Dagur - 21.11.1978, Side 4

Dagur - 21.11.1978, Side 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. i upphafi bókaflóðs Samkvæmt upplýsingum bókaút- gefanda kemur margt bóka út á þeirri bókavertíð, sem nú er að hefjast. Daglega koma nýjar bæk- ur í bókabúðir um land allt og fjöl- miðlar kynna þær. Útgafan í heild virðist eins mikil eða jafnvel meiri en áður og ber merki hinnar margþættu grósku þjóðlífsins. Verð bókanna heldur naumast í við verðbólguna þótt flestum og einkum bókavinum, sem árlega kaupa mikið finnist þær dýrar. Að þessu sinni munu bækur fremur en allar aðrar vörur valdar til jóla- gjafa. Hefur svo lengi verið og bókaútgáfa hér á landi hefur að meginhluta miðast við sölu bók- anna í jólamánuðinum. Þótt bókaáhugi hins almenna lesenda sé af ýmsum toga og eft- irsótt lesefni ákaflega misjafnt, mun stærsti hópurinn bíða óþreyjufyllstur eftir nýjum, ís- lenskum skáldsögum, þrátt fyrir mörg vonbrigði á undanförnum árum. Þá skipa þýddar bókmennt- ir ætíð virðulega sess lesenda, sem í þeim finna framandi andblæ fjarlægðarinnar. Ævisögur, ferða- sögur og ástarsögur, innlendar eða erlendar, eiga stóran kaup- andahóp, en þess er mjög orðið vart á síðustu tímum, að fólk gefur sér ekki, á líkan hátt og fyrrum, tíma til þess að lesa langar sögur, eða kann það ekki, þótt svo eigi að heita, að flestir séu læsir. Nútím- inn matar fólk á snöggsoðnum fréttum, þáttum, ódýrum kvik- myndum og uppfyllingarefni og minnir sumt á gamlan tíma þegar tuggið var í börn. Færri en áður njóta veigamikilla bókmennta og ber bókamarkaðurinn því glöggt vitni síðustu árin. Barnabækurnar er sérstakur bókarflokkur, löngum vanmetinn hér á landi og of margt talið nógu gott fyrir yngstu lesendurnar. Á þessu er orðin breyting til betri vegar og er vel. Gildir enn um barnabækur, að séu þær vel skrif- aðar, eru þær ekki aðeins gott lesefni æskunnar heldur einnig fólks í öðrum aldursflokkum. Því miður hafa gagnrýnendur bóka og þar með sumir bók- menntafræðingar togað bók- menntasmekk of margra manna í ýmsar áttir, jafnvel afskræmt hann. Hinn almenni lesandi verð- ur oft fyrir sárum vonbrigðum, þegar bókakaup hafa ráðist af rit- dómum, því ennþá hefur almenn- ingur sínar skoðanir á bókum, svo sem öðrum hlutum. Að öllu sam- anlögðu má telja það skynsam- lega leið í vali bóka að gefa sér góðan tíma til að kynna sér höf- unda og efni, því fátt er eins vandasamt og að velja bækur. Vikuferð á Smithfield-sýninguna í London Ein stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum fyrir bændur Nú stendur fyrir dyrum ferð á vegum Samvinnuferða á Smithfield-sýninguna í London. Er þetta vikuferð og fararstjóri verður Gunnar Páll Ingólfsson. Ásdís Ámadóttir, umboðsmaður fyrir Samvinnuferðir á Akureyri, er nýkomin heim úr Englands- ferð, en hún var þar fararstjóri 150 manna hóps. Blaðið hafði samband við hana um þessa ferð, en hún tekur á móti pönt- unum í sima 23727 klukkan 5-6. Þar sem ætla má, að bændur hafi áhuga á ferð þessari, lýsti hún henni í stórum dráttum, en til við- bótar má geta þess, að ráðunautar Búnaðarsambands Eyjafjarðar veit góðfúslega allar upplýsingar um ferðina, ásamt henni. Upplýsingar Ásdísar Árnadóttur eru í stuttu máli í samræmi við Fréttabréf Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, en þar segir svo: Dagana 4.