Dagur - 16.08.1978, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON
Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr : JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Sól
og
sumar
Skylt er að minnast þess með þakk-
látum huga, að hið mikla og dýrlega
ævintýri norðlensks sumars hefur enn
gerst. Framan af sumrinu var veðr-
áttan svo köld, að gróðurinn átti erfitt
uppdráttar og menn voru uggandi um
hag landbúnaðarins vegna grasbrests
og heyleysis. En loks hlýnaði og síðan
hefur hver dagurinn verið öðrum
betri. Gróður túna og kartöfluakra
tók vaxtarkipp og á örfáum dögum
hafði vöxturinn náð meðallaginu. Til
viðbótar hefur verið svo hagstæð tíð,
að margir bændur hafa lokið heyskap
og fengið góða uppskeru að vöxtum
og gæðum. Þennan tíma hefur sveita-
fólk lagt nótt við dag við að bjarga
hinum verðmæta afrakstri og hafa
undanfarnar vikur sannarlega verið
bjargræðistími búskaparins.
Þess sjást einnig glögg merki á
sama tíma, hve þéttbýlisfólk lærir
smám saman að njóta sumarsins í
frístundum sínum á heimaslóðum,
meira og betur en áður, með göngu-
ferðum eða ferðalögum um nágrenn-
ið, með útivist, náttúruskoðun og
heilsurækt fyrir augum, þar sem bæði
styrkjast fjölskyldu- og átthagabönd.
Fjöldi fólks hvílist, hressist og endur-
nærist í sumarleyfum sínum á heima-
slóðum, ásamt ferðalögum um land
sitt. Til samanburðar við sólarlanda-
ferðir hefur víðförull maður látið þess
getið að hér á landi sólbakist menn
minna en t.d. á Spáni en auðgi meira
sál sína. Eitthvað svipað hafa margir
komist að raun um á síðustu tímum,
að þrátt ágæti hópferða til fjarlægra
landa að vetrinum, sé smalamennska
ferðaskrifstofa mjög í ætt við fyrri
tíma að því leyti, að ávinningurinn sé
fremur smalanna en þeirra, sem
smalað er.
En menn njóta einnig sumars og
sólar við störf sín á sjó og landi, við
það að bjarga heyjum og við það að
afla fiskjar í svo stórum stíl, að mót-
taka hans hefur reynst torveid. Með
tækni og dugnaði skila fiskimið og
gróður mold miklum verðmætum í
þjóðarbúið og hver vinnandi hönd
hefur næg verkefni. Allt eru þetta góð
og þakkarverð tíðindi. En sólarlitlir
dagar munu nú vera hjá mörgum
stjómmálamanninum, sem við þessi
hagstæðu skilyrði allrar náttúru og
kaupgleði viðskiptaþjóða, era að gera
úttekt á ýmiskonar heimatilbúnum
vanda, með tilliti til myndunar nýrrar
ríkisstjórnar. Megi sólin einnig lýsa
þeim fram á veginn.
Juhan Isaksson
frá Sanvo í Finnlandi
Verðlagið
hér á
landi er
hræðilegt
Um það leyti sem Dagur var að
fara í prentun f síðustu viku komu
um eitt hundrað skátar til bæjar-
ins. Þeir voru frá Danmörku,
Færeyjum, Noregi, Finnlandi og
íslandi og höfðu dvalist upp á há-
lendinu í vikutíma. Þetta var hress
hópur og fólkið átti það sameig-
inlegt að vera skátar, vilja skoða
ísland - fræðast um iand og þjóð
og síðan og ekki síst að kynnast
hverjir öðrum - viðhorfum og
skoðunum. Hjá Hvammi, bæki-
stöðvum skáta á Akureyri, hittum
við að máli Juhani Isaksson frá
Sauvo í Finnlandi. Juhani er
meðlimur í skátasveit sem ber
nefnið Sauvojapojat - hvað svo
sem það kann að þýða.
Juhani kom hingað til lands í
lok júlí og ságði að það hefði
verið tvennt sem réði því að hann
kom til íslands. f fyrsta lagi var
það af ævintýralöngun og áhuga
á að hitta skáta frá öðrum lönd-
um og í öðru lagi er erfitt og dýrt
að fara á eigin spýtur frá Finn-
landi til íslands.
