Dagur - 13.02.1979, Blaðsíða 8
DAGUR
RAFGEYMAR
i BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs liggur fyrir og er fyrrí umræða um hana í
bæjarstjóm í dag. Blaðið bað Sigurð Óla Brynjólfsson, bæjarfull-
trúa að greina frá helstu þáttum hennar og varð hann fúslega við
þeim tilmælum.
Tekjur
Áætlað er að leggja á útsvör og að-
stöðugjöld eftir sama álagningar-
skala og á síðasta ári. Könnun
bendir til þess að vænta megi að
útsvarsupphæðin hækki með því
móti um 60% og aðstöðugjald um
53%. Fasteignaskattar hækka veru-
lega á milli ára vegna nýs fast-
eignamats og vegna þess að ákveð-
ið var að nýta álagningarheimildir
til fulls eins og verið hefur að und-
anförnu að síðasta ári undanskildu.
Miklar sveiflur hafa verið á fast-
eignasköttum vegna þess að fast-
eignamatið hefir ekki verið látið
fylgja verðlaginu nægilega reglu-
bundið og stökkin því verið stærri
en eðlilegt hefði verið. Undir liðn-
um Aðrir skattar og tekjur eru
langstærstu liðirnir gatnagerðar-
gjöld og byggingarleyfisgjöld sem
til samans eru áætluð verða 160
millj. kr. Aðrir tekjuliðir þarfnast
ekki mikilla skýringa.
Útgjöld
All erfitt er að bera saman einstaka
rekstrarliði í þessari áætlun og
þeirri sem var gerð fyrir síðasta ár
vegna þess að verið er að taka upp
nýjan bókhaldslykil að tilmælum
Sambands islenskra sveitarfélaga.
Verða því allmiklar tilfærslur á
milli flokka. Þannig er 17.5 millj.
kr. framlag Akureyrarbæjar til
Fjórðungssambandsins fært á lið-
inn Yfirstjóm bæjarins en var áður
fært undir liðnum Ýmis útgjöld.
Félagsmál
Undir liðnum félagsmál eru
margskonar mál og eru þessi helst:
Félagsmálastofnun með ýmsum
þeim sérverkefnum sem undir hana
falla svo sem fjárhagsaðstoð, vist-
anir, heimilisþjónusta og fleira
kostar samkv. áætlun 79 millj. kr.
Dagheimili, leikskólar, skóladag-
heimili og leikvellir fá um 160 millj.
kr. til rekstursins. Framlög til
sjúkratrygginga og atvinnuleysis-
tryggingasjóðs eru áætluð 330 millj.
kr. og hækka frá fyrra ári um 186
millj. kr.Til annara sjóða og stofn-
anna er varið 100 millj. kr. Þar er
stærsta upphæðin til Byggingasjóðs
verkamanna eða 67 millj. kr. Dval-
arheimilunum er veittur bygginga-
styrkur að upphæð 17 millj. kr.
Alls er liðurinn félagsmál um 700
millj. kr.
Heilbrigðismál
Stærstu liðimir í þessum flokki eru
vegna tannviðgerða skólabarna eða
80 millj. kr. og rekstur læknamið-
stöðvar og heilsuverndarstöðvar
sem er 35,7 mill. kr.
Fræðslumál og
menningarmál
Hlutur bæjarins í rekstri grunn-
skólanna fimm (og þar með taldar
framhaldsdeildir G. A.) er 320
millj. kr. en var 200 millj. kr. á síð-
asta ári. Til reksturs Iðnskólans,
hússtjómarskólans og námsflokka
fara 52,5 millj. kr. og 53 millj. kr. er
varið úr bæjarsjóði vegna Tónlist-
arskólans. Til reksturs Amtbóka-
safnsins og Héraðsskjalasafnsins
fara 71,5 millj. kr„ til Náttúru-
gripasafnsins 11,3 millj. kr„ til
Minjasafnsins 10,2 millj. kr og eru
þar af 2,7 millj. kr. vegna sérstakrar
skráningar myndaplötusafns sem
þangað var flutt á síðasta ári.
Menningarsjóður fær4 millj. kr. og
Húsfriðunarsjóður3,5 millj. kr. auk
sérstaks framlags vegna Laxdals-
húss að upphæð 8 millj. en þar af
eru 6 millj. vegna síðasta árs.
