Dagur - 20.02.1979, Side 1
TRÚLOFUNAR*
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXII. árg.
Akureyri, þriðjudagur 20. febrúar 1979
11. tölublað
—■^Wf \\mut (\úaMé\at papP'1
IhlLfVlUnv^lb AKU"‘L
Búnaðarþing
Búnaðarþing var sett í
gær, mánudag. Forseti
þess, Ásgeir Bjamason,
setti þingið, en landbún-
aðarráðherra, Stein-
grímur Hermannsson,
flutti ávarp. Búnaðar-
þingsfulltrúar eru 25
talsins, kosnir af land-
búnaðarsamböndum
landsins. Fyrir þinginu
liggja mörg mál og mun
það standa 2-3 vikur, ef
að vanda lætur. Við-
staddur þingsetninguna
var forsetinn, dr. Krist-
ján Eldjárn.
■
Loðnuaflinn
Um helgina var loðnu-
aflinn á þessari vetrar-
vertíð orðinn nær 238
þúsund lestir. Höfðu þá
57 skip fengið einhvern
afla og löndunarstaðir
voru 19.
Síðustu fregnir herma,
að verulegt magn af
loðnu sé á Vestfjarða-
miðum. Þangað var
kominn einn bátur og
fleiri á leiðinni.
Akureyrar-
togarar
Kaldbakur landaði 12.
febrúar 208 tonnum.
■■ ;
Skiptaverðmæti 29,5
millj. kr. Svalbakur
landaði 6. febrúar 173
tonnum, Skiptaverð-
mæti 22,0 millj. kr.
Sléttbakur landaði 8.
febrúar 173 tonnum.
Skiptaverðmæti 18,6
millj. kr. Harðbakur
landaði 15. febrúar 203
tonnum. Skiptaverð-
mæti 27,6 millj. kr. Sól-
bakur landaði 16. febrú-
ar 193 tonnum. Skipta-
verðmæti 18,8 millj. kr.
Frá lögreglunni
Lögreglan á Akureyri
hefur upplýst rúðubrot í
versluninni Brekku sl.
föstudag og var ölvaður
maður uppvís að því.
Við rannsókn þessa máls
upplýstust tólf rúðubrot,
innbrot og tilraunir til
innbrota og voru tveir
menn valdir að þeim
öllum, Eitt rúðubrots-
mál er enn óupplýst
Fimm voru teknir fyrir
meinta ölvun við akstur
um helgina. Nokkrir
smáárekstrar hafa orðið
í umferðinni.
ALÞYÐUBANKINN MEÐ
ÚTIBÚ Á AKUREYRI?
Á fimmtudaginn var haldinn
fundur með fulltrúum Alþýðu-
bankans og ráðamönnum í
verkalýðsfélögum á Akureyri
sem eiga aðild að bankanum.
Fundurinn var haldinn að ósk
Akureyringanna, en margir
þeirra telja að tengsl bankans
við hluthafa norðan heiða þyrftu
að vera meiri.
„Við vorum einungis að spjalla
við þau félög sem eru aðilar að
bankanum um hvort að þörf væri á
útibúi á Akureyri", sagði Halldór
Bjömsson, ritari Dagsbrúnar í
Reykjavik, en hann kom norður
ásamt skrifstofi’stjóra Alþýðu-
bankans, Kristjani Ólafssyni.
„Hvert framhaldið verður er ekki
vitað á þessu stigi málsins. Akur-
eyringamir ætla að kanna málið
hjá sér og hvernig við getum best
þjónað þeim. Ég veit ekki hvernig
samskiptin gætu orðið, en mér
sýnist erfitt að koma þeim við nema
að einhver stofnun sé á staðnum
sem beri nafn bankans."
Fyrir nokkrum árum hafði Al-
þýðubankinn hug á að koma á fót
útibúi á Akureyri, en af ýmsum or-
sökum varð ekki af þeirri ráðagerð.
Og nú er það bara spurningin hvort
Akureyringar fái enn eitt banka-
útibúið. í dag eru hér útibú frá
fjórum bönkum, auk nokkurra
sparisjóða.
Geiturnar
léku ekki
lengur á
leitarmenn
Grenivík 19. febrúar. Leikfé-
lagið Vaka á Grenivik hafði
frumsýningu á, „Ég vil fá minn
mann“ á laugardagskvöldið og
var leiknum ákaflega vel tekið.
