Dagur - 23.11.1978, Blaðsíða 8

Dagur - 23.11.1978, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 23. nóvember 1978 RAFGEYMÁR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI Leikhúslíf á Sauðárkróki ELTU MIG FELAGI Fyrsta verkefni Leikfélags Sauðárkróks í vetur Sauðárkróki 21. nóvember. Leikfélag Sauðárkróks sýnir um þessar mundir sjónleikinn Eltu mig féiagi og hóf með þessum gamanleik vetrarstarfsemi sina. Frumsýningin var í Félagsheim- ilinu Bifröst á sunnudaginn. Leikstjóri er Haukur Þorsteins- son en leiktjöld gerði Jónas Þór Pálsson. Leikendur eru: Sigríð- ur Hauksdóttir, Ólafur Jó- hannsson, Hafsteinn Hannes- son, Elsa Jónsdóttir, Hilmir Jó- hannesson, Guðni Friðriksson, Jón Ormar Ormsson, Frosti Frostason, Jóhanna Björns- dóttir og Haukur Þorsteinsson. Leikstjóranum hefur tekist að skila þessu verki vel æfðu. Ná leik- ararnir miklum góðum hraða á sýningunni, svo atburðarásin verð- ur hröð og spennandi, enda skemmtu sýningargestir sér vel Þekkir þorsk- urinn ekki síld- ina? „Aflabrögð togara sem gerðir eru út frá Siglufirði hafa verið treg að undan- fömu. Þeir hafa verið með þetta frá 70 upp í 90 tonn. Sigluvíkin kom inn s.l. mánudag og landaði þá 90 tonnum. Sævík hefur verið á línuveiðum að undanförnu og hefur hún fiskað ágætlega, þegar gefið hefur og beitt hefur verið loðnu. Beitan virðist vera mikið atriði, því þegar báturinn hefur róið með síld hefur aflinn dottið niður. Kannski þekkir þorsk- urinn ekki lengur síldina“. Þetta var svar Sveins Björns- sonar, verkstjóra hjá Þormóði Ramma á Siglufirði, þegar Dagur spurði hann um afla- brögð báta fra Siglufirði. Sveinn sagði einnig að stærri bátamir væru byrjaðir á netum. Andstætt því sem var í fyrra hafa bátarnir fengið lítinn afla til þessa. „Dagný á að fara á veiðar eftir að hafa legið við bryggju síðan í haust. Hún á að fara að veita fyrir Þórshafnarbúa og væntanlega verður greitt fyrir aflann í austfirskum gjaldeyri. Sigurey er í þriðja túrnum. Fyrst komu upp örðugleikar í sambandi við frysti- og kæli- kerfi, en ég held að þeir séu komnir yfir það. Stálvík var í klössun úti í Hollandi og er núna í sínum fyrsta túr.“ minnugir þess, að hláturinn lengir lífið. Leikfélag Sauðárkróks mun einnig sýna gamanleik þennan á Hofsósi, og í Varmahlíð. Það hefur einnig í hyggju, að fara með leikinn til Blönduóss og Hvammstanga, jafnvel til Siglufjarðar, ef færi og veður leyfa. Formaður Leikfélags Sauðárkróks er Guðni Friðriksson. Aðrir í stjóm eru, Helga Hannes- dóttir, Elsa Jónsdóttir, Hafsteinn Hannesson og Jón Ormar Jónsson. G.Ó. Hvað cgerir hitaveitan á næsta ári? Ákveðið hefur verið að fresta tólfta áfanga hitaveitufram- kvæmda á Akureyri, en það er iðnaðarhverfið vestan Hörgár- brautar. Áætlað er að ráðast í eftirfarandi dreifikerfisáfanga á næsta ári: Áfangi 7. Iðnaðarhverfið nyrst á Oddeyri. Þessum áfanga var frestað í ár. Kostnaður er áætlaður 190 mkr. og tengigjöld 80 mkr. Dreifi- kerfið í þessum áfanga verður tvö- falt. Áfangi 12. Iðnaðarhverfi vestan Hörgárbrautar. Þessum áfanga var einnig frestað í ár. Kostnaður er áætlaður 100 mkr. en tengigjöld 30 mkr. Áfangi 13. Glerárhverfi austan Hörgárbrautar, þetta er blandað hverfi þ.e. íbúðarhús nyrst en iðn- aðarhverfi að sunnan. Áætlaður kostnaður er 200 mkr. en tengigjöld 60 mkr. Áfangi 14. Iðnaðarhverfi austan Hjalteyrargötu. Dreifikerfið yrði tvöfalt að hluta. Kostnaður er áætlaður 110 mkr. og tengigjöld 40 mkr. Áfangi 15. íbúðarhverfi norðan Eiðsvallagötu. Áætlaður kostnaður 210 mkr. og tengigjöld 85 mkr. Áfangi 16. Miðbær og íbúðar- hverfi sunnan Eiðsvallagötu. Kostnaður er áætlaður 230 mkr. og tengigjöld 100 mkr. Nú er unnið að deiliskipulagi fyrir miðbæ Akur- eyrar. Ljóst er af þeim drögum, sem þegar liggja fyrir, að uppi eru hug- myndir um miklar breytingar á miðbænum. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort nýtt skipulag verði sam- þykkt fyrir næsta sumar, en ef ekki, yrði lagningu dreifikerfis um mið- bæ frestað. Ef skipulagið yrði hins vegar samþykkt tímanlega, væri eðlilegt að hraða gerð dreifikerfis í miðbænum. Áfangi II. Öngulstaðahreppur, þ.e. bæirnir frá Þverá að Arnarhóli. Áætlaður kostnaður er 100 mkr. og tengigjöld 15 mkr. Gerður hefur verið samingur milli Akureyrar- bæjar og Öngulstaðahrepps um að Hitaveita Akureyrarbæjar og Öng- ulstaðahrepps um að Hitaveita Akureyrar geri, eigi og reki hita- veitu í hluta hreppsins. Fyrst um sinn hefur verið samið um svæðið frá Stór-Hamri að Arnarhóli en það er sá hluti sem kostnaðarlega kemur til greina. Nú í haust er verið að gera dreifikerfi frá Syðra-Laugalandi að (Framhald á bls. 7). Akureyri að verða sjoppubær Okkar ágæta bæjarstjórn hefur veitt hverjum þeim leyfi til kvöldsölu er hafa vill, nú að undanförnu. Vonandi verður Akureyri þó ekki uppnefndur sjoppubær, enda mál að Hnni leyfisveitingum. Þegar eru 15 kvöldsölur í bænum, auk þeirra matvöruverslana, sem selja fram eftir kvöldum og um helgar. Bæjarstjórn hefur nú sam- þykkt að ekki verði leyfð fleiri nætursöluleyfi að sinni. # Hvaðgerist 1, Samkvæmt samningum á al- mennt kaupgjald í landinu að hækka um 14,13% hinn 1. desember næstkomandi. Stjórnvöld standa frammi fyr- ir því, að með þeirri hækkun, ef tif framkvæmda kæmi, yrði enn einu verðbólguflóðinu hleypt af stað. Allír stjórn- málaflokkar á Alþingi og málgögn þeirra gera sér þetta Ijóst og bæði Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, sem nú eru ábyrgir stjórnarflokkar i ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar, reifa þá leið, að aðeins helmingur kauphækkananna komi til belnnar greiðslu, en hliðarráðstafanir mæti kaup- hækkunum að hálfu. # Það þurfti kjark til að afhjúpa sig Verði niðurstaðan sú að samkomulag stjórnarflokk- anna og vinnumarkaðarins náist um kaupgjaldsmálin fyrir desemberbyrjun, standa launþegar í likum sporum og eftir febrúarlög fyrrverandi ríkisstjórnar og bráðabirgða- lögin fyrir alþingiskosning- arnar f vor bæði lögin um kaupgjald og verðlag. Bæði Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur mótmæltu kröftug- lega þessum lögum, nefndu kaupránslög og Verka- mannasambandið hóf út af þeim langvínnan skæruhern- að. Á þessu máli unnu nefndlr flokkar sinn stórsigur í kosningunum sl. vor. Má vissulega fagna hinni nýju og ábyrgu afstöðu þeirra nú, og einnfg því, að þeir afhjúpa nú sjálfir blekkingar sínar frá fyrri helmingi ársins og til þess þurfti nokkurn kjark. # Góðar kartöflur Fáir borða kjöt eða fisk án þess að kartöflur séu einnig á borðum og deiia menn stundum um það, hvort eigi heldur að borða kartöflur með fiski og kjöti eða kjöt og fisk með kartöflum. En hvað um það, kartöflurnar spruttu vel í ár, þar sem vel var um þær hugsað og þær eru venju fremur góðar vegna lítillar úrkomu, Fyrstu kartöflurnar hér á landi ræktaði prestur að nafni Björn Halldórsson í Sauð- lauksdal og fékk hann fyrstu uppskeruna og jafnframt þá fyrstu hér á landi haustið 1760. Þær eru nú á hvers manns díski, en aðeins fá ár hafa islendingar verið sjálf- um sér nógir hvað þessa vöru snertfr. Grenivík Heitara neðar? Grenivík 21. nóvember. Fyrir um það bil hálfum mánuðu fengum við jarðbor og er verið að bora eftir heitu vatni í landi Grýtubakka, upp af gamalli sundlaug, sem þar er. Fljótlega runnu þar upp 20 Iitrar af 30 stiga heitu vatni. land. En fram að þessu hefur þó verið talsverð vinna í frystihús- inu, við að vinna upp þann fisk sem til var. Hér gengur allt sinn vanagang og mannlífið er rólegt og gott. ínflúensa hefur stungið sér niður á nokkrum stöðum, en hefur ekki haft slæm eftirköst svo vitað sé. P.A. Vonumst við nú til að fá heitara vatn á meira dýpi, en bor þessi getur borað 600 metra djúpar holur. Þessi árangur er örvandi þótt engu sé spáð um framhaldið, og kannski er heitara neðar. Hér hafa vegir ekki spillst til þessa og var gott færi til Akur- eyrar i morgun. Hins vegar gefur ekki á sjó og berst enginn afli á Líf og fjör í leikhúsi bæjarins „Það er líf og fjör í leikhúsinu á Akureyri. Fyrsta verkefni er lokið, fyrst æfingum og svo sýn- ingum á leikriti Kambans og gekk það sæmilega vel,“ sagði Þórey Aðalsteinsdóttir, leik- kona, blaðinu, fyrir helgina. Nú er Skugga Sveinn í fullri æf- ingu. Dalvíkingurinn Theodór Júlíusson fer með aðalhlutverkið að þessu sinni en leikstjóri er Sig- rún Björnsdóttir. Skugga Sveinn verður frumsýndur um jólin og við teljum hann fjölskylduleikrit, en sérstakt barnaleikrit er ekki á dag- skrá hjá okkur. Þá er væntanlegur hingað Sig- mundur Örn Eiríksson, sem leik- stýrir „Stalín er ekki hér,“ sem verður næsta verkefni LA. Þá er þess að geta, sagði Þórey ennfrem- ur, að Baldvin Halldórsson er að koma hingað norður til skrafs og ráðagerða um hlutverkaskiptingu í Sjálfstæðu fólki eftir Laxnes, sem hann leikstýrir síðar á vetrinum. í ráði er einnig viðamikill söngleik- ur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.