Dagur - 20.03.1979, Side 1

Dagur - 20.03.1979, Side 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, þriðjudagur 20. mars 1979 19. tölublað Aldrei annar eins afli Konráð Sigurðsson, út- gerðarmaður á Litla-Ár- skógssandi, sagði blað- inu í gær, að þar hefði ; aldrei verið annar eins þorskafli og nú í mars- mánuði. Hefðu bátar .■ aldrei komið með minna en 8 tonn. Myndi afli þessi einsdæmi við Eyjafjörð. Daglega hefði ' verið vitjað um netin og fiskurinn væri því gott V hráefni. Sjómenn á I.itla-Árskógssandi tóku ' ■ ■■ upp net sín í fyrrakvöld, sagði útgerðarmaðurinn og eru þau í bátunum. Agreiningur virtist lítill Ólafur Jóhannesson, 7 > forsætisráðherra, mælti fyrir efnahagsmála- frumvarpi sínu í efri deild í gær, mánudag og var ræðu hans og síðan umræðum útvarpað. Frumvarp þetta flutti hann sem þingmanns- frumvarp þar sem ráð- herrar Álþýðubanda- lagsins höfðu gert ágreining um launamál og því varð þetta ekki stjórnarfrumvarp, svo sem því var ætlað. Sam- kvæmt því sem fram kom í umræðum, er ágreiningur smávægi- legur innan stjórnar- flokkanna. Hins vegar má segja það um Sjálf- stæðisflokkinn, að hann hleypti út minkum sín- um í þessum umræðum og veittist hart að ríkis- stjórninni. Vel sótt kirkjuvika Elleftu kirkjuviku á Ak- ureyri lauk á sunnudag- inn, með guðsþjónustu. Þar predikaði séra Kristján Róbertsson, Fríkirkjuprestur en sóknarprestar þjónuðu fyrir altari. Kirkjuvikurnar, sem haldnar eru á Akureyri annaðhvort ár, hafa ætíð verið vel sóttar og svo var það einnig að þessu sinni. Með kirkjuvikum er hið kirkjulega starf breikkað og nær til mun fleiri sóknarbarna en á öðrum tímum. Formað- ur undirbúningsnefndar kirkjuvikunnar var Jón Kristinsson. Laugaland: Borinn laus Aðfaranótt mánudagsins tókst starfsmönnum við borinn Narfa á Laugalandi að ná upp borstöngum og borkrónu, sem festust í holunni fyrir mörgum vikum. Holan er á milli tveggja hola sem Hitaveita Akureyrar nýtir. Þar til mælingar hafa farið fram á holunni, sem er 1612 metra djúp, er erfitt að segja nokkuð til um hve mikið vatn verður hægt að fá úr hol- unni og hvort hún tengist vatnskerfum hinna holanna. Þegar starfsmennirnir fóru í jólafrí þann 13. desember voru borstangir fastar á þremur stöð- um í holunni, eða á botni hol- unnar, á 1080 metrum og á 170 metra dýpi. „Við erum ákaflega ánægðir með að þetta skuli hafa tekist að lokum,“ sagði Gunnar Sverrisson, hitaveitustjóri. „Það ervatnsæðá 1583 metra dýpi sem við vildum ná vatni úr og nú hagar holan sér þannig að hún gleypir um 20 sek/ltr. af skol- vatni, en það er ekki vitað hvað holan gefur þegar dæla fer niður í hana. Svar við þeirri spurningu og hve háð hún er hinum holun- um fæst ekki strax." Harmagráturinn er ástæðulaus Gunnarsstöðum 16. mars. Dag- ný landaði núna 140-150 tonn- um af fiski á Þórshöfn. Neta- hátarnir hafa aflað vel. Þeir hafa þurft að færa sig eitthvað undan ísnum, en aflinn er góður við ís- röndina. Þá er grásleppuveiðin örlítið byrjuð, en ekki virðist áhugi mikill. Það eru þá aðeins minni bátarnir og trillurnar, sem um hana hugsa. Bændur innan úr sveit bjarga lönduninni. Til þess þarf átta dug- lega menn og þeir eru sóttir á sveitabæina. Þótt vælt sé hér um atvinnuleysi, er staðreyndin sú, að oft vantar hendur til alls. Harð- duglegustu mennirnir eru á sjón- um, en eldri menn, og unglingar og konur vinna í frysthúsinu. Einnig eru bændur sóttir til uppskipunar á vörum þegar þær koma. Þetta er í sjálfu sér ágætt. Bændur drýgja tekjur sínar, en erfitt er það. Lönd- un úr Dagnýju er hin versta vinna, og mun erfiðari en að landa kassa- fiski. Menn heyra harmagrát í þjóðfé- laginu og ekki síst héðan frá Þórs- höfn og hefur svo verið undanfarin ár. En ég sé merki þess, að hér hefur aldrei áður verið efnalega betra ár. Það má m.a. marka af því, að árið 1977 greiddi sparisjóður okkar í innlánsvexti rúmar 27 milljónir en síðasta ár greiddi sparisjóðurinn tæpar 70 milljónir. Þetta held ég að bendi til þess, að efnahagurinn hafi farið fremur batnandi og sé alls ekki svo slakur í héraðinu yfirleitt