Dagur - 23.11.1978, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Tilfærslur
og tölvugaldrar
Ýmiskonar undur og stórmerki
gerðust í alþingiskosningunum í
vor, miklu meiri en nokkurn grun-
aði. Þar er þó ekki átt við einstæða
breytingu á styrkleika stjórnmála-
fiokkanna, sem síðan hefur verið
umræðuefni, heldur það dæmafáa
ábyrgðarleysi manna og flokka
sem þá fyrst fékk byr undir báða
vængi og hefur sannast betur síð-
ar. f málflutningi sínum fyrir kosn-
ingar skáru tveir stjórnmálaflokk-
ar sig úr, og drógu ekki fjöður yfir
erfiðleika efnahagslífsins. Það
voru fyrrverandi stjórnarfiokkar,
sem settu bráðabirgðalögin í fe-
brúar og önnur rétt fyrir kosning-
ar, um kaupgjalds- og efnahags-
mál. Þetta voru vopn þau, sem þeir
lögðu stjórnarandstæðingum í
hendur í kosningabaráttunni,
vopn sem andstæðingarnir kunnu
að nota og sigruðu með, undir
slagorðum, samningana í gildi og
önnur í þeirri tóntegund.
Eftir kosningar reyndu Alþýðu-
bandalagsmenn, Sjálfstæðis-
menn og Alþýðubandalagsmenn
að mynda nýja ríkisstjórn, eyddu
til þess tveim mánuðum og gáfust
loks upp. Það var ekki fyrr en for-
maður minnsta stjórnmálaflokks-
ins, Ólafur Jóhannesson, var til
kvaddur að mynda ríkisstjórn, að
það tókst á mjög skömmum tíma.
Honum treystu menn fyiiiiega.
Áður sundraði tortryggni komma
og krata í raun þeim vinstri öflum,
sem kjósendur höfðu þó treyst til
samstarfs.
Sumir hafa látið þess getið, að
hollt væri nú að hugleiða hvernig
ástand hefði skapast ef tilraun
núverandi forsætisráðherra hefði
mistekist, og hvernig nú væri um
horfs á sviði atvinnu- og efna-
hagsmála í landinu. Hverjir hefðu
þá leyst bráðan vanda og sett á
laggirnar starfshæfa ríkisstjórn?
Sviðsetningar manna á Alþingi
úr röðum samstarfsflokka Fram-
sóknar, hinar og þessar ályktanir
og stefnulýsingar, meira og minna
út í loftið, í auglýsingaskyni og
stundum af vanþekkingu sýna
sundurlyndi þeirra innbyrðis,
ásamt ábyrgðarleysinu.
Framsóknarflokkurinn hefur
lagt mesta áherslu á að draga úr
verðbólgunni, halda uppi nægri
atvinnu um land allt, hallalausan
ríkisbúskap og stöðvun á erlend-
um lántökum. Góð samvinna við
launþegasamtökin í landinu gefa
von um bjartari tíð og lausn þeirra
viðkvæmu mála, sem nú eru í
brennidepli, svo sem vísitölu-
málsins, sem orðið getur fótakefli
núverandi stjórnvalda, svo fram-
ariega að menn treysti enn á til-
færslur og tölvugaldra, fremur en
ábyrga afstöðu.
FJARÐARSÝSLU
Fyrsta hefti um Árskógsströnd er komið út
Þegar blaðið fékk fregnir af því, að
fyrsta bindi af ömefnum í Eyja-
fjarðarsýslu væri komið út, var rætt
við höfund og útgefanda, Jóhannes
Óla Sæmundsson, sem unnið hefur
stórmerkilegt starf við örnefna-
söfnun í Eyjafjarðarsýslu.
Jóhannes Óli Sæmundsson.
Hvað er örnefni og hvert
er gildi þeirra?
Því er fljótsvarað: Það er staðar-
nafn, heiti, sem stað er gefið til að
greina hann frá öðrum stöðum og
einkenna hann. Þetta kann í fljótu
bragði að virðast næsta þýðingar-
lítið, en það var nú eitthvað annað
og er svo raunar enn.
Flest eru örnefnin arfur liðins
tíma. Forfeður okkar, sem bjuggu
strjált í vegalausu landi fundu
þegar í upphafi þörfina fyrir nöfn-
in. Þeir ferðuðust gangandi eða
ríðandi á öllum árstíðum, jafnt um
óbyggðir sem byggðir. Þeir ráð-
gerðu fyrir fram hvar fara skyldi,
og frásögurnar eftir á hlutu að
tengjast ýmsum stöðum og miðast
við þá. Alltaf urðu nöfnin uppi-
staðan.
