Dagur - 14.12.1978, Síða 5

Dagur - 14.12.1978, Síða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreióslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Hlutverkaskipti Enn einu sinni horfir þjóðin á það, hvernig stjórnmálafiokkar skipta um hlutverk, eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Minnugir þess eru flestir kjósend- ur í þessu landi þegar vinstri flokkarnir, einkum Alþýðubanda- lagið en einnig Alþýðuflokkur réðust heiftarlega á febrúarlög stjórnvalda, þar sem vísitölubætur launa voru skertar. Samningana í gildi og brjótum niður kaupráns- lögin voru þá helstu vígorðin og þeim var beitt með góðum árangri fram að alþingiskosningum. Þessi ríkísstjúrn hamiar gegn verðbólgunni, m. a. með þeim hætti, að aðeins hluti umsaminna verðlagsbóta launa er greiddur, eða 6% af rúmlega 14%. Hinir óábyrgu stjórnarandstæðingar á síðasta kjörtímabili, standa nú að ríkisstjórn og hljóta að mæta þeirri gagnrýni úr hópum laun- þega, að samningarnir hafi ekki verið efndir, enda voru þeir frá upphafi, þótt kenndir væru við sólstöður, glapræði, virtust undir- ritaðir af óábyrgum mönnum og gátu ekki staðist. Athyglisvert er, að Verkamannasambandið, sem stóð fyrir skæruhernaði mánuðum saman vegna febrúarlaganna í fyrravetur, styður nú aðgerðir nýrra stjórnvalda, sem það treystir betur í baráttunni við óðaverð- bólguna, sem nú er efnahagslífinu og atvinnunni í landinu meiri ógn- valdur en nokkru sinni áður. En svo einkennilega vill til, að stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur nú tekið við hlutverki bæði Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags, ekki aðeins sem stjórnarand- stæðingur, heldur einnig í því að vera óábyrgur stjórnarandstæð- ingur og óþarflega námfús í því efni í sínu nýja hlutverki, því hann upphefur nú sama sönginn og A-flokkarnir áður. Vex vegur hans lítið af því, og hljóta stuðnings- menn hans að verða ffyrir miklum vonbrigðum með flokkinn sinn síðustu vikurnar. Á nokkrum stöðum á landinu hefur atvinnuleysis gætt, þótt hvergi sé það í stórum stíl og er vonandi um að ræða mjög tíma- bundinn samdrátt framleiðsluat- vinnuvega. Atvinnuleysi hefur verið óþekkt hér á landi mörg undanfarin ár, en með áframhald- andi verðbólgu, mun það segja til sín í vaxandi mæli og vera undan- fari ískyggilegrar kreppu. Sú kreppa yrði heimatilbúin, því við- skiptakjör þjóðarinnar eru góð. Með sameinuðu átaki við verð- bólguna, mun hún minnka og at- vinna haldast. Ef ekki, er hætt við stöðvun og atvinnuleysi. Valið á að vera auðvelt. Verðum að tefla okkur út úr verðbólgunni segir Stefán Valgeirs* son, alþingismaður Stefán Valgeirsson. Þegar Stefán Valgeirsson var hér á snöggri ferð fyrir helgina náði blaðið tali áf honum og spurði frétta. Fer viðtalið hér á eftir. Hvað segir þú um nýju ríkisstjórnina? Margt væri nú hægt að segja um hana, en spuming hvort það er tímabært eða heppilegt af minni hendi, að gera á henni mikla úttekt nú. Ég hygg, að enginn stjóm- málaviðburður síðari ára hafi vakið eins mikla athyggli og myndun þessarar ríkisstjórnar. Fáum kom til hugar, eftir að niðurstöður al- þingiskosninganna lágu fyrir, að tilraunir stjórnmálaforingjanna til myndunar ríkisstjórnar myndu leiða í ljós, að foringarnir, Benedikt Gröndal, Geir Hallgrímsson og Lúðvík Jósefsson, yrðu