-8. desember verður hin árlega Smithfield sýning í London. Þessi sýning er með þeim stærstu, sem haldin eru innanhúss. Sýningin er í Earls Court sýningar- höllinni. Allir helstu framleiðendur búvéla í Evrópu sýna landbúnað- arvélar og tæki. Oft eru fyrst kynntar á Smithfield sýningunni ýmsar tækninýjungar. Auk véla- sýningar er þarna mikil búfjár sýn- ing. Mest áberandi er holdanauta- gripir. Þá er sýnt sauðfé og svín. Kjötsýning er einnig síðustu daga sýningarinnar, en þá hefur verið slátrað nokkrum gripum, sem sýndir voru fyrstu daga sýningar- innar. Mjög mikill fjöldi bænda og vélainnflytjenda frá ýmsum lönd- um heimsækja landbúnaðarsýn- inguna í Earls Court. Bændasamtökin á hinum Norð- urlöndunum skipuleggja hópferðir á sýninguna. Oft hefur Búnaðar- félag fslands staðið fyrir hópferð á Smithfield sýninguna. Fyrsta fjól- menna ferðin var árið 1966, áður höfðu smá hópar farið á vegum Búnaðarfélags fslands. Samvinnu- ferðir munu, að þessu sinni efna til hópferðar til London 3. desember, heimkoma 9. desember. Farið verður á Smithfieldsyninguna dag- Það hefur aldrei hent mig slíkur atburður sem þessi, þó hafa oft komið börn og konur með framlög. Fimmtudaginn 26. október var drepið á dyr hjá mér. Uti fyrir stóðu tveir drengir. Þeir spurðu, er þeir höfðu heilsað, hvort ég tæki á móti peningum til Sólborgar, vistheim- ilinu. Ég svaraði, að svo væri að sumu leyti. Ég hefði ásamt fleiri safnað í sparibók, síðastliðin 20 ár og væri bókin geymd hjá Sigurði Pétri bankastjóra og héti bókin „Sólborg eign Húsavíkur.“ Eru sendir úr henni peningar fyrir hver jól til þeirra, sem aldrei geta farið heim um jólin eða á öðrum tímum ársins, sem jólaglaðning eða til- breytingar um þessa helgustu hátíð lega, auk þess, sem skipulagðar verða skoðunarferðir um London og á kjötmarkaðinn. Verðið er breytilegt eftir hvaða hótel er valið, en kostnaður á mann er frá 83 þúsundum króna, þá er innifalin gisting, morgunverður og ferðir til og frá flugvelli í London. ársins, og alltaf sent sem gjöf frá Húsavík. Drengirnir spurðu: Megum við þá safna líka? Já, ef þið lofið að biðja aldrei á sama stað nema einu sinni. Þeir lofuðu mér því. Þessir drengir söfnuðu 52 þús. krónum á tæpum tveim dögum og ég skrifa því undir í orðastað þessara drengja: Stýr minni hönd að gjöra gott að gleði ég öðrum veiti, svo breytni mín þess beri vott að barn þitt gott ég heiti o.s.frv. Hafið hjartans þökk mína, góðu drengir og allir þeir sem hafa stutt ykkur í starfi. L.Þ.V. Ath. í frásögn um bækumar: Af Héraði og úr Fjörðum og Birgir og töfrasteinninn, f biaðinu 14. nóv. sl. urðu þau mistök, að nafn höfundarins Eirfks Sigurðssonar rith. Akureyri, féll niður. Er hann og lesendur beðnir velvirðingar á þessu. Bækur frá Bókaútg. Skjaldborg Akureyri Aldnir hafa orðið Erlingur Davíðsson skráði Þetta er bindi nr. 7. og í það rita 7 menn, 6 karlar og ein kona. Al- freð Ásmundsson, Ágúst Þor- valdsson, Jóhann Magnússon, Jóhannes Óli Sæmundsson, Kári Valsson, Sigfús Þorleifsson og Sigurbjörg Benediktsdóttir Sá þáttur hér, sem sker sig al- veg úr að nýstárleik, er þáttur séra Kára Valssonar, en hann er tékk- neskur maður og ílentist hér. Þjónar nú sem prestur í Hrísey og Stærra Árskógi. Æska þessa manns var vægast sagt óvenjuleg. Draumar hans, sennilega