Bóndinn á víðlendri jörð átti
fjöld fjár, sem fór víða. Smalar
hans og leitarmenn þurftu að
kunna góð skil á örnefnum lands-
ins, annars voru þeir naumast not-
hæfir, varla var unnt að segja þeim
fyrir verkum, nema staðanöfnin
væru þeim tiltæk. 1 daglegum sam-
skiptum fólksins við umhverfi sitt
voru örnefnin til mikilla þæginda,
enda mikið notuð. Og mörg hafa
þau verið á hverri einustu jörð
(landareign). Glöggt vitni þess er sá
aragrúi nafna, sem enn geymist þar
sem sama ættin hefur lengi búið.
Nöfnin gengu í eins konar erfðir frá
manni til manns, fasttengd hinu
daglega lífi, munntöm og ómiss-
andi. Tíð ábúendaskipti, og sér-
staklega tilkoma innflytjenda,
kannski langtaðkominna, fór oft
illa með örnefnin. Þau glötuðust og
margir bjuggu til ný. Af því hefur
leitt að mikill og óeðlilegur munur
er á örnefnasöfnum jarða, sums
staðar aðeins örfá, annars staðar
fjölmörg, og svo hitt að staðir hafa
tvö nöfn, einkum þeir, sem nærri
eru landamerkjum.
Sögulegur þáttur ör-
nefnanna?
Islensk fornrit eru full af örnefn-
um, sem mörg eru án efa allt frá
landnámsöld og sum enn í góðu
gildi. Mörg hafa afbakast svo að
torvelt er að átta sig á frumgerð
þeirra, en önnur virðast hafa staðið
af sér allar framburðar-snörur,
skarta enn í sínum upphaflega
búningi af mikilli reisn. Fornmenn
virðast oft hafa verið fundvísir á
falleg og táknræn nöfn. Er illt til að
vita þeirrar viðleitni, sem skotið
hefur upp kollinum á síðustu
áratugum, að rangskýra og hártoga
aldagömul nöfn, t.d. þau, sem
dregin eru af mannanöfnum. Rót-
gróin ættrækni fornmanna og viss
„manndýrkun" leiddi það af sér að
bæirnir t.d. voru iðulega kenndir
við feðuma, eða menn kenndu þá
við sjálfa sig. Var þá stundum
gripið til viðumefnanna, sem þá
voru mjög í tísku og eru flest slík
nöfn hin ágætustu. Staðanöfn og
öll örnefni ber þess vegna að varð-
veita og haga nýnefnum (t.d. á ný-
býlum og stöðum, sem áður hafa
verið nafnlausir) svo, að vel sæmi
góðri íslensku.
Nú hefur þú gefið út
fyrstu örnefnabókina?
Örnefnakver mitt, þetta sem nú
er nýútkomið, 136 bls. hefti, er til-
raun til varðveislu og hvatning til
söfnunar örnefna hér í sýslu. Aðeins
einn hreppur Eyjafjarðarsýslu er
tekinn fyrir í þessari frum-tilraun,
en fleiri munu fljótt á eftir koma, ef
fjármögnun reynist við hæfi. Bókin
er fyrst og fremst áskriftarril og sala
þessa fyrsta heftis sker líklega úr
um framhaldið, nema ef stofnanir
og félög, t.d. hreppsfélögin, gengju
fram fyrir skjöldu með styrki til út-
gáfunnar. Það gæti vitanlega riðið
baggamunin. Efni í framhaldið er
að mestu fyrir hendi, þarf að vísu
endurskoðunar við og lagfæringa.
Vil ég leggja á það áherslu, að þeir,
sem styðja vilja útgáfu þessa á
raunhæfan hátt, sendi mér viðauka
og tillögur, gerist áskrifendur og
vinni að fjármögnun fyrirtækisins á
yfirstandandi vetri.
Ekki er ákveðið í hvaða röð
hrepparnir verða teknir, e.t.v. verða
það Hrísey, Amameshreppur og
Skriðuhreppur. Blaðið þakkar Jó-
hannesi Óla svörin og vonar að
þetta brautryðjandastarf hljóti
skilning og stuðning allra góðra
manna.
fiinn mikJu viöameiri. Er hann kenndur við móte
i í Ytra-Kálfskinnsgröfum og kallaður Svarðc
illi og einnig Svarðarmelur. Ofan við hann t
Idruhólar og ystur þeirra Krókmelur, sem liggur
tlulágunum. Er þá komið á millibæjamerkin, st
neðan frá talið, á Kvíhólnum (syðri), Skonsu ne<
Skonsumýri (nú túnfláki), Krókmelnum og
’.rkjasteini skammt sunnan við Kötluhól.