að gefast upp við að mynda stjórn. Enginn þarf að ætla, að þeir hafi ánægðir gengið og sáttir með sitt hlutskipti á fund forsetans til að tilkynna hon- um málalokin. Og ég hygg, að það hafi ekki verið þjáningarlaust fyrir suma þingmenn, er þeir stóðu frammi fyrir þeirri staðreynd, að Ólafur Jóhannesson hafði einn manna möguleika á stjómarmynd- un og að verða samnefnari nýrrar ríkisstjórnar, þrátt fyrir kosninga- úrslitin og öll skrifin um hann og Framsóknarflokkinn á síðasta kjörtímabili. Og þegar ljóst var, í ágústmánuði að Ólafur Jóhannesson yrði for- sætisráðherra, varð þessi staka til: Mörg eru skrýtin málalok og margt verður reynt að lita. En það er lán að þeirra kok þolir stóra bita. Að öðru leyti ætla ég að geyma mér að ræða betur um ríkisstjórn- ina. Eru störf Alþingis og svipmót líkt og verið hefur? Þetta er þrettánda þingið sem ég sit og það hefur alltaf farið mestur tíminn í að koma saman fjárlögum fyrir næsta ár, fyrri hluta þing- haldsins og þannig er það nú. En það sem af er þessu þingi, er það einkum tvennt, sem setur annan svip á það en verið hefur. Það hefir einkennst af enn meiri efnahags- raunum en áður, þótt við séum ýmsu vön í því efni, og svo hitt, að vart er meiri óróleka og tauga- spennu hjá ýmsum þingmönnum en dæmi eru um. Þetta kemur fram með ýmsum hætti svo sem í kapp- hlaupi um að flytja frumvörp og þingsályktunartillögur, sem bera það með sér, að það er fremur gert af vilja en mætti. Og afstöður til málefna eru stundum með þeim hætti, að reyndir þingmenn vita naumast hvaðan á þá stendur veðrið. Ekki er hægt að telja þingið viðburðalítið, hvort sem það er nú spennandi eða ekki. Erum við á réttri leið í efnahagsmálum? Það álít ég. Og ég er a.m.k. sannfærður um, að lengra var ekki hægt að komast í efnahagsaðgerð- um í þessum áfanga. Þótt menn tali um, að það sé að skapast skilningur hjá þjóðinni í því, að hefja þurfi án tafar öfluga sókn gegn verðbólg- unni, og sá skilningur hafi eflaust aukist, er hitt víst, að launafólk hefði ekki sætt sig við meiri skerð- inu á verðbótum en frumvarpið um tímabundnar ráðstafanir gegn verðbólgu fólu í sér. Það fóru fram viðræður við fjölmarga trúnaðar- menn, karla og konur, sem gegna ýmsum trúnaðarstörfum I mörgun launþega samtökum um þessi mál. Ráðherrar og þingmenn, t.d. Framsóknarflokksins sátu marga fundi með þessum aðilum. Þar fóru fram hreinskilin skoðanaskipti um þessi málefni. Skrefið sem stigið var nú og gengur í rétta átt, var stigið að vel athuguðu máli. Stjórnmálamenn a.m.k., ættu að skilja það, að enga þýðingu hefur að ganga lengra í þessum efnum en þjóðin sættir sig við, eða hindrar ekki með aðgerðum. Af því höfum við næga reynslu. Slík vinnubrögð gera bara illt verra. Og þeir sem átelja það, að of skammt hafi verið gengið nú, eru haldnir pólitískri blindu. Ég veit og viðurkenni, að æski- legt hefði verið að taka stærra skref, ef um það hefði náðst samstaða. En hún fékkst ekki og því var betra að taka styttra skref og ná þar fótfestu, en að taka stærra skref og láta hrekja sig til baka eftir átök, sem ætíð kosta þjóðina gífurlega fjár- muni. Hjá slíku þarf að komast í lengstu lög. Óttast að kreppa sé yfirvofandi hér á landi? Ég óttast, að ef við gerum ekkert til þess að draga úr verðbólgunni, sé atvinnuleysi ekki langt undan, sem