Dagur - 06.03.1979, Blaðsíða 5

Dagur - 06.03.1979, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlÐSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Félagsstarf samvinnumanna Félagsráðsfundur KEA, sem ný- lega var haldinn, minnir á félags- starfið innan samvinnufélaganna. Sá fundur er sóttur af deildar- stjórum allra deilda á félagssvæði kaupfélagsins, sem eru sjálf- kjörnir félagsráðsmenn og öðrum manni í hverri deild, sem hún kýs, stjórn kaupfélagsins og kaupfé- lagsstjóra, sem þar gefur fyrstu upplýsingar um hag og rekstur fé- lagsins á liðnu ári. Þar er einnig fjallað um framtíðarverkefnin. Að félagsrásfundi loknum ferð- ast kaupfélagsstjóri, ásamt full- trúum sínum til deilda félagsins til að flytja starfsskýrsluna, kynna starfsemina, reifa nýjar hugmynd- ir, taka á móti ábendingum, gagn- rýni og óskum félagsmanna, og rökræða þau mál, sem skiptar skoðanir eru um. Þessir fundir hafa löngum verið vel sóttir. Þeir eru einhverjir þeir bestu fræðslu- fundir, sem hugsanlegir eru, gefa einstaklingum kost á svörum við margvíslegum spurningum og kaupfélagsstjóra og samstarfs- mönnum hans eru fundir þessir nauðsynlegir til að kynnast við- horfum fólks. Að deildarfundum loknum líður að aðalfundi Mjólk- ursamlagsins, sem ætíð er mjög fjölmennur og þar er fjallað um málefni einnar þýðingarmestu deildar félagsins. Minna má einnig á fámennari fundi, svo sem fundi mjólkursam- lagsráðs og búðarfundina al- kunnu. Að síðustu eru svo aðalfundir KEA haldnir að vorinu og standa oftast tvo daga. Þeir eru vettvang- ur lagabreytinga og stórra ákvarðana. Kjörnir fulltrúar á að- alfundi fá í hendur prentaða árs- reikninga Kaupfélags Eyfirðinga, kaupfélagsstjóri flytur ársskýrslu sína og samvinnumál eru rædd og rökrædd og ákvarðanir teknar í einstökum málum. Á öllum þessum fundum, sem ætíð eru fjölmennir, fer fram mikið upplýsingastreymi og fræðslu- starf, skoðanaskipti af ýmsu tagi og aukin kynni milli þeirra sam- vinnumanna í sveit og bæ, sem um má segja, að myndi þróttmesta og ákveðnasta kjarna samvinnu- samtakanna. Því hefur löngum verið haldið fram, að hinn óbreytti félagsmað- ur í samvinnufélögum eigi þess lítinn kost að hafa áhrif á gang samvinnustarfsins og að félögin einkennist af einræði félags- stjórnar og kaupfélagsstjóra. Þessi áróður, sem beint er gegn kaupfélögunum af andstæðingum þeirra, er mjög gagnlegur. Hann minnir samvinnumenn á nauðsyn meira félagsstarfs og fræðslu- starfs, því þótt það sé mikið, þarf það að vaxa. Ekki útilokað að þotur verði notaðar innanlands yrði þar fyrst og fremst hag- kvæmnissjónarmið sem haft væri í huga. Það er ekki endilega jiauðsynlegt að auka hraðann — sá tími sem fer í flug milli Akur- eyrar og Reykjavíkur getur ekki talist langur í dag.“ — Því hefur verið fleygt að Flugfélagið hefði hug á að kaupa stærri gerð af Fokkervél. Hvað getur þú sagt um það mál? „Stærri gerðin af Fokkervélum tekur 56 til 60 farþega, en hinar minni mest 48 farþega. Ef ætti að ráðast í kaup á nýrri vél tel ég mjög heppilegt að reyna að kom- ast yfir stærri gerðina, en það er ekki auðvelt og biðlistinn eftir nýjum vélum er langur. Hvort af flugvélakaupum verður ræðst af því hvernig félaginu gengur reksturinn í ár. Að undanförnu hefur hann gengið mjög illa en meginástæðan er tregða stjórn- valda til að hækka far- og farm- gjöld. Hins vegar virðist afstaða þeirra gagnvart þessum málum vera að breytast". Tæki Fokkervélanna nýtast ekki Þrátt fyrir þá aðstöðu sem flugfélagið hefur á innanlands- leiðum verður að segjast eins og er að