Dagur - 20.02.1979, Blaðsíða 5

Dagur - 20.02.1979, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Leiðréttinga óskað Forystugreinar eða leiðarar dag- blaðanna í Reykjavík eru lesnar á hverjum morgni nema á mánu- dögum, en þá eru lesnar forystu- greinar landsmálablaða, eins og það er kallað, en það eru blöð sem út eru gefin utan Reykjavíkur. Allt er þetta góðra gjalda vert og rétt- lætinu ætti að vera fullnægt hvað hin ýmsu blöð á landsbyggðinni snertír. En það vill svo til að eitt blað á landinu Dagur á Akureyri kemur út tvisvar í viku og í útvarpi er aðeins lesin forystugrein úr öðru blaðinu. Staðan er því þann- ig, að ríkisútvarpið les alla leiðara dagblaða og vikublaða nema annan hvorn leiðara Dags og hef- ur hver vísað af sér þegar leiðrétt- ingar hefur verið óskað. Um mál þetta gerði blaðstjórn Dags ályktun á aðalfundi sínum nú eftir áramótin, þar sem óskað er leiðréttingar. Er þess að vænta, að útvarpsráð leiðrétti híð fyrsta þá mismunun, sem enn hefur ekki fengist en virðist sjálfsagt réttlæt- ismál. í framhaldi af þessu vill blaðið minna á, að það og fleíri blöð landsbyggðarinnar gerðu á sínum tíma ákveðna tilraun til þess að fá sinn hluta af ríkisstyrk til blaða, greiddan beint til blaðanna. Al- þingismenn flæktu mál þetta á Al- þingi og gerðu úr því óskapnað, Ríkisstyrks njóta dagblöðin í Reykjavík og hefur ekki annað heyrst en þau hafi fengið sítt. öðru máli gegnir um blöð þau, sem gefin eru út á öðrum stöðum. Til þeirra fer ríkisstyrkurinn ekki be- ina leið, heldur í gegn um stjórn- málaflokkana. Stundum hefur verið sagt, að hún sé löng, leiðin til keisarans. Hún er getur einnig orðið löng, leiðin frá höfuðborg- inni út á landsbyggðina og svo hefur það orðið um ríkisstyrkinn til Dags fyrir árið 1978, því hann er ókominn enn. Hann hefur ein- hvers staðar stöðvast í kerfi því, sem alþingismenn bjuggu til, því ekki náði sú ósk vikublaðanna fram að ganga, að fá ríkisstyrkinn greiddann milliliðalaust. Er þeirri ósk nú beint til alþingismanna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem ásamt fleirum bjuggu til krókóttan veg fyrir ríkisstyrk til blaða á landsbyggðinni, að þeir athugi hvar umferðatruflunin hef- ur orðið og hvort þeir finni þá ekki, ríkisstyrkinn til Dags frá síðasta ári og sendi hann með fyrstu ferð, því tæplega hafa peningarnir far- ist í pósti eða lent í höndum vondra manna. Það vill svo til, þrátt fyrir velgengni Dags, að blaðið þarf á sínu að halda, þótt það lifi hvorki né deyi vegna ríkis- styrks. Haustið 1975 tók öldungadeild Menntaskólans á Akureyri til starfa. Árið áður var slík deild innan Námsflokka Akureyrar og þeir nemendur sem þar stunduðu nám, héldu áfram i öldungadeild MA. Nokkrir þeirra nemenda útskrifuðust voríð 1977. Þess má og geta að örfáir höfðu áður lokið námi frá MA samkvæmt lögum um öldungafræðslu, án þess að reglubundin kennsla komi til. Stór hópur innritaðist f deildina fyrsta haustið og síðan hafa um 25 til 30 innritast á hverju hausti. Á þessu námsári hafa innritast um 35 nemendur. Eins og gefur að skilja hafa ekki margir lokið stú- dentsprófi frá deildinni, en s.l. vor voru þeir tiu talsins, og í vor útskrifast þeir fyrstu sem hófu nám um leið og deildin tók til starfa. Fjöldi nemenda ákveður á hvaða kjörsviðum er hægt að kenna hverju sinni. f upphafi var boðið upp á náttúrufræðikjörsvið og málakjörsvið, en síðan fyrsta haustið hefur ekki verið næg að- sókn að neinu kjörsviði nema málasviðið, en nýir nemendur hafa ekki hafið nám við náttúru- kjörsviðið siðan haustið 1975. Á málakjörsviði eru kenndar 12 námsgreinar og einni færri á náttúrufræðikjörsviði. Kennt er í hverri námsgrein að jafnaði tvis- var í viku og þá 80 mínútur í senn. Fyrstu tímarnir hefjast kl. 18.15 og kennslu líkur á ellefta tíman- um. Nemendur eru frjálsir að þvi hve