síðan myndi leiða af sér vax- andi kreppueinkenni og síðan hrun. Hins vegar álít ég, að ef við t.d. gerðum þær ráðstafanir, sem til þess væru fallnar, að ná verðbóg- unni niður á mjög skömmum tíma, myndu þær einnig leiða af sér stór- fellt atvinnuleysi, sem síðan leiddi til kreppu. Ég hygg að eina færa leiðin út úr þessum ógöngum, án tilfinnanlegra áfalla, sé að feta sig áfram á löngum tíma út úr þessari verðbólgu. Markrhið okkar hlýtur að vera það, að ná verðbólgunni niður í það sem hún er hjá aðal viðskiptaþjóðum okkar. Við verð- um að halda þannig á málum, að koma í veg fyrir atvinnuleysi en draga þó markvisst úr verðbólg- unni, en þessi leið er ekki fær nema þjóðin í heild sýni samstöðu um að fara hana og við teflum okkur blátt Oft er því mjög á lofti haldið hve stórkostlega íslensku þjóðinni hafi skilað fram á leiðina á und- anfömum áratugum. Þarf reynd- ar ekki gamla menn til þess að muna tímana tvenna og ríflega það, og jafnvel við sem yngri er- um munum aðstæður í landinu harla ólíkar þeim sem nú eru. Ef nefna ætti einhver dæmi um breytingarnar á síðustu árum kemur byltingin í byggðamál- um fyrst upp í hugann og það að flóttanum af landsbyggðinni hef- ur lokið, en þessu tengd er sú hraðfara framþróun sem átt hefur sér stað í atvinnumálum víðast um landið. Enginn mun bera á móti því að allri alþýðu hafa verið boðnir betri kostir á síðustu árum en áð- ur hafði verið. Annars vegar hef- ur fjölbreytni í atvinnulífi vaxið nokkuð, reyndar mest á þéttbýl- isstöðum, en með henni fjölgar valkostunum um ævistarfið, en hins vegar er það augljóst hversu vöruúrval hefur aukist í verslun- um og þar með möguleikamir á því að finna eitthvað við hvers manns hæfi. Enda þótt þess hafi lengi fram- an af nær einvörðungu gætt á Suðvesturlandi, þá hefur fram- þróunin I húsnæðismálum vafa- laust haft ótrúlega mikil áhrif á lífskjör fólksins hvarvetna í land- inu, og það jafnvel þótt á þessu sviði séu ungum fjölskyldum gerðar verri skorður en nokkum roskinn mann eða konu getur ór- að fyrir. Er þá átt við lánamálin og alla þá óheyrilegu yfirvinnu og tvöfalda vinnu sem lögð er á fjöl- skyldurnar meðan börnin eru ung og öll þau vandamál sem af hljótast og liggja að baki miklu böli í þessu þjóðfélagi. Loks má nefna það sem ef til vill stingur hvað mest í augu, Suðurgöngur nútímans til sól- ríkra stranda. Það þarf ekki gamla menn til að muna þá tíð er utanlandsferð sætti stórtíðindúm í allri ættinni. Nú virðist ferð af þessu tagi sjálfsagt mál í margra augum. Sami vandinn í í mannsaldur En enda þótt þessar breytingar hafi vissulega verið margháttaðar og djúptækar og þótt þeirra sjái . . A „Hugsað á aðventu“ I nefnir Jón Sigurðsson I ritstjóri Timans, grein I sína og segir m.a. að fs- I lendingar hafi verið á I verðbólgufylliríi um ára- B tugaskeið.