„Hér á landi kom mér ekkert
sérlega á óvart, annað en verð-
lagið, það er hræðilegt“, sagði
Juhani. „Ég hef lesið mikið um
ísland og vissi í stórum dráttum
við hverju var að búast, en hitt er
svo aftur annað mál að það er
gjörólíkt að sjá og geta þreifað á.
Hvað ferðalaginu viðkemur var
ég svolítið undrandi á að við
þurftum að taka allt með okkur
t.d. var lítið um vatn. Annars
heppnaðist ferðin vel og ég er
ánægður með hana“.
Samnorrænt
skátamót á
NA-landi
VULCAN
PROJEKT
ISLANDI978
'Mtéí
Vegalengdin samsvaraði
f jarlægð miðbaugs
frá norðurpól
Samnorrænu skátamóti lauk á Akureyri f sfðustu viku. Mót þetta verður
að teljast mjög óvenjulegt, en þátttakendur í því voru um eitthundrað og
gengu skátamir um svæði sem afmarkaðist af Mývatni, Jökulsá á
Fjöllum, Dyngjujökli og Skjálfandafljóti. Þeir skoðuðu náttúm lands-
ins og athuguðu m.a. plöntulff, hraun- og öskulög og vom þær athuganir
ekki alveg út í bláinn, þvf skátarnir fengu verkefni frá Norrænu eld-
fjallastöðinni og Náttúmvísindadeild Háskóla íslands. í tvo daga
dvöldu skátarnir f Mývatnssveit og undirbjuggu ferðina, þeim var kynnt
jarð- og náttúmfræði svæðisins og sýnt hvemig ætti að leysa verkefnin.
Þeir gengu um f fimm daga og komu til bæjarins fyrir réttri viku. Þess
má geta að tölfróðir menn hafa reiknað út að heildarvegalengdin sem
skátarnir gengu sé álfka og frá norðurpólnum allt suður að miðbaug.
Skátarnir vom að koma úr sundi og ætluðu að setjast að ríkulegum
málsverði f Hvammi er tíðindamann Dags bar að garði. Þar hitti
blaðam. að máli Ingólf Armannsson, skáta og kennara, en hann átti sæti
í undirbúningsnefnd.
„Hugmyndin að þessu fyrir-
tæki varð til fyrir þremur árum í
sambandi við alþjóðamót skáta er
haldið var í Noregi. Starfslið
mótsins var á aldrinum 17 til 25
ára og var frá öllum Norðurlönd-
unum. Okkur datt í hug að koma
á enn frekara samstarfi milli fólks
á þessum aldri og haft var sam-
band við Norrænu eldfjallastöð-
ina um hugsanlegt skipulag.
Guðmundur Sigvaldason og Ey-
þór Einarsson hafa starfað með
undirbúningsnefndinni að skipu-
laginu og lögðu þeir til verkefni í
jarðfræði og náttúrfræði", sagði
Ingólfur.
Þátttakendur voru alls 98 auk
10 fararstjóra. Þeim var skipt
niður í 25 hópa og voru fjórir í
hverjum hópi. Annarsvegar var
gengið um svæðið frá Mývatni og
suður fyrir Öskju og hinsvegar
var farið um Kverkfjallasvæðið.
Undir lokin var sá hópur er
dvaldi við Kverkfjöll ferjaðuryfir
Jökulsá og síðustu tvo dagana
dvöldu skátarnir í Grafarlöndum.
„Aðallega fengu skátarnir
verkefni í sambandi við náttúru-
fræði og t.d. átti hver hópur að
rekja, og færa inn á sérstök kort,
tvær plöntutegundir sem fundust
á svæðinu. Einnig voru könnuð
öskulög á ýmsum stöðum og gáfu
þátttakendur upplýsingar um
hvar þau væru að finna, sagði
Ingólfur. „í hópnum var þó-
nokkuð af jarð- og grasafræðing-
um, auk fólks sem er að nema
þessi fræði. Flestir voru á aldrin-
um 17 til 25 ára, en nokkrir voru
eldri og aldursforsetinn mun hafa
verið tæplega sextugur.“
„Annarsvegar var tilgangur
ferðarinnar að gefa skátunum
VULCAN
PROJEKT
ISLANDI978
'Mtéí
VULCAN
ISLANDI978
WW
Hér má sjá hóplnn (brekkunnl vestan vlð Hvamm.
nokkrum manni
Það var ekki hægt að sjá þreytu á
Mynd: á.þ.