þess vegna óvenjulegir að þrár. Hann segist hafa orðið ástríðulygari og hafi það komið sér í koll síðar. Hann ræktaði einnig með sér sérvisku í meira lagi. En þetta er skemmtilegur sagnamaður með furðulega gott vald á íslensku. Hann mun fyrst hafa komið hér 1933 og ferðaðist þá nokkuð um með brúna meri staða og þungteymda, fælna og þrálynda, í eftirdragi. Hryssan hafði og þann siðinn að hleypa ekki aðeins fram af sér beislinu heldur og reiðingnum líka. Hún var því að flestu lík þjóðfélagi okkar og má segja að gott hafi verið fyrir gestinn að kynnast svo skjótt því er koma skyldi. Þáttur Jóhannesar Óla Sæ- mundssonar er litríkur, kennir þar margra góðra grasa. Hann er mest mannvirkið og fjölbreytnin góð. Hinir eru svona svipaðir því, sem verið hefur í fyrri bókum, Myndir eru af öllum viðmælend- um og gerir skrásetjari grein fyrir þeim í formála fyrir hverri grein. Marjun og þau hin heitir færeysk barnabók. Höf- undur hennar er Maud Heinsen. Er annaðhvort að Heinesen nafnið er algengt í Færeyjum eða skáldgáfa fylgir því. Jón Bjarman þýddi þessa bók og ég trúi að hún hafi verið lesin í barnatíma út- varps í fyrra eða hitteðfyrra. Við getum mætavel lesið færeyskar bækur á frummáli og það er virkilega skemmtilegt að glíma við mál, sem svo líkt er okkar, að stundum finnst manni að það sé „afbökun" úr íslensku. En þýðing Jóns er góð og nauðsynleg fyrir böm. Þetta er fjörlega skrifuð bók. Færeyingar eru ein merki- legasta þjóð Norðurlanda og þó víðar væri leitað. Æska þeirra er gott fólk og djarft eins og full- orðna fólkið og við höfum mjög gott af að kynnast þessum grönn- um. Ég vildi að við fengjum meira af bókum þaðan. Bókin er 140 bls. Bolli Gústafsson gerði kápu- mynd, en teikningar í lesmál gerði Elin Heinesen, en hún er dóttir höfundar. Hér geta allir verið sælir Átján minninga- þættir eftir Bjartmar Guðmundsson á Sandi Kaflaheitin gefa innihald til greina. Æskan leið í „Norður- húsinu" á Sandi og höfundur kallar það m.a. Húsbóndahús, pennamannshús, góðra gestahús, konuhús, hótel, höfðingjahús og jafnaðarmennsku og glaðværðar- hús. Það var gott að vera ungur þá eins og nú. Bernskan kemur með nám og starf og svo manndóms árin. Best gerðu kaflarnir fjalla þó um skepnum. Má þer nefna: Með Afa-Rauð í blíðu og stríðu og svo kaflinn Hringur minn,sem fjallar um hund. Lífið færir Reiðarslög og bú- Kristján frá Djúpalæk skrifar um bækur mannsraunir en einnig Lukku- potta. Þrjátíu ára stríð, kallar höfundur baráttuna fyrir raf- magni og síma um dalinn. En fé- lagsmál verða drjúgur hluti af starfsæfi hans. Þó er það svo, að ef greina má eftsjá eftir embætt- isstörfum og þá einnig þing- mennsku, er minna um þau rætt. Hvorki menn eða málefni hins háa Alþingis ber á góma. Kannski var það ekki að detta í lukkupott að komast þar inn. Það er margur Glæsivöllurinn. Bókin er læsileg og myndir eru bæði margar og góðar. Blaðsíðu- fjöldinn er 160. Nokkrir kaflanna hafa birst í Lesbók Morgun- blaðsins áður fyrr. Fyrir æskuna gefur Skjaldborg út til viðbótar því, sem frá var greint áður, Kátubók, þá áttundu í röðinni. Magnús Kristinsson þýðir allar þessar bækur úr þýsku. Nýjar rúnir heitir bók eftir Vestur-íslending- inn Marlin J.G. Magnússon. Hann gefur út sjálfur en þeir unnu bókina hjá Skjaldborg, þ.e. Prentsmiðja