 2). NÍRÆÐUR Brynjólfur Sveinsson fyrrv. hreppstjóri í Efstalandskoti eru einnig á silungasvæðinu, sem byrjar fyrir neðan Varmahlíð. Laxasvæðinu er skipt í A og B svæði. Dagurinn á A svæðinu kostar 10 þúsund krónur og skal þess getið að aðeins er leyft að veiða í fimm klukkustundir á því svæði, en þá verður viðkomandi að flytja sig niður á B svæðið, en dagurinn á því er helmingi ódýr- ari. Dagurinn á silungssvæðinu kostar aðeins 1500 krónur og er veiði þar oft með ágætum. Þar hefur gjaman fengist lax og sagði Guðmann að slíkt gerðist einkum síðari hluta sumars. Vatnsdalsá Það lítur mjög vel út með veiði 1 Vatnsdalsá á þessu sumri. Nú þegar hafa veiðst á milli 80 og 90 laxar í ánni, en á sama tíma í fyrra höfðu þar aðeins veiðst 26 laxar. Metveiði varð þó í ánni í fyrra- sumar svo ástæða er til að vera bjartsýnn með veiðina í sumar. Aldamótakynslóðin átti erfiðan dag fyrir höndum. Það hafði ekki verið vorhlýja í loftinu, en hret og stormar níst hinar norðlægu byggðir. Harðindin brenndu sig inn í mannshugann og það þurfti bæði áræði og kjark til að hefja lífsbar- áttuna á tímum allsleysis og gadd- freðins tíðaranda. En það hvarflaði ekki að henni að bugast. Ekki frekar en að öðrum undangengn- um kynslóðum, sem stóðu frammi fyrir erfiðleikum harðbýlisins. Hún horfði fram á veginn, bjartsýn á köflum og greip hverja þá ljósglætu sem leiftraði. Hverja þá vorþýðu sem leyfði litlu blómi að skjóta rótum og vaxa upp úr moldinni. Hún notfærði sér hvert tækifæri til að skapa sér og börnum sínum betra mannlíf. Hún umbylti þúfna- kollunum og steig upp af þóftunni til að setjast í vélbátinn. Myndarleg býli og bæir rísu upp til sjávar og sveita, hús í sléttum túnum og meðfram breiðum götum. Bæjar- hóllinn stendur eftir fyrir ofan tún- brekkuna eins og þreyttur langfar- inn máttarstóipi, sem lítur yfir unnin verk og sigra síðustu kyn- slóðarinn úr torfbænum. Hann stendur eins og minnisvarði um þann hlýhug sem veitti þreyttum ferðalang beina af kröppum forða. Hann geymir minninguna um þann anda sem varðveitti sögu og menningu heillar þjóðar um löng og köld ár. Aldrei gat norðan- stormurinn níst svo fast eða lands- ins forni fjandi, hafísinn herjað það hart þótt hann hefði oft grimmileg umsátur fyrir ströndum landsins, að sá neisti hugsjónar og vonar sem lifði meðal fólksins í torfbæjunum slokknaði. Þeir sem enn lifa af kynslóð gamla tímans, sem sáu vonirnar sínar rætast, eiga orðið mörg spor. Þeir hafa á langri göngu, ekki ein- ungis fylgst með þeirri miklu breytingu og umskiptum sem orðið hafa í mannlífinu, heldur lögðu þeir grundvöllinn að þeim sjálfir og fylgdu markvisst eftir meðan nýr veruleiki steig sín fyrstu spor. Þeir eignuðust afkomendur sem tóku til lögu við þúfnakollana og flutti úr torfbænum. Hann var heldur ekki svo einförull að hann hugsaði ætíð fyrst um eigin frama og gæti ekki lagt öðrum lið. Hann var boðinn að leggja hönd sína á plóg náungans, þegar þess þurfti með. Ef til vill hefur þetta stundum komið niður á honum sjálfum, en hann mat ekki síður mikils að geta rétt öðrum hönd sína en rétta sér hana sjálfur. Handtök hans eru því orðin mörg. Heima í dalnum fyrir sjálfan sig og sveitunga sína. Heima og heiman fyrir sveit sína, þar sem hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Stundum er sagt að maðurinn sé aldrei einn. Svo er víst að