Gatnagerð —
Skipulags- og
byggingamál
Þessir málaflokkar eru nú meira
sundurgreindir en á sl. ári. Til
skipulagsstarfa fara nú um 35 millj.
kr. en 10 millj. kr. þar af koma
væntanlega sem endurgreiðslur.
Byggingaeftirlit, lóðarskrárritun og
fasteignamat kostar um 49 millj. kr.
og til að standa undir kaupum húsa
vegna skipulags fara um 32 millj.
kr.
Til viðhaids gatna og holræsa
verður varið 106 millj. kr. og til
endurbygginga eldri gatna 140
millj. kr. Þá er áætlað að til gatna
Ýmis útgjöld
Aðalliðurinn í þessum flokki er
framlag til reksturs strætisvagna
samkvæmt samningi frá því í haust.
Er gert ráð fyrir 49 millj. kr. vegna
strætisvagnanna. Þá er liðurinn
óvænt og óviss útgjöld bæjarsjóðs
áætluð 40 millj. kr. sem er um 1 %
af heildar útgjöldum bæjarsjóðs og
hefir svo verið undanfarið.
unum 73 millj. kr. Þessi liður var
áætlaður 43 millj. á síðasta ári. Til
að fyrirbyggja misskilning skal
fram tekið að vextir af lánum bæj-
arfyrirtækja svo sem hitaveitu,
vatnsveitu og hafnarsjóðs eru ekki
inn I þessum tölum.
Afborganir lána verða um 175
millj. kr. á móti 93 millj. kr. á síð-
asta ári.
Styrkir til nokkurra menningarfé-
laga eru 35 milljónir og er framlag
til Leikfélags Akureyrar þar lang
stærst eða 28 millj. kr. Alls er áætl-
að til þessara málaflokka um 580
millj. kr. en á síðasta ári 340 millj.
Ekki er þó um alveg sambæri-
lega liði að ræða vegna tilfærslu.
Hreinlætismál
Til snjómoksturs eru áætlaðar 36
millj. kr. Til sorphirðingar og frá-
gangs á sorphaugum fara 81 millj.
kr en til annarar hreinsunar 73
millj. kr.
I'þrótta- og
æskulýðsmál
Til sameiginlegrar stjórnunar og til
reksturs sundlaugar, íþróttahúsa
(annara en íþróttahúss við Glerár-
skóla, sem er rekið sem skóla-
mannvirki), íþróttasvæðis, skauta-
svella og Skíðastöðvar í Hlíðarfjalli
er varið úr bæjarsjóði um 68 millj.
kr. En þess má geta að heildar-
rekstur þeirra er áætlaður um 200
millj. kr. Þannig eru tekjur þeirra
áætlaðar um 130 millj. kr. en þar af
greiða skólarnir um 50 milljónir.
Til reksturs Dynheima, félags-
starfs út í hverfunum og æskulýðs-
móta og svipaðrar starfsemi er var-
ið um 25 millj. kr.
Framlög til ÍBA, íþróttafélaga og
félaga sem hafa með höndum
æskulýðsstarf eru rúmar 30 millj.
kr. Þar fær ÍBA mest 13 millj. kr.
Til mannvirkjagerðar félaga eru
áætlaðar 5 millj. kr. í formi véla-
leigu.
Til þessara málaflokka er í heild
áætlaðar 125 milljónir kr. á móti 70
millj. kr. á síðasta ári.
og holræsa í nýjum hverfum þurfi
um 180 millj. kr.
Til malbikunar gatna og gang-
stétta verður varið 185 millj. kr. og
til ýmissa verka t sambandi við
gatnagerð og holræsi um 100 millj.
kr. í þeim lið er stærsti þátturinn
vegurinn í gegnum Miðbæinn frá
Glerárgötu að Höfner. Alls fara því
til gatna- og holræsagerðar um 815
millj. kr. samkv. áætluninni á móti
560 millj. kr. á síðasta ári.
Eldvarnir —
Fasteignir
Gert er ráð fyrir óbreyttu rekstar-
fyrirkomulagi hjá Slökkviliðinu og
hækkar rekstur þess úr 88 millj. kr í
134 millj. kr á milli ára.