Björns Jónssonar. Þetta er mjög sérkennileg bók. Hún er svo frumleg og djúphugs- uð að ég veslingur skil minnst í henni. t.d. tímatals og áttafræði og klukkur Einsteins. Það er þó tvennt sem ég skil og er höfundi nokkuð sammála um. Hið fyrra er um það sem hann kallar „geimskála-flug“ Við tölum um fljúgandi diska. Hann hallast að veruleik þeirra. Hann segir meir að segja sögu um að slíkir geim- skálamenn hafi tekið amerískan bónda til að kynbæta með honum fólk sitt, þykir mér að. vísu ósennilegt að þeir veldu bónda til þess, nema það það hafi verið (Framhald á bls. 7). Nú reynir á byggðastefnuna í málefnum Þórshafnar - alþingismaður Blaðið snéri sér tii Stefáns Val- geirssonar, alþingismanns og spurði hann hvað hann vildi segja um um- mæli Kristjáns Ragnarssonar, for- manns L.Í.Ú., og þá erfiðleika sem steðja að Þórshöfn. „Við erum nú að verða ýmsu vanir og ég held að þessi ummæli Kristjáns Ragnarssonar, á L.Í.Ú.-fundinum, um Þórshöfn og málefni þess staðar hafi meira orð- ið undrunarefni vegna þeirrar stöðu sem Kristján gegnir. Það er ekkert nýtt að menn geri sig að ómerkingum Oftast er það vegna þess að menn ræða mál, sem þá skortir þekkingu til að fjalla um. Það er þá tilviljun ein, hvað um- sögnin er nálægt raunveruleikan- um. Hitt er enn verra þegar menn af ásettu ráði fara með staðlausa stafi og þá sennilega til að ná sér niðri á einhverjum, sem þeir, telja sér trú um að þeir þurfi að ná sér niðri á. Kristján Ragnarsson er í þeirri stöðu að hann ætti að þekkja mál- efni og vandamál útgerðarinnar hvar sem er á landinu. Ég vil engum getum að því leiða hvað olli því að formaður L.Í.Ú. rakti málefni Þórshafnar á þennan veg sem hann gerði. Ég held að svona framkoma hljóti að koma niður á honum sjálfum og á þeirri stofnun sem hann er málsvari fyrir, því ekki getur hjá því farið að hún verði til þess að minna mark verði tekið á umsögnum og ummælum slíkra manna eftir svona frumhlaup sem hér um ræðir og það frammi fyrir alþjóð. Geta slíkir menn vænst annars en að tekið sé minna mark á þeim en áður eftir svona framkomu? Og það gæti reynst alvarlegt og örlagaríkt fyrir samtök á borð við L.Í.Ú. ef sú yrði nú raunin. Það hefur ekki farið leynt hvaða vandamál Þórshöfn hefur haft við að stríða að undanförnu. Málefni staðarins hafa verið það mikið rædd í fjölmiðlum á liðnum árum.Aðstaða til fiskvinnslu var þar mjög slæm og háði það mjög staðnum á allan hátt, því afkoma íbúanna byggist á sjávarafla, fisk- vinnslu og þjónustu við sveitimar í kring. Af þessari ástæðu var hafist handa við byggingu hraðfrystihúss árið 1974, með stuðningi opinberra aðila á sama hátt og gert hefur ver- ið annarsstaðar undanfarin ár. Að þessari byggingu var á allan hátt vel staðið, staðsetning eins og best verður á kosið, byggingin og að- staða öll til fyrirmyndar. Fram- kvæmdum var lokið árið 1976. Heildarkostnaður reyndist vera 204 milljónir. Vafasamt er að aðrir staðir geti státað af jafnlágum byggingarkostnaði miðað við stærð húsins, búnað allan og á hvaða ár- um byggingin reis. Árið 1973 reynist bátaaflinn vera um 3200 lestir, en 1975 ekki nema 960 lestir. Lítil togskip koma vart til greina á þessum stað, þar sem allar togveiðar eru bannaðar fyrir Norðausturlandi og því langt að sækja og vart gjörlega nema fyrir stór skip. Þórshafnarbúar