Dagur - 13.03.1979, Side 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXII. árg.
Akureyri, þriðjudagur 13. mars
17. tölublað
i\mut tdaMéW pappw
Skákþing
Norðurlands
Skákþing Norðurlands
hefst fimmtudag 15.
mars kl. 14 i Félagsborg,
starfsmannasal verk-
smiðja SÍS Akureyri.
Teflt verður í flokki
fullorðinna og unglinga-
flokki. Einnig verður
teflt í kvennaflokki fáist
næg þátttaka. Tefldar
verða 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi. Sigurveg-
ari í flokki fullorðinna
hlýtur rétt til að tefla í
Áskorendaflokki á
Skákþingi íslands.
Hraðskákmót Skákþings
Norðurlands verður
haldið sunnudag 18.
mars í Félagsborg.
*
Hundar
bíta börn
Síðasta föstudag urðu
árekstrar í bænum og á
laugardaginn var ekið á
handrið Glerárbrúar og
sama dag var bílvelta
skammt innan við bæ-
inn. Ökumaður grunað-
ur um ölvun.
Hundar hafa bitið
börn undanfarna daga,
bæði á Ytri brekkunni
og á Oddeyri. Þeir ganga
lausir þótt bannað sé og
ber hundaeigendum að
hlýða betur settum regl-
um.
*
Kirkjuvikan —
Æskulýðskvöld
Kirkjuvikan á Akureyri
hófst á sunnudaginn. í
kvöld, þriðjudag, leikur
Jóhann Baldvinsson á
T.vý-1
kirkjuorgelið, ávarp
flytur Rún Halldórs-
dóttir, nemi, félagar úr
ÆFAK koma fram og
barnakórar syngja
Á morgun, miðviku- .
dag, leikur Jakob
Tryggvason á kirkjuorg-
elið, Ingibjörg Siglaugs-
dóttir fer með bæn,
Sumarrós Garðarsdóttir
les úr Píslarsögunni og
séra Pétur Þórarinsson
flytur predikun.
RÆKJUNA
Málmiðnaðarmenn að störfum í Slippstöðinni.
Bygging verkmennta-
skóla skammt undan
„Fundurinn leggur rika áherslu
á að nú þegar verði hafist handa
um byggingu húsnæðis fyrir
verklega kennslu í málmiðnaði á
Akureyri svo og önnur þau
mannvirki við Iðnskóla Akur-
eyrar, sem þjóna því markmiði
að stórefla verkmenntun í bæn-
um.“
Þetta var hluti ályktunar fjöl-
menns fundar um verkmenntun i
málmiðnaði á Akureyri, en til hans
boðuðu stjórnir Félags málmiðn-
aðarfyrirtækja á Akureyri og
Sveinafélag járniðnaðarmanna.
Ingólfur Sverrisson, starfs-
mannastjóri Slippstöðvarinnar,
sagði í samtali við Dag, að fundur-
inn hefði verið mjög gagnlegur
fyrir alla aðila, þótt menn hafi
greint á um hver ætti að hafa
frumkvæðið í þessum efnum. Kom
í því sambandi sú skoðun að hætta
SYNJAÐ UM
VEITINGAHUS
Skipulagsnefnd bæjar-
ins hefur borist fyrir-
spurn frá byggingaraðil-
um Verslunarmiðstöðv-
arinnar við Sunnuhlíð
12 Glerárhverfi um,
hvort heimilt yrði að
reisa og reka veitinga-
stað í verslunarhúsinu.
Um er að ræða 250-300
sæta veitingahús, sam-
kvæmt fyrirspurninni.
Meirihluti skipulags-
nefndar, fjórir menn af
fimm, leggur til að er-
indinu sé synjað og telur
að starfsemi af þessu tagi
eigi heima á miðbæjar-
svæðinu.
væri á að í þjóðþrifamáli eins og
þessu teldi enginn sérstakur aðili
sér skylt öðrum fremur að knýja á
um að hafist skyldi handa
Það kom fram á fundinum að
ákveðið er að flytja Iðnskólann
suður á gamla golfvöllinn og að
e.t.v. yrði hafist handa við fram-
kvæmdir í vor. Hinsvegar er stefnt
að því að aðalbyggingarfram-
kvæmdimar við verkmenntadeild-
ina fari fram á næsta ári.