Stærstu gjaldapóstarnir undir
liðnum fasteignir eru viðhald og
rekstur leiguhúsnæðis á vegum
bæjarins sem kostar 34,5 millj. kr.
og er þar af 7,5 millj. kr. vegna
Samkomuhússins, þá fara 20 millj.
til viðhalds vega og girðinga utan
skipulagðra svæða. Tækniþjónusta
húsameistara er áætluð kosta 37
millj. kr. en þar af koma aftur tekj-
ur um 20 millj. kr.
Fegrun og skrúð-
garðar
Helstu flokkarnir undir þessum lið
eru: almenn fegrun og hirðing
svæða en til þess verður varið rúm-
um 50 millj. kr. Til Lystigarðsins 18
millj. kr. og til útivistarsvæðisins í
Kjamaskógi 10 millj. kr. Til ung-
lingavinnu og skólagarða eru áætl-
aðar 21,8 millj. kr. auk 6 millj. kr.
sem koma frá stofnunum Akureyr-
arbæjar.
Vextirog Mýbyggingar-
. Vélakaup
Mwrjjoilir Til nýbygginga og jarðakaupa er
Gert er ráð fynr að vaxtagjöld t ráð fyrir frainlögum að upp-
bæjarsjoðs verð. um 86 millj. kr. hæð 456 miUj. kr.
ar a eru vextir af langtíma áætl- Stærstu framlögin eru þessi: Til
Fjórðungssjúkrahússsbyggingar-
innar 49 millj. kr„ til bygginga
grunnskóla 90 millj. kr„ til svæðis-
íþróttahúss 165 millj. kr„ til bygg-
inga dagvistunarstofnana 66 millj.
kr. og vegna bygginga leiguíbúða
24 millj. kr.
Til kaupa á löndum fara 30 millj.
kr. og er þar aðallega verið að mæta
hugsanlegri útborgun vegna kaupa
sem standa fyrir dyrum á Rangár-
vallalandi.
Til vélakaupa er áætlað að verja
nær 125 millj. kr. Þar er stærsti lið-
urinn kaup á snjótroðara fyrir
Skíðamiðstöðina en hann kostar
um 42 millj. kr. og er kominn. Þá er
ætlunin að kaupa bifreið fyrir
sorphreinsunina og er verð hennar
áætlað 26 millj. kr. Jarðýta kostar
16 millj. og loftpressa um 13 millj.
kr. Ýmis smærri tæki og litlir bílar
verða keypt fyrir 27 millj. kr.
Samtals
Tekjur: þús. kr.
Útsvör................................................ 1.830.000
Aðstöðugjöld............................................ 505.000
Skattar af fasteignum................................... 650.000
Jöfnunarsjóðsframlag.................................... 395.000
Aðrir skattar og tekjur................................ 209.000
Tekjur af fasteignum.................................... 125.000
Vaxtatekjur.............................................. 70.000
Ýmsar tekjur............................................. 37.000
Þús. kr. 3.821.000
Rekstrargjöld: GjÖld*
þús. kr.
Yfirstjórn bæjarins..................................... 187.650
Félagsmál............................................... 692.550
Heilbrigðismál.......................................... 139.000
Fræðslumál.............................................. 410.450
Menningarmál........................................... 142.500
Fegrun og skrúðgarðar.................................... 95.650
íþrótta-og æskulýðsmál.................................. 119.250
Eldvarnir............................................... 125.000
Hreinlætismál........................................... 190.500
Skipulags- og byggingamál............................... 106.100
Götur og holræsi........................................ 203.100
Fasteignir............................................... 72.950
Fjármagnskostnaður....................................... 85.900
Ýmisútgjöld.............................................. 97.150
Bein rekstrarútgjöld alls þús. kr. 2.667.750
Stofnkostnaður færður á rekstur:
Félagsmál................................................. 7.500
Heilbrigðismál........................................... 24.800
Menningarmál.............................................. 2.500
Fegrun og skrúðgarðar..................................... 7.350
íþrótta- og æskulýðsmál................................... 6.400
Götur og holræsi........................................ 611.600
Fasteignir................................................ 6.000
Þús. kr. 671.150
Fært á eignabreytingar þús. kr.......................... 482.100
Samtals útgjöld: þús. kr. 3.821.000