Brynjólf- ur hefur ekki verið einsamall. í störfum sínum fyrir heimili og samfélag naut hann félagsskapar trausts lífsförunautar, Laufeyj- ar Jóhannesdóttur, sem stóð stað- fastlega við hlið hans í lífsbarátt- unni. Ef ástin hefur einhvemtíman verið til annarsstaðar en í skáld- sögum, þá hafa hjónin á Steinstöð- um og síðar í Efstalandskoti verið þeirra á meðal er hana bekktu. Án samfylgdar konu sinnar hefði æfi Brynjólfs orðið allt önnur. Afkomendur tóku við merkinu sem aldamótamaðurinn reisti á loft. Merki Brynjólfs hefur verið vel haldið á lofti af 15 börnum þeirra hjóna og nú þeim 12 sem í dag eru á lífi. í allt telur afkomendahópurinn nú 163 höfuð. Þótt dalurinn rúmaði ekki þennan stóra hóp þá hefur hann haslað sér völl á nýjum stöð- um. Numið nýtt land. Bæir byggð- ust og borgir risu. Einn sonurinn situr jörðina í dalnum og þótt Brynjólfur dveljist nú á Akureyri verður hugsunin heim alltaf bund- in Öxnadalnum í huga hans. 90 ár er langur tími mælt í mannsæfum. Brynjólfur á því láni að fagna að hafa búið við hrausta heilsu. Þvi hefur starfsæfin orðið lengri en almennt gerist. Megi kvöldsólin skína sem lengst og bjartast yfir Hraundranga og ylja dalnum þar sem sporin mörgu l‘ggja- Þ.l. Ætl’þeir hafi orðið varir? Húseyjarkvísl Húseyjarkvísl var opnuð 16. júní, en ekkert fékkst úr henni fyrr en föstudaginn 23. júní, þegar Sveinn Árnason, bllstjóri, fékk nokkra laxa. Við ræddum við Guðmann Tobíasson, kaupfél- agsstjóra, í fyrri viku, en vegna rúmleysis í síðasta blaði komst veiðiþátturinn ekki inn. Guðmann sagði, að Sveinn hefði fengið fimm laxa og tveir þeirra voru fjórtán pund. Daginn eftir veiddust fjórir laxar og ef- laust hafa veiðimenn bætt fleir- um við. Samtals veiddust 158 laxar í Húseyjarkvísl á sl. sumri og var meðalþyngd laxanna 7,6 pund, sem verður að teljast mjög gott. Sumarið 1975 fengust 118 laxar úr ánni og árið eftir 141 lax, þannig að það hefur verið stöðugt aukningí laxveiðinn'i á undan- fömum árum. Tvær stangir eru á laxasvæðinu og tvær I ár hófst laxveiðin þann 18. júní og er veitt á fimm stangir. Allir eru laxarnir sem veiðst hafa mjög vænir - frá níu og upp í nítján pund. Veiðimenn álíta að mikill lax sé í ánni og veiðist hann nú um alla á, en í upphafi veiði- tímans í fyrra, var laxveiði aðeins í neðri hluta árinnar, þ.e. fyrir neðan Flóðið. Dágóð silungsveiði var í vor í Vatnsdalsá, en ekki liggja fyrir neinar tölur um þá veiði. Alls eru leyfðar tíu silungsstangir í ánni. Það má geta þess að innan skamms verður tekið í notkun nýtt veiðihús, en það var byggt í vor og er fyrir silungsveiðimenn. Ekki man ég nú gjörla hvort það var hjá hundtyrkjanum eða grönn- um hans í Sovjet, sem það skeði eitt sinn- og raunar ekki í frásögur færandi-, að þorp nokkurt eða bæjamefna jafnaðist við jörðu í jarðskjálftum. Ríkisstjómin brást að vonum vel við (það gera ríkis- stjómir alltaf), og sendi á vettvang mikið lið hinna lærðustu arkitekta °g byggingarmeistara ásamt með handlöngurum o.s.frv., og innan skamms tíma var þarna risið hið veglegasta þorp með stöðluðum íbúðum fyrir alla, og gott ef ekki gluggatjöldum úr fínasta satíni (annars man ég ekki hvort þeir nota gluggatjöld þarna). Nú skyldi maður halda að þessi vanþróaði lýður þama í fjöllum Litlu-Asíu hefði orðið ánægður með sitt hlutskipti, að fá nýjar íbúðir fyrir gamlar, og svo var líka í