Ingólfur Armannsson áttl sæti í undirbúningsnefnd.
Myndir: á.þ.
tækifæri að á reyna sig við
óvenjulegar aðstæður og um leið
erfiðar. Allir hóparnir voru
þannig skipaðir að hvert landi átti
þar aðeins einn fulltrúa, þannig
að fólkið fékk þama gott tækifæri
til að kynnast náið. Hinsvegar var
tilgangurinn sá að gefa þátttak-
endum innsýn í jarð- og náttúru-
fræði svæðisins. Allir hóparnir
skiluðu skýrslum um ferðina ogý
síðar verður unnið úr þeim“
sagði Ingólfur Ármannsson að
lokum.
Gekk oft erf ið-
lega að svara
— sagði Danfríður
Skarphéðinsdóttir
frá Reykjavík
„Ástæðan fyrir því að ég fór í
þessa ferð er e.t.v. sú að maður
drifur sig ekki af sjálfsdáðun og
má því ekki missa af svona tæki-
færi“, sagði Danfríður Skarphéð-
insdóttir - úr Kráká-sveit -
Reykjavík. Á daginn gekk Dan-
fríður með þremur karlmönnum,
einn var frá Noregi, annar frá
Færeyjum og hinn þriðji frá Finn-
landi en á kvöldin sameinuðust
þau öðrum flokkum. Danfriður
sagði að samstarfið hefði gengið
vel og þetta var harðsoðin klfka.
Danfríður sagði, að eftir ferða-
lag af þessu tagi horfði hún öðr-
um augum á landið, en hinir er-
lendu samferðamenn spurðu
hana og aðra íslendinga í þaula
um það sem fyrir augu bar og
vafðist löndum vorum oft tunga
um tönn. „Otlendingarnir voru
hér í skoðunarferð, en ég held að
íslendingamir hafi yfirleitt farið í
ferðina vegna göngunnar", sagði
Danfríður. „Við gerðum ýmislegt
í ferðalaginu og ég hef bæði haft
gagn og gaman af henni".
K
ij
M
V5
Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup:
Barátta fyrir friði á jörðu einkenndi starf páfa
Séra Pétur Sigurgelrsson, vfgslubiskup, ásamt elglnkonu slnnl, Sólveigu,
í Páfagarði.
Blaðið óskaði þess við vígslubisk-
upinn á Akureyri, séra Pétur Sig-
urgeirsson, sem verið hefur í
Páfagarði, að hann segði stutt-
lega frá heimsókn sinni þangað.
Varð hann góðfúslega við þeim
tilmælum.
Páll páfi 6. átti stóran þátt í því
að efla skilning og bræðraþel
þjóða á milli. Páfa er minnzt um
þessar mundir með virðingu og
þakklæti um allan heim.
Það var fyrir tæpum 5 árum,
sem okkur hjónunum veittist sú
ánægja og heiður að eiga stutt
viðtal við páfann, þar sem hann
dvaldi á sumarsetri sínu Castel-
gandolfo skammt frá Róm. Þar
var Páll páfi, er hann andaðist
sunnudaginn 6. ágúst.
Eins og nærri má geta vorum
við hjónin nokkuð kvíðin að eiga
að mæta þessum leiðtoga nær 500
milljón manna. Við biðum komu
hans í móttökusal og brátt birtist
páfinn í dyrunum með fylgdarliði
sínu. En hann tók burt allan
kvíðann með því að ganga til
okkar hógvær, brosandi og með
útréttar hendur.
Samtalið við páfann snérist að
mestu um bænina. Páfi sagðist
eitt sinn fyrr á árum hafa komið
til íslands á leið til Kanada. Við
fundum, að það andaði hlýtt til
landsins frá hjarta hans. Hann
sagðist biðja fyrir Islandi og
þjóðinni. Og hann bað okkur um
að minnast sín í fyrirbæn. Sam-
talinu lauk þannig, að við báðum
með honum Faðir vor. Á meðan
hélt hann um hendur okkar. Að
skilnaði gaf hann okkur og börn-
um okkar minnispening og helgi-
myndir.