stóðu því frammi fyrir þeim vanda 1976 að vera búnir að koma upp fúllkomn- inni fiskvinnslustöð, en þar sem fiskur var að mestu horfinn á þeirra bátamiðum var ekkert annað úr- ræði þá í sjónmáli en togarakaup. Áhugi var fyrir kaupum á 2ja eða 3ja ára skipi í Noregi, en ekki tókst að fá leyfi fyrir þeim kaupum þótt fast væri eftir leitað. Þess í stað bentu stjórnvöld á togarann Suðumes sem þá var til sölu. Sagt var að þessi togari kæmi úriátta ára flokkunarviðgerð áður en til af- hendingar kæmi. Ég vil sérstaklega undirstrika það að þetta var eina skipið sem Þórshafnarbúar gátu fengið keyþt á þessum tíma. Því urðu þeir að kaupa það eða að öðrum kosti láta öll skipakaup eiga sig það árið. Sá kostur var ekki álitlegur — með nýtt og fullkomið fiskvinnsluhús — hráefni vantaði og algjört atvinnuleysi á staðnum. Aðrir staðir hafa fengið leyfi fyrir togarakaupum erlendis, bæði fyrr og síðar, og a.m.k. í sumum tilfell- um hefur nauðsynin ekki verið jafn augljós og á Þórshöfn. Enginn kostur er að rekja allar þær bilanir og þá hrakfallasögu sem Þórshafnarbúar hafa lent í vegna þessa skips. En þeir fjár- hagslegu erfiðleikar sem þeir standa nú frammi fyrir eru ein- vörðungu vegna þess hve illa það hefur reynst þeim. Ég tel að það hafi verið fyrir afstöðu stjórnvalda að Þórshafnarbúar neyddust til þess að kaupa Suðurnes, sem nú heitir Fontur og því beri ríkisvald- inu siðferðisleg skylda til þess að hlaupa undir bagga með þeim nú, umfram það sem venjulegt er þegar fjárhagsvandi er að kyrkja heilt byggðarlag, vegna þess að vanda- málið má beinlínis rekja til afskipta ríkisvaldsins. Ríkisstjórnin hefur nú haft góð orð um að leysa þennan vanda a.m.k. að einhverju leyti og hefur ákveðnum ráðuneytum verið falið það verkefni — en góðum orðum þurfa að fylgja athafnir og þær hafa verið of litlar í þessu máli fram að þessu. Ég mun ekki ræða þetta mál að sinni, en ef ekki gerist meira næstu daga í málefnum Þórshafnar en hingað til, mun ég ekki láta kyrrt liggja öllu lengur. Ekki er ólíklegt að eftir eigi að koma fram efasemdir um það, hvort sú leið sem valin hefur verið til lausnar vandamálunum á Þórs- höfn, hafi verið rétt metinn þegar á allt er litið og víst er, að nú reynir á byggðastefnuna," sagði alþingis- maðurinn að lokum. Óskar Sigur- pálsson setti islandamet I KEPPNI MILLI AKUREYRINGA OG VESTMANNAEYINGA Freyr Aðal- steinsson vann minningar- mótið Á minningarniótinu um Grétar Kjartansson kepptu eingöngu Akur- eyringar, en tveir gestir kepptu þar einnig þeir Skúli Óskarsson og Kári Elísson. Keppt var í kraft- lyftingum, en í þeirri grein varð Grétar Kjartansson íslandsmeistari, og jafn- framt þá fyrsti íslands- meistarinn sem Akureyr- ingar eignuðust í Iyfting- um. Grétar var því einn af frumkvöðlum lyftingar- íþróttarinnar hér í bæ, og hafði á skömmum tíma náð mjög góðum árangri, en hann lést í blóma lífs síns. Áður hefur verið getið ár- angurs Akureyringa, en gestirnir náðu mjög góðum árangri eins og búast mátti við af þeim. Kári lyfti í hné- beygju 190 kg, 115 í bekk- pressu og er það íslandsmet í þeim flokki, og 205 kg í rétt- stöðulyftu. Samtals gerir þetta 510 kg. Óskar lyfti hins vegar í hné-’ beygju 287.5 kg. í bekk- pressu 130 kg, og í rétt- stöðulyftu 295 kg. Samtals gerir þetta 712.5 kg. Mót þetta fór mjög vel fram, og mótstjóri var Bernharð Har- aldsson. Á laugardaginn var mikið um að vera hjá lyftingarmönnum Akureyr- inga. Keppt var í tveimur mótum samtímis, Annarsvegar var um að ræða bæjarkeppni í kraftlyftingum milli Akureyringa og Vestmanney- inga, og hins vegar minningarmót um Grétar Kjartansson. í bæjarkeppninni var keppt í fimm manna sveitum, frá hvoru bæjar- félagi. Vestmanneyingar urðu sigurvegarar í þessari keppni. Annars urðu úrslit keppninnar þessi. 