Dagur - 06.10.1978, Side 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlÐSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl og afgr : JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prenfverk Odds Björnssonar hf
Þarf að ráða
framkvæmdum?
Á miklum framkvæmda- og breyt-
ingatímum þjóðarinnar, á biðlund og
hófsemi ekki upp á pallborðið, jafnvel
ekki heilbrigð skynsemi, enda annað
meira í tísku. Þeir, sem leggja leið
sína um Akureyri, sjá hin miklu
stakkaskipti, sem bærinn er að taka
vegna margþættra framkvæmda.
Hitaveita Akureyrar, sem kostar á
fimmta milljarð króna um næstu ára-
mót, er stærsta framkvæmdin. Svæð-
isíþróttahús, sem líklega kostar 800
milljónir eða meira, er í smíðum. í
Hlíðarfjalli er verið að vinna og
ákveðið að vinna fyrir 100-150 millj-
ónir í ár, til að bæta aðstöðu skíða-
íþróttafólks. Fjórðungssjúkrahúsið
er 1 byggingu og kostar það milljarða.
Sjálfsbjörg er að byggja á 5-6 hektara
lóð sinni fyrir nokkur hundruð millj-
ónir króna. Náttúrulækningafélagið
ætlar að hefja byggingu heilsuhælis í
Kjarnaskógi, sem eflaust kostar mörg
hundruð milljónir og áformað er að
reisa kirkju og sundlaug í Glerár-
hverfi. KEA er með mjólkursamlags-
byggingu í smíðum, sem hundruð
milljóna þarf til að Ijúka. Útgerðar-
félag Akureyringa er með húsa-
stækkun upp á 200 milljónir í smíðum.
Slippstöðin þarf 2.500 milljónir til
framkvæmda. Við höfnina er verið að
byggja vörugeymslur, bæði hjá Eim-
skip og BTB og KEA þarf að byggja
vöruhús á Oddeyri. Krossanesverk-
smiðja er í endurbyggingu og kostar
fyrsti áfangi allt að 200 milljónum.
Bygging skólahúsnæðis við Lundar-
skóla og Glerárskóla kostar 400
milljónir og nýjar byggingar vegna
Iðnskólans 150-200 milljónir.
Upptalningin hér að framan er
langt frá því tæmandi og áætlaður
kostnaður mjög ónákvæmur, og á að-
eins að bregða upp mynd af því, sam-
anlögðu, sem verið er að fást við, mest
samtímis. Til viðbótar þessu eru svo
allar íbúðabyggingarnar og byggingar
annarra fyrirtækja en þeirra, sem
nefnd voru. Og manni verður á að
spyrja, hvort það sé í raun og veru
skynsamlegt eða bókstaflega hægt, að
hafa þetta mest allt undir í einu.
Kemur þú upp sú spurning, ef of mikið
er færst í fang, að raða verkefnunum
niður og stytta um leið framkvæmda-
tíma verulega. En hver ætti að gera
það? Hver vill seinka uppbyggingu
atvinnulífs eða bættri aðstöðu fyrir
sjúka, eða þá mannvirkja vegna
íþrótta, svo ekki sé minnst á, að tor-
velda fólki að eignast þak yfir höfuð-
ið? Eða vill fólk bíða lengur eftir heita
vatninu en nauðsyn ber til?
Akureyri er mikill framkvæmda-
bær, stækkandi bær, hefur veitt íbúð-
um sínum mikla og jafna atvinnu og
margþætt menningarskilyrði. En sú
spurning knýr fast á, hvort það sé
skynsamlegra að flýta einstökum
framkvæmdum með forgangsrööun
eða hafa allt undir I einu mörg næstu
árin.
asöfnin á Norðurlandi
Minjasafnið að Laufási
í Grýtubakkahreppi
Frosti F. Jóhannsson
Skagafirði er í gömlum bæ, sem
endurbyggður var undir umsjá
þjóðminjavarðar 1939-1946.
Safnið var formlega opnað 1952.
Þjóðminjasafnið er eigandi bæj-
arhúsanna á Glaumbæ.
Minjasafnið á Akureyri var
opnað almenningi til sýnis 1963.
Siðan hefur það stækkað mjög og
húsakostur aukinn. Það er eign
Akureyrarkaupstaðar, Kaupfé-
lags Eyfirðinga og Eyjafjarðar-
sýslu.
Minjasafnið að Laufási í
Grýtubakkahreppi er í nær stöð-
ugri endurbyggingu og á Þjóð-
minjasafnið bæinn, en konur
söfnuðu í hann munum.