margar greinar þeir velja, en sökum þess hve nemendurnir hafa verið fáir, hefur ekki verið unnt að bjóða upp á valgreinar og því kennt meira í kjarnafögum en Kennslustund í þýsku Öldunqadeild M.A. sött heim Bolli Gústafsson: „Talað við laufgað tré“ Sýning Iðunnar Ágústsdóttur f Gallery Háhóli Nemendurnir stunda námið af miklum áhuga segir Magnús Kristinsson, kennslustjóri Ljúft er mér að verða við þeirri ósk ritstjóra Dags, að fara nokkr- um orðum um sýningu Iðunnar Ágústsdóttur að Gallerí Háhóli, en hún hófst að kvöldi föstudags- ins 14. febrúar si.. Fór vel á því, að Iðunn skyldi velja afmælisdag móður sinnar, Elísabetar Geir- mundsdóttur, til þess að opna fyrstu málverkasýningu sína, en sem kunnust er var Elísabet fjöl- hæf listakona. Mér er ekki kunn- ugt um, að Iðunn hafi stundað listnám, en arfurinn að heiman leynir sér ekki, þar sem hún hefur fylgst með listiðkun móður sinn- ar, meðan hennar naut við. Eru tengslin Ijós í táknrænum mynd- um, eins konar dulúðugum skáldskap, sem rekja má til áhrifa Einars Jónssonar myndhöggvara á þá, sem fengust við högg- myndagerð og útskurð. Hef ég á tilfinningunni, að svo hafi því verið háttað um Elísabetu Geir- mundsdóttur að einhverju leyti. Hinar dulúðugu pastelmyndir Iðunnar hafa yfir sér kvenlegan þokka, en hins vegar efast ég um, að þetta viðfangsefni njóti sín til fulls, nema í höggmyndum eða unum hans Ásgríms úr Húsa- fellsskógi. Iðunn ólst upp í Inn- bænum í grennd við Gróðrar- stöðina og gamla garða í Fjör- unni, þar sem limmiklir meiðir setja hlýjan svip á umhverfið. Er augljóst að þetta sérstæða og hugljúfa svið hefur haft sterk áhrif á hana. Sýnir hún þarna allmargar skógarmyndir. Yfir þeim hvílir þokki og þá ekki síður í vetrarmyndunum. Mér kom í huga á þessari sýningu, að sú grein myndlistar, sem nefnd er leiktjaldagerð og er ekki öðrum greinum óæðri, þótt oft sé tjaldað til skamms tíma, mundi liggja vel fyrir Iðunni. Auk pastelmynd- anna, sýnir hún þarna litlar túss- teikningar, sem eru vel gerðar og leiða í ljós, að hún byggir á góðri undirstöðu, því örugg teikning er grundvöllurinn. Meðfæddir hæfileikar Iðunnar Ágústsdóttur leyna sér ekki, þeg- ar sýningin á Háhóli er skoðuð og vissulega er ástæða til. að hún leggi alúð við að þroska þá. Óska ég henni fararheilla. — Sýningu Iðunnar lýkur að kvöldi 25. febrúar n. k. „Ég tel að deildin hafi gefið ákaf- lega góða raun. Flestir nemend- anna virðast hafa gaman af að stunda námið, þó hinu sé ekki að leyna að fyrir flesta er það mjög erfitt“, sagði Magnús Kristins- son, kennslustjóri öldungadeildar MA. „Margir eru með fjölskyldu og heimili og vinna þar að auki úti. Það er áberandi að nemend- umir stunda námið af miklum áhuga og eru ánægðir með að hafa fengið möguleika til frekara náms“. - Slunda nemendurnir námið betur en þeir sem eru í vngri deild- unum? „Já, og það er ef til vill ekki óeðlilegt að svo sé. Það er langt síðan þetta fólk var í skóla og fyrir það er námið tilbreyting frá amstri hins daglega lífs. En ég vil líka taka það fram að tímasókn er minni hjá því en hjá yngri deild- unum. Það leiðir af sjálfu sér að námsþreytan verður ekki eins mikil og hjá krökkunum sem þurfa að sitja í rúmlega 30 kennslustundum í viku. Þar að auki er í öldungadeildinni lítið úrtak úr hverjum aldurshópi og það verður að reikna með því að þeir nemendur hafi miklu meiri áhuga en gerist og gengur í við- komandi aldurshópi. f yngri deiidum MA er úrtakið hins veg- ar miklu stærra. - Er námið i öldungadeiidinni frjálst? „Ef mönnum hentar ekki að hafa ákveðinn fjölda greina geta þeir fækkað við sig. f upphafi velja nemendurnir yfirleitt þær greinar sem þeir hafa mestan áhuga á og sjá síðan til. Ég hef tekið þá stefnu að ráðleggja nýj- um nemendum að taka sem fæst- „f mörgum tilvikum er þetta fólk sem hefur ekki átt kost á