Dagur - 13.03.1979, Side 8
DAGUR
Akureyri, þriðjudagur 13. mars
RAFGEYMAR
[ BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
Sigurður Þ. í smábátahöfninni á Akureyri. Mynd: á.þ.
Nýr bátur til Dalvíkur
Á laugardaginn var sjósettur
4,6 tonna bátur frá Baldri
Halldórssyni á Hlíðarenda.
Eigendur bátsins, sem fer til
Dalvíkur, eru þeir Þorgils Sig-
urðsson, Þorgils Gunnlaugs-
son og Ragnar Jónsson. Bát-
urinn hlaut nafnið Sigurður Þ.
Bolur bátsins er úr plasti, en
það gerist sífellt algengara að
skrokkar smábáta séu úr þessu
efni, enda þarf það lítið viðhald
og er mjög sterkt. Sigurður Þ. er
með 30 hestafla SAAB vél, útbú-
inn til línu og handfæraveiða.
Að sögn Baldurs Halldórsson-
ar, kostaði báturinn tilbúinn um 8
milljónir króna. Á Hlíðarenda
eru í smíðum fleiri bátar af svip-
aðri stærð en bolir þeirra koma
frá ýmsum Evrópulöndum, t.d. er
von á tveimur bolum frá Dan-
mörku á næstunni.
ískapp-
leikar
Um he Igina fóru fram ískapp-
leikar hestamanna á Akureyri.
Keppt var í gæðingaskeiði, 150
metra skeiði nýliða og 200
metra skeiði. Alls voru skráðir
17 kcppendur með 25 hesta, fáir
féllu úr keppni eða mættu ekki.
Ekki var leyft að hver hestur
fengi að keppa nema í einni gre-
in, þar sem mátti búast við kulda
eða misjöfnu veðri.
Helstu úrslit urðu þessi:
Gæðingaskeið:
1. Björn Þorsteinsson, Alda 6v.
brún, Eyfirsk 71 stig. Eigandi: sami.
2. Jón Matthfasson, Gráskeggur
9v. eyf. 68 stig. Eigandi: sami.
3. öm Grant, Grettir, 7v. grár eyf.
Eig: sami 55 stig.
(Framhald á bls. 2).
Nær 100 hlutu
viðurkenningu hjá
Samvinnutryggingum
Á laugardaginn hélt Klúbburinn
öruggur akstur á Akureyri fjöl-
mennan fund í Lóni. Formaður-
inn, Ævar Hjartarson bauð gesti
velkomna en Kári Johansen
stjórnaði fundi. Guðmundur
Þorsteinsson, erindreki Um-
ferðarráðs, flutti erindi um um-
ferðarmál og sýndi myndir.
Barn í
vændum
á Siglu-
firði
Síðar í vikunni frumsýnir Leik-
félag Siglufjarðar leikritið Barn
í vændum eftir norska leikrita-
höfundinn Sverrir Gram. Þetta
er fyrsta verkefni félagsins síðan
það sýndi Selurinn hefur
mannsaugu fyrir þremur árurn.
Leikritið verður sýnt a.m.k. 4
sinnum í Nýja bíói og ef veður-
guðirnar verða leikurunum hlið-
hollir verður e.t.v. farið í leik-
ferð.
„Þetta er gamanleikrit sem fjall-
ar um unga stúlku er á von á barni
og vill ekki láta vita um faðerni
þess,“ sagði Signý Jóhannesdóttir,
formaður Leikfélags Siglufjarðar.
Alls taka 6 leikarar þátt í leikrit-
inu, en leikstjóri er Jónas Tryggva-
son. Með stærstu hlutverk fara þau
Aðalbjörg Þórðardóttir, Birgir
Ingimarsson og Harpa Gissurar-
dóttir.
Sigmundur Björnsson, forstöðu-
maður Samvinnutrygginga afhenti
við þetta tækifæri viðurkenningar
fyrir tjónlausan akstur. Hlutu 66
ökumenn viðurkenningu fyrir
tjónlausan akstur í fimm ár, 30 fyrir
I0 ár, einn fyrir 20 ár og einn fyrir
tjónalausan akstur í 30 ár.
Við þetta tækifæri kvaddi Sig-
tryggur Símonarson, mjólkurbíl-
stjóri sér hljóðs, gagnrýndi fyrir-
komulagið um verðlaun og viður-
kenningar fyrir tjónalausan akstur
og taldi, að betri leiðir þyrfti að
finna.
En þeir sem ekið hafa án tjóna í
I0 ár fá skyldutrygginguna ókeypis,
ennfremur fyrir 20 og 30 ára tjón-
lausan akstur, verðlaunaárin.
