Dagur - 12.12.1978, Síða 1

Dagur - 12.12.1978, Síða 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Akureyrar- togarar Kaldbakur landaði 5. des. 148 tonnum. Skiptaverðmæti 14,6 millj. Svalbakur landaði 27. nóv. 138 tonnum. Skiptaverðmæti 13,2 millj. Harðbakur land- aði 7. des 156 tonnum. Skiptaverðmæti 14,3 millj. Sléttbakur landaði 29. nóv. 93 tonnum. Skiptaverðmæti 7,7 millj. Sólbakur landaði 1. des. 108 tonnum. Skiptaverðmæti 9,5 millj. kr. ★ Frá lögreglunni Samkvæmt viðtali við lögregluvarðstofuna hafa sex árekstrar orðið í umferðinni síðan á föstudag, en allir smá- vægilegir og urðu ekki slys á fólki. Á sama tíma voru sjö ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við akstur og er það meira en algengt er. Þá var veruleg ölvun í bænum á föstudagskvöldið, og all- margir voru settir í „steininn.“ Endurskins- merkin Sérstök ástæða er til þess að bera endurskirts- merkin þegar svo háttar til sem verið hefur um skeið, að jörð er snjólaus og dagsbirtan lítil. Sem betur fer er algengast að börn beri þessi nauðsyn- legu öryggistæki og einnig mjög margir full- orðnir. En betur má ef duga skal, og þegar haft er í huga, að endur- skinsmerki hafa sannan- lega bjargað mannslíf- um, er ekki of miklu til kostað að kaupa þau og bera. ★ Hlýtt veður í hálfan mánuð Nú hefur austan og suð- austanátt verið ríkjandi hér á landi í hálfan mánuð, eftir talsverð frost og verulega snjó- komu. Sunnlenskir jarð- ræktarmenn hafa m. a. notað hina hagstæðu tíð til jarðvinnslu og bygg- ingamenn víða um land unnið við að steypa upp hús. RAFLÍNA FRÁ KRÖFLU TIL AUSTURLANDS OPNUÐ Föstudaginn 8. desember var Austurlína formlega tekin í notkun, en það er raflína frá Kröflu til Austurlands, eða nánar tiltekið að Hryggstekk í Skriðdal. Með þessari teng- ingu er Austurland tengt orku- veitusvæði landsins og hluti af hinni fyrirhuguðu hringteng- ingu. Línan frá Kröflu að Hrygg- stekk er 246 km löng og kostar hátt í tvo milljarða króna. Lagn- ing hennar hófst í maí 1977 og lauk 1. des. í ár. Með þessum áfanga fellur nið- ur kostnaður við dísilrafstöðvar á Austurlandi, og á það að spara um 900 milljórir á ári. Má af þessu sjá, að framkvæmdin er gjaldeyrissparandi og verður fljót að borga sig. Mót- mæla „Félaga Jesús“ Við undirritaðir viljum hérmeð vekja athygli til varnaðar á barna- bókinni „Félagi Jesús,“ sem komin er á bókamarkað. Bókin er villandi óhróður og uppspuni um Jesú Krist Nýja testamentisins. Höfundur bókarinnar Sven Wernström tekur af öll tvímæli um verk sitt. Ritsmíð þessi á ekki að hans dómi að skoðast sem skáld- verk. Örstutt rammagrein, formáli bókarinnar, er að efni til aðfarar- orð Lúkasarguðspjalls, þar sem Lúkas gerir grein fyrir áreiðanleik frásögu sinnar. Þessi orð gerir Sven Wernström að -ínum, þegar hann lýsir því, hvernig Jesús og félagar hans hafi barizt til að frelsa föður- land sitt. Sven Wernström sniðgengur rit- aðar frumheimildir Nýja testa- mentisins, hinn algilda mælikvarða á líf Jesú og kenningu. Jesús er færður í stíl hatramms byltingar- foringja, sem hefur það að mark- miði að láta sverfa til stáls móti Rómverjum. Því er lýst í bókinni, hvernig hann hafi átt að fara að því að skipuleggja blóðugan bardaga á musteristorginu í Jerúsalem. Stundin rennur upp. Jesús grípur sverð og hvetur til atlögu að myrða varðmenn musterisins. Þeir eru stráfelldir. Það þarf meira en lítið ímyndunarafl til þess að koma Jesú í það gerfi, sem Sven Wernström velur honum, að rangtúlka þannig líf hans og kenningu. Það vekur furðu og hryggð, að bókin skuli vera gefin út og það með stuðningi af opinberu fé. Því að hér er verið að innræta börnun- um alrangar hugmyndir um Meist- ara sinn og Drottin. { stjóm Prestafélags Hólastiftis Pétur Sigitrgeirsson Gunnar Gislason Pétur Þ. Ingjaldsson Sigurður Guðmundsson Stefán Snævarr Sala á jólatrjám varð strax hin líflegasta þegar hún hófst sl. laugardag í Hafnarstræti. Mynd: á.