______ marga greinilega staði nú á nokkrum síðustu árum, hafa ís- lendingar þó í meira enn fullan mannsaldur tekist á við sama meginvandamálið, verðbólguna sem segja má að haldið hafi inn- reið sína sumarið 1942 í kjölfar umskiptanna í atvinnumálum sem urðu við hernámið. Útlendingar margir undrast hve vel Islendingum hefur þrátt fyrir allt tekist að lifa með þessari ófreskju. Og víst er um það að hún hefur ekki valdið því hruni hér sem vissulega hefði mátt vænta, — og má raunar vænta enn. í stað þess að spara peninga hafa íslendingar lært að leggja í steypu, og í fasteignum eru inni- stæður íslendinga fólgnar en ekki í bönkum. í annað stað hafa Is- lendingar, svo sem ekki er óeðli- legt við slíkar aðstæður, tamið sér hóflausa eyðslu en ekki að eiga fé eða fymingar. En enda þótt segja megi að þjóðin hafi gert sér betra úr verð- bólgunni en trúað yrði að óreyndu, má ekki heldur gleyma því að þetta ástand hefur valdið því að upp eru að vaxa kynslóðir í landinu sem hafa ekki meira en snefil af venjulegri háttsemi eða siðfræði í meðferð fjármuna. Slíkt lætur eftir sig spor og þau ófögur ef áfram verður haldið. Viðstöðulaus för Og það á sjálfsagt eftir að sýna sig í framtíðinni að för þjóðar frá upplausn hernámsins inn í hring- ekju verðbólgunnar svona við- stöðulaust setur merki á gervalla þjóðmenninguna. Merkur stjórn- málamaður sem nú situr á friðar- stóli eftir mikil orðvíg hefur komist svo að orði að „allt frá Jón Sigurðsson. 1942 hafa íslendingar lifað eins og maður á fylleríi“. Munu orð að sönnu. Má minna á að það hefur ekki „runnið af“ þjóðinni allan þennan tíma. Og má fyrr vera ef ekki er kominn upp einhver ill- kynjaður sjúkleiki í líkamann þegar hann hefur enga hvíld fengið frá gleðskapnum svo lengi! Það getur verið fróðlegt að hugleiða þetta tímabil undir sjónarhomi verðbólgunnar. Sést þá hve oft menn eru að berjast við sömu vandamálin og verða að hlíta tímabundnum úrlausnum og takmörkuðum. Fyrir tuttugu árum og fáum vikum betur sótti Hermann heitinn Jónasson Al- þýðusambandsþing og varaði menn þar við 17% almennri verðbólguskriðu sem verða myndi við upphaf desember það ár. Atburðarásin undir árslokin 1958 ætti að geta orðið mönnum íhugunarefni nú. Annars vegar erum við enn að fást við þetta sama stjórleysisvandamál í efna- hagsmálum, þótt hækkunin nú hefði að vísu orðið lítið eitt minni. En hins vegar getum við að sinni þakkað að það tókst nú að koma í veg fyrir að öll skriðan hlypi á alþýðuna, eins og varð 1958. Vera má að einnig hafi verið afstýrt því fári sem sleppt var lausu upp úr þessum atburðum fyrir tuttugu árum, og kallaði sig „viðreisn". Of snemmt er nú að spá fyrir um það, en svo mikið mun fullvíst að annaðhvort endist núverandi stjórn til þess að leið- rétta vísitölukerfið og koma böndum á fjárfestinguna þegar á fyrstu mánuðum næsta árs, — eða hér mun verr fara en margan grunar nú. Þessi orð mín eru sjálfsagt vafasöm jólakveðja, en þó held ég að það væri líka fögnuður um hátíðirnar ef menn vissu það fyrir að við vandamálunum yrði brugðist með nýju ári. Og betri getur nýársóskin ekki orðið en að komandi ári fylgi lausn þessa vandamáls. áfram út úr verðbólgunni. Þeir sem standa í þeirri trú að hægt sé að leysa efnahagsmálin til langs tíma, skilja ekki eða viðurkenna ekki hinar fjölmörgu og flóknu ástæður, sem áhrif hafa á efnahagsmálin og breytast svo að segja frá degi til dags og því verða efnahagsmál að vera í stöðugri meðferð hjá stjórn- völdum, eftir því hvernig við- skiptakjör þróast hjá öðrum þjóð- um og eftir framleiðslukostnaði og framleiðslumagni hér innanlands. Þetta er ekki auðvelt verkefni og m.a. vegna þess, að stjómarand- staðan, hver sem hún er, hefur annað viðhorf til þessara mála en þegar sömu flokkar eru í ríkis- stjórn. Hvað gerðist þegar