námi eða hefur lokið lands- eða gagnfræðaprófi og oft er það svo að við fáum gamla nemendur úr menntaskóla sem hafa hætt námi af ýmsum ástæðum. Ég hef dæmi um fólk sem ég kenndi í MA fyrir mörgum árum og var þá latt og áhugalaust, en kemur nú uppfullt af áhuga og dugnaði. Það er gaman að sjá hvernig einstakl- ingar geta breyst með árunum. Nemendur öldungadeildarinn- ar eru í rauninni mun kröfuharð- ari gagnvart kennurunum en nemendur yngri deildanna. Þeir stunda námið oft svo vel að kennararnir mega eiga von á ýmsum spurningum, sem aldrei hafa borið á góma í kennslu hjá yngri flokkunum. En þeir gera líka miklar kröfur til sjálfs sín og vilja kunna hlutina til hlítar. Hvað kennaranum viðvíkur er það mikilsvert að á hann sé hlustað og að útskýringar fari ekki inn um annað eyrað og út um hitt“. „ Hvað um árangur i cinstökum greinum? „Mér virðist að árangur i tungumálum og sögu sé yfirleitt mun betri en í yngri flokkunum, enda má ætla að fólkið hafi við- haldið þekkingu sinni í þessum greinum með lestri bóka eða dvöl erlendis. En þá verð ég aftur að nefna, að fólk getur ráðið fjöida námsgreina og að það er horfið sem ekki gat verið með. Hins vegar virðist mér sem nemendur öldungadeildar eigi erfiðara með raungreinarnar, sem er að mörgu leyti eðlilegt". hrjúfara efni. Er nokkur hætta á væmni, þegar það er sett fram í litum. í landslagsmyndum Ið- unnar þykir mér skemmtileRast, þegar hún lætur veðrið njóta sín, lætur ljós og skugga leika sér í skýjafari af léttri leikni. Það er ekki algengt, að íslenskir málarar velji sér skóglendi að viðfangsefni og liggja næsta eðlilegar ástæður til þess. Þó má ekki gleyma hrísl- ar greinar í upphafi, því námið er strembið fyrir flesta. Margir sem hefja nám í öldungadeildinni hætta því strax eða þegar líður á fyrstu önnina. Ástæðurnar eru eflaust margvíslegar - sumir hafa ekki þann tíma sem til þarf og hjá Námið hefur vakið áhuga á framhaldsmenntun, segir Steinunn Sigurðardóttir Hvernig starfar Öldungadeild Menntaskólans? upphaflega ráð fyrir að Ijúka náminu á fimm árum, enda voru tvö ung böm á heimilinu þegar hún byrjaði og það þríðja bættist i hópinn skömmu síðar. Þegar leið á námið komst hún að raun um að vel hefði verið hægt að Ijúka stú- dentsprófinu á fjórum ámm. „Ef ég hefði skipulagt námið betur í upphafi hefði ég átt að geta tekið stúdentsprófið í vor. Næsti vetur verður því auðveldur, en þá verð ég bara með tvö fög", sagði Steinunn. „Námið í öld- ungadeildinni hefur óneitanlega vakið áhuga manns á að læra meira, en það er erfitt á Akureyri. Við höfum mikinn áhuga á að fá norður framhaldsnám, því erfitt er fyrir marga að fara að læra í Reykjavik". Húsmæður eru í meirihluta i deildinni og er Steinunn ein þeirra. „Af því ég er „bara" hús- móðir get ég ráðið nokkuð mikið sjálf á hvað tíma dagsins ég nota til náms. Því er ekki að heilsa með marga af mínum skólafélögum, sem eru í fullri atvinnu. Þrátt fyrir það standa þeir sig eins og hetj- ur“. Hvaða ráðleggingar vildi Steinunn gefa þeim sem hafa áhuga á að hefja nám í öldunga- deildinni? „Ef fólk er að hugsa um þetta í alvöru ætti það að skipuleggja námið betur en ég gerði. Það verður líka að gæta þess að taka ekki of mikið i einu. Síðast en ekki síst verður öll fjöl- skyldan að standa með manni. Ef svo er verður námið auðvelt. Sem betur fer hefur fjölskylda mín hvatt mig, og á það ekki síst við um synina sem eru 10 og 12 ára gamlir". Verð fertugur þegar þessu lýkur Steinþór Oddsson • ' . .. . ..x-*.