Dagur - 15.03.1979, Blaðsíða 6

Dagur - 15.03.1979, Blaðsíða 6
Þórarinn og Páll aflar, en sitjandi Grettir og Ólafur. Ljósm.: Norðurmynd. Sveit Þórarins sigraði í sveitahraðkeppni B.A. Næsta keppni er Thule-tvímenningur Síðastliðið þriðjudagskvöld lauk fjögurra umferða sveitahraðkeppni hjá Bridgefélagi Akureyrar. Þessi keppni félagsins var skemmtileg og spennandi allt frá upphafi enda stigasveiflur milli sveita tíðar. Að þessu sinni sigraði sveit Þórarins B. Jónssonar, eftir harða keppni við reyndar kempur, en góður árangur í síðustu umferð tryggði ungum og baráttuglöðum spilamönnum í sveit Þórarins sigur, en þeir eru auk hans, Páll Jónsson, Grettir Frí- mannsson og Ólafur Ágústsson. Alls spiluðu 15 sveitir í keppninni, sem er mjög góð þátttaka. Röð efstu sveita varð þessi: stig: 1. sveit Þórarins B. Jónssonar 1095 2. sveit Alfreðs Pálssonar 1086 3. sveit Jóns Stefánssonar 1058 4. sveit Gissurar Jónassonar 1054 5. sveit Páls Pálssonar 1046 6. sveit Magnúsar Aðalbj. 1045 7. sveit Sigurðar Víglundss. 1036 8. sveit Stefáns Vilhjálmss. 1035 9. sveit Sveinbjörns Jónssonar 1022 Meðalárangur er 1008 stig — Keppnisstjóri var sem fyrr Albert Sigurðsson. Nœsta keppni Bridgefélags Ak- ureyrar verður Thule-tvímennings- keppni sem hefst þriðjudaginn 20. marz kl. 8. Spilaðar verða 3 um- ferðir. Sana h.f. gaf bikara til þessarar keppni. Eins og í öðrum keppnum B.A. er öllum heimil þátttaka. Komið og takið þátt í skemmtilegri keppni um Thulebikarana. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 19. marz til Stefáns í síma 22468 eða Arnalds í síma 21114. > Utsýnarkvöld ... (Framhald af bls. 5). annars skemmtikraftsins. Gestir sýndu ótrúlega þolinmæði og flestir háttvísi, þótt undantekningar hafi verið frá því, sem Akureyringum eru ósamboðnar. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli um að ná tali af forstjóra hússins, tókst það ekki, enda mun hann hafa horfið af vettvangi. Fór ég þess á leit, að Útsýn og gestum yrði bætt upp töfin með hálftíma femlengingu á skemmtuninni, en því var þverlega neitað og lög- regluvaldi beitt til að stöðva skemmtunina klukkan eitt. Ferðaskrifstofan Útsýn er þekkt af því að standa við loforð sín og skuldbindingar og gera fremur meira en lofað er. Flún lítur á sig sem neytanda Sjálfstæðishússins á umræddu kvöldi og þótt margir hafi ástæðu til að kvarta undan framistöðu þess, hlýtur Útsýn að vera þar fremst í flokki, því að ekki var aðeins fjármunum fyrirtækisins og tíma starfsmanna þess eytt til einskis heldur vegið að hagsmun- um og orðstý fyrirtækisins með slíkri þjónustu sem þar var látin í té. Þó er skilt að láta þess getið, að allt starfsfólk hússins, sem ég hafði samband við, sýndi fyllstu kurteisi. Það virtist bara ekki fá rönd við reist við skipulagsleysinu og skort- ur á undirbúningi af hálfu stjórn- enda Sjálfstæðishússins. Hin gífurlega aðsókn að þessu Útsýnarkvöldi ber vott um vin- sældir og traust Útsýnar, enda hafa þúsundir Akureyringa notfært sér þjónustu hennar á liðnum árum. Sem betur fer er þjónustan í Út- sýnarferðum óháð rekstri Sjálf- stæðishússins og vil ég ekki að óreyndu trúa því að gestir á um- ræddu kvöldi láti villa sér sýn í þeim efnum þótt reynt hafi verið að skella skuldinni á Útsýn og vekja tortryggni í garð fyrirtækisins af því tilefni. Þjónusta Útsýnar stendur áfram óhögguð fyrir Akureyringa og aðra landsmenn, þeim til þæg- inda og hagsbóta. Það er hlutverk Sjálfstæðishússins að bæta gestum sínum það sem vanefnt var 11. þessa mánaðar, en af hálfu Útsýnar er blaðaskrifum þar að lútandi lokið, þótt eftirmál kunni að verða af hálfu Útsýnar við Sjálfstæðis- húsið á öðrum vettvangi. Rafmagnsmaðurinn Höf.: Jóhann Einarsson, 14 ára. Hjartans þakkir til barna minna, tengdabarna, barnabarna og vina, nœr og fjœr fyrir gjafir og heillaóskir á 80 ára afmœli mínu. Guð blessiykkur