Dagur - 15.03.1979, Blaðsíða 1

Dagur - 15.03.1979, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, fimmtudagur 15. mars 1979 18. tölublað itaw. \4a«\ai papp'5 Loðnuveiði stöðvuð Fiskifræðingar lögðu til, að hámarksloðnuveiði á þessari vertíð yrði 450 þúsund tonn. Nú er búið að veiða um 470 þúsund tonn, og auk þess hafa Færeyingar veitt tæp 20 þúsund tonn af loðnu á íslandsmiðum. Nú hefur sjávarút- vegsráðherra bannað loðnuveiðar frá hádegi næsta sunnudag, 18. þ.m. Fyrir rúmri viku var bannað að veiða úr loðnugöngunni sunnan við land, en þá hófst veiði á vestangöngunni. Hrygning loðnunnar stendur nú yfir. Sólbakur með fullfermi Sólbakur kom til lönd- unar í gær, með full- fermi. Hann landar á Dalvík og Akureyri. Sléttbakur landaði 9. mars 238 tonnum. Skiptaverðmæti 34,1 millj. Kaldbakur landaði á mánudaginn, 212 tonn- um. Skiptaverðmæti 30,3 millj. Svalbakur landar væntanlega á mánudag- inn og Harðbakur land- ar hér á föstdaginn. Sléttbakur fer nú í klössun og skipt verður um spil í honum. Verður hann því frá veiðum all- margar næstu vikur. Kirkjuvikan Kirkjuviku verður fram haldið til sunnudags. I kvöld, fimmtudag, leik- ur Jakob Tryggvason á pípuorgel kirkjunnar, Björk Bjarnadóttir, nemi, flytur ávarp og séra Bolli Gústavsson annast spurningaþátt. Kirkjukór Lögmanns- hlíðar annast söng og Kristinn G. Jóhannsson, skólastjóri flytur ræðu. Annað kvöld, föstu- dag, flytur Steingrímur Hermannsson, dóms-og kirkjumálaráðherra ræðu. Orgelleik annast Jakob Tryggvason, Jón G. Aðalsteinsson, nemi, flytur ávarp, Passíukór- inn syngur undir stjórn Roars Kvam og séra Bolli Gústavsson sér um spurningaþáttinn. Áætlað að malbika 5.7 km í sumar Bæjarstjórn samþykkti á siðasta fundi áætlun um gatnagerðar- framkvæmdir á þessu ári, en áætlunin hljóðar samtals upp á 605 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að verja um 140 milljónum í endurbyggingu gatna, 180 milljónum í nýbyggingu gatna, 160 milljónum í malbikun, 25 milljónum í malbikun gang- stétta og í ýmis verk 100 milljónum. í áætluninni er reiknað með að bæjarsjóður fái um 100 milljón króna lán til þessara framkvæmda, en bregð- ist það má búast við niðurskurði. Alls er áætlað að malbika 5.710 metra eða um 43.825 fermetra á árinu. í Lundahverfinu er ætlunin að malbika 1.2 km, í Mýrunum 470 metra, og í Hlíðunum á að malbika tæpa 2 km, og í hverfinu norðan við Sundlaugina á að malbika tæpa 2 km. Þá á að malbika 330 metra af Hlíðarbraut. I lok síðasta árs var gatnakerfið á Akureyri alls 60,3 km og þar af voru 26,2 km malbikaðar götur eða 43.5%. Vegna hitaveitufram- kvæmdanna hefur lítið verið mal- bikað síðustu árin, t.d. voru mal- bikaðar götur 24 km árið 1976 og 1977, og 23,7 km. árið 1975. Þess skal getið að í þessum tölum eru ekki neinir útvegir svo sem vegur í Skíðahótel eða vegur að útivistar- svæði bæjarins. Standist áætlunin verða malbikaðar götur á Akureyri samtals 31,2 km 1 lok þessa árs. Nánar á bls. 7 Stórbætt hlustunar- skilyrði útvarps á Kópaskeri í síðustu viku var endurvarps- stöð fyrir útvarp gangsett á Kópaskeri. Þessi stöð hefur staðið ónotuð á Kópaskeri í nokkur ár, en með tilkomu fjöl- símans reyndist unnt að taka hana aftur í notkun. Að sögn heimamanna eru útsendingar útvarpsins ólíkt betri en undan- farin ár og eflaust munu not- endur útvarpstækja greiða af- notagjöldin með glöðu geði. Fer Útsvn í mál við Það er ekki alltaf svona friðsælt við Sjálfstæðishúsið. Mynd: á.