Dagur - 06.10.1978, Síða 1

Dagur - 06.10.1978, Síða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXI. árg. Akureyri, miðvikudagur 6. október 1978 58. tölublað Metveiði Sumarvertíðin á loðnu- miðunum hefur gengið vel. Um síðustu helgi var búið að veiða rúmlega 240 þúsund lestir og fer það aflamagn að nálgast allan vertíðaraflann sl.ár. Um 50 skip eru á loðnuveiðum. Skipstjór- ar sögðu í aflahrotunni fyrir síðustu helgi, að þeir hefðu ekki áður fundið jafn mikið af loðnu að sumarlagi. Nýr fréttaritari Séra Hjálmar Jónsson á Bóistað í Húnaþingi hefur fallist á, að verða fréttaritari Dags og hef- ur hann þegar sent fyrstu fréttirnar. Einhver fingra- langur lilill HyH Einhver fingralangur gerði sér það ómak á dögunum, að taka upp kartöflur úr nálega helmingi af garði Helga Helgasonar, Brekkugötu 11, en garðurinn er í garðlöndum þeim, sem kennd eru við Blómstur- velli og númer garðsins er 787. Ekki er Helgi ánægður yfir þessum þjófnaði, sem ekki er von. Óskar hann að kartöflunum sé skilað, en lét þess þó getið, að ef það væri ekki gert, mætti það ekki minna vera en að sá kartöflugráðugi maður sendi sér útsæði næsta vor! ! Hækkar verð á íbúðum á Akureyri um 30-40%? Óheiliaþróun sem Húsnæðismálastofnunin gæti komið í veg fyrir „Fari ekki framkvæmdahraði og fjármögnun saman, hlýtur það fyrr eða síðar að leiða til veru- legrar hækkunar á íbúðarverði, en fyrirtæki sem framleiða sölu- íbúðir geta ekki haldið starfsemi sinni áfram við óbreyttar að- stæður. Hér þarf að verða breyting á ef ekki á að koma til ófremdarástand, en afleiðingar þess ef ekkert verður aðhafst munu leiða til stórkostlegra verðhækkana, með öllum þeim áhrifum sem því fylgdu.“ Þannig mælti Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri byggingaverk- takafyrirtækisins Smári h/f, á fundi sem haldinn var á Sauðárkróki fyrir skömmu. Þar voru mættir fulltrúar flestra þeirra sem fram- leiða söluíbúðir á Norðurlandi og einnig voru á fundinum þrír starfs- menn Húsnæðismálastofnunar rík- isins. Nýtt hús að rísa í Glerárhverfi. Tryggvi Pálsson lét svo um mælt í viðtali við Dag að verð íbúðarhúsa á Akureyri væri u.þ.b. 30 til 40% Mynd: á.þ. lægra en gerist á Stór-Reykjavík ursvæðinu. en ef Húsnæðismála- stofnunin gerði ekkert til að auka fjárstreymið til verktaka meðan á byggingu stæði, væri ljóst að innan tíðar myndu íbúðir á Akureyri komast í svipaðan verðflokk og gerist í Reykjavík. Fundurinn gerði allmargar ályktanir sem sendar voru félags- málaráðherra og stjórn Húsnæðis- málastofnunar ríkisins. Þess má geta að það kom fram hjá fram- kvæmdastjóra Húsnæðismála- stofnunarinnar að hann teldi það óeðlilegt ef ekki væri tekið tillit til sjónarmiða verktakanna, vegna þess að þetta væri e.t.v. fyrsti „þrýstihópurinn“ sem kæmi með tillögur sem ekki stefndu í þá átt að heimta meira fjármagn, sem myndi síðar stuðla að aukinni verðbólgu og hækkuðu byggingaverði. Innan tíðar verður viðtal við Tryggva Pálsson i Degi, og þar verður nánari grein gerð fyrir fundinum og stöðu byggingariðn- aðar á Norðurlandi. Frumsýning hjá LA 13. okt. Gestur E. Jónasson og Nanna Jónsdóttir í hlutverkum