0 Töpum
milljarði
Um langt árabil hefur lýsis-
framleiðsla úr þorska- og
ufsalifur farið ört minkandi
vegna þess að verð þykir o<
lágt. Þetta kom fram á ráð-
stefnu verkfræðingafélags-
ins sem haldin var um fyrri
helgi. Þar kom einnig fram að
ekki virðist óraunhæft að
ætla að þjóðarbúið missi af
a.m.k. milljárði kr. vegna
vanhirtrar lifrar. Og gæti sú
tala verið miklu hærri ef unn-
ið væri meira meðalalýsi
heldur en nú er gert.
• Lifrar-
bræðslur
ekki notaðar
Lifrarbræðslur eru nú um
borð í nokkrum togurum en
eru hvergi notaðar og virðist
vænlegra til árangurs að
safna lifrinnl um borð í fiski-
skipum, ísa hana (plastpoka,
tunnur eða ker og vinna Iffr-
ina síðan í landí. Þetta út-
heimtir auðvitað aukna vinnu
og einnig verður að vera að-
staða í landi til að vinna lifr-
ina. Þá kom fram að lausn
þessara mála væru tiltölu-
lega fáar en fullkomnar lýsis-
bræðslur í landi og að flytja
þá hráefnið milli staða.
• Kjörfólks
aldrel verið
betri
Núverandi ríkisstjórn tókst
að koma í veg fyrir stöðvun
atvinnuveganna á fyrstu
valdadögum sínum og þar
með var atvinnuleysi bægt
frá. Kaupmáttur launa hjá
þeim, sem miðlungstekjur
hafa og lægri hefur verið
tryggður að fullu í samræmi
við kjarasamninga þá frá
1977, „sólstöðusamning-
ana“ margnefndu. Kjör alls
almennings hafa ekki á öðr-
um tíma verið betri hér á landi
en þau eru nú.
# Hjöðnun
En jafnframt þessu hefur tek-
ist að hamla verulega gegn
verðbólgunni. Sem dæmi um
það hækkaði vísitala fram-
færslukostnaðar um 24 stig á
síöasta hálfa ári ríkisstjórnar
Geirs Hallgrímssonar, en að-
eins um rúm 11 stig á fyrsta
hálfa ári núverandi stjórn-
valda.
# Hvaðtæklvlð?
í stefnuræðu sinni á Alþingi f
haust sagði Ólafur Jóhann-
esson, forsætfsráðherra
m.a.: Ég held að ég geti sagt,
án þess að það séu innantóm
orð, að við viljum stjórna fyrir
fólkið og með fólkinu ...
Gengi þessarar stjórnar er
því ekki síst undir þvf komið,
að henni takist að fylgja þeirri
leiðarstjörnu. Og menn geta
spurt sjálfa sig: Ef þessarl
stjórn tekst það ekki, hvað
þá?
Þessi orð virðast eiga jafn-
vel við og vera í fullu gildi nú,
eins og þá og það hafa ef-
laust margir fundið er þeir
hlustuðu á umræður frá Al-
þingi um vantraust sjálf-
stæðismanna og hinn mis-
heppnaða málflutning þeirra
þar.
Góður afli Arnars HU
Skuttogarinn Arnar HU hefur
frá áramótum landað um 730
tonnum á Skagaströnd og sl.
föstudag var togarinn í 6. veiði-
ferðinni, en hann var væntan-
legur til hafnar í þessari viku.
„Þetta er mjög góður fiskur, sem
togarinn hefur komið með á land.
Minnst hefur 71% af þorskinum
farið í stærsta flokkinn, en meðal-
talið frá áramótum er rétt undir
80%,“ sagði Sveinn Ingólfsson,
framkvæmdastjóri. „Togarinn hef-
ur haldið sig á Vestfjarðamiðum,
enda er búið að loka nær öllum
veiðisvæðum úti fyrir Norður-
landi."
Gáfu F.S.A. heilalínurita
Á laugardaginn afhentu
Kiwanismenn á Ákureyri og ná-
grenni Fjórðungssjúkrahúsinu
heilalínurita, en það var keypt
fyrir ágóða af sölu K-lykilsins á
s.l. ári. Tækið mun koma í góðar
þarfir á Fjórðungssjúkrahúsinu,
m.a. veita aukið öryggi í með-
ferð geðsjúkra og þeirra sem
hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum.
Kíwanismenn á Akureyri fengu
2 milljónir króna í sinn hlut til
tækjakaupa fyrir geðdeild Fjórð-
ungssjúkrahússins, en eftir að sam-
ráð hafði verið haft við lækna á
sjúkrahúsinu var ákveðið að kaupa
tæki sem hentaði sem flestum
deildum.
Það kom fram er Kiwanismenn-
irnir afhentu tækið að það kostaði 7
milljónir króna, en norðlenskir
Kiwanismenn lögðu sjálfir fram 5
milljónir svo gjöfin mætti vera
veglegri.
Ólafur Jensson flytur ávarp I tilefni
gjafarinnar. Mynd: á.þ.