-"- Menntaskólinn á Akureyri. gerist hja yngri deudum skólans. Þess skal líka getið að fæðin hefur haft þau áhrif að nemandi sem t.d. ætlar sér að stunda nám i til- tekinni grein getur að jafnaði hafið nám annað hvert ár. Fjöldi kennslustunda, miðað við námsefni, er mun minni en í yngri deiidum skólans - allt að helmingi minni þar sem farið er með tvöföldum hraða. Afleiðing- in er sú að nám í öldungadeild- inni byggist að verulegu leyti á sjálfsnámi. Hverju námsári er skipt í tvær annir: haustönn og vorönn, og hverjum námsáfanga lýkur með prófum sem haldin eru i lok annarinnar þ.e. í janúar og maí. Það er þvi ekki hægt að tala um lokapróf í þeirri merkingu sem flestir leggja í það orð. Miðað er við að nýir nemendur í öldungadeild MA hafi gagn- fræðapróf eða landspróf, en hins vegar eru engin viss inntökuskil- yrði önnur en þau að viðkomandi sé orðinn 21. árs. Talið er að fjögur ár sé stystur eðlilegur námstími, nema viðkomandi hafi því meiii undirbúningsmenntun. örfáir hafa lokið stúdentsprófi á þremur árum, en það er algengt að fólk ætli sér fimm til sex ár, en ekki er ætlast til að nemendur láta líða meira en sjö ár milli fyrsta og síðasta prófsins. Af hverju fara menn og konur í öldungadeild? Yfirleitt mun ástæðan sú að viðkomandi vilji auka menntun sína og er það sannarlega næg ástæða. Vitað er um þrjá nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi frá öldungadeild MA og stunda nám á háskóla- stigi, en fyrir flesta er erfitt að yfirgefa heimahagana og halda i aðra landshluta til að hefja fram- haldsnám. Af þeim sökum er uppi mikill áhugi meðal nem- enda að fá menntastofnanir á framhaldsstigi í bæinn. 1 lok þessarar kynningar á öld- ungadeildinni má geta þess að af þeim 75 nemendum sem stunda nám í henni eru 17 karlmenn. Meðalaldurinn er rétt í kringum 30 ár og fer lækkandi. Magnús Kristinsson. öðrum er áhuginn ekki nægur. Þeir, sem eftir sitja eru ákveðnir í að ná settu marki - þetta verður úrvalshópur sem gefst ekki svo auðveldlega upp“. - Hvað gelur þú sagl mér um aðsóknina? „Stærsti hópurinn innritaðist fyrsta haustið og síðan hafa inn- ritast árlega 25 til 30 manns. Að- sóknin eykst hægt og sígandi og t.d. hafa á þessu námsári innritast 35 nemendur. Hinu er ekki að leyna að hópurinn má ekki minnka mikið frá því sem nú er. Ef nemendum fækkaði gætum við ekki kennt hverja grein eins oft og við gerum nú“. - Hvað er að segja um menntun þeirra sem hefja nám i deildinni? Steinunn Sigurðardóttir er komin ögn lengra áleiðis á menntabraut- inni.en Steinþór. Hún hóf nám i öldungadeildinni haustið 1975 svo þetta er fjórði veturinn. Alls er hún búin að afla sér um 100 punkta, en nauðsynlegt er að hafa fengið 132 punkta til að Ijúka stúdentsprófi. Steinunn gerði Stcinunn Sigurðardóttir ásamt bömum sinum. Steinþór Oddsson, starfsmaður Landssímans hóf nám i öldunga- deildinni haustið 1976 og gerír ráð fyrir að Ijúka stúdentaprófi haustið 1981. Hann hefur þegar nælt sér f 76 punkta og er með stúdentspróf i norsku, islensku, ensku og þýsku. í. vetur leggur Steinþór stund á sögu, bók- menntir og Ifffræði. Steinþór vinnur vaktavinnu og kemur það óhjákvæmilega í veg- fyrir að hann geti sótt tíma að vild. „Ég ætlaði t.d. að fara í stærðfræði í haust, en allir tím- arnir hófust um klukkan sex og því tók ég líffræðina í staðinn". - Hvað olli þvi að þú hófst nám í öldungadeildinni? „Ég held að það hafi alltaf búið í mér að halda áfram námi og ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun. Námið er að visu erfitt og maður má helst ekki missa af nokkurri kennslu- stund. Hvað fjölskyldulífið varð- ar, breytist það ekki mikið. Mað- ur horfir ekki eins mikið á sjón- varp og áður og serh dæmi get ég nefnt að ég sá víst ekki nema tvo þætti af honum Kládíusi. Mér er sagt að það hafi verið þeir blóð- ugustu. Nú, ég verð víst fertugur þegar þessu lýkur - en þá er allt framundan. Ég vildi koma á framfæri sér- stöku þakklæti til kennaranna. Þeir hafa lagt á sig mikið og gott starf til að gera okkur fært að stunda námið, sem fer aðeins fram á kvöldin". Steinþór vinnur á ritsfmanum 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.