56 kg. flokkur. hnéb. bekkpr. réttst.l. samanl. 1. Kristján Kristjáns. ÍBV 67.5 kg. fl. 120 65 150 335 kg. 1. Haraldur Ólafsson ÍBA 75 kg. fl. 170 75 165 410 kg. Ak.m 1. Freyr Aðalsteinsson ÍBA 180 100 220 500 kg. 2. Gunnar Halldórsson ÍBV 82.5 kg fl. 165 100 195 460 kg. 1. Gurmar Steingrímsson ÍBV 210 130 270 610 kg. 2. Gísli Ólafsson ÍBA 90 kg. fl. 162.5 87.5 195 445 kg. 1. Gunnar Alfreðsson ÍBV 200 125 220 545 kg. 2. Kristján Falsson ÍBA 185 130 210 525 kg. 3. Sigmar Knútsson ÍBA 125 kg fl. 185 107.5 220 512.5 kg. 1. Óskar Sigurpálsson ÍBV 320 180 325 825 kg. fsl.m. Úrvalsdeildin í körfu Valur vann Þor auðveldlega Þór lék við Val í úrvalsdeild- inni í körfubolta, á laugar- daginn. Eftir sigur Þórs yfir ÍS um síðustu helgi voru menn bjartsýnir á að Þór tækist að vinna i þessum leik. I-------------------------1 II. DEILD Um næstu helgi kemur Ár- mann norður og leikur við Þór og KA en þeir léku í I. deild á síðasta leiktímabili. Handboltinn Staðan í annarri deild Greinilegt er að það stefnir í hörkukeppni í annarri deild í handbolta. Langt er stðan keppnin hefur verið svona jöfn og spennandi, en liðin eru nú það áþekk, að enginn leikur er fyrirfram unninn, og sennilega koma síðustu min. til með að verða liöunum örlagaríkar í hverjum leik. Þegar öll liðin hafa leikið tvo til fimm leiki, hafa öll liðin tapað stigi og flest hlotið stig. Staðan er nú þannig. 1. ÞórVestm. 2. Þór Ak. 3. KR 4. KA 5. Ármann 6. Þróttur 7. Stjarnan 8. Leiknir 84-71 93-89 80-72 91-78 42-43 63-65 59- 64 60- 86 stig stig stig stig stig stig stig 0 stig Svo fór þó ekki því Valur vann nokkuð auðveldlega, eftir þó nokkuð jafnan leik á köflum. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, en þá höfðu Valsmenn ávallt yfirhöndina. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 15 stig gegn 14 fyrir Val, þannig að mjög mjótt var á mununum. Valsmenn héldu þó yfirhöndinni, þótt yfirburðir þeirra væru ekki miklir, og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 41 stig gegn 38 Val í hag. Þórsarar héldu í við and- stæðinga sína fyrstu fimm mín. síðari hálfleiks, en þá fór að síga á ógæfuhliðina fyrir þeim og Valur nær afgerandi forustu. Um miðjan hálfleikinn höfðu þeir náð 14 stiga mun, og juku hann síðan enn meir, og sigruðu síðan með 23 stiga mun, skor- uðu 83 gegn 70. í heild var leik- ur þessi ekki góður og hittni í lágmarki. Bestir hjá Þór voru að vanda Mark, Eiríkur og Birgir, en hjá Val Tim, Þórir og Krist- ján Ágúst. Mark var stigahæstur Þórsara með 22 stig, Eiríkur gerði 18, Birgir Rafn 9, Karl 8, Jón Indriða 6, Þröstur 6 og Ágúst 1. Tim var stigahæstur Vals- manna með 30 stig, Þórir gerði 18, Kristján Ágúst 14, Ríkharð- ur 9 og aðrir færri. Dómgæzla Harðar Tuliníusar og co var að venju góð. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.