fyrirtækið hefur þjónað strjálbýlinu með ágætum, en það framkvæmdaleysi sem ríkt hefur í gerð fiugvalla hefur eðlilega komið í veg fyrir enn betri þjón- ustu flugfélagsins og annarra flugfélaga. Sama máli gegnir um tækjaskort á jörðu niðri, en tæki Fokker vélanna nýtast ekki sem skyldi af þeim sökum. Stöðugt er leitað eftir nýjum leiðum til aukningar á hag- ræðingu og sagði Einar að tvennt væri á döfinni sem vert væri að minnast á. I fyrsta lagi eru það ráðstafanir til að stytta biðtíma farþega á jörðu niðri, en það er sist ónauðsynlegra en meiri hraði í háloftunum. Flugfélagið hefur í hyggju að þeir sem ferðast t.d. milli Akureyrar og Reykjavíkur og fara til baka samdægurs þurfi ekki að fá afgreiðslu nema einu sinni. M.ö.o. fengi viðkomandi brottfararspjald fram og til baka á Akureyri. Einar sagði að þetta kæmi væntanlega til fram- kvæmda á vori komanda. í öðru lagi er verið að íhuga breytta tækni í sambandi við út- gáfu farseðla fyrir þá sem taka miðann um leið og haldið er af stað. I stað farseðils fengi farþeg- inn lítinn miða — svipaðan þeim sem notaðir eru í veitingahúsum landsmanna. Fleira er á döfinni — en að svo komnu máli er það allt leyndarmál sem dregin verða upp eitt af öðru úr skúffum flug- félagsmanna. — segir Einar Helgason „Fokker Friendship vélarnar hafa reynst mjög vel við þær tiltölulega ófullkomnu og erfiðu aðstæður sem áætlunarflug milli staða hér á íslandi býr við“, sagði Einar Helgason, yfirmaður innanlands- flugs í samtali við Dag. “Flugfél- agið fékk fyrstu Fokker vélina ár- ið 1965 og í dag höfum við yfir að ráða fimm slíkum. Sú síðasta kom árið 1974. Þessar vélar anna ein- göngu áætlunarflugi hér innan- lands, auk þess sem þær fljúga milli íslands og Færeyja, en á sumrin fara þær cinnig til Græn- lands með ferðamenn frá Reykj- avik. Endurnýjun flugflotans Á vegum Flugfélagsins er flog- ið frá Reykjavík til tíu staða og eins og að líkum lætur er fjöldi farþega næstum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Flugfélagið á hlut í Flugfélagi Norðurlands og Flugfélagi Austurlands, en flug þessara félaga er miðað við áætl- un Fokker vélanna. Bæjaryfirvöld of áhugalítil Einar Heigason. „Við höfum alltaf álitið að það væri rétt að vera með góðar flug- vélar og mikla ferðatíðni milli Reykjavíkur og fárra og vel stað- settra flugvalla úti á landi, en reynum svo að hafa samgöngur út frá þeim til nærliggjandi byggð- arlaga — ýmist með bifreiðum eða minni flugvélum, þessi þáttur starfseminnar hófst fyrir nokkr- um árum og er að miklu leyti kominn í framkvæmd." — Ef við snúum okkur að end- urnýjun flugflotans. Væri það heppilegt að selja eina Fokkervél og kaupa tvær litlar vélar — eða halda núverandi flugvélakosti óbreyttum og festa kaup á minni vélum? „Ég held að það verði að svara spurningunni þannig að það gæti verið hagkvæmt að hafa minni flugvélar með Fokker vélunum, hvort sem þær kæmu með Fokk- erunum eða sem hrein viðbót. Litlar vélar eins og Twin Otter hafa reynst vel hér á landi, en tvær vélar af þeirri gerð eru í eigu Flugfélags Norðurlands.