þ. Grenivík Giftu- samleg björgun — Húsmóðir slökkti eld í íbúðarhúsi Grenivík 11. desember. Aðfaranótt síðasta föstudags varð eldur laus í íbúðarhúsinu Ægissíðu á Grenivík, sem er tveggja hæða hús á kjallara með timburinnréttingum. Ellefu ára gömul telpa varð reyks vör klukkan 4,15 þessa nótt og vakti móður sína. Móðirin, Hrafn- hildur Hallgrímsdóttir, slökkti eldinn með miklu snarræði og réttum viðbrögðum, jafnframt því að koma heimilisfólkinu, sjö manns, út úr húsinu, svo engan sakaði. Hrafnhildur er fædd og uppalin í Keflavík, en þau hjónin fluttu með stóra fjölskyldu sina til Dalvíkur 1974 og til Grenivíkur fluttu þau 1975. Þess má geta, að þessi sama kona bjargaði þriggja ára barni frá drukknun á Grenivík, framan við Ægissíðu þegar hún var búin að dveljast hér í hálft ár. Barnið var þá búið að missa meðvitund. Lítið vildi Hrafnhildur gera úr þessum afrekum sínum, en sagði, að hún hefði e.t.v. verið notuð af öðrum sér æðri. Garðar Jóhannes- son eiginmaður Hrafnhildar var á sjó er kviknaði I Ægissíðu. P. A. Frumvarp um nýskipan landbúnaðarmála Gert ráð fyrir búrekstraráætlun fyrir hvert býli í landinu Landbúnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi stjórnar- frumvarp um breytingu á fram- leiðsluráðslögum. Miðar það að minnkandi framleiðslu búvara. Er hér um að ræða margnefnt álit og tillögur sjömannanefnd- ar, sem um mál þetta hefur fjallað. Má segja, að þetta frumvarp sé frá bændasamtök- unum komið. Helstu efnisatriði frumvarpsins eru þau, að Fram- leiðsluráði er falið að beita sér fyrir gerð áætlunar um fram- leiðslu landbúnaðarins, svo að hún verði í sem mestu samræmi við þarfir þjóðarinnar og þá stefnu í málefnum landbúnaðar- ins sem Alþingi ákveður. Gert er ráð fyrir því að gerð verði búrekstraráætlun fyrir hvert ein- stakt býli í landinu og fyrir hvert framleiðslusvæði. Taki áætlanir þessar mið af márkaðsaðstæðum, landkostum og hæfilegri landnýtingu. Ráðgert er að samrænta síðan styrkja- og lánakerfi landbúnaðarins slíkri áætlun. Hitt meginatriði frumvarpsins fjallar um heimild Framleiðsluráðs landbúnaðarins til tímabundinna ráðstafana til að draga úr fram- leiðslu búvara, heimild til að greiða mismunandi hátt verð á búvöru til framleiðenda, og heimild til að taka gjald af innfluttu kjarnfóðri. (Framhald á bls. 7). Bækur Sigurðar Draum- lands til Reykjavíkur í fyrri viku var gengið frá sölu á bókasafni Sigurðar Draum- lands. Bóka- og listmunasalan Klausturhólar í Reykjavík hreppti bækurnar fyrir 4.8 milljónir króna. Áætlað hefur verið að fjöldi íslenzkra bóka væri um 9 þúsund, en auk þess var mikið um erlendar bækur í safninu. Þess má geta að er- lendu bækurnar voru í 200 kössum. Meginhluti bókanna kom út eftir miðbik aldarinnar og lítið var um gamlar og verðmætar bækur. Sigurður fór vel með sinar bækur og er vart hægt að sjá blett á nokkurri bókanna. Hann átti enga lögerfingja og gefi sig eng- inn fram næstu 4 mánuði með erfðarskrá, rennur andvirði söl- unnar auk búsins til erfðafjár- sjóðs. Alls bárust 3 tilboð í bækur Sigurðar og voru 2 frá Akureyri, en hið þriðja frá Klausturhólum. Akureyrsku tilboðin hljóðuðu upp á 4 og 4,3 milljónir króna.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.