öll. GUÐRÚN EINARSDÓTTIR Lækjargötu 18, Akureyri Eiginmaður minn faðir, tengdafaðir og afi BJARNI JÓHANNESSON Þingvallastræti 37, Akureyri Lést að heimili sínu 9. mars. Jarðarförin fer fram frá Akureyrar- kirkju laugardaginn 17. mars kl. 13.30 Ingibjörg Austfjörð Asgeir Rafn Bjarnason Anna Steinsdóttir og barnabörn þennan áhættuþátt út. í þriðja lagi fara ekki alltaf saman snjómokstur og viðhald vega, sérlega ekki á miklum hlákum og getur verið erfitt að greina þarna á milli hvað kostnað og ábyrgð viðkemur. Þess má geta, að síðan vel út- búin hjólaskófla kom til Ólafs- fjarðar, eða fyrir rúmu ári síðan, hefur dregið mjög úr notkun Vegagerðartækja við snjómokst- ur í Múlanum. Á árinu 1978 var unnið með hjólaskóflu fyrir 6.0 m.kr., með ýtu fyrir 1,0 m.kr. og með vegheflum fyrir 2,9 m.kr. við snjómokstur í Ólafsfjarðarmúla. Vinna Vegagerðartækja nemur sem sagt rúmum 30% af tækja- kostnaði og er þá nær eingöngu um veghefla að ræða sem hvort sem er þurfa út með firði vegna snjóruðnings á hinum ýmsu veg- um. Fyrir þá sem ekki vita má geta þess hvernig samgöngum er hátt- að til Ólafsfjarðar að vetrinum. Vegagerð ríkisins opnar veginn einu sinni í viku, þegar fært þykir og tekur moksturinn 1-3 daga gjarnan 2-3 daga ef snjór er mikill og er þá gert fært á fyrsta degi (stungið í gegn) en síðan „mokað út“ á öðrum til þriðja degi og er þá veginum haldið opnum allan tímann. Einnig fer flóabáturinn Drangur tvær áætlunarferðir í viku til Ólafsfjarðar, en flóabát- urinn fær sem kunnugt er ríkis- s‘yrL f.h.Vr. Guðmundur Svafarsson. UM SNJÓMOKSTUR í MULANUM V.r. svarar Ármanni Þórðarsyni. Ármann segir: „ Við teljum að Ótafsfjarðarmúli yrði mun oftar fœr á veturna, ef snjóruðningi vœri stjórnað í nánu samráði við heimamenn. “ „ Við teljum að rétt sé að gera titraun til að veita meiri þjónustu fyrir 'sömu upphæð og að viö fáum sjálfir að stjórna því hvenœr Múl- inn erruddur. M.ö.o. á að fara eftir aðstœðum en ekki eftir duttlung- um skrifstofumanna á Akureyri eða í Reykjavik. “ 28. janúar 1976 skrifar V.r. bæjarstjóra Ólafsfjarðar eftirfar- andi bréf: Ég vísa til samtals okkar ný- verið. Ég staðfesti, að Vegagerðin er fús til að fallast á, að í stað þess að Múlinn sé mokaður á mánu- dögum eins og hingað til hefur verið reynt, getið þér ákveðið hvaða dag hinn vikulegi mokstur fer fram. Óbreytt stendur, að opnað verður einu sinni í viku „þegar fært þykir“. Það skal tekið fram, að ekki er opnað á helgum eða helgidögum. Það má því ljóst vera, að bæj- arstjóm Ólafsfjarðar hefur ráðið opnunardegi sl. 3 ár innan þeirra marka, sem ráðherra setur um snjómokstur. Sé fyrirsögninni svarað líka (V.r. virðir heimamenn ekki svars;) þá er þess að geta, að bæjarstjóri Ólafsfjarðar skrifaði V.r. bréf dagsett 13. 13. des. 1978, en í því stendur m.a. „ Vil ég því leita álits yðar varð- andi þessa hugmynd, sem i stórum dráttum er þannig: I. Snjómokstur í Múla verði falinn verktaka fyrir fast verð um 6 mánaða skeið á vetri (nóv,- apríl). “ Bréfið felur í sér að snjómokst- urinn verði falinn verktaka vænt- anlega í fyrsta skipti nóv. 1979- apríl 1980. í tilefni ef þessari málaleitan hefur V.r. athugað ýmsar hliðar á málinu og verið í símasambandi við bæjarstjóra Ólafsfjarðar og hann því fengið þau svör sem voru handbær á hverjum tíma. Þetta mál er mjög erfitt við- fangs. í fyrsta lagi er spurning um það hvort æskilegt sé að opinber aðili semji án útboðs við verktaka og þá hvað upphæðin eigi að vera há. í öðru lagi er það svo að það hefur gjarnan tíðkast í stærri út- boðum að verktakar setja inn í samninga fyrirvara um slæmt tíðarfar og náttúruhamfarir (í Ólafsfjarðarmúla eru tíð snjóflóð og aurskriður), því það hefur ekki þótt forsvaranlegt að vera með slíkan áhættuþátt í útboði. Hér væri aftur á móti verið að bjóða 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.