Byggðasafn S-Þingeyinga á
Grenjaðarstað var opnað al-
menningi tilsýnis 1958, en
Bændafélagið safnaði munum og
afhenti þá sýslunni 1957. Þjóð-
minjasafnið á bæinn.
Safnahúsið á Húsavík er ný
bygging. Þar er búið að koma
fyrir bóka-, skjala og nátturu-
gripasafni sýslunnar. Þar er 100
fermetra sýningarsalur.
Fyrirhuguð sjóminja-
söfn
Fyrir tæpum áratug kom fram
hugmynd um það á Skagastönd,
að koma þar upp sjóminjasafni.
Riðu konur þar á vaðið og hófu
síðan söfnun. Sá vísir, sem orðinn
stefnt að sjóminjasafni, þar sem
þungamiðjan verður síldarminj-
arnar en einnig verður safnið
helgað öðrum greinum sjávarút-
vegs. Tvö hús hafa verið friðlýst á
Siglufirði, í tengslum við fyrir-
hugað safn.
Byggðasafnið á Kópaskeri er til
húsa hjá Kaupfélagi Norð-
ur-Þingeyinga á Kópaskeri. Gert
er ráð fyrir, að bóka- og byggða-
safn sýslunnar fái húsnæði í
væntanlegu skólahúsi, sem á að
rísa mjög fljótlega.
Tillögur um framtíð
safnanna
Hér hefur verið drepið á það
helsta, sem fyrir er. I tillögum
Frosta F. Jóhannssonar um
framtíð safnanna á Norðurlandi
segir hann m. a.:
„Eins og að framan er getið er
aldur muna velflestra safnanna
mjög takmarkaður við þröngt
tímabil í sögunni, eða ofanverða
19. öld og fram á fyrstu tugi
þeirrar 20. Þrátt fyrir þetta má
segja að munirnir séu fulltrúar
ákveðinna atvinnuhátta eldri
tíma. Ástæðan er hin hægfara
þróun verkmenningar framan af
öldum eða allt frá landnámsöld
og fram á byrjun 20. aldar. Hins
v •
Nonnasafnið
Héraðsfund
ur Eyja-
fjarðarpró-
fastsdæmis
Sunnudaginn 22. okt. n.k. heldur
séra Stefán Snævarr prófastur hér-
aðsfund með prestum og safnaðar
fulltrúum prófastsdæmisins.
Fundurinn hefst í Stærra-Ár-
skógskirkju að aflokinni guðsþjón-
ustu kl. 1.30. e.h. - og stendur þann
dag. Þeir reikningshaldarar kirkna í
prófastsdæminu, sem enn hafa ekki
sent reikninga eru beðnir um að
senda þá prófasti án tafar. Þá eru
safnaðarfulltrúar beðnir um að
senda prófasti skýrslu um það
markverðasta, sem gerst hefur í
sókninni frá síðasta héraðsfundi. -
(Fréttatilkynning)
Fyrir skömmu var rætt við Frosta F. Jóhannsson, þjóð-
háttarfræðing, sem unnið hefur að því á Siglufirði, jafn-
hliða sínu námi, að koma upp söfnum þar, viðkomandi
sjávarútvegi. Bar minjasöfn á góma og einnig það, að
Fjórðungssamband Norðlendinga hafði falið honum það
starf með fjárstuðningi, að gera úttekt á minjasöfnum á
Norðurlandi, og gera tillögur um úrbætur.
viðvíkur er vegir í ömurlegu ásig-
komulagi og er skemmst að minn-
ast ályktana frá ýmsum félagasam-
tökum í Eyjafirði um ástand og
viðhald vega. Þau eru ekki fá slysin
í þessum landsfjórðungi sem eiga
rót sína að rekja til slæmra vega og
hefur það kostað samfélagið gífur-
legar upphæðir í tjónum á öku-
tækjum - svo ekki sé minnst á þá
sem hafa orðið fyrir slysi í umferð-
inni.
Það hlýtur að vera krafa íbúa
Norðurlands að betur sé hugað að
vegamálum fjórðungsins. Það er
ekki vansalaust að vegarspotti sá,
sem liggur út frá Akureyri, sé örfáir
metrar, á meðan hvert þorpið á
Suðurlandi á fætur öðru kemst í
gott vegarsamband. Eflaust vilja
margir kenna dugleysi þingmanna
kjördæmisins um hvernig málum
er komið og bera þeir vissulega sína
ábyrgð. En það er fleira sem áfátt er
- Það vantar skynsamlega heildar-
áætlun um gerð þjóðvega og lagn-
ingu varanlegs slitlags á þá. Til
þessa virðist slík áætlun einungis
hafa verið til um Suðurland, en
Norðurland hefur ekki fundist á
kortinu hjá þeim háu herrum sem
vegamálunum stjóma.