Næsta sýning verður á þriðjudag
og almenn sýning á fimmtudag.
Þá verður leikurinn sýndur í ná-
grannasveitum og aftur hér
heima.
Það bar til líðinda fyrir fáeinum
dögum, að handsamaðar voru og
fluttar heim í Grenivík fimm geit-
ur, sem áður höfðu séðst í vetnr og
voru þær úti á Látraströnd og léku
á leitarmenn fram að þessu. Þær
voru vel fram gengnar og hafa þær
ekki lifað við skort. Éigandi er
Hermann Ingólfsson.
Aflabrögðin hafa verið mjög lé-
leg en nú síðustu daga hefur afli
glæðst í netin. Nokkuð samfelld
vinna hefur þó verið í frystihúsinu.
Eitthvað af fiski var flutt fra Akur-
eyri. P.A.
Stálskipasmíði sérstök
iðngrein?
Ákveðið var að stofna starfshóp-
inn eftir ráðstefnu sem haldin var í
Reykjavík fyrir skömmu að frum-
kvæði Iðnfræðsluráðs.
Fundarmenn höfðu skiptar
skoðanir um þörfina á nýrri iðn-
grein í stálskipasmíði, en þess má
geta að fulltrúar Akureyringa á
fundinum er voru frá Sveinafélagi
járniðnaðarmanna, Slippstöðinni
hf. og Iðnskólanum, töldu rétt að
sérstök kennsla í stálskipasmíðum
yrði tekin upp í iðnskólum lands-
ins. Hins vegar yrði að gæta þess að
námið yrði ekki of sérhæft, þannig
að stáiskipasmiðir gætu unnið að
ýmiskonar verkefnum er tengjast
almennri jámsmiði.
Það má með sanni segja, að
grundvöllur sé fyrir stálskipasmið-
um á sömu forsendum og nauð-
(Framhald á bls. 3).
Á vegum Iðnfræðsluráðs tekur til starfa innan tiðar starfshópur, er
mun fjalla um hvort stefnt skuli að því að aðlaga kennslu í ketil- og
plötusmíði að þörfum stálskipasmíðinnar með það m.a. fyrir augum
að stofna til nýrrar iðngreinar -stálskipasmíði. Starfshópinn skipa
fræðslunefndir í ketil- og plötusmiði og tréskipasmíði, auk þriggja
manna, sem eru sérstaklega kunnugir þörfum stálskipasmíðinnar.
Tveir þeirra eru frá Akureyri.
Eitt stærsta baráttumál innlcndra stálskipasmfða er það, að stálskipasmfði verði
sérstök iðngrein.
BÁTUR FERST (
MYNNI EYJAFJARÐAR
— fimm komust af, en einn drukknaðí
Siðdegis f gær fórst 25 lesta bátur son, drukknaði. Hann var til
á Eyjafirði um 4 mflur norð-aust- hcimilis að Brekkugötu 19 í
ur af Héðinsfirði. Báturinn hét Ólafsfirði. Þórir lætur eftir sig
Guðmundur Ólafsson ÓF 40 og konu og fjögur börn.
voru á honum sex menn. Fimm Skipverjar á Guðmundi Ólafs-
þcirra var bjargað um borð í Arnar syni voru að vitja um net, þegar
ÓF 3, skipverjum hafði tekist hnútur reið yfir skipið um kl. 141
að komast í gúmmfbjörgunarbát. og tókst þeim ckki að senda út
Einn skipverja, Þórir Guðlaugs- neyðarkall.
Rýmri opnunartími
veitingahúsa:
Ekki við-
fangsefni
bæjar
stjórnar
Á síðasta fundi bæjarráðs
var tekin fyrir tillaga frá
Gísla Jónssyni, þar sem lagt
var til að bæjarstjórn kysi 3ja
manna nefnd til að endur-
skoða reglur um lokunar-
tíma veitingahúsa. Skyldi við
það miðað að aukið væri
frjálsræði í þessum efnum.
Bæjarráð mun hafa fellt til-
lögu Gísla á þeim forsendum
að lítið svigrúm væri til
breytinga á núverandi regl-
um af hálfu bæjarstjómar.
Þessi mál eru til umræðu og
skoðunar í Alþingi.
I DAG!
kynnum við
öldungadeild MA
Sjá opnu
Starfshópur f jallar um málið