sínuin í fyrsta verkefni LA á þessu leikári, „Þess vegna skiljum við,“ eftir Guðmund Kamban. Frumsýningin verður 13. okt. Forsala áskriftarkorta er hafin og verður daglega kl. 5-7 í Samkomuhúsinu. Mynd áþ. Sundlaug byggð í Laxárdal Kasthvammi, 24 sept. 1978. September hefur verið veðragóður og með þeim hlýjustu, enda öll jörð óvcnjulítið sölnuð, t.d. eru ber tín- anleg enn sem er mjög sjaldgæft á þessum tíma. Heyskapur var mikill og meirihlutinn á góðri verkun. þó hraktist töluvert það sem fyrst var slegið og eins það sem slegið var eftir 15. ágúst. Bcrjasprettan varð mikil en kom seint. Fé er betra en undanfarin ár. Það er ekki farið að slátra hér úr dalnum enn, en um 18,6 kg. meðalvigt heyrði ég um hjá Aðalgeir í Múla, nýrnamörslaust og er þetta óvenjulegt hér úr lágsveit- um. Allmikið var unnið að vegagerð yfir gljúfrin. Vinnu við lasastigann verður lokið í þcssari viku en það verk hefur gengið ágætlega í sumar og nóg er af laxinum sem vill kom- ast upp. Þegar hann kemst það bætast við rúmlega 30 km. laxgengir og þar verða margir og fagrir veiði- staðir. Það var byggð sundlaug hér í dalnum í sumar og nýlega tekin í notkun. Hún er við Birningsstaða- laugarnar neðan við hraunið. Vatnið er tekið nokkru ofan við hraun og er þar um 50 stig. Ætlunin er að þarna komi einn ..heitur pottur". Um byggingu laugarinnar er það að segja að vínnuflokkur Hróars Björnssonar hinir svoköll- uðu „stigamenn" gáfu vinnu við uppslátt, samskol voru í Laxárdal og meðal burtfluttra Laxdælinga, einnig gjafavinna úr Laxárdal -og Aðaldal. Annars er mér ekki fu11 - kunnugt um fjárhaginn eins og. stendur. G. Tr. G. Dælt úr borholu Hitaveitu Ólafsf j. í sl. viku var unnið við að koma fyrir dælu í einni af borholum hitaveitu Olafs- fjarðar í Laugarengi. Nú hafa komið til sögunnar nýj- ar byggingar s.s. heilsu- gæslustöð og dvalarheimili fyrir aldraða og vatnsþörfin því aukist verulega. Allt fram að þessu hefur Hita- veit'a Ólafsfjarðar búið við sjálfrennandi vatn. ALDREI FLEIRI NEMENDUR í ÞRIÐJA BEKK MENNTASKÓLANS Menntaskólinn á Akureyri var sett- ur sunnudaginn 1 október „á sal“ í 99. sinn, aó viðstöddum þeim fjölda manns, sem í húskynnum komast fyrir. Nemendur í neðsta bekk MA (þriðja bekk) eru 175 og liafa aldrei orðið fleiri en nemendur í skólanum öllum eru 540 auk 90 í öldungadeild, eða samtals 630 nemendur. Umsóknir um neðsta bekkinn urðu 224 talsins, en ekki var unnt að taka við nema 175 nemendum og er það þó 50 fleira en ráðgert var í upphafi. Kennt er á fimm sviðum í skól- anum: Málasviði, félagsfræðisviði, eðlisfræðisviði, náttúrufræðisviði og tónlistarsviði í samvinnu við Tónlistarskólann. Kennarar eru 38, þar af 23 fast- ráðnir. Greinar, sem kenndar eru í skólanum eru 35, auk valgreina, sem nemendur sækja í öðrum skólum í bænum. Auk kennara og hins fasta starfsliðs starfa um 30 manns við skólann og er starfsliðið við skólann því nær 70 manns. Nýr bryti var ráðinn, Sigmundur Rafn Einarsson. í heimavist eru 120 nemendurog hún löngu fullsetin, svo sem verið hefur mjög undanfarin ár. Menntaskólinn á Akureyri,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.