Vustur frá mógröfunum er Svarðarholt, þar \
•rkaður mórinn. Utar er Torfholt, þangað var fli
f, sem rist var í Skonsumýri og þurrkað þar. Svar
jrafir Syðra-Kálfskinns síðar Hátúns eru utan \
rVM.GtlltfPkÍfttl. rm G*r í framr'PclncLnrAí CUn
Slysavarnarfélag Islands var
stofnað 29. janúar 1928 og varð
því 50 ára á þessu ári. Fyrsti for-
seti féiagsins var Guðmundur
Bjömsson landlæknir, en núver-
andi forseti er Gunnar Friðriks-
son. Framkvæmdastjóri félagsins
er Hannes Þ. Hafstein og erind-
reki þess er Óskar Þór Karlsson.
Saga íslensku þjóðarinnar hef-
ur frá öndverðu mótast af harðri
lífsbaráttu við óblíð náttúruöfl.
Og hin tíðu og mannskæðu sjó-
slys urðu hvatinn að stofnun fé-
lagsins.
Á þessu 50 ára tímabili hefur
það verið aðal verkefni félagsins
að byggja upp öryggiskerfi, og er
nú fjöldi björgunarsveita um land
allt, sem í eru þjálfaðir hópar
manna, búnir ýmsum björgunar-
tækjum og geta fyrirvaralítið
komið til hjálpar ef með þarf,
hvort sem er á sjó eða landi.
Annarr þáttur í starfi félagsins
er að sjá um útbreiðslu og
fræðslu, þar sem reynt er að
kynna fólku hvernig hægt er að
koma í veg fyrir allskyns slys og
óhöpp. En við vitum það öll, að
slysin gera ekki boð á undan sér
og oft leiðir maður hugann að
því, hve vanmáttug við erum og
erfitt er til varnaðar. En ýmislegt
hefur verið gert og mun verða
gert í framtíðinni.
Aðalfundur SVFI var haldinn í
Reykjavík í maí sl. og var það
hátíðafundur í tilefni 50 ára af-
mælis félagsins. Kjörorð fundar-
ins var, að umferðamálin yrðu
efst á baugi hjá deildum félagsins.
I sambandi við aðalfundinn
voru nokkrir eldri félagar heiðr-
aðir, þar á meðal einn úr okkar
deild, Sigríður Árnadóttir, sem
hefur verið í Stjóm Akureyrar-
deildarinnar frá 1937 og er enn,
lengst sem gjaldkeri, en tók við
árið 1970 af Sesselju Eldjárn, sem
æ Frú Stefanía Ár-
I mannsdóttir, form.
Slysavarnardeildar
kvenna á Akureyri
| kynnir hér störf SVFÍ
og deiidar þess hér í
[ meðfylgjandi grein.
formaður og nú síðustu árin sem
meðstjórnandi. Áður var Sesselja
Eldjárn, heiðruð og hlaut fyrsta
gullmerki félagsons.
I tilefni afmælisins voru gefnir
út veggplattar, sem seldir eru til
styrktar félaginu. Einnig voru út-
búnir neyðarpakkar með blysum
og sjúkragögnum, hentugir í vél-
sleða o. fl. og sjúkratöskur til að
hafa í bílum.
Fríða Sæmundsdóttir í Versl.
Markaðinum, Akureyri, sem
lengi var ritari deildarinnar hér,
hefur tekið til sölu afmælisplatt-
ana fyrir okkur. Einnig annast
hún um sölu Arbókarinnar og
minningarkorta félagsins.
Kvennadeild SVFl hér á Ak-
ureyri var stofnuð 10 apríl 1935.
Stofnfundurinn ver haldinn í
samkomuhúsinu Skjaldborg hér í
bæ. Til fundarins höfðu boðað
nokkrar konur með Sesselju Eld-
járn í fararbroddi. Tók Sesselja að
sér framsögn málsins og lýsti hún
því, hve mikilvægt það væri að
efla slysavamir hér á landi.