Páll páfi var hlýr og alúðlegur
maður í allri framgöngu sinni.
Hann er einn sá auðmjúkasti
maður sem eg hefir fyrirhitt um
ævina. Kaþólska kirkjan lítur á
embætti páfans þannig að páfinn
sé arftaki Péturs postula. Páll 6.
var 261. páfinn í þeirri röð.
Páll 6. kom á páfastól 1963. Þá
gerðist hann yfirmaður 470 millj.
kristinna manna. Kaþólska kirkj-
an er svo fjölmenn miðað við
aðrar kirkjudeildir, að nærri læt-
ur að helmingur allra kristinna
manna tilheyri þeirri kirkju. Bar-
átta fyrir friði á jörð og einingu
kristninnar einkenndi einkum
starfsferil Páls 6. Segja má, að
hann hafi brotið blað í sögu
páfadæmisins með því að ferðast
vítt um lönd og álfur, en slíkt
hafði eigi áður þekkst. Páll páfi
heimsótti þing Sameinuðu þjóð-
anna og flutti þar eftirminnilega
ræðu um frið og sátt meðal
manna.
Mikill söknuður ríkir nú innan
kaþólsku kirkjunnar, eins og
greinilega hefur komið í ljós við
líkbörur páfans. Það gleymdist
engum, sem upplifðu það, að vera
í nærveru hans. Áhrifin af heim-
sókninni miðvikudaginn 13. sept.
1973 eru kærleiksrík, hlý og
hjartanleg. Enn má kenna ylinn
af handtaki og góðhug páfans.
Castelgandolfo er bygging á
hæð, sem gengið er upp til þegar
farið er á páfafund. Þennan sama
dag hélt páfinn sinn vikulega
fund í 8 þúsund manna sal, sem
var þéttskipaður. Þegar við hjón-
in fylgdumst með fólkinu upp
hæðina, varð mér ósjálfrátt hugs-
að til mannfjöldans, sem hélt upp
fjallið forðum og hlýddi á Fjall-
ræðuna af munni Frelsarans
sjálfs. Eg hlaut að hugleiða kær-
leiksstrauminn, er þaðan kom,
hið lýsandi af í sálum manna eftir
nær tvær árþúsundir. „í myrkrin
út þín elska kallar, og allur leiftr-
ar geimurinn." Verk hins látna
mannvinar eru þeirrar birtu og
blessunar.
Markaregn
Þriðjudaginn 8. ágúst léku á Ak-
ureyrarvelli KA og Þór í meist-
araflokki. Var þetta seinni leikur
liðanna í Akureyrarmóti, og hafði
Þór unnið fyrri leikinn 3-2. KA
menn hófu leikinn með mikilli
sókn og á elleftu min gefur Guð-
jón boltan inn í teiginn en þar er
Sigurbjörn fyrir og gefur á Ár-
mann sem sendir boltan viðstöðu-
laust í netið. Það var ekki fyrr en á
24. mín sem Þórsarar komust í
hættulegt færi, en þá spilar Jón
Lárusson af sér tvo varnarmenn
KA og skýtur föstu skoti, efst í
hornið. Óverjandi fyrir Þorberg
markvörð.
Á 27. mín voru Þórsarar í sókn
og Sigurður Lárusson fær háan
bolta inn í teiginn og skallar
boltann í netið. Þórsarar ná þar
með forystu og auka hana með
marki Sigþórs Ómars eftir varn-
armistök hjá KA-mönnum. Á 32.
mín voru Þórsarar í sókn og Jón
Lárusson rekur endahnútinn á
sóknina með lúmsku skoti, 1-4.
Einni mínútu síðar þegar
KA-menn eru í skyndisókn er
Elmari Geirssyni brugðið í teign-
um og dómarinn dæmir víta-
spymu. Eyjólfur tekur spyrnuna
og skorar örugglega 2-4. Það var
ekki fyrr en á 37. mín sem Þórs-
urum tókst að skjóta framhjá
góðum markverði KA, Þorbergi.