Hér er um að ræða eitt það atriði
sem stjómar búsetu fólks í landinu
og ef ráðamenn vegamála sýndu
það í verki að þeim væri alvara yrði
þeim seint fullþakkað. Með betri
vegum yrði merkum áfanga náð í
byggðastefnunni og um leið væri
öryggi ökumanna og farþega betur
tryggt-
Olíusölu-
samningur
við Rússa
í Moskvu var í september sl.
undirritaður olíusölusamningur að
upphæð 14,7 milljarðar ísl. króna
um sölu á bensíni og öðrum olíu-
vörum hingað til lands. F.r þetta
nokkru minna magn af gasolíu en í
fyrra og bensínið er einnig nokkuð
minna. Viðskiptaráðuneytið hefur
framselt íslensku olíufélögunum
samninginn, en þau annast þessi
viðskipti við Sovét og hafa gert
síðan 1953.
Þjóðháttarfræðingurinn hefur
nú samið skýrslu sína og sent
Fjórðungssambandinu. Hún er
yfirgripsmikil og mjög fróðleg um
hin norðlensku minjasöfn, og til-
lögurnar verða eflaust teknar til
umfjöllunar hjá sambandinu.
1 skýrslunni er skrá yfir norð-
lensku minjasöfnin og úttekt á
hverju fyrir sig. En söfnin eru
þessi:
Byggðasafn Húnvetninga og
Strandamanna er á Reykjum í
Hrútafirði. Það, ásamt Ófeigs-
skála' var opnað 1967.
Heimilisiðnaðarsafnið á
Blönduósi er tengt Kvennaskól-
anum, en hefur ekki verið opnað
formlega, þótt farið væri að sýna
það almenningi 1976. Kvenna-
skólinn er eigandi safnsins og
einnig safnhússins.
Byggðasafnið á Glaumbæ í
er, er til húsa í bókasafni staðar-
ins. Mestur áhugi er á söfnun sjá-
varminja.
Sjóminjasafnið á Siglufirði er í
undirbúningi. Starfað hefur
byggðasafnsnefnd í kaupstaðn-
um í 20 ár og nú er loks verulegur
skriður kominn á málið og er
vegar hefur þróunin verið mis-
munandi eftir hinum ýmsu
byggðalögum vegna einangrunar
og séraðstæðna.
Núverandi byggðasöfn miðast
fyrst og fremst við ofangreint
tímabil og eiga að draga fram al-
menn einkenni viðkomandi
byggðalaga. En víða er pottur
brotinn í þeim efnum eins og áður
hefur komið fram.
Þegar kemur fram á 20. öld, öld
tæknibreytinga, framfara og
bættra samgangna, hverfa sér-
einkennin að mestu og þróunin
verður með mjög líkum hætti á
stærri svæðum og jafnvel landinu
öllu nú á síðustu ár.um.
Með ofansagt i huga álít ég, að
ef setja á upp minjasöfn er út-
skýra eiga sögu 20. aldar, sögu
vélaaldar, eigi hiklaust að miða
við að hafa þau söfn færri og
stærri og sérhæfð ákveðnum at-
vinnuháttum og miða við að þau
nái yfir stærri landssvæði en hin
hefðbundnu byggðasöfn.
Ég álít að kanna eigi mögu-
leikann á að koma upp sérsöfnum
innan fjórðungsins, fjórðungs-
söfnum. Eftirfarandi fjórðungs-
söfnum álít ég að stefna eigi að að
koma upp:
1. Búminjasafni
2. Sjóminjasafni
3. Iðnminjasafni
4. Heimilisiðnaðarsafni.“
Samandregið yfirlit.
Þjóðháttarfræðingurinn dregur
saman efni skýrslu sinnar á eftir-
farandi hátt:
„Á Norðurlandi er búið að
koma upp minjasöfnum:
byggðasafni húnvetninga og
Þankar um bíla,
vegi og slys
Vegir eru veigamikið byggðamál
og sífellt fjölgar þeim sem hafa
ökuréttindi enda fer fjöldi bifreiða
mjög vaxandi hér á landi. En þrátt
fyrir mikinn innflutning bifreiða til
landsins er það staðreynd að eig-
endur þeirra gera mun meira að því
að lappa upp á þær en tíðkast yfir-
leitt erlendis enda eru þær dýrar og
ekki á hvers manns færi að kaupa
nýtt ökutæki. Hver bifreið er því
mun lengur í umferð á Islandi en
t.a.m. í nágrannalöndum okkar og
hlýtur það að teljast slæmt, öryggis
vegna enda eru menn misduglegir
að gera við það sem aflaga fer.