Umræðurnar snérust aðallega
um það, hvort æskilegra væri að
starfa sem sjálfstætt félag eða
deild í SVFÍ. Var niðurstaðan sú,
að það var samþykkt að starfa
sem deild í Slysavamarfélagi Is-
lands, með þeirri föstu sannfær-
ingu, að eitt félag á landinu yrði
hæfara til að sjá hvar þörfin væri
mest, en mörg smáfélög. I fyrstu
stjórn voru þessar konur: Sesselja
Eldjám formaður, Sigriður Þor-
láksdóttir, gjaldkeri, Guðný
Bjömsdóttir, ritari og meðstjórn-
endur þær Gunnlaug Kristjáns-
dóttir, Lovísa Jónsdóttir, Guðrún
Jóhannesdóttir og Þórhildur
Hjaltalín. Stofnendur voru 53.
Nú er skráðir félagar um 350.
I núverandi stjóm eru, Stefánia
Ármannsdóttir, formaður, Fann-
ey Jónsdóttir, ritari og varafor-
maður og Aðalbjörg Guðmunds-
dóttir, gjaldkeri. Meðstjómendur
eru Sigríður L. Ámadóttir, Krist-
ín Mikaelsdóttir, Guðrún Krist-
jánsdóttir og Birna Finnsdóttir.
Hlutverk kvennadeilda SVFÍ
hefur aðallega verið að afla fjár til
starfseminnar. Ymsar fjáröflun-
arleiðir hafa verið farnar, t. d.
hlutavelta, kaffisala, merkjasala
og happdrættismiðasala, bingó
og basar og erum við einmitt
núna að vinna fyrir basar, sem
verður 2. desember. Við komum
saman einu sinni í viku og
„föndrum", búum til ýmsa
4.DAGUR
Eldur í flöskum og ylur í glösum,
andlitin glóðvolg og fagnandi í kring,
fjármagnið æsist í úttroðnum vösum,
ólgan í blóði fer hring eftir hring.
Það kunna ekki allir með eldinn að fara,
ógn er hve margur er þreyttur og sár,
einn er að kynda og annar að skara,
amstur og bjástur og sviti og tár.
Líður á kvöldið og logarnir flakka,
lífsneisti krýpur hjá brennandi rúst,
gleðin er orðin að ösku í bakka,
ölvaður maður að lágreistri rúst.
Brynjólfur Ingvarsson.
Aðalsteinn Jónsson
Fimmtugur
Þann 2. október s.l. varð Aðalsteinn
Jónsson, efnaverkfræðingur,
fimmtugur. Hann er fram-
kvæmdastjóri í Efnaverksmiðjunni
Sjöfn á Akureyri. Það vita allir, sem
til þekkja, að Sjöfn hefur gengið
mjög vel undir hans stjórn, sem sagt
þanist út ár frá ári. Það vitum við
bezt, sem höfum unnið undir stjórn
Aðalsteins ár eftir ár.
Það sem Aðalsteinn gerði á af-
mælisdaginn sinn 2. október
gleymist ekki, hann bauð öllu sínu
starfsfólki í Sjöfn heim til sín; heim
til þeirra hjóna er gott að koma. Þar
er gestrisni og góðvildin svo mikil,
að maður finnur hana koma á móti
sér þegar komið er að opnum dyr-
um, og þau hjón standa við, og
bjóða mann velkominn með sínum
hlýhug.
Aðalsteinn er Hafnfirðingur og
kom hingað ungur maður til starfa
og hefur verið hér óslitið siðan. Ætt
hans þekki ég ekki, en eftir hans
manngerð munu þar ekki vera
neinir aukvisar á ferð. Hann er
söngmaður mikill og þegar hann
syngur fyrir okkur starfsfólkið í
Sjöfn þá skín í gegnum tónana allt
það bezta, sem mannssálin getur
framleitt af list. Það hefi ég hlustað
á hugfanginn, og því gleymi ég
aldrei.
Það var mikið djúp á milli. þegar
efnaverkfræðingur frá Hafnarfirði
og bóndinn úr Eyjafirði hittust í
fyrsta sinn, en þetta djúp hefir
verið brúað, og ég held með vel
traustri brú. Ég ætla að ljúka þess-
um fátæklegu orðum mínum með
því að þakka Aðalsteini, konu hans
og börnum fyrir öll kynni og bið
þess, að birta, gleði og farsæld fylgi
Aðalsteini um ógenginn veg.
Með vinsemdar kveðju
Tryggvi Gunnarsson
skemmtilega hluti undir leiðsögn
einnar félagskonu, Liesel
Malmquist. Einnig verða alls-
konar kökur á boðstólum.