fyrstu. Fólkið flutti úr tjaldræflum sínum inn í þessar glæsilegu vistar- verur, og þóttist hafa himininn höndum tekið. En Adam var ekki lengi í Paradís, fremur en endra- nær, og brátt fóru að heyrast óánægjuraddir. Það kom semsé í ljós, að það hafði ekki verið hugsað fyrir öllu þegar arkitektarnir hönn- uðu þorpið. Einn mikilvægasti þáttur mannlífsins á þessum slóð- um hafði alveg gleymst, en það voru húsdýrin, sjálf undirstaða til- verunnar. Það hafði semsé alltaf tíðkast þama, að hafa hin og þessi húsdýr inni í vistarverum fólksins, en það reyndist hálf sona annkannarlegt að teyma geitur, hænsni, endur og kanínur, svo maður nú ekki tali um ýmis stærri dýr, inn í þessar fallegu og hreinlegu stofur, og ætla þeim samastað við hliðina á upp- stoppuðum hæginaum, eða gljá- fægðum mubblum úr harðviði, sem þessi kvikindi kunnu auðvitað alls ekki að meta að verðleikum. Það liðu víst ekki nema nokkrir dagar þar til fyrstu fjölskyldurnar fluttu aftur út úr fínu húsunum, og fóru að hrófa sér upp kofum upp á gamla mátann, fyrir utan bæinn. Og innan tíðar voru flest glæsihúsin í þorpinu auð í tvennum skilningi, því að eigendur þeirra höfðu að sjálfsögðu notað „draslið“ úr þeim til að byggja upp „húsin sín“. Svona fór nú um sjóferð þá. Mór- allinn í sögunni er þessi: það er ekki alltaf nóg að hafa góðan vilja til að hjálpa mönnum, ef hjálp- endumir vita ekkert um hinar mannlegu þarfir. Mér hefur oft flogið þessi saga í 'hug, þegar ég geng um götuxnar á Akureyri, og verður það á að líta inn um gluggana á þessum stóru og veglegu stofum okkar, þar sem alla j^fna sést ekki nokkur manns- hræða, aðeins húsgögn í fallegum röðum, í dempuðu ljósi. Ekki einu sinni heimiliskötturinn virðist við verk foreldranna. Tóku tveim höndum á því bjargi sem hafið hafði verið á loft og héldu burði þess áfram. Tímamótamennimir geta litið til baka. Sporin þeirra eru ekki gengin til einskis. Dýpt þeirra er slík að sandstormar mannlífsins ná ekki að fylla þau. Einn manna þessarar kynslóðar, Brynjólfur Sveinsson í Efstalands- koti, hefur á þjóðhátíðardeginum 1978 lagt að baki 90 ár. Þótt það sé í eðli sínu ekki langur tími, þá er það óvenjulega löng leið í okkar mann- heimi. Hann fæddist inn í Öxna- dalinn þar sem sólin stráir geislum sínum á stolt sveitarinnar, Dranga- fjallið, um leið og hún rís í morg- unsárið. Og áin niðar kyrrlát og tær i dalbotninum og myndar svo sér- staka og náttúrulega kyrrð á sum- arkvöldum að fátt jafnast á við. Biynjólfur hefur alið allan sinn aldur í dalnum og orðið einskonar hluti af honum. Það eru gagnkvæm bönd. Dalurinn á einnig sinn hluta í Brynjólfi. Svo sterk eru tengsl hans við heimabyggðina. Heima, á mörkum hins blíða og stríða, hefur Brynjólfur tekið þátt í hlutverki og starfi kynslóðar sinnar af fullum krafti. Hann er einn þeirra sem hlaut áræðið og kjarkinn til að hefjast handa þótt í fyrstunni væri litlu til að dreifa. Hann lagði til at- er á að hann verði fyrir augum þorpsbúanna, sem hafa svo næmt fegurðarskyn, að þeir mega helzt ekki sjá slíkt fyrirbæri. Svo langt er jafnvel gengið, að hundahald hefur verið fordæmt og bannað í sumum kaupstöðum hér á landi, eáda þótt hvergi hafi enn tekist aéj framfylgja því. Er þá gjarnan vitnað til sóðaskaparins í stórborgum Evrópu, þar sem sagt er að menn vaði hundaskít í ökkla á gangstéttum. Þetta er talið vera „heilbrigðismál" því að allir hafa jú lært um sullaveikibandorminn í dýrafræði Bjarna Sæmundssonar á sínum tíma, og svo hafa einhverjir heyrt getið um hundaæði út í lönd- um. Samt er eins og að mönnum læðist einhver grunur um, að um- gengni við húsdýr geti verið upp- byggjandi og mannbætandi, og jafnvel nauðsynleg fyrir bömin. Menn tala fjálglega um mikilvægi þess að koma krökkunum í sveit- ina, svo þau geti kynnst dýrunum og lært að umgangast þau. Svo kvarta menn undan breyttum bú- skaparháttum bænda, sem hafa lít- ið annað en traktora og alls konar véladrasl til að kynna fyrir bless- uðum bömunum, og harma að hin gerðum vinnustofum og verk- smiðjum, og geta „skemmt sér“ eða sofið hinn hlutann af sólarhringn- um. Þetta ágæta „normala“ fólk hefur einn megingalla: það er leið- inlegt, og það finnur það best sjálft. Þessvegna sækist það eftir afþrey- ingu, sem helzt þarf að vera fólgin í einhverju, sem er nógu æsandi og óvenjulegt. Sjónvarpið er því „lífs- ins lind“, en dugar þó fæstum til lengdar, vegna þess hve ópersónu- legt það er, og flestir þurfa því líka „að reyna eitthvað“ sjálfir. Því blómstrar skemmtanaiðnaðurinn svo sem raun ber vitni, og þjóðin græðir á því að selja sjálfri sér áfengi. Og skemmtanir draga dám af vinnunni, þar gildir það að inn- byrða sem mesta „lífsreynslu“ á sem skemmstum tíma. Ég hef þó gleymt að geta um eitt fyrirbæri, lífræns eðlis, sem ennþá leyfist að hafa í „borgum“ íslend- inga, en það eru tré og blóm. Við mörg hinna glæsilegu, tómu húsa eru undurfagrir blómagarðar, þar sem liljur vallarins eru ræktaðar af mikilli kostgæfni, og stæðileg tré fá að teygja krónur sínar til himins. I mörgum þessum eyðilegu stofum, eru lfka eins konar blómagarðar í kunna þar við sig, en heldur sig miklu fremur í eldhúsinu. Sú tízka virðist hafa skapast hér á landi, að þar sem eru saman komin fleiri íbúðarhús en telja megi á fingrum annarar handar, þá sé það sjálfgefið, að þar megi húsdýr hvergi koma nærri. Og hafi einhver afdankaður sveitakarl komið sér upp kofa til að hafa skepnur í, sona í útjaðri þorpsins, þá er hann litinn homauga af meðborgurunum, og fljótlega koma skipulagsyfirvöld og tilkynna honum, að nú verði hann að hætta þessu dútli, eða þá að flytja kofann langt út fyrir „bæjar- mörkiþ“, helzt að koma honum fyrir í gilskoru þar sem engin hætta nánu kynni, sem þeir höfðu margir hverjir af dýrum í sveitinni, séu nú fyrir bý. Og hvaða kaupstaðarbúi vill nú ekki eiga sér hest og jafnvel fleiri en einn? Þannig viðurkenna menn vönt- unina og tómið sem skapast við það að dýrin voru gerð útlæg úr þétt- býlinu, þar sem fátt eða ekkert hefur komið í staðinn til að bæta vöntunina upp. Það verður nefni- Iega að segjast, að útrýming dýr- anna úr kaupstöðum, er ekki nema hluti af þeirri allsherjar-einhæf- ingu mannlífsins þar, sem gerzt hefur á síðustu áratugum. Allt sem ekki passar inn í hið viðurkennda munstur vinnumarkaðsins í bæj- unum, hefur samtímis verið gert útlægt. Bömin eru lokuð inni í skólum og dagvistunarheimilum, gamla fólkið á elliheimilum,.fávitar á „vistheimilum", sjúklingar á sjúkrahúsum, og þannig mætti lengi telja. Eftir er aðeins þetta nauða-venjulega fólk, sem ekkert hefur sér til ágætis, nema að geta þrælað sínar tíu stundir í þar til IDAGSINS ÖNN Ellert hefði átt að halda áfram í knattspyrnunni - KR vinnur IBA í úrvalsdeildinni