“ Þotur í innanlands- flugi? Það hefur komið fram í viðtali við Ingimar Sveinbjörnsson, að fyrr eða síðar gæti komið til álita að nota þotur í innanlandsflugi. Slíkar vélar eru í örri þróun, en því miður geta fæstir flugvellir hér á landi annað umferð af því tagi. „Ef sú ákvörðun yrði tekin, sem alls ekki er útilokað, að þota komi á innanlandsflugleið, þá Sjónflug hefst við Svalbarðseyri En hvað má bæta á Akureyr- arvelli? Ingimar sagði það vera aðflug- ið sem fer þannig fram að við . venjuleg skilyrði kemur flugvélin niður í fjörðinn hjá Hjalteyri og heldur í suður, og þegar kemur á móts við radiovitann á Sval- barðseyri verður að fljúga sjón- flug. Ef skyggni yfir vellinum er slæmt verður vélin að snúa við hjá Svalbarðseyri. „Miðað við þá tækni, sem maðurinn hefur yfir að ráða í dag, er það mjög slæmt að þegar blindflugi er lokið skuli völlurinn ekki vera beint framundan, því ef svo er getum við lent í miklu verra veðri en vegna staðsetningar Ak- ureyrarflugvallar eru miklir erf- iðleikar því samfara að koma fyrir góðu aðflugskerfi.“ sagði Ingimar. „það hefur verið talað um aðflug úr suðri, en í dag eru ekki til tæki, sem eru nógu nákvæm til að gera þetta mögu- legt. Framtíðin er björt í þessum málum! Það er verið að vinna að gerð aðflugstækja, sem hægt væri að nota þarna, en við þurfum jafnvel að bíða til 1985 eða lengur eftir að tækin koma á markað- inn.“ „Það fé sem veitt er til flugmála á hverju ári fer sífellt minkandi og lítið er gert á hverjum stað og hvað Akureyri viðvíkur væri það eðlilegt að bæjaryfirvöld sýndu flugmálum á Akureyri áhuga og reyndu að styðja flugmenn í því að bæta samgöngur til kaupstað- arins. Því miður verður það að segjast eins og er að lítið hefur heyrst frá þeim. Flugvöllur á Gáseyri gæti boðið upp á ýmsa möguleika Oft er það hliðarvindur sem kemur í veg fyrir umferð flugvéla um Akureyrarflugvöll — einstaka draumóramaður hefur talað um byggingu þverbrautar sem mundi leysa vandann, en miðað við nú- verandi staðsetningu brautarinn- ar er hér um tómt mál að tala. Þá beinist hugurinn að öðrum möguleikum. Ingimar hefur áður bent á í greinum í akureyrskum blöðum, að ráðamenn ættu að hyggja að byggingu framtíðar- vallar fyrir Akureyri á öðrum stað, og í því sambandi hefur hann bent á Gáseyri. „Ég er mjög óánægður með þær undirtektir sem þessi iillaga hefur fengið. Flugmálastjórn hefur ekki viljað athuga málið og (Framhald á bls. 6). „Gott kvöld, góðir farþegar, Guðjón Ólafsson og áhöfn hans bjóða yður velkomint um borð í Gljáfaxa. Gjörið svo vel að spenna sætisbeltin og hafið sætis- bökin bein og veitið athygli skilt- inu um reykingar. f sætisvösunum er spjald um öryggisútbúnað flug- vélamar, sem við’ biðjúm yður vinsamlegast að kynna yður. Reykingar eru aðcins leyfðar hægra megin i farþegarými. Takk fyrir“. Þetta hljömar kunnuglega í eyrum þeirra sem hafa flogið með Flugleiðum og eitt er víst að röddin á sinn þátt í að róa þá sem vilja helst af öllu standa á tveimur jafnlöngum á jörðu niðri. En þeir sem vilja ferðast hratt og örugg- lega eiga ekki annan kost en að fljúga og sífelit fjölgar þeim sem t.d. fljúga með Flugleiðum inn- anlands. T.d. fóru 44 þús. farþeg- ar frá Akureyri til Reykjavíkur á s.l. ári, og frá Reykjavík til Akur- eyrar fóru alls 45 þús. farþegar —- samtals er þetta 5,7% aukning frá fyrra ári. Aukin umferð um Ak- ureyrarfiugvöll kallar fyrr eða síðar á mikiar endurbætur á flug- vellinum eða byggingu nýs vallar, en með sömu þróun rennur upp sá dagur að þotur verða notaðar til innanlandsflugs og þá getur Akureyrarvöllur vart þjónað öllu lengur. Hugmyndir hafa verið uppi um að láta gera rannsóknir á nýju flugvallarstæði á Gáseyri og endurbæta til muna aðflugið að núverandi flugvelli, en ugglaust munu æði mörg ár hverfa sjónum okkar áður en fyrri draumurinn verður að veruleika enda hefur hann mætt töluverðri mótspymu ýmissa aðila. Það skal samt tekið fram að nú er unnið að lengingu Akureyrar- flugvallar og nýbúið er að setja upp aðflugsbrautarljós. Til þess að ræða