í framsöguerindi Guðmundar
Tuliníusar, yfirverkfræðings SIipp-
stöðvarinnar, kom glöggt í ljós að
einn helsti vaxtarbroddur iðnaðar í
bænum er málmiðnaðurinn. Með
skipulegu átaki er unnt á næstu ár-
um að veita fjölda ungs fólks at-
vinnu við áhugaverð störf í málm-
iðnaði og treysta á þann hátt enn
frekar en orðið er iðnað bæjarbúa.
„Vegna veiða Rússa og Norð-
menna í Barentshafi gengur illa
að selja rækjuna. Það virðist
vera ntikið framhoð af rækju á
markaðinum og verðið lægra en
það þyrfti að vera miðað við
hráefnisverð. Engar horfur eru á
að ástandið skáni, því nú berast
fréttir af því að t.d. Rússar hafi
ntiklar birgðir sem koma á
markaðinn smám saman. Einnig
eru til birgðir í Norður-Noregi.
Þetta gæti e.t.v. boðað lægra
verð í framtíðinni og um leið
meiri erfiðleika að reka rækju-
verksmiðjur hér á landi,“ sagði
Jón Jónsson, framkvæmdsstjóri
Rækjuvinnslunnar h/f á Skaga-
strönd.
Fintm bátar eru gerðir út á rækju
frá Skagaströnd og má gera ráð
fyrir að þeir verði búnir með kvót-
ann urn miðjan mánuðinn. Eftir að
kvótinn hafði verið minnkaður
fékk Skagaströnd 373 tonn í sinn
hlut og um s.l. mánaðamót voru
eftir um 70 tonn. Aflahæstu bát-
arnir eiga eftir að veiða 5 ti! 6 tonn.
„1 haust og fyrst eftir áramótin
var rækjan óvenju smá, en sú sem
borist hefur á land í febrúar og
mars er mun betri,“ sagði Jón að
lokum.
VÍSITÖLUÞAKINU LYFT
Bæjarráð hefur samþykkt, að
starfsmönnum Akureyrarbæjar
verði greiddar verðbætur á laun
frá 1. janúar sl. að telja. í álykt-
un bæjarráðs segir, að verðbæt-
ur á laun skuli greiðast í sam-
ræmi við úrslit Kjaradóms nr.l
1979 og framkvæmd fjármála-
ráðherra á þeim úrskurði.
Þetta þýðir, að fullar verðbætur
verða greiddar á öll laun, með þeim
takmörkunum, sem settar voru
með lögum fyrir jól. Samkvæmt úr
skurði Kjaradóms bar að greiða
félögum i BHM fullar verðbætur
og ekki þykir fært annað en að láta
hið sama ganga yfir félaga í BSRB.
Akurcvrsku börnin á æfingu i kirkjunni s.l. laugardag. Mynd: á.þ.
600 SYNGJANDI BORN
Landsmót íslenskra barnakóra verður á Ak n.k. laugardag
Landsmót íslenskra barnakóra
verður lialdið í annað skipti
laugardaginn 17. mars n.k. og nú
í íþróttaskemmunni hér á Akur-
eyri. AIIs taka rúmlega 600 börn
þátt í móti þessu og eru þau í 16
kórum. Flestir kóranna eiga um
langan veg að sækja 4 koma úr
Reykjavík, 3 úr Árnessýslu og 1
frá hverjum eftirtaldra staða:
Rangárvallasýslu, Hafnarfirði,
Seltjarnarnesi, Akranesi,
Tálknafirði og Húsavík. Þrír
kóranna eru héðan frá Akureyri
þ.e.a.s. kór Barnaskóla Akur-
eyrar, kór Lundarskóla og kór
Glerárskóla.
Vegna fjölda þátttakenda verður
hópnum skipt á tvo gististaði, ann-
arsvegar Lundarskóla og hinsvegar
Hrafnagilsskóla, sem mun einnig
sjá aðkomufólkinu fyrir fæði.
Fyrsta Landsmót íslenskra
barnakóra var haldið í Reykjavík
árið 1977 og þótti takast mjög vel.
Talsvert meiri þátttaka er nú, og er
ánægjulegt að svo margir skuli vilja
(Framhald á bls. 6).
ILLA
GENGUR
AÐ
SELJA