Var þar að verki Óskar Gunnars-
son. Seinni hálfleikur var rétt
byrjaður þegar Óskar bætti sjötta
marki Þórs við, 6-2. Það var ekki
fyrr en á 15. mín sem Ragnar
markvörður Þórs mátti hirða
boltann úr markinu. Það mark
skoraði Óskar Ingimundarson
eftir að Ragnar missti sjónar af
boltanum. Á 20. mín fengu Þórs-
arar aukaspyrnu sem Sigurður
Lárusson skoraði beint úr. Stuttu
seinna skoraði KA, og var þar að
verki Óskar Ingimundarson.
Fallegt mark. Tveimur mínútum
síðar var KA aftur í sókn og Ár-
manni Sverrissyni er brugðið í
markteignum. Eyjólfur Ágústs-
son skoraði örugglega hjá Ragn-
ari markverði í vítinu. Var þetta
síðasta mark leiksins sem lauk
með sigri Þórs, 7 mörk gegn 5
mörkum KA.
Fréttir úr
starfi HSÞ
Ráðinn hefur verið þjálfari hjá
H.S.Þ. í frjálsum íþróttum. Er
það Höskuldur Goði Karlsson
kennari að Reykjaskóla. Hann
mun þjálfa héraðslið HSÞ í
frjálsum íþróttum og einnig
mun hann fara milli félaga og
vera með æfingar hjá þeim.
Undanfarin ár hefur Héraðs-
sambandið haft sumarbúðir
fyrir unglinga. Að þessu sinni
voru þær að Laugum og stóðu í
10 daga. Þátttakendur voru 47
úr öllu héraðinu, og má það
teljast gott. Sumarbúðir er
nauðsynlegur liður í starfinu,
því þar fá unglingar úr héraðinu
tækifæri að hittast og kynnast
um leið og þeir fá tilsögn í alls
konar íþróttum og félagsstörf-
um.
Víðavangsboðhlaup H.S.Þ.
fór fram sunnudaginn 18. júní.
Var þetta í fyrsta skipti sem slíkt
hlaup fór fram. Hlaupið var frá
Tjörn í Aðaldal til Húsavíkur og
er vegalengdin um 21 km. Hver
sveit var skipuð 10 mönnum.
Alls tóku þátt í þessu hlaupi 8
sveitir frá 5 ungmennafélögum.
Vakti athygli að bæði umf.
Reykhverfingur og umf. Tjör-
nes sendu sveitir í hlaupið því á
báðum þessum stöðum eru
íbúar ekki margir.
Úrslit urðu þau að knatt-
spyrnudeild Völsungs vann og
hljóp leiðina á 1 klst. og 17 mín.,
önnur varð sveit frjálsíþrótta-
deildar Völsungs og þriðja varð
sveit ungmennafélagsins
Gaman og alvara. Þriðja bestan
tíma hlaut stúlknasveit H.S.Þ.
en sveitin var ekki fullskipuð.
Yngsti þátttakandinn var
aðeins 7 ára gamall. Margir
fylgdust með hlaupinu sem
gekk í alla staði mjög vel.
Órétt'
lát
úrslit
Sl. föstudagskvöld léku á Akur-
eyri KA-Keflavík í I. deildinni í
knattspyrnu. Ekki voru liðnar
nema tvær mínútur þegar Keflvík-
ingar höfðu gert tvö mörk f röð án
þess að KA tækist að svara. Fyrra
markið skoraði Rúnar Georgsson
og það seinna Steinar Jóhanns-
son. KA-menn gáfust þó ekki upp
og á 12. mín átti Gunnar Blöndal
hörkuskot að marki fBK en góður
markvörður, Þorsteinn Bjarna-
son, varði vel eins og svo oft í
leiknum. Á 15 mín fengu
KA-menn aukaspyrnu inn í víta-
teig og Sigurbjörn skaut knettin-
um í samskeytin og út. Stuttu
scinna áttu KA-menn tvö dauða-
færi sem Þorsteinn átti ekki f erf-
iðleikum með. Á 35. mín átti
Ólafur Júlíusson hörkuskot að
marki KA en Þorbergur varði
meistaralega. 5. mín síðar skor-
uðu Keflvíkingar sitt þriðja mark
eftir seinagang í vörn KA og má
skrifa það mark á reikning varn-
armanna liðsins. Þarna var Rúnar
aftur að verki. Á síðustu mínútu
fyrri hálfleiks átti Gunnar Gunn-
arsson dauðafæri, stóð fyrir opnu
marki, en hann skaut langt yfir.