málefni Akur- eyrarflugvallar fengum við Ingi- mar Sveinbjörnsson, yfirflug- stjóra, en hann hefur um árabil sýnt því mikinn áhuga að flug- samgöngur við Akureyri væru bættar — en tillögur hans og fleiri um þetta efni hafa ekki fengið mikinn hljómgrunn, enda hafa yfirvöld fjármála í mörg horn að líta. En hvað sem því líður virðist sem einhver deyfð ríki í þessum málum hjá bæjaryfirvöldum á Ak- ureyri og þingmönnum kjördæm- isins. Þessu til stuðnings skal bent á, að innan tíðar taka t.d. Hús- víkingar í notkun aðflugskerfi sem gerir vélum Flugleiða kleift að lenda við mun verri skilyrði en á Akureyri. Sama kerfið gæti ekki hentað á Akureyri, en með upp- setningu ákveðinna tækja væri hægt að gera stórkostlegt átak í að fjölga flugdögum. IS slökkti vonar- neista Þórs! Á sunnudaginn slökktu stúd- entar endaniega vonarneista Þórs um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni í körfubolta. ÍS hafði leikinn alltaf i hendi sér og sigur þeirra aldeir í hættu. Á fimmtu mín. var staðan orðin 10 gegn 8 fyrir ÍS, en það var minnsti stiga- munur leiksins, og upp úr því fóru stúdentar að taka leik- inn í sínar hendur. í hálfleik var staðan 47 gegn 40 fyrir ÍS og þegar flautað var til leiks- loka var staðan 99 gegn 85. ÍS sem er næst neðsta lið úr- valsdeildarinnar hefur nú það mörg stig að Þórsarar hafa ekki möguleika á að. ná þeim á stig- um. Þrátt fyrir það að þeir falli hugsanlega niður í fyrstu deild, hefur ferill Þórs í körfuboltan- um verið glæsilegur undanfarin ár. Þeir lentu í þriðja neðsta sæti fyrstu deildar í fyrra á fyrsta ári í deildinni, og áunnu sé þá rétt til setu í úrvalsdeild. Mark Cristiansen þjálfari og leik- maður Þórs hefur átt stóran hlut í þessu, en hann skorar venju- lega bróðurpartinn af stigum Þórs, og einnig hefur hann þjálfað fjöldann allan af ungum piltum bæði úr KA og Þór og sú þjálfun hans mun örugglega skila sér aftur. í þessum leik var Mark að venju stigahæstur með 32 stig. Eiríkur gerði 20, Jón Indriða 14, Sigurgeir 12 og aðrir færri. Bjarni Gunnar var stigahæst- ur hjá ÍS með 22 stig, Trent Smoke gerði 21, Jón Héðinsson 16 og aðrir færri. Góðir dómarar voru Krist- björn Albertsson og Hilmar Viktorsson. Næsti heimaleikur Þórs verð- ur við IR um næstu helgi. Landsleikir í blaki Á föstudagskvöldið voru haldnir í íþróttaskemmunni tveir landsleikir í blaki. Þetta er í annað sinn sem lands- leikir eru í boltaíþróttum hér á Akureyri, en fyrir fimm ár- um kepptu íslendingar og Norðmenn í sömu íþrótta- grein hér á Akureyri. Fyrst kepptu kvennalið Is- lands og Færeyja, en það var í fyrsta sinn sem þessar þjóðir keppa landsleik í kvennaflokki í blaki. Flestar stúlkurnar í landsliði Islands í þessum leik voru úr Völsungi frá Húsavík, en einnig voru stúlkur úr ÍMA, Þrótti og ÍS. Áður en leikurinn hófst voru leiknir þjóðsöngvar þjóðanna, og Guðmundur Árn- aldsson formaður Blaksam- bands fslands sagði nokkur orð og kynnti síðan leikmenn. Leikurinn var frekar ójafn, en yfirburðir íslensku stúlknanna voru miklir, því þær unnu fyrstu hrinuna 15-2 aðra 15-6 og þriðju 15-3. - í karlaflokki voru einnig nokkrir yfirburðir, en fyrstu hrinuna unnu fslendingar 15-3 aðra 15-10 ogþá þriðju 15-7. Þetta var fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í blaki og 30. landsleikur karlaliðsins. Einn leikmaður karlalandsliðs- ins hefur leikið alla landsleiki Islands en það er Guðmundur Pálsson, Þrótti. Íþróttasíðan þakkar stjórn BLÍ fyrir það að hafa landsleik hér á Akureyri, en þetta var um leið ágæt kynning á íþróttinni sem er smo