Sjálfstæðis- flokkurinn var í stjórnarandstöðu 1971-1974? Og mjög svipuð vinnu- brögð voru hjá Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu á síðasta kjörtímabili og vonandi fellur það fáum úr minni. Viðbrögð þessara flokka, eftir að febrúarlögin tóku gildi voru slagorð um, að þau lög væru kaupránslög. Og hverju lof- uðu þessir flokkar þjóðinni fyrir síðustu alþingiskosningar, ef þeir hefðu aðstöðu til? Þeir lofuðu þjóðinni því, ef þeir sigruðu í kosningunum og gætu haft áhrif á gang mála, að þeir myndu sjá til þess að allir kjarasamningar yrðu látnir taka gildi. En reynslan er ólýgnust. Hafa þessir flokkar, Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag, staðið við þessi fyrirheit? Þeir segja nú, að mál hafi þróast á þann veg, að ekki sé hægt að greiða fulla vísitölu á allt kaup nú, eins og kjarasamningar segja fyrir um. Og meiri hluti Alþýðuflokksins vildi ganga enn lengra í því að skerða verðlagsbætur, eins og fram hefur komið. Og hvað um Sjálfstæðisflokk- inn? Eftir að hann er kominn i stjórnarandstöðu, get ég ekki séð annað en hann hafi tekið við því hlutverki, sem A-flokkarnir léku á síðasta kjörtímabili og sé ekkert ábyrgari en þeir. Að vísu er ekkert óeðlilegt þó að Sjálfstæðisflokkur- inn noti hvert tækifæri sem gefst til að minna þjóðina á þann tvískinn- ung sem fram hefur komið hjá A-flokkunum um þessi mál, ekki síst vegna þess að um það var kosið í síðustu kosningum, hvort ríkis- stjórn hefði siðferðislegan rétt til að grípa inn í kjarasamninga, á þann hátt sem gert var í febrúar og aftur nú í desembermánuði. Það er hastarlegt og eftirtektar- vert, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú falla í sömu gröf og A-flokk- arnir á síðasta kjörtímabili. Og bágt á ég með að trúa því, að gengi hans aukist við það. Á meðan stjórn- málabarátta er háð á þennan hátt, er þess naumast að vænta, að vel gangi að koma á samstöðu með þjóðinni um raunhæfar aðgerðir gegn verðbólgunni, en það er þó forsenda fyrir því, að hægt sé að tefla sig út úr henni á næstu árum og á skaplegan hátt. Um leið og blaðið þakkar al- þingismanninum fyrir svörin, var um það rætt, að þingmaðurinn tæki til máls hér í blaðinu um landbún- aðarmálin og gefst þess væntanlega kostur áður en langt líður. Háspennulína í Síðuhverf i Vegna skipulagsframkvæmda í Síðuhverfi á næstu tveimur árum beinir skipulagsnefnd þeim til- mælum til Rafmagnsveitna ríkis- ins, að háspennulínur á svæðinu verði fyrir 1. júlí næstkomandi fluttar að hluta til. Jafnframt verði háspennulínurnar fluttar af svæð- inu fyrir 1. júní 1980 og þeim ákveðin ný lega í samráði við skipulagsyfirvöld bæjarins. Afsökunar verður að biðja vegna prentvillu i umsögn um Glerhúsið i síðasta blaði: Föðumafn höf- undar er ekki Jón heldur Jónas og Almenna bókafélagið gaf bókina út. Einar Kristjánsson. Þorraspaug og góugleði, 14 skemmtiþættir. Bókaútgáfan Skjald- borg Akureyri. Einar Kristjánsson er frá náttúr- unnar hendi svo fyndinn, að alit sem hann segir og skrifar vekur gamanbros á vör og stundum há- an hlátur. Hann má því gæta sín að bæta við þann hæfileika af ásettu ráði, það getur orðið yfir- drifið. Annars er það hefndargjöf að vera skemmtilegur eina stund. Síðan heimta allir að maður sé allar stundir skemmtilegur og það getur varla nokkur maður, jafnvel ekki