Ég held að segja megi, að fé-
lagsstarfið hefi verið mjög öflugt,
með Sesselju Eldjárn í broddi
fylkingar. Um tíma starfaði
söngkór í deidinni, undir stjórn
Áskels Snorrasonar.
En það sem helst hefur staðið
starfsemi deildarinnar fyrir þrif-
um er húsnæðisleysið. Við eigum
ekkert hús i og hvergi fastan
samastað fyrir fundi og aðra þá
starfsemi, sem nauðsynleg er.
Þegar deildin hér varð 40 ára gaf
Sesselja Eldjárn peninga, sem
stofnframlag í hússjóð.
Tekjum er skipt þannig, að þrír
fjórðu hlutar renna til SVFl en
einn fjórði hluti til kvennadeild-
arinnar hér. En nú er stefnt að því
að rýmka þetta og hafa helm-
ingaskipti.
Eitt af fyrstu verkefnum deild-
arinnar hér, var fjársöfnun í
Björgunarskútu Norðurlands,
sem hlaut nafnið Albert.
Slysavarnadeildirnar á Norð-
urlandi sameinuðust um að safna
fé til smíði skipsins, og var skipið
smíðað hérlendis. Var það stór
stund sumarið 1957, þegar Albert
kom fyrst siglandi inn fjörðinn,
og lagðist að bryggju. Bæjarbúar
þyrptust niður á bryggjuna til að
bjóða skipið velkomið. Var þá
Sesselja létt í spori, og bauð hún
skipið og áhöfn þess velkomið
með stuttri ræðu niður á bryggju.
Árið 1959, var tekin í notkun
snjóbíll, sem safnað var til, aðal-
lega hjá hreppsfélögum í sýslunni
og fleirum. Fyrstu árin sá Lén-
harður Helgason um rekstur bíls-
ins, ásamt Friðriki Blöndal, og
síðar þeir Dúi Eðvaldsson og
Stefán Árnason. Nú ersnjóbíllinn
1 eigu og umsjá Hjálparsveitar
skáta hér á Akureyri.
Árið 1954, gaf Slysav.félag Isl.
Akureyrardeildinni sjúkraflugvél
þá, sem félagið átti áður í sameign
með Birni Pálssyni, flugmanni.
Vorum við þar með orðnar eig-
endur að flugvél, en höfðum
auðvitað ekkert bolmagn til að
reka hana, og engan flugmann.
Við áttum að vísu smávegis í
flugvélasjóði, en það voru gjafir
frá ýmsu fólki, sem áhuga hafði á
að fá sjúkraflugvél fyrir Norður-
land.
Var því leitað til Rauðakross-
deildarinnar hér, til aðstoðar við
reksturinn.Til að annast þetta
flug voru svo fengnir bræðurnir
Jóhann og Tryggvi Helgasynir.
Réðust þeir fljótlega í kaup á
annarri vél. Kom hún til landsins
árið 1958. Jóhann fórst nokkru
síðar í flugslysi, en Tryggvi sá svo
um sjúkraflug hér með mikilli
prýði, þar til hann hætti rekstri
árið 1974 og Flugfélag Norður-
lands tók við. Annast það nú allt
sjúkraflug hér. Þessi fyrsta vél
sem er ensk af AUSTER-gerð, er
enn til, er nú í einkaeign hér á
Akureyri, og er verið að gera
hana upp. Þetta er nokkuð
(Framhald á bls. 7).
Hlíðarfjall:
Enn
vantar
i.
rM>a
þjálfara
snjo
Undanfariö hefur snjó-
ar mikið hér á Akureyri
og í nágrenni, og kom-
inn sannkallaður jóla-
snjór. Að sögn ívars
Sigmundssonar fram-
kvæmdastjóra Vetrar-
íþróttamiðstöðvarinnar
í Hliðarfjalli, er skíða-
snjór í fjallinu ekki
mikill ennþá. Hann
hvað lyfturnar verða
lokaðar þar til snjór
ykist í fjallinu, en þá
yrði að öllum líkindum
opnað a.m.k. um helgar,
en það yrði þá auglýst
sérstaklega, Miklar
framkvæmdir hafa verið
í Hlíðarfjalli í sumar,
og allt sem gert er þar,
er til hægðarauka fyrir
þá sem skíðaíþróttina
stunda en hún er að
verða ein vinsælasta
fjölskylduiþróttin hér á
Akureyri. Undanfarið
hafa forráðamenn
skíðamála hér í bæ ver-
ið að leita sér að þjálf-
ara fyrir keppendur hér
í bæ, en það gengið erf-
iðlega. Reynt hefur ver-
ið að fá norskan þjálf-
ara en það ekki gengið.