mikið þekkt hér I bæ. Unnu á Ippon Sunnudaginn 25. febrúar sl. kepptu fjórir akureyskir judo- menn á móti í Reykjavík, glímdu þeir allir i drengjaflokki. Skipt var f tvo þungavigtar- flokka. og þéttari flokkinn vann Bjarni Stefánsson IBA. 1 öðru sæti varð Broddi Magnússon. Þyngri flokkinn vann Þorsteinn Hjaltason og Kristján Friðriks- son varð þriðji. Þeir Bjarni og Þorsteinn unnu allar sínar glímur á Ippon, sem þýðir fullkominn sigur, eða 10 stig. Haraldur var maður mOtSÍnS — og setti (slandsmet Um fyrri helgi var haldið í Reykjavik, meistaramót ís- lands í lyftingum. Níu Akur- eyringar tóku þátt í móti þessu og þar af urðu fjórir íslandsmeistarar. Allir kepp- endur að norðan fengu hins vegar verðlaunapening, þar sem allir lentu í verðlauna- sæti. Akureyringar urðu nr. 2 í stigakeppni fast á eftir KR-ing- um en þeir sendu fjölmennt lið til keppninnar sérstaklega til þess að ná í stig í þeim flokkum sem fáir kepptu í og var því ár- angur þeirra nánast hlægilegur í sumum lyftunum. I 52 kg flokki •varð íslandsmeistari Þórhallur Hjartarsson (iBA) en hann keppti nú í fyrsta sinn á stór- móti, en er aðeins 13 ára. Hann snaraði 50 kg jafnhattaði 55 eða samtals 105 kg. f 60 kg flokki áttu Akureyringar annan og þriðja mann, þá Ágúst og Ólaf Magnússyni. Ágúst lyfti samtals 160 kg en Ólafur 135. f 67.5 kg flokki áttu Akureyringar 3 fyrstu menn. íslandsmeistari var Haraldur Ólafsson cn hann var tvímælalaust maður móts- ins. Hann snaraði 105.5 kg sem er íslandsmet unglinga, og jafnhattaði 132.5 sem bæði er íslandsmet unglinga og fullorð- inna. Samtals er þetta 232.5 kg og er það einnig íslandsmet bæði í unglinga og fullorðinna flokki. f öðru sæti var Viðar Eðvardsson lyfti samtals 212.5 kg og í þriðja sæti var Garðar Gíslason með samtals 195 kg. I 75 kg flokki áttu Akureyringar 3 mann Gylfa Gíslason sem lyfti samtals 185 kg. í 90 kg flokki varð íslandsmeistari Gísli Ólafsson (ÍBA) snaraði 102.5 kg jafnhattaði 140 kg eða samtals 242.5. Þá varð Sigmar Knútsson fslandsmeistari í 100 kg flokki. Hann snaraði 110 kg jafnhatt- aði 145 eða samtals 255 kg. Þess skal getið til gamans, að næsti maður í þeim flokki var úr KR og lyfti hann 50 kg minna. Þessir lyftingarmenn náðu frá- bærum árangri en af þessu hef- ur verið stefnt í marga mánuði og æfingar verið miklar og strangar. Þeir taka allir þátt í íslandsmóti fullorðinna sem verður eftir tvær vikur. Á það mót verða sennilega sendir 14 Akureyringar. Á mótinu kepptu allir Akureyringarnir í nýjum keppnisbúningum sem saum- aðir hafa verið fyrir lyftingar- deildina. Á sunnudaginn bauð stjórn knattspvrnudeildar KA öllum yngri knattspyrnumönnum til hófs í Dynheimum. Þar fór fram verð- launaafhcnding til þeirra drengja sem skarað höfðu framúr s.l. sumar. í kvennaflokki var kjörin Guðrún B. Leifsdóttir, í 6. fl. Jónas Guðmundsson, 5. fl. Ingólfur Eggertsson, 4. fl. Bjarni Jónsson. 3. fl. Erlingur Kristjánsson. Þá var spilað bingó og voru þar mörg verðlaun. Að lokum fengu allir pylsu og gos. S.l. fimmtudagskvöld léku KA og Stjarnan í 16 liða úrslitum bik- arkeppni HSf. Þetta var mjög lélegur leikur hjá KA, og Stjarnan vann verðskuldaðan sigur 22 gegn 21. Vonandi ná KA menn betri leik en þetta á móti Stjörnunni þegar þessi lið mætast aftur í deildarkeppninni, en liði Stjörnunnar hefur farið mjög mikið fram undanfarið eftir frekar slæma byrjun f vetur. Gunnar Gfslason lék ekki með KA í þessum leik vegna meiðsla, en hann hefur verið einn besti maður liðsins undanferið. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.