Dagur - 23.11.1978, Blaðsíða 2

Dagur - 23.11.1978, Blaðsíða 2
Smáa Ui ql 'ýsinga 1* Sala h Atvinna w Sala aii^ssmmm Hundamatur í dósum. Hunda- kex í pökkum. Kattamatur í dósum. Fuglafóður í pökkum. Hafnarbúðin. Barnakarfa til sölu. Kiæðning fylgir. Upplýsingar í síma 24222. Skrifstofuvinna. Viljum ráða starfskraft til skrifstofustarfa sem fyrst. Upplýsingar í síma 22360. Hiti sf. Rafha eldavél og þvottapottur til sölu í Ægisgötu 21. Sími 23675 kl. 18-19. Til sölu vél til að losa stíflur úr vöskum og WC-leiöslum. Til- valið til aukatekna. Sími 23551. Eldavélasamstæða til sölu. Upplýsingar í síma 24642. Jarðýta til sölu TD 9 B árg. 1965, vel með farin á nýlegum beltum. EnnfremurSnow Track snjóbíll árg. 1965. Uppl. gefur oddvitinn í Hálshreppi. Snjósleði til sölu. Evenrude 30 ha. Uppl. gefur Þorsteinn Þor- steinsson Norðurgötu 60 sími 23992. Sem ný General snjódekk til sölu (560x13). Uppl. í síma 23501. Snjódekk. Til sölu fjögur lítið notuð negld snjódekk stærð 640x13. Upplýsingar gefur Ól- afur Vagnsson Laugarbrekku sími 23100. Nýleg píanóharmonika til sölu. Tónabúðin sími 22111. Dísa-páfagaukur í búri til sölu í Skólastíg 1. Úrval af frægum eftirprentun- um. Húsmunamiðlunin Hafnar- stræti 88. Borðstofuborð opg sex stólar til sölu, einnig skeinkur. Uppl. í síma 23628. Rafmagnsþilofnar. Til sölu fimmtán notaðir rafmagnsþil- ofnar á hagstæðu verði. Uppl. í síma 23441. Yamaha MR 50 árg. 1977 til sölu. Gult. Gott hjól. Uppl. í síma 21052 milli kl. 5 og 7 (Bjarki). Til sölu mjög góður 3ja gíra kassi í Ford, 8 cyl. Verð 50 þúsund. Upplýsingar í síma 23520. Innilega þakka ég auðsýnda vinsemd og hlýhug á 75 ára afmœli mínu þann 16. október sl. Sérstakar þakkirflyt ég Góðtemplarareglunni fyrir margvíslegan heiður mér til handa. EIRÍKUR SIGURÐSSON. Bifreióir Bronco árg. 1966 6 cyl. til sölu. Ennfremur Mini árg. 1970, orð- inn vélvana. Sími 61295 eftir kl. 7 e.h. Sveit Þórarins hefur 11 stiga forskot Fjórar umferðir hafa verið spilaðar í sveitakeppni Bridgefélags Akur- eyrar. í þeirri umferð jók sveit ■Þórarins forskot sitt þegar sveit hans sigraði sveit Ingimundar, en sveit Alfreðs tapaði fyrir Gissuri og hans mönnum. Úrslit í fjórðu umferð urðu þessi. Stefán — MA 20-0 Jónas — Ævar 16-4 Jón — Sveinbjörn 19 - 1 Páll — Sigurður 13-7 Gissur — Alfreð 13-7 Þórarinn — Ingimundur 12-8 Staða efstu sveita eftir fjórar umferðir er þessi: 1. sveit Þórarins B. Jónssonar 64 stig 2. sveit Alfreðs Pálssonar 53 stig 3. sveit Páls Pálssonar 48 stig 4. sveit Sigurðar Víglundssonar 47 stig 5. sveit Jónasar Karlessonar 43 stig 6. -7. sveit Jóns Stefánssonar 40 st»2 6.-7. sveit M. A. 40stig Fimmta umferð verður spiluð n. k. þriðjudagskvöld. Þá spila Þórarinn og félagar við sveit Jóns Stefánssonar, og verður þar án efa um skemmtilegan leik að ræða. SAMSÝNING íIÐNSKOLANUM Undanfaríð hefur myndlistafólk á Akureyri fundað um nauðsyn þess að hér verði stofnaður fé- lagsskapur myndlistarfólks. Einnig var rætt um það að halda samsýningu. Sú sýning sem verður opnuð í Iðnskólanum 25. nóv. nk. er ávöxtur þessara um- ræðna. Á sýningunni verða um 80 verk eftir 22 höfunda og verður fjöl- breytni mikii. Sýnd verða málverk, 2.DAGUR teikningar, grafík, vefnaður, högg- myndaverk, vatnslitamyndir, past- elmyndir, ljósmyndir og litskyggn- ur. Sýningin verður með nokkuð sérstöku sniði, t.d. fá sýningargestir tækifæri til að mála sameiginlega eitt verk á sýninguna. Einhverja sýningadaga munu teiknarar teikna prófílmyndir af þeim sem þess óska. Þessar og ef til vill aðrar uppá- komur verða auglýstar þegar þar að kemur. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 25. nóv. nk. í Iðnskólanum kl. 15.00 og verður hún opin 15.00 til 22.30 um helgar, á virkum dög- um verður hún opin frá 20,00 til 22.30. Sýningunni lýkur sunnud. 3. des. Við vonum að þessi sýning geti orðið vísir að einhverju meira, t.d. stofnun félags myndlistafólks norðanlands. Sýningarnefndin. OKKAR SKÓLI STENDUR FYRIR SÍNU Stórutungu 16. nóvember. Haustið var mjög hagstætt til allra verka og gott framhald sumarsins. Gaf vel til að koma fram þeim verkum, sem haustinu eru tengd og svipuð frá hausti til hausts í sveitum, en hauststörf in léttast eins og svo margt annað, vegna tæknibúnaðar, sem víðast er kominn á heimilin. Vænleiki sauðfjár mun hafa ver- ið í betra lagi þegar á heildina er litið. Heyfengur mun vera minni en stærð túnanna segir til um, því seint spratt. Orfið er orðinn forngripur en hrífan er enn í nokkru gildi. Verkun heyjanna var góð enda súgþurrkun nánast jafn sjálfsögð í hlöðu, sem þakið á henni, þótt þetta sé ekkert sérstakt fyrir okkar sveit. Mikil breyting hefur orðið á skólahaldi á síðasta áratug. Árið 1962 tók til starfa skóli í nýbyggou húsi í landi Stóruvalla. Skólastjóri og aðalkennari hefur verið Svan- hildur Hermannsdóttir. Síðan hafa orðið miklar breytingar í skóla- málum og fylgir þessi skóli þeim, en stendur þó fyrir sínu. Eftir dvöl i þessum skóla, frá skólaskyldualdri, fara bömin í 7. bekk í Stórutjarn- arskóla, en Bárðdælahreppur er Nýkomið Vestissett stærðir 2—6. Axlabandabuxur 4—14 Dömuúlpur stærðir 34—38. Versl. Ásbyrgi * € Viðgerðar- þjónusta Sjónvarpstækjum. Útvarpstækjum. Segulbandstækjum. . Hljómflutnings- tækjum. Talstöðvum. Radartækjum. Fiskileitartækjum. Talkerfum og miðunar- stöðvum. aðili að honum, ásamt öðrum nær- liggjandi hreppum. Börnin eru í heimavist en fara heim til sín um helgar. Einnig njóta þau sund- kennslu á Stórutjömum, samhliða því að þau eru í sínum heimaskóla. I skólanum hér eru í vetur 17 börn. Ráðskona mötuneytis er Guðrún Jónmundsdóttir. Aukakennarar eru Aníta Þórarinsdóttir og Jón Albert Pálsson. Þ.J. Jón Friðriksson á Hömrum áttræður á laugardaginn Fyrir mörgum árum lét ég þess getið við Jón Friðriksson, bónda á Hömrum í Reykjadal, að ég ætlaði að birta mynd af honum áttræðum Á laugardaginn, 25. nóvember á hann 80 ára afmæli. Hann hefur dvaiið undanfarnar vikur í sjúkrahúsi á Húsavík en er á góðum batavegi og vonar að geta brátt haldið heim til sin og hlakkar til, m.a. vegna þess að þangað er nú komin hitaveita frá Laugum. Jón Friðriksson er íþrótta- maður og hraustmenni, sér- stakur vinur æskunnar og ætíð hvetjandi til góðra verka, hestamaður alla ævi, jafnhliða langri búskaparævi. Um Jón og eftir hann er þáttur í „Aldnir hafa orðið,“ fjórðu bók þess bókarflokks, 1975, en þar speglast æviþættir hins sérstæða og vaska skap- gerðarmanns. Dagur sendir Jóni Friðrikssyni sínar bestu ámaðaróskir og þakkar gömul kynni og góð. E.D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.