Fyrsti leikur ( úrvalsdeildinni svokölluðu var leikinn hér á grasvellinum á fimmtudags- kvöldið. Þessi deild er skipuð leikmönnum 30 ára og eldri, sem áður léku með meistara- flokki. Að þessu sinni léku lið ÍBA og KR. Nokkur Old-Boys bragur var á leik þessara aðila en nær 800 manns komu á völlinn til að sjá þá leika. Fyrsta tækifæri leiksins kom á fyrstu mínutu en þá lék Kári Árnason laglega á KR vömina og komst einn innfyrir en skaut hátt yfir markið. Kári skoraði síðan fyrsta markið nokkrum mínútum síðar og kom ÍBA yfir í leiknum. Um miðjan fyrri hálfleik náðu KR-ingar að jafna en þá skaut Hilmar Gíslason í sitt eigið mark. Sjálfsmörk eru skoruð hjá fleirum en þeim í heimsmeistarakeppn- inni. Skömmu fyrir lok fyrri hálf- leiks skoraði Sigþór Sigurjónsson laglega utan af kannti algjörlega óverjandi fyrir Einar Helgason í marki ÍBA. Ólafur Scram bætti síðan þriðja marki KR við í síðari hálf- leik en þá lék hann einn í gegn um vöm ÍBA og skoraði örugglega. Hjá ÍBA var Kári Árnason frísk- astur meðan úthald leyfði, en hjá KR var bestur Ellert B Scram, en hann virðist engu hafa gleymt frá liðinni tíð. Er grátlegt til að vita að sá snjalli knattspyrnumaður skildi taka þingmennsku fram fyrir fótbolta. KR-ingar virkuðu þyngri og stirðari en flestir ÍBA leikmennirnir, en barátta KR-inga færði þeim sigur í þess- um leik. Þessi leikur varð Þór og KA dýr því þau lið áttu að leika næstu kvöld, og komu færri að sjá þá leika, enda ef til vill ekki hægt að ætlast til að knattspyrnu- áhugamenn fjölmenni á völlinn þrjá daga í röð. Rekstur knattspymudeildanna er dýr og ekki veitir af mörgum áhorfendum a hvem leik til þess að möguleiki sé á að endar nái saman. Næst þegar úrvalsdeildin leikur hér á Akureyri ættu þeir að leika annað hvort þegar Þór og KA eru að leika í Reykjavík eða þá síðastir í leikjaröð margra- daga. Þór sigrar í 2. deild Þórsarar fengu isfirðinga í heimsókn á föstudags- kvöldið og léku þessi lið sinn fyrri leik í annari deild. Þórsarar hafa komið á óvart í síðustu leikjum sínum eftir frekar slaka byrjun í mótinu. isf irðingar hafa hins vegar á að skipa ungu og frísku liði sem oft á tíðum leikur ágæta knattspyrnu, og þykja þeir yfirleitt erfiðir andstæðingar. Hvorugu liðinu tókst að skora mark í fyrri hálfleik, en þó höfðu ísfirðingar verið meira með boltann. Strax á 8 min. síðari hálfleiks skora Þórsarar sitt fyrsta mark. Þar var á ferðinni Jón Lár- usson, og kom markið eftir góðan samleik við Sigþór Ómarsson. Aðeins örfáum mínútum síðar jafna ísfirð- ingar með góðri kollspyrnu frá Haraldi Leifssyni. Leit nú út fyrir jafntefli í leiknum, en þó voru ísfirðingar meira með boltann. Skömmu fyrir leiks- lok leiddist Sigurði Lárussyni þófið og skaut á markið af löngu færi og hafði mark- maður Isfirðinga engin tök á að verja skot hans. Með þessu marki innsiglaði hann sigur Þórs í leiknum og máttu þeir vel við una að fá bæði stigin. Þeir hafa nú þokað sér upp í annað sæti deildarinnar og fylgja KRingum fast á eftir. Er vonandi að þeim takist að halda þessu sæti og leika síðan í fyrstu deild á næsta keppn- istímabili en í þá deild þurfa bæði Akureyrarliðin að kom- ast. Að venju var Sigurður Lár- usson bestur hjá Þór, en hjá ísfirðingum var langstökkvar- inn Jón Oddsson frískastur. Góður dómari leiksins var Hreiðar Jónsson. gluggakistum og á þrepum. Um þetta