Kemur það oft niður á öryggi 1
umferð og er þa betur heima setið.
En það er fleira sem stuðlar að
árekstrum og slysum í umferð hér á
landi, en gamlar og úr sér gengnar
bifreiðar. Slæmir vegir eiga sinn
hlut að máli. Hvað Norðurlandi
fjórum öðrum stöðum: sjóminja-
söfn á Skagaströnd, Siglufirði og
Húsavík og landbúnaðarsafn á
Kópaskeri fyrir N.-Þingeyjar-
sýslu.
Til að leysa framtíðarmál
minjaverndar í fjórðungnum
leggur skýrsluhöfundur til að
komið verði á fót sérstökum
fjórðungsminjasöfnum sem yrðu
sérhæfð ákveðnum atvinnuhátt-
úm. Þannig er lagt til, að komið
verði upp landbúnaðarsafni (í
Glaumbæ í Skagafirði), sjó-
minjasafni (í Siglufirði), -iðn- _
minjasafni (á Akureyri) og heim-
ilisiðnaðarsafni (á Blönduósi). Að
öðru leyti er gert ráð fyrir að
staðsetning og skipan minjasafna
í fjórðungnum verði óbreytt.
Margháttað endurbótastarf þarf
að vinna í núverandi minjasöfn-
um.
Til að leysa ýmis vandamál
sem minjasöfnin eiga nú við að
etja, er lagt til að Fjórðungssam-
band Norðurlands ráði sérhæfð-
an starfsmann til að vinna að
málefnum safnanna. Hér er fyrst
og fremst um að ræða skrásetn- -
ingu, uppsetningu, alls konar
samræmingu milli safnanna og
samvinnu, vinnu við að koma
fjórðungsminjasöfnum á fót 'og
annast fornminjaskráningu sem
er mjög brýnt verkefni.
Stefnt skal að því að Fjórð-
ungssambandið komi á minja-
safnsstofnun er hafi yfirumsjón
með minjasafnsmálum í fjórð-
ungnum og lúti sérstaklega kjör-
inni stjórn.“
strandamanna að Reykjum í
Hrútafirði (opnað 1967), heimil-
isiðnaðarsafni á Blönduósi (opn-
að 1976), byggðasafni skagfirð-
inga að Glaumbæ (opnað 1952),
minjasafni á Akureyri (opnað
1963), minjasafni í Laufási í
Grýtubakkahreppi og byggða-
safni s-þingeyinga að Grenjaðar-
stað og á Húsavík (opnað 1958).
Ennfremur eru fyrirhuguð og í
undirbúningi minjasöfn á a. m .k.
Frjálsar íþróttir
Metdagur hjá KA
Frjálsfþróttafólk KA var
heldur betur í formi um
síðustu helgi. Fjórar
stúlkur fóru til Reykjavík-
ur og kepptu í bikarkeppni
FRÍ í fimmtarþraut. Segja
má að þær hafi komið séð
og sigrað, því þær höfnuðu
í fjórum efstu sætunum.
Sigurvegari var Sigríður
Kjartansdóttir og hlaut hún
3032 stig, önnur var Valdís
Hallgrímsdóttir með 2597 stig,
þriðja Ásta Ásmundsdóttir með
2156 stig og í fjórða sæti var
Þórdís Sigurðardóttir. Árangur
þessi er ágætur en ekki þó við-
urkenndur þar sem of mikill
meðvindur var í sumum grein-
um. Þá hélt frjálsíþróttaráð KA
unglingamót á sunnudaginn og
þar setti Jón Stefánsson Is-
landsmet í 12 ára flokki í 2000 m
hlaupi er hann hljóp á 7.32.8.
Gamla metið var 8.08.0. Þá setti
sveit 12 ára stúlkna ísl. met í
4x200 m hlaupi á 2.08.6, en
gamla metið var 2.30.4. I sveit-
inni^voru Ragna Ragnarsdóttir,
Þórunn Árnadóttir og Sigríður
Jónsdóttir og Kristín Halldórs-
dóttir en hún er aðeins 11 ára.
Sveit drengja í sama aldurs-
flokki setti einnig Islandsmet í
sama hlaupi á 2.10.5, en þeir
náðu ekki eins góðum tíma og
stúlkurnar. I sveit drengjanna
Sigríður KJartansdóttir — besta frjálsíþróttakona Akureyrar.
voru Árni Freysteinsson, Þor-
valdur Örlygsson, Arnar Jóns-
son og Geir Svanbjörnsson.
Mikil gróska er nú í frjáls-
íþrQttalífi hjá KA og eiga þeir
nú orðið harðsnúið keppnisfólk,
frambærilegt á hvaða mótum
sem er.
Lóðin komin á loft hjá
lyftingamönnum
Á sunnudaginn boðuðu lyftinga-
menn til blaðamannafundar í
Lundaskóla og kynntu fyrirhugað
vetrarstarf.
Var fundur þessi vel til fallinn
hjá lyftingarmönnum og mættu
fleiri deildir íþróttafélaganna taka
sér þá til fyrirmyndar í þessum
cfnum. Á fundinum kom fram að í
sumar hafa lyftingarmenn æft
mjög vel, og hér á Akureyri er nú
kominn mjög harðsnúinn hópur
keppnismanna í þessari íþrótt.
Þeir hafa, eins og áður hefur
verið frá sagt, góðan æfingsal í
Lundaskóla og er hann opinn alla
virka daga frá kl. 17.00 til 22.00
og um helgar frá kl. 14.00 til
16.30.
Þeir sem æfa lyftingar með
keppni fyrir augum æfa venju-
lega þrjá daga í röð, þrjá tíma á
dag, og taka sér síðan eins dags
frí, og síðan aðra þrjá við æfingar.
Sigmar Knútsson sem aðeins er
17 ára og mjög efnilegur lyfting-
armaður og keppir í 82 kg flokki
sagði að á æfingum lyfti hann 15
til 18 tonnum og á því sést hve
mikið piltar þessir leggja á sig til
að iðka eftirlætisíþrótt sína. Sá
hópur sem æfir lyftingar með
keppni fyrir augum er milli 10 og
20, en auk þess æfa margir
íþróttina sér til heilsubótar.
Akureyringar eiga marga Is-
landsmeistara í greininni og
einnig mörg íslandsmet. Á meta-
töflu sem hékk uppi í æfingar-
húsnæði þeirra mátti sjá að þeir
eiga samtals sjö Islandsmet í
unglingaflokki og tvö í flokki
fullorðinna.
Fjármálin eru lyftingarmönn-
um erfið eins og fleiri íþrótta-
mönnum. Þeir fá styrk frá iBA og
einnig frá félögunum KA og Þór.
Það kom fram hjá þeim að á árinu
1977 greiddu þeir 640 þús. kr. í
ferðakostnað vegna keppnis-
ferða. Þá keyptu þeir einnig það
ár eitt lyftingasett samtals 205 kg.
og kostaði það um hálfa milljón,
og hafði þá ríkið tekið um helm-
ing af þeirri upphæð i skatta.
Um næstu helgi verður haldið.
á vegum lyftingaráðs, úrtökumót
fyrir unglingameistarmót Norð-
urlanda sem haldið verður í
Danmörku í byrjun nóvember.
Reiknað er með þátttakendum á
mótið alls staðar af landinu qg
verður keppni mjög hörð, því
margir vilja komast í landsliðið
sem fer til Danmerkur. Ef Akur-
eyringum tekst vel upp á mótinu
(Framhald á bls. 6).
Ef Haraldi tekst vel upp á laugar-
daginn kemst hann eflaust í
unglingalandsliðið.
Handknattleiks-
menn KA:
Töpuðu
tveimur
— unnu tvo
Meistaraflokkur KA í hand-
knattleik fór í æfinga- og
keppnisferð til Reykjavíkur
um síðustu helgi. Léku þeir
KA menn fjóra leiki, og alla
við lið í fyrstu deild.
Þeir töpuðu tyrir FH og
ÍR, en unnu HK og Fram
nokkuð auðveldlega. Að sögn
Þorleifs Ananíassonar voru
leikir þessir góðir af KA
hálfu, en lang sterkasta and-
stæðinginn hvað hann liafa
verið FH. Friðjón Jónsson
sem áður lék með KA leikur
nú með HK, og lék með þeim
gegn sínum fyrri félögum og
stóð sig vel að sögn Þorleifs.
Þorleifur sagði þá KA menn
æfa mjög vel undir stjórn
Birgis Björnssonar, og flesta
virka daga væru æfingar bæði
í hádcginu og á kvöldin.
Gaman verður að sjá hv’ernig
þeim vegnar í annarri deild í
vetur undir stjórn Birgis.
4.DAGUR
DAGUR.5