þessi umræddi. Þessir 14 þættir munu velflestir skrifaðir með það eitt fyrir augum að skemmta, t. d. á þorrablótum og góugleðum eins og nafn þeirra bendir til. Og oft tekst það. Fyrsti þátturinn: Rekkjan, er bráðgóður til framleiðslu brosa og auk þess góð spémynd af því fyrirbæri, sem allir stynja nú undir prang- inu. hinum útsmognu verslunar- brellum. í sama flokki eru sög- urnar: Ég átti mér fermingarbróð- ur og Sundkappinn. Um leið og þær vekja hlátur eru þær mann- lífsmyndir, sem hitta í mark. Hve glöð er vor æska, heitir einn þátt- urinn og hann gæti víst verið sannur þó ntanni sýnist hann yf- irdrifinn. En sannleikurinn er stundum lygilegri en lygin. Ævintýri Nœlurvarðar og Hrak- fallasónatan eru hreinræktaðar gamansögur og fullkomlega hlægilegar. Aðrir þættir eru lakari ogsumir hin mesta fljótaskrift. Það hvárflar víst ekki að höf- undi þáttanna né lesendum, að hér sé um djúphugsaðan skáld- skap að ræða. Einar birtir hann í öðrum bókum. En heldur vildi ég greiða nokkur þúsund fyrir þennan saklausa gleðigjafa en margt af þeim bókum, sem hljóta nú einkunnirnar: — Hörku- spennandi taugarótandi, and- vökuvaldandi. . osv. frv. enda- laust. Aðalsteinn Vestmann mynd- skreytti bókina, sem er öll hin snotrasta og lesmál um 120 bls. Guðmundur Frímann. Þannig er ég — viljirðu vita það. Bókaútgáfan Ögur. Mér líkar þessi bók mjög vel, kemur þar margt til. Ég held þó í fyrsta lagi hve hún er falslaus og sönn. í öðru lagi heit og rík af ást á æskustöðvum og samferðafólki á bernskuárum og hinni skáld- legu sýn á svipbrigði manna og náttúru. Það er langt milli Langadals og Langanesstranda, en það er skammt milli skáldlega þenkjandi sálna. Þær finna hver aðra eins og fuglinn átt til hreið- urstöðva. Hvort ég man leik og leikföng þau hin sömu og Guð- mundur. Bækur þeirrar tiðar æsku og lifandi návist og fylgd söguhetjanna. Hvort ég man Im- portören (A/S) og „prískúrant- ana“, þeirrar tíðar auglýsinga- bæklinga. Þetta var sem sagt danskt verslunarfélag, sem við gátum pantað frá marga dýrlega hluti. Ef við áttum peninga. Síðan koma skóladagar með jafnöldr- um fullir af unaði og tiltrú, dul- úðug snerting, augnatillit fullt af merkingu, Heimavist á næsta bæ eða ganga þangað í draugabirtu skammdegismorgna og rökkvaðra kvölda útmánaðanna. Og allt þetta fólk, nágrannar, sem koma inn á lífsveg æskunnar í marg- breytilegum myndum. Guð- mundur hefur löngu gert sveit stna og sveitunga fræga í ljóðum og sögum. Það er einn höfuð- kostur þessarar bókar að hann sýnir okkur nú baksvið þeirra fögru mynda. Ætli við munum ekki eftir Drukknum bónda úr Skyttudal, Svarta-Lása osv. frv. Þátturinn um „Bjössamína", er svo fullur af samúð með utan- garðsfólki og vel gerður á allan hátt, að maður verður glaður all- an daginn eftir lesturinn. Skáld- leg fegurð er áberandi þáttur í allri þessari bók, sem vænta mátti hjá slíkum höfundi. Þar bera af þrír kaflar undir aðalfyrirsögn- inni: Þetta er mitt land pó aðrir eigi. A enginu grœna, er þar feg- ursta stefið. Þessi stóra ævisaga, sem þó nær aðeins í höfuðdráttum yfir fyrstu 16 ár ævinnar, er frá upphafi til enda full af gamansemi og alvöru í svo einstöku jafnvægi og ynni- leik, að lesanda verður léttara um gang og bjartara fyrir sjónum. Fyrst svo fagurt mannlíf var til, fyrst enn eru skáld, sem