er auðvitað ekki nema gott að segja, og mörg húsmóðirin sækir ómældan unað í þetta starf. En svo annkannarleg eru viðhorf okkar, að jafnvei þetta, sem kannske er það eina jákvæða í borgarlífinu, verður einhvemveginn til að bola burtu því sem meira máli skiptir, þ.e. húsdýrunum og jafnvel bömunum líka, og skrautgarðamir eru gjarn- an notaðir sem röksemd gegn öllu skepnuhaldi í kaupstöðum. Þess má reyndar geta, að ýmsar fuglategundir kunna líka að meta garðana okkar, og yfirleitt amast menn ekki við þeim. Menn virðast telja þá vera skyldari blómum en dýrum (þótt það standi nú ekki í dýrafræðinni). Erlendir fræðimenn, sem um þessi mál hafa fjallað, hafa gefið þeim fyrirbærum, sem ég hef reynt að lýsa, nafnið „separation", sem mætti útleggja með orðunum „brottrekstur” eða firring. I biblíunni er sagt frá hinum fyrsta alvarlega „brottrekstri" mannsins, þegar hann var rekinn úr Paradís, og skilinn frá guði sínum. Sá brott- rekstur var mikið áfall, en eftir hafði mannskepnan (það ætti ekki að þurfa að minna á að maðurinn er skepna) þó aðra menn til að umgangast, og líka dýr og jurtir. Það var sárabótin. í þeirri umgengni fann hann sjálfan sig aftur og sættist við hlut- skipti sitt. Fjölbreyttni mannsins sjálfs er slík, að mannleg kynni geta sífellt verið uppspretta nýrrar reynslu, nota bene að þeir sem eru „öðru vísi“ séu ekki lokaðir inni á hælum. Húsdýrin hafa á öllum tímum verið eins konar útfærsla eða stækkun hinnar mannlegu fjölskyldu. Þau hafa dregið dám af manninum og maðurinn af þeim. Hjá þeim hefur maðurinn fundið ýmsa mannlega eiginleika og gætt þau öðrum sem þau ekki hafa. Hjá þeim hafa menn oft á tíðum fundið það „mannlega“ viðmót og þá hlýju, eða tryggð, sem þá hefur skort í í umgengni sinni við aðra menn. Og hver kannast ekki við þau róandi áhrif sem það hefur, að koma í fjós þar sem kýmar liggja á meltunni? Að útrýma húsdýrum úr þéttbýli er það sama og að strika yfir einn mikilvægasta þáttinn í skapgerð mannsins og tilfinningalífi. Sannleikurinn er sá, að ekkert íslenzkt þorp eða kaupstaður er svo stórt eða þéttbyggt, að það ætti ekki að vera leikur einn, að hafa þar húsdýrahald í smáum stíl. Jafnvel í sjálfri „stórborginni“ Reykjavík, væri það auðvelt, enda er hún að- eins sveitaþorp á mælikvarða heimsbyggðarinnar. Hér hafa frændur okkar Færeyingar gefið fordæmið, sem við mættum gjarn- an kynna okkur og læra af. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til þess við skipulagningu borga og bæja, ef þar á að vera húsdýrahald. Það á ekki að bægja þessum hús- dýrabyggðum alltaf lengra og lengra í burtu, eins og tíðkast hefur, heldur eiga þær að koma inn í bæjarsvæðið á stöðum, sem til þess eru hentugir. Þeir fáu sem enn hafa skepnuhald í bæjum hérlendis, eru flestir orðnir gamlir menn, ófærir um að ganga marga kílómetra á hverjum degi, en fæstir þeirra eru bílaeigendur, og eiga því óhægt um vik að annast skepnur sínar í þess- um útbyggðum. Ég efast ekki um það, að innan tíðar verður róttæk stefnubreyting í þessum efnum, og víða í grann- löndunum vottar þegar fyrir henni. Eftir nokkur ár mun það þykja jafn sjálfsagt að hafa hús fyrir húsdýr í bæjum, eins og það er nú að hafa bílskúra. H.Hg. handprjónaðar LOPAPEYSUR af öllum stærðum og gerðum ❖ Ferðaskrifstofa Akureyrar Ráðhústorgi 3. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.