þ. S iálfstædishúsið? „Ég hef sterklega í huga að höfða skaðabótamál á hendur Sjálf- stæðishúsinu fyrir það hvernig húsið stóð að þjónustu við gesti er komu á Útsýnarkvöld s.l. sunnudagskvöld, því ég lít á þjónustuna sem svik af hálfu Sjálfstæðishússins,“ sagði Ingólfur Guðbrands- son, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Útsýnar í samtali vð Dag. „Útsýn lagði í mikinn kostnað til að undirbúa kvöldið og tefldi fram mjög góðum skemmtikröftum og ég held að enginn hafi verið svikinn af framlagi Útsýnar til þessa kvölds.“ Ingólfur sagði að veitingar og það sem þeim viðkom, auk borða- pantana, hefðu verið í höndum hússins, en svo virtist sem t.d. borðapantanirnar hefðu farið úr skorðum, því flestum, ef ekki öllum sem hringdu 1 Sjálfstæðishúsið á sunnudag var sagt að ekki þyrfti að panta borð en „mæta á réttum tíma“ í Sjálfstæðishúsinu um kl. 19. Þá kom í ljós að mörg borðanna höfðu verið pöntuð með nokkurra daga fyrirvara. Æði margir fóru í fússi heim eða á aðra veitingastaði en þeir voru líka margir sem neyttu matar síns á efri hæð og börum hússins og fer tvennum sögum um gæði þess matar sem þar var á borð borinn; mun síðar en forráðamenn Útsýnar höfðu ætlað. „Ég vil láta þess getið að Útsýn hefur haldið ferðakynningar á Ak- ureyri í mörg ár og til þessa hefur samvinnan við starfsfólk Sjálf- stæðishússins gengið mjög vel,“ sagði Ingólfur. „í ljósi þeirrar reynslu sem við höfum af Sjálf- stæðishúsinu, sem veitinga- og skemmtistað, taldi ég mig ekki þurfa að gera neinar sérstakar varúðarráðstafanir. Það verður að álykta sem svo að þeir sem fyrir rekstrinum standa beri ábyrgð á þeim mistökum sem urðu s.l. sunnudagskvöld.“ Hvað segir Ingólfur Guðbrandsson um Útsýnarkvöldið? Sjá opnu Misheppnað Útsýnarkvöld í Sjálfstæðishúsinu: Alþýðubanda lagsráð- herrarnir brugðust! Forsætisráðherra leggur efnahagsmálafrumvarpið fyrir Alþingi úm síðustu helgi varð sam- komulag í ríkisstjörninni um efnahagsmálafrumvarp Ólafs Jóhannessonar forsætisráð- herra og þótti þá sýnt, að ríkis- stjórnin, sem hafði staðið af sér vantraust sjálfstæðismanna og komið sér saman um umdeilt efnahagsfrumvarp, væri komin yfir örðugan hjalla. Virtist efnahagsmálafrumvarpið þá vera tilbúið til að leggja það fram á Alþingi, sem stjórnar- frumvarp. En þá gerðist þau tíðindi, að frá Alþýðusambandi Islands barst ályktun og þá brugðust þrír ráð- herrar Alþýðubandalagsins, svo sem fram kom á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn. Forsætisráðherra hefur tekið þá akvörðun, að leggja frumvarp sitt fyrir Alþingi óbreytt, eða eins og hann orðaði það: „Ég legg frum- varpið fram eins og ég tel að sam- komulag hafi verið orðið um innan Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra. ríkisstjórnarinnar og breyti ekki neinu frá því, þótt sumt sé það í frumvarpinu, sem ég hefði viljað hafa öðruvísi." Atriði þau, sem Alþýðubanda- lagsráðherrarnir vildu ekki sætta sig við í frumvarpinu, en höfðu samþykkt áður en ASÍ kippti í spottann, voru um að kaflinn um olíuhækkunina og vísitöluna yrði tekinn út og að viðskiptakjáravísi- tala yrði miðuð við síðari hluta ársins 1978 en ekki allt árið, auk minni atriða. Ráðherrar Alþýðu- flokksins styðja frumvarpið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.