Verið er að reyna í Sví-
þjóð, þannig að Akur-
eyrskir skíðamenn veri
ekki þjálfaralausir í
BÆJAR-
KEPPNI
LÖGREGLU-
MANNA
Um síðustu helgi var háð í
Keflavík árleg bæjarkeppni
milli lögreglumanna í innan-
húsknattspyrnu. Leikið er til
skiptis heima og heiman.
Leikið er í tvisvar sinnum
tuttugu mínútur og eru fjórir í
hverju liði. Að þessu sinni
sigruðu heimamann, en þeir
hafa á að skipa mjög sterku
liði, sem m.a. er skipað fyrr-
verandi landsliðsmanni og
leikmanni með Keflavíkurlið-
inu. Það háði Akureyringum
að leikið er með svokölluðum
„böttum“, en sú aðstaða er
ekki fyrir hendi í íþróttahús-
um hér á Akureyri. Gerir það
að verkum að boltinn fer
sjaldan útaf, og lítið um inn-
köst og útspörk, nema þegar
mark er skorað.
vetur. Nú stendur yfir
tíu daga æfingar-
prógramm fyrir skíða-
landslið íslendinga, og
er æft í Bláfjölium. Frá
Akureyri eru í landslið-
inu: Haukur Jóhanns-
son, Karl Frimannson
Nanna Leifsdóttir, og í
unglingalandsliðinu,
Finnbogi Baldvinsson
og Ólafur Grétarsson.
# Á föstudagskvöldið leikur Ár-
mann úr Reykjavík við KA í ann-
arri deild í handbolta og hefst
leikurinn kl. 20.30.
0 Á laugardag leikur síðan Þór
við Ármenninga kl. 15.30.
0 Hér er um hörku leiki að
ræða, en Ármenningar eru taldir
vera með eitt sterkasta lið deild-
arinnar. Vonandi tekst Þór og KA
að sjá um að þeir fari stiglausir til
Reykjavíkur eftir síðari leikinn
# Lið UMSE í fyrstu deild í
blaki keppir á laugardaginn við
Mímir á Laugarvatni, og í sömu
deild kvenna leika Menntaskóla-
stúlkur við Víkinga í Vogarskóla,
og strax á eftir leikur IMA við
Fram í annarri deild karla
# Á sunnudag leika síðan
UMSE og ÍS í Hagaskóla, og
IMA stúlkur við stöllur sínar úr
Þrótti, og piltar úr MA leika við
Víkinga.
# Á sunnudag kl. 14.00 verður
svo stórleikur í körfubolta í
íþróttaskemmunni. Þá leika
Þórsarar við Njarðvíkinga í úr-
valsdeildinni.
Blakfréttir
Íþróttasíðu Dags hefur
nýlega borist frá Blak-
sambandi íslands, frétta-
bréf Blaksambandsins frá
upphafi. Á árinu 1978
hafa þegar komið út 12
slík blöð. Hafa þau að
geyma fréttir og upplýs-
ingar um blakíþróttina.
Þar kemur fram að blakið
er útbreiddasta bolta-
íþrótt í heimi, stundað í
120 löndum. Hér á landi
hefur áhugi á blaki aukist
verulega undanfarin ár, og
hér í bæ eru margir sem
stunda íþróttina. Til
margra ára var það aðeins
í Menntaskólanum en
síðan fóru Eyfirðingar að
æfa íþróttina og nýlega
var stofnuð blakdeild í
KA.
Akureyringar eiga einnig
Islandsmeistara í blaki og er
það i öldungaflokki, en þar
er Skautafélag Akureyrar
meistari.
Islandsmót öldunga í
blaki (30 ára og eldri) verður
haldið á Akureyri helgina
20. til 22. apríl n.k. og mun
framkvæmd þeirrar keppni
vera í höndum akureyrskra
blakmanna.
Blak er talin mjög heppi-
leg íþrótt fyrir þá sem
komnireru af léttasta skeiði,
en vilja samt vera með í
íþróttum.
Það er þó galli hér á Ak-
ureyri, að nánast cgjörning-
ur er að komast að í íþrótta-
húsum bæjarins fyrir þá er
vilja komast í einhverja æf-
ingu.
DAGUR.5