Framan af var síðari hálflcikur
tilþrifalítill en á 16. mín átti Elmar
Geirsson lúmskt skot að marki
ÍBK, en Þorsteinn varði vel. Á 30.
mín áttu Keflvíkingar skyndisókn
og varamaður liðsins, Þórður
Karlsson, skaut hörkuskoti að
marki KA, en Þorbergur var ekki á
réttum stað og boltinn lenti inni,
0-4 fyrir ÍBK. A 34. mín komst
Gunnar Blöndal einn innfyrir vörn
IBK en markvörðurinn bjargaði
tímanlega. Aðeins mínútu síðar
voru Keflvikingar í sókn og besti
maður IBK liðsins, Rúnar Ge-
orgsson skallaði beint upp í horn-
ið, óverjandi fyrir Þorberg mark-
vörð. Það sem eftir var leiksins
áttu KA-menn tvö dauðafæri en
heppnin var með sunnanmönnum,
boltinn vildi ekki inn. Mörkin
urðu 5 hjá Keflvíkingum gegn
engu marki KA-manna.
Tölurnar segja ekki allt því KA
var einlægt óheppið með sín tæki-
færi en ÍBK skoraði úr sinum.
ÞROTTUR SIGRAÐI ÞOR 1 -O
Sl. laugardag léku á Akureyrar-
velli Þór-Þróttur I II. deild i
knattspyrnu. Þórsarar hófu leik-
inn með mikilli sókn og á 5. mín
fengu þeir gott færi sem þeir mis-
notuðu. Það var sama sagan á 9.
mfn. en boltinn vildi ekki inn.
Einni mínútu sfðar áttu Þórsarar
skalla í þverslá en heppnin var
með Þrótturum. Það var ekki fyrr
Nýr þjálfari
Nú hefur verið ráðinn
þjálfari hjá II. deildarliði
Þórs í handknattleik. Er
það Arnar Guðlaugsson
handknattleiksmaður úr
FH og er hann væntanlegur
til Akureyrar 10. septem-
ber.
••«••••••••••••••••••«
en á 20. mín sem hætta skapaðist
við mark Þórs en þá kom hár bolti
af vinstri kanti sem stefndi yfir að
markinu en öruggur markvörður
Þórs sló boltann yfir.
Það sem eftir var hálfleiksins
skiptust liðin á um að sækja og
sköpuðu sér góð færi.
En marklaus hálfleikur var stað-
reynd og var meiri kraftur í leik-
mönnum Þróttar í fyrri hálfleik.
Fyrstu 10. mín. síðari hálfleiks
skiptust liðin á um að sækja en nú
var meira spil hjá Þórsurum. Á
ll. mín skoruðu Þróttarar eina
mark leiksins, eftir að hafa tætt í
sundur vörn Þórsara og sýnt fall-
egt spil. Þarna var vörnin hjá
Þórsurum illa á verði. Það sem
eftir var leiksins voru Þórsarar
meira í sókn og áttu nokkur
dauðafæri. En boltinn vildi ekki
inn og ósanngjörn úrslit leiksins
urðu því 0-l fyrir Þrótt, því Þór
sótti meira allan leikinn.
Kæstu leikir
N.k. laugardag leika í I. deild í
Vestmannaeyjum ÍBV og KA og
hefst leikurinn kl. 15.00. Nú verða
KA-menn að vinna þennan leik ef
þeir ætla sér að leika í I. deild
næsta sumar.
Sama dag fara Þórsarar suður
og keppa við Hauka í II. deild á
Hvaleyrarholtsvelli. Þetta verður
baráttuleikur beggja liða og sér-
staklega Þórsarar sem verða að
vinna leikinn ef þeir ætla sér að
berjast um sætið í I. deild.
4.DAGUR
DAGUR.5