kunna að kynna okkur það. Þá er enn von um að hvort tveggja sér til og verði til. Það er ekki allt svart á meðan sú von á vin. Það er margt, sem ég hefði viljað segja frá viðvíkjandi minn- ingum Guðmundar Frímanns. Þetta eru engir „þættir“, þetta er samfelld saga, aðeins með þeim útúrkrókum, sem hver góður sögumaður hlýtur að taka í munnlegri frásögn, því eitt minn- ir á annað og vekur upp atburð, sem á raunar heima hér. Maður finnur fljótlega þráðinn aftur. Þessi bók er einmitt gædd aðals- Kristján frá Djúpalæk skrifar um bækur marki munnlegrar frásagnar sögumanns af gömlum skóla, meðan orðið var og hét, frétta- miðill milli sálna. Þetta er mikil bók og rík. Lofsöngurinn um Langadal. Erlingur Davíðsson Nói bátasmiður. Útg. Bókaforlag Odds Björnssonar. Ósköp er gott að fá að lesa bók um venjulegt fólk og venjulegt líf þess. Nú þegar bók erskrifuð eftir formúlu, líkt og jólakaka eftir uppskrift: Sex bollar hveiti, egg, ger, rúsínur osv. frv. En nútíma sagan: Sex bollar klám, eitt stykki nauðgun, kynvilla eftir smekk, pólitík, kvennréttindasuð, morð, osv. frv. Já, það er gott að fá sögu venjulegs fólks. Þessi bók byggist á endur- minningum Nóa bátasmiðs á Akureyri. Erlingi hefur tekist vel að samræma frásögn hans og búa í eðlilega, samfelda sögu, án allra útúrdúra. Nói fór ungur til vandalausra. En það var venju- legt alþýðufólk, sem lét drenginn hafa sömu kjör og aðra á heimil- inu. Vinna var mikil, en Nóa var hún ljúf og hún var heilbrigð barátta við íslenskar aðstæður. Barátta við náttúruöfl fyrir nauð- synjum, krydduð veiði á sjó og landi, sem er tilbrigði og upplyft- ing frá einhæfum búskap. Nói er fæddur smiður og hann lærir bátasmíði. Líf hans er vinna og aftur vinna með góðum félögum víða um land. Lífið er öfgalaust og eðlilegt með smá upplyftingu milli annasamra daga. Þá koma siglingar, sem víkka sjónhringinn. Nói var fjarskalega líkur þér og mér. Þessvegna varðar okkur saga hans. Hann lendir ekki í miklum straumhvirflum eða „spennandi" ævintýrum. Hann vinnur við starf, sem er honum hugfólgið, bátasmíði og gleðst að sjá þá draga björg í bú. Hann eignast fjölskyldu og tímir varla að taka þátt í félagslífi til að missa ekki af gleði kvöldstundanna með fjöl- skyldunni. Þetta var sem sagt fagurt mannlíf og saga þess er sögð á mjög viðfeldinn hátt. Heilbrigð bók um heilbrigt mannlíf. Þar að auki er bókin falleg. Hún er 182 bls. Tvær bækur frá Bóka- útgáfunni Skjaldborg Fjögur skáld í för með presti Fjögur skáld í för með presti er viðtalsbók, sem séra Bolli Gústavsson í Laufási hefur tekið saman og myndskreytt með eftir- tektarverðum teikningum, en hann er drátthagur maður með afbrigðum. Skáldin fjögur, sem prestur leiðir fram í bók sinnu eru: Bragi Sigurjónsson, Hjörtur Pálsson, Heiðrekur Guðmundsson og Kristján frá Djúpalæk. Bók þessi er mjög vandlega unnin í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar, og sýnist Skjaldborg, séra Bolla í Laufási og skáldunum til Mælikerið Indriði Úlfsson, skólastjóri hefur sent frá sér enn eina barna- og unglingabókina, sem heitir Mælikerið og er ellefta bók höf- undar. Saga bókarinnar er sjálf- stæð þótt aðalpersónur séu þær sömu og bókinni í fyrra. Barna- bækur Indriða Úlfssonar njóta mikilla vinsælda. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.