Dagur - 15.03.1979, Blaðsíða 7
Kútrtia®akv®,d Malbikað í sumar
Árlegt kútmagakvöld sem félagar
Lionsklúbbnum Huginn standa
fyrir, verður haldið að Hótel
K.E.A. föstudaginn 16. mars.
Um leið og félagar gleðjast með
kynbræðrum sínum og njóta
veislufanga sem eingöngu byggjast
á sjávarréttum, er þetta liður í fjár
öflun klúbbsins.
Undanfarin ár hefur klúbburinn
einkum styrkt Fjórðungssjúkra
húsið á Akureyri og Vistheimilið
Sólborg, en nú í tilefni barnaárs
Sameinuðu þjóðanna hefur kröft
um einkum verið beitt til verkefna
sem mega verða börnum til heilla.
(Fréttatilkynning)
Slæmar mót-
tökur í Sjálf-
stæðishúsinu
Ég var ein af mörgum sem
ætlaði að gera mér dagamun sl.
sunnudag og fara á Útsýnar-
kvöid í Sjálfstæðishúsinu.
Klukkan 3 á sunnudag hringdi
ég þangað og spurði hvort
hægt væri að fá borð, en svarið
var neikvætt - að engin borð
yrðu tekin frá en sagt að
kæmum við hjónin klukkan 7
gætum við valið úr borðum.
Það var mjög trúlegt því í aug-
lýsingum var ekki getið um
borðapantanir.
Það þarf ekki að orðlengja það
frekar að við hjónin klæddum
okkur upp, því við förum ekki oft
út, en þegar það gerist viljum við
njóta kvöldsins og góður fatnaður
er hluti þess.
Við komum í anddyri Sjálf-
stæðishússins þegar klukkan var
19.04 og þá hófust vandræðin
fyrir alvöru. Öll borð hússins voru
þegar frátekin og enginn (eða
mjög fáir a.m.k.) mættur sem við
þau átti að sitja. Þjónn sem þarna
var til staðar átti að svara, en
hann var margsaga. (Ég vil taka
það fram að hann var mjög kurt-
eis). Einhver krafðist þess að fá að
ræða við forráðamenn Útsýnar
þegar það upplýstist að borð
höfðu verið tekin frá 3 til 4 dög-
um áður en skemmtunin var
auglýst. Því var ekki ansað.
Þegar hér var komið sögu fór-
um við hjónin heim sáróánægð
yfir misheppnuðu kvöldi. Síðan
hef ég frétt, frá áreiðanlegu fólki,
að gestum hafi verið boðið upp á
mat á barnum. Borðin þar eru
varla til annars en að leggja á þau
glas og illmögulegt að matast við
þau.
Nú vil ég spyrja. Hver ber
ábyrgð á þessum mistökum — er
það Útsýn? Og ef svo er —
hvernig ætlast forráðamenn fyr-
irtækisins til þess að fólk treysti
þeim til að annast fyrir það utan-
landsferðir eftir þessi ósköp? Og
ef það er Sjálfstæðishúsið —
Hvernig er yfirstjórn þess eigin-
lega háttað?
Vonsvikin kona.
Heiðarlundur 160 m Hlíðargata 130 m
Hjallalundur 175m Holtagata 125 m
Hrísalundur 185 m Krabbastígur 75 m
Tjarnarlundur 170m Lögbergsgata 155 m
Birkilundur Samtals. 690 m 250 m Munkaþverárstræti 460 m Samtals. 1725 m
Espilundur 250 m Höfðahlfð 530 m
Samtals. 500 m Langahlið Skarðshlíð 80 m 1230 m
Engimýri 145 m Smárahlið 155 m
Kambsmýri Víðimýri 160 m 165 m Samtals. 470 m Tengibrautir Samtals. 1995 m
Bjarkarstígur 200 m Hlíðarbraut 330 m
Helgamagrastræti (sunnan Munk. str.) 580 m Malbikun alls 5.710 m
Nýkomið
Ullarefni köflótt
Tveedefn.4 Iitir
Kaki svart
Satín svart
Flauelsbönd
Brúnt og grátt satín
væntanlegt næstu daga
Verslunin Rún
Hafnarstræti 108
sími23555
Frá Sjálfsbjörg Akureyri
Aðalfundurinn verður í Bjargi laugardaginn 17.
mars kl. 14.
Kaffiveitingar.
STJÓRNIN.
Akureyrardeild K.E.A.
heldur aðalfund sinn að Hótel K.E.A. fimmtudaginn
29. mars og hefst hann kl. 20.30
Kosnir verða á fundinum:
1. Deildarstjóri til þriggja ára.
2. Tveir menn í deildarstjórn til þriggja ára og tveir
varamenn til eins árs.
3. Einn maður í félagsráð til eins árs og einn til
vara.
4. Eitthundrað og fimm fulltrúar á aðalfund KEA og
þrjátíu og fimm til vara.
Listum til fulltrúakjörs ber aó skila til deildarstjóra
eigi síðar en 26. mars n.k.
Deildarstjórinn
Höfum fyrirliggjandi
mikið úrval af PHILCO
og PHILIPS heimilistækjum
Reyniö okkar
hagstæðu
greiðslukjör
>
i—i I7i mi i
O O 000 ooo o O
z:
PHIUPS
PHILCO
c c c c c
Sierárgtttu 20 Siml 22233
HffiINGEBNIN6A&
TÖKUM AÐ OKKUR
TEPPAHREINSUN,
HÚSGAGNAHREINSUN
OG HREINGERNINGAR.
SÍMI 21719
Soffía
Stefán
Svavar Gestsson.
Hvernig var frumvarpi
Ólafs breytt?
Opinn fundur í Alþýðuhúsinu
föstudaginn 16. mars kl.' 21.00.
Ræóumaður: Svavar Gestsson viöskiptaráðherra.
Fundarstjórar: Stefán Jónsson alþingismaður og Soffía Guömundsdóttir bæj-
arfulltrúi.
Almennar umræöur — Svavar og Stefán svara spurningum fundarmanna.
ir Vísitalan og kjaramálin
it Heildsalarnir
if Þjóðnýting
if Alþýðubandalagið og Herinn o.fl. til umræðu á fundinum.
Akureyringar — nærsveitamenn: Fjölmennið.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Á AKUREYRI.
DAGUR.7