Dagur - 06.03.1979, Side 8
DAGUR
Akureyri, þriðjudagur 6. mars 1979
VIFTUREIMAR
I FLESTA BÍLA
Næstkomandi laugardag eru fyrirhugaðar ískappreiðar í
skeiði á bæjartjörninni við Aðalstræti á vegum íþrótta-
nefndar hestamannafélagsins Léttis. Hestamenn hafa að
undaförnu æft á afmarkaðri braut og s.l. sunnudag náðist
betri árangur í 150 metra skeiði, en núgildandi skráð Is-
landsmet. Þess skal getið að veittir verða verðlaunapen-
ingar fyrir þrjá efstu hesta í hverri grein. Mynd: Matthías
Gestsson.
KÓPASKER:
GÓÐUR RÆKJUAFLI
IHÁLFAN MÁNUÐ
Kópaskeri 3. mars. Nú hefur
gengið ágætlega í tvær vikur við
rækjuna. Sumir hafa komið með
einstaklega stóra og fallega
rækju, og hefur demantsrækja
verið nefnd í því sambandi. Þá
hefur rækjan verið hrein, þannig
að seiði eru engin í aflanum. En
rækjan er mishitt, því stundum
fæst ekki neitt í togi en mikill
afli í því næsta. Fimm bátar
stunda veiðarnar eins og er, því
einn báturinn varð fyrir vélar-
bilun. En nú er ekki nema rúmur
mánuður eftir af veiðitímanum.
- Við erum uggandi um atvinnu-
leysi þegar rækjuveiði lýkur og þótt
vel veiðist nú, hefur þessi vertíð
verið léleg í heild. Um 30 manns
vinna í landi við rækjuna, konur að
meirihluta. Nú eru bátar okkar
ekki búnir veiðarfærum til annarra
veiða þegar rækjunni sleppir og
mun erfitt um fjármögnun til veið-
arfærakaupa eftir lélega vertið.
Svo einkennilega vill til, að um
leið og byggðalínan til Austurlands
frá Kröflu var tengd, hefur heyrst
mjög illa í útvarpi, oft svo, að eng-
inn reynir að hlusta á annað en
fréttir og gengur þó illa. Það er
tímum saman stöðugur ýltónn og er
þetta ástand algerlega óþolandi.
Oftast eru hlustunarskilyrði engin á
kvöldin, en maður reynir að hlusta
á fréttir um hádegið.
Á síðasta ári voru byggð hér níu
hús og nú er kappsamlega unnið að
innréttingu þeirra. Búið er að flytja
í eitt þeirra og senn verður flutt í
þrjú til viðbótar. Fólki fjölgar ört.
Ó.F.
Félagar úr Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík á æfingu
um sl. helgi. Sveitin hefur f hyggju að halda dansleik til
styrktar starfsemi sinni á laugardaginn, en tækjaskortur
háir nokkuð starfi sveitarinnar. í Garðari eru nú um 50
félagar og sóttu margir þeirra námskeið f snjóflóðaieit sem
haldið var á Húsavfk um helgina. Ljósm.: Viðar Eirfksson.
§ Gömul
íþróttamynd
í blaðinu Degi frá 22. febrúar
s.l. er birt Ijósmynd, sem
blaðinu hafði borist og þar
greint svo frá: „Hún er sögð
frá 1919 og er frá fimleika-
námskeiði Ungmennafélags
Akureyrar." Hið rétta er að
mynd þessi er tekinn af þátt-
takendum á íþróttanámskeiði
(úitiíþr.) sem haldíð var á
gamla fþróttavellinum á Ak-
ureyri í nóvember 1922.
Sönnun fyrir þessu er að
finna í blaðinu Degi frá 26.
október 1922, en þar er birt
tilkynning um námskeið
þetta og þar sagt að nám-
skeíðið hefjist 2. nóvember.
Ingólfur Pálsson.
# Lúsin lifir
enn
Þótt til séu gnægðir efna í
lyfjabúðum landsins, gegn
lús og þau setd þar án lyf-
seðla og með fylgi notkunar-
leiðbeiningar á íslensku.
verður lúsa vart öðru hverju
og breiðist þá mjög fljótt út. I
Ijósi þessa, er það e.t.v.
kinnroða vert að vera lúsug-
ur. En þar sem þessi óvel-
komni gestur gerir vart við
sig, þarf að kveða hann niður
og er ámælisvert ef það er
ekki gert. Hér á Akureyri
verður lúsa vart öðru hverju
og svo mun vfðar vera, en
þykir feimnismál. Skoðun
hefur varið fram í nokkrum
skólum og örfárra tilfella
orðið vart, sagði héraðs-
læknir.
Heimur
versnandi
Manni gæti vlrst, samkvæmt
símtölum við fólk í bæ og
byggð, að heimur færi mjög
versnandi. Karlar og konur
hringja til blaðsins út af hín-
um ólíkustu málefnum, bæði
í von um nánari athugun
blaðamanna á tiiteknum
málum og til þess að láta í
Ijósi álit sitt á mönnum og
málefnum, f stað jjess að
skrífa og senda til birtingar.
Allt er þetta góðra gjalda vert
og ber sumt árangur f þá átt,
að það er tekið á dagskrá og
þokast þá stundum til betri
vegar. Sem sýnishorn er t.d.:
Líður of langt á milli máltíða á
elliheimilum? Æsa kennarar
nemendur sína í hópferðir til
sólarlanda? Hvers vegna er
Féiagsmálastofnunin hér í
bæ ekki lögð niður? Hvernig
stendur á óhemju eyðslu og
bruðli á fé almennings hjá
bæjarstjórn? Hvað Höfum við
að gera með leikhús, sem
ekki stendur undir sér?
Þannig mætti legi telja, en
þessum spurningum, ásamt
meiri og minni rökstuðningi,
var varpað fram í síma eða á
skrifstofum Dags sfðustu
dagana.
11 milljarða
tekjur af
ferðamönnum
Hagfræðideild SeÓlabanka ís-
lands hefur nýverið látið Ferða-
málaráði ísiands í té upplýsingar
um gjaldeyristekjur vegna
heimsókna eriendra ferða-
manna á sl. ári. Nema gjaldeyr-
iskaup bankanna frá ýmsum að-
ilum ferðaiðnaðarins að undan-
skildum flugfélðgum samtals
5.13 millj. króna. Gjaldeyris-
tekjur íslenzkra flugfélaga af
fargjðldum áætlar Seðlabank-
inn 5.2 milljarða króna og nema
því gjaldeyristekjur þjóðarinnar
vegna hingaðkomu erlendra
ferðamanna á árinu 1978 sam-
tals nokkuð á 11. milljarð ísl.
króna, en námu á árinu 1977,
umreiknað á meðalgengi ársins
1978, samtals um 8.7 millj.
HAGI H.F. SAGÐI UPP OLLUM
STARFSMÖNNUM SÍNUM
Hagi hf. á Óseyri 4, Akureyri
hefur sagt upp starfsmönnum
sínum, 35 að tölu og eru ástæður
þessa mjög ræddar í bænum. En
fyrírtæki þetta hefur allmörg
síðustu ár verið mesti framleið-
andi eldhúsinnréttinga hér á
landi og betur búið vélakosti en
önnur í þeirri grein. Blaðið leit-
aði umsagnar forstjórans,
Hauks Árnasonar og sagði hann
þá meðal annars eftirfarandi
Astæður eru ýmsar og samverk-
andi fyrir því, að starfsmönnum var
nýlega sagt upp störfum. Afgerandi
staðreynd er sú, að pantanir í eld-
húsinnréttingar hafa verið minni
en ráð var fyrir gert, frá desember
og til loka febrúarmánaðar. Á
þessum tíma seldum við sem svarar
þrem eldhúsinnréttingum á viku en
framleiðslan er þrjár eldhúsinn-
réttingar á dag. Fólk er þrátt fyrir
allt að hugsa um kaup á þessari
vöru og í verslun okkar í Reykjavík
voru gerð 70 tilboð í janúar í eld-
húsinnréttingar, en við fengum
endanlega sjö viðskiptavini.
Hvað varð af öllum hinum,
mætti kannski spyrja. Við eftir-
grenslun kom í Ijós, að margir bíða
eftir því hvað gerist í peningamál-
um og efnahagsmálum yfirleitt, svo
og atvinnumálum. Þá valda tafir á
útborgunum Húsnæðismálastofn-
unar, tregðu á pöntunum og einnig
lánatregða í bönkum. Auk þess
hefur vinna minnkað í byggingar-
iðnaðinum og þeir sem byggja fyrir
fólk, vilja gjarnan halda vinnunni
og smíða innréttingar, eldhúsinn-
réttingar m.a. Og sú vinna, sem
framkvæmd er á byggingarstað, er
ekki söluskattsskyld.
Þá vitum við, að hjá sumum
minni fyrirtækjum, sem framleiða
eldhúsinnréttingar, eru ekki gefnar
út neinir reikningar og söluskattur
ekki reiknaður. Þetta þýðir, að eld-
húsinnrétting, sem þar kostar 700
þúsund krónur, seljum við á 840
þúsund. Allt verkar þetta í sömu
átt. Við vonum að sjálfsögðu, að
hér sé um tímabundna og ekki
langvinna lægð að ræða. Einn er
enn sá þátturinn, sem torveldar
framleiðsluna, en það er síaukin
þörf á rekstrarfé. Það er vegna
verðbólgunnar og við þurfum að fá
5 milljónir í hverjum mánuði að
láni til þess eins að geta haldið lag-
er okkar, í viðbót við rekstrarféð.
Þessu eru peningastofnanir ekki
(Framhald ábls. 6).