Dagur - 06.03.1979, Side 3
Tryggvi Pálsson, framkv.stj.
Um íbúðarverð á Akureyri
f Morgunpósti Ríkisútvarpsins,
þriðjudaginn 27. febrúar s.l. var
m.a. rætt við mig um íbúðarverð á
Akureyri, og tók ég þá sem dæmi
verð á leiguíbúðum er fyrirtækið
SMÁRI h.f., sem ég veiti for-
stöðu, afhenti Akureyrarbæ um
miðjan febrúar s.l.
Þar sem ég hefi orðið þess var,
bæði af upphringingum frá Ak-
ureyringum og utan af landi, að
nokkurs misskilnings gætir, og
verð íbúðanna sé dregið í efa, sé
ég mig knúinn til að koma á
framfæri nánari skýringum.
Umræddar íbúðir eru byggðar
í grundvelli tilboðs, en Fram-
kvæmdanefnd leiguíbúða á Ak-
ureyri falaðist eftir kaupum á 20
íbúðum úr framkvæmdum sem
byggingarverktakar á Akureyri
væru með á árunum 1977 og
1978, og var óskað eftir föstu
verði.
Fjögur tilboð bárust í framan-
greindar íbúðir, en eitt tilboðið
var bundið verhækkunum og
komu því aðeins þrjú þeirra til
greina. Tilboð okkar reyndist
lægst, en næstu tilboð voru 16%
og 18% hærri, sem ekki kallast
mikill munur í útboði.
Framkvæmdir við íbúðirnar
hafa staðið yfir frá október byrj-
un 1977 og hefur fyrri 10 íbúð-
unum nú verið skilað, en síðari 10
íbúðunum verður skilað um
miðjan mars n.k. Meðan á bygg-
ingu hefur staðið, hefur kaupandi
fjármagnað framkvæmdirnar
NÝTT
Frá okkar vinsæla grilli
bjóðum við nú
„KENTUCKY"
steikta kjúklinga
Our Fried
Chicken
með ávaxta eða grænmetissalötum,
frönskum og allskonar sósum
Einnig hamborgarar -
Þeir stærstu og bestu í bænum -
'Heitar samlokur ofl. o.fl.
Munið nætursöluna með hákarli,
harðfiski og fl. góðgæti
KRÓKEYRAR-
STÖÐIN
Innbænum. Sími 21715
með jöfnum mánaðarlegum
greiðslum.
Endanlegt verð íbúðanna, en
þær eru fullfrágengnar með
teppum á stofu og holi og eldavél
t.d. og fullfrágenginni lóð, und-
anþegin var þó flísalögn í eldhúsi
og baði, er sem hér segir. 2. her-
bergja íbúð á 74,00 m2 brúttó kr.
5,470,300.-, 3. herbergja íbúð á
97,20 m2 brúttó kr. 7,185,000.-, 4.
herbergja íbúð á 117,7 m2 brúttó
kr. 8,703,000.-,
Verð þessara íbúða er eins og
ég gat um í fyrrnefndum þætti
70% undir vísitöluverði fjölbýlis-
húsa á afhendingardegi.
Það verður auðvitað að taka
tillit til þess, að allur fjármögn-
unarkostnaður lendir á kaup-
anda, en hann getur verið um 1
milljón á hverja íbúð. Á bygging-
artímanum hækkaði byggingar-
vísitalan um 63%. Að vísu er ekki
raunhæft að miða endanlegt verð
við verðlag íbúða á afhendingar-
degi, en þó hefur sú viðmiðun
oftast verið notuð, samanber frétt
frá Einhamri s.f. nú fyrir stuttu,
en þá efhentu þeir íbúðir sem
voru 50% undir vísitöluverðinu á
afhendingardegi. Ef verðið er
aftur á móti miðað við vísitölu-
verðið á miðjum framkvæmdar-
tímanum, sem margir telja raun-
hæfara, þá er verðið á íbúðunum
32% undir því verði. Um íbúðar-
verð almennt hjá byggingarfyrir-
tækjum á Akureyri er það að
segja, að það er almennt um eða
undir vísitöluverði fjölbýlishúsa á
söludegi, og mesti munur á verði
milli fyrirtækja um 10%, þó svo
erfitt sé jafnan að meta þann
mun, vegna mismunandi frá-
gangs.
Það er svo kapituli út af fyrir
sig, hve stjórnvöld láta sig litlu
skipta hinn mikla verðmun sem
er á íbúðum á landinu, með tilliti
til þess að íbúðir eru fjármagnað-
ar að stórum hluta af hinu opin-
bera, (þ.e. Húsnæðismálastofnun
ríkisins) en verðmunur svipaðra
íbúða á afhendingardegi getur
verið allt að þrefaldur. Á sama
tíma ætlar allt vitlaust að verða út
af og háu innflutningsverði og
umboðslaunaskilum, er talin eru
valda of háu vöruverði. En það
virðist vera landlægt fyrir íslenska
stjórnmálamenn, að sjá ekki
skóginn fyrir trjánum. En á með-
an byggingariðnaðurinn fæst ekki
viðurkenndur sem atvinnuvegur,
heldur jafnan litið á einstakling-
inn sem framleiðanda íbúðar-
húsnæðis, næst alldrei raunveru-
legt framleiðsluverð á íbúðum
yfir allt landið, en á sviði íbúðar-
framleiðslu mætti spara launa-
mönnum ótalda milljarða.
Langar þig til sólarlanda?
Sólarlandoferð í
óskrHendagetraun
Draumurinn getur orðið
að veruleika
ef pú ert áskrifandi að Degi ,
eða verður pað fyrir 1. mai.
Þá verður dregið úr nöfnum áskrifenda blaðsins.
en verðlaunin eru sólarlandaferð með Sunnu að
verðmæti samt. JQQ þúsund krÓUUr
Reglur áskrifendagetraunarinnar eru ofur einfalda,
Sá (eða sú) heppni á að koma á afgreiðslu Dags og
svara spurningunni „Hvert er heimilisfang Dags?".
Vinningshafinn getur valið um ferðir til
fimm sólarstaða.
Sunna býður upp á eftirfarandi sólarstaði
Mallorca, Costa Del Sol, Costa Brava,
Kanaríeyjar og Grikkland.
Þetta er tœkifœri sem enginn má missa af.
DAGUK
Tryggvabraut 12
Símar 24167-24166 og 23207
ÚTIHURÐIR # SVALAHURÐIR % BÍLSKÚRSHURÐIR
DAGUR.3