Dagur - 09.11.1978, Blaðsíða 1

Dagur - 09.11.1978, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGTJR LXI. árg. Akureyri, fimmtudagur 9. nóvember 1978 69. tölublað „Launaþak“ nauðsynlegt í nýju hefti Hagtíðinda segir frá því, sem flestir vissu áður, að læknar og, tannlæknar hafa rífleg- astar brúttótekjur að meðaltali, samkvæmt framtölum eða 6,5 millj- ónir á síðasta ári. Næstir eru yfirmenn á togurum með 5,3 milljónir og svo formenn á fiskibátum með 4,1 milljón króna árslaun. Þótt ekki sé lengur rakið mætti ætla, að hæfilegt „þak“ mætti eða ætti að setja á laun manna, og hefur það mál oftar en einu sinni borið á góma á Alþingi. En það ætti að vera meðal nauðsynjamála þar, til skynsafnlegrar afgreiðslu í launajöfn- unarátt. * Ljósmynda- sýningin Ljósmyndasýningin í Amtbókasafninu hefur verið ágætlega sótt. Hún er helguð Hallgrími ljósmyndara. Þótt áður hafi verið frá henni sagt, vill blaðið minna á hana, því hún stendur aðeins til sunnudagskvölds og það er ómaksins vert að eiga þar nokkra viðdvöl. * Afmælis- fagnaður LÉTTIS Á laugardaginn kemur, 18. nóv., halda hesta- menn á Akureyri upp á fimmtíu ára afmæli fé- lags síns, með veglegu hófi sem haldið verður að Hótel KEA. Verður þar margt til skemmtun- ar, m.a. syngur Jóhann Jóhannsson einsöng við undirleik Áskels Jóns- sonar. Flugfélag Sauðárkróks í sumar var stofnað Flugfélag Sauðárkróks. Formaður þess er Haukur Stefánsson. Nú stendur yfir flugskóli eða námskeið með 20 nem- endum. Einkum eru kennd bókleg fræði en þó er einnig verkleg flugkennsla, því félagið keypti kennsluflugvél í sumar og notar hana. HEF ÓTAKMARKAÐ VEITINGALEYFI! — segir hótelhaldari H.A. — Má aðeins selja örfáar vörutegundir, segir bæjarfógeti Um helgina verður opnuð á Hótel Akureyri kvöld- og næt- ursala á austurhlið hótelsins, en þetta mun vera fyrsta versl- unin sinnar tegundar í miðbæ Akureyrar. Halldór Lárusson hótelhaldari sagði í samtali við blaðið að svo virtist sem nokk- urs misskilnings gætti milli hans og bæjarfógeta um þær vörutegundir sem á boðstólum mættu vera og hefur sá siðar- nefndi ritað Halldóri bréf þar sem honum er tjáð að bæjar- fógeti geti ekki leyft umrædda kvöld- og nætursölu, enda sé heilbrigðisnefnd bæjarins mót- fallin henni. Bæjarfógeti neitar mér um til- skilin leyfi, en í upphafi hvatti hann mig til þess að setja á fót kvöld- og nætursölu," sagði Hall- dór. „Ég mun halda áfram ótrauður og opna í lok vikunnar. Hvað sölu á matvælum varðar, verða þau seld innan vissra tak- marka. Ég hef leyfi frá bæjar- stjórn og öllum þeim aðilum sem með málið hafa að gera, en vildi upphaflega einnig fá leyfi frá fógeta því ég vil koma fram sem löghlýðinn borgari og ekki síst bæta þann ósóma sem er og hefur verið í miðbæ Akureyrar.“ Að sögn Jóhannesar Sigvald- asonar, formanns heilbrigðis- nefndar Akureyrar, er nefndin mótfallin því að leyfð sé nætur- sala í miðbænum. Jóhannes sagði einnig að Halldóri yrði ekki veitt fullt veitingaleyfi þótt hann hefði ábyrgðarmann sem nefndin tæki gildan. Halldór bauð uppá reyk- vískan ábyrgðármann, sem nefndin hafnaði. Halldór fékk smásöluleyfi s.l. þriðjudag, en Ófeigur Eiríksson, bæjarfógeti, sagði það engu breyta og án fulls veitingaleyfis og samþykkis heil- brigðisnefndar hefði Hótel Akur- eyri ekki heimild til að selja nema örfáar vörutegundir og alls ekki sumar þær sem Halldór hefði tjáð sér að yrðu á boðstólum. T. d. yrði ekki heimilt að selja mat- vöru. „Sannleikurinn er sá, að ef far- ið verður að selja þarna matvör- ur, verður miðbærinn ein alsherj- ar matstofa. Ég vil halda því frám að unglingar og aðrir þeir sem þarna dvelja, verði mun lengur í miðbænum ef Hótelið færi að selja matvörur og annað þess háttar," sagði bæjarfógeti. Staðreyndin er sú að Halldór átti ekki rétt á að fá útgefið leyfi til veitinga- og gistihússstarfsemi ,og þó hann hafi ábyrgðarmann skiptir það ekki máli.“ Að sögn Halldórs hefur hann ótakmarkað veitingaleyfi (og bæjarfógeti gæti engan veginn verið honum fjötur um fót). „Það er útilokað fyrir fógeta að stoppa mig og gera að engu þær leyfis- veitingar sem ég er búinn að fá frá bæjarstjórn, sagði Halldór. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvaða vörur Halldór selur og hvort fógeti telur ástæðu til að kæra verslunina. BORAÐ EFTIR HEITll VATNI Gunnarsstöðum Þistilfirði 7. nóvember. Sauðfjárslátr- un lauk á Þórshöfn 20. október. Lógað var 15.387 kindum, þar af 1.048 fullorðnum. Meðalvigt dilka reyndist 15,314 kg og mun það svipuð vigt og í fyrra, þegar tillit er tekið til þess, að nú var nýrnamör tekinn úr skrokkun- um. Kristbjöm Jóhannsson í Tungu- seli hafði hæstu meðalvigt dilka. Hann lagði inn 163 dilka og vigt- uðu þeir 17,499 kg. Ágúst Guðröð- arson á Sauðanesi lógaði 534 dilk- um, sem vögu til jafnaðar 17,484. Þyngsti dilkurinn var frá bræðrabúi þeirra Óla og Gunnars á Gunnars- stöðum og var hann 26,3 kg. Nýlega varð Þuríður Árnadóttir á Gunnarsstöðum níræð og er hún elsti íbúi þessa héraðs, fædd á Gunnarsstöðum og hefur átt hér heima alla ævina nema tvö ár þegar hún bjó á Ytralóni og einn vetur var hún við nám í Reykjavík. En í höfuðstaðnum lærði hún að prjóna og pantaði þýska prjónavél 1913. Stríðið truflaði flutninga svo vélin kom ekki fyrr en 1919 og ekki var vél sú illa smíðuð því enn er hún í fullu gildi. Þuríður les og skrifar, hlustar á útvarp og man 19. öldina. Þuríði þótti það merkilegast á afmælis- degi sínum, að hún fékk upphring- ingu frá Kanada. En hún man vel (Framhald á bls. 7). möguleika á aukinni vinnslu. Frystiklefinn er finnskur og sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. í frystihúsinu starfa 30-40 manns, þar af-sex stúlkur frá Ástralíu. Okkur þykir tíðin umhleypinga- söm og hefur það valdið erfiðleik- um í sjósókninni. Afli er þar af leiðandi rýr síðustu vikur. Frysti- húsið var búið, um mánaðamótin sept.-okt. að taka á móti 2400 tonn af fiski, sem er 300 tonnum meira en á sama tíma sl. á. Framkvæmdir eru hafnar við borun eftir heitu vatni. Búið er að leggja veg að borstað, sem er skammt ofan við sundlaug hrepps- ins í Glúfrárgili. Er sá staður um 5 km. frá Grenivík. Bor sá, sem við fáum til verksins er nú á Hrafnagili og kemur væntanlega innan skamms. P. A. Mennskra manna fjós í byggingu Verður sölulúgunni lokað af lögregluyfirvöldum? Mynd: á.þ. Grenivík 7. nóvember. íþróttafélagið Magni er að hefja framkvæmdir við að setja upp skíðalyftu í svonefndri Sprengi- brekku austan við þorpið. Og um síðustu helgi mættu þar fé- lagar úr Magna, ásamt nokkrum lionsmönnum og reistu þeir upp raflínustaura i brekkunni í sjálfboðavinnu. Verið er að byggja nýjan frysti- klefa við frystihús Kaldbaks, ásamt viðbótarbyggingu, sem og gefur gengurvel Framkvæmdir eru enn í fullum gangi f Mývatnssveit, enda hefur tíðarfarið verið hagstætt það sem af er hausti. Rekstur Kísil- iðjunnar gengur vel og dæling botnleðju úr Mývatni er enn f fullum gangi. Reynt verður að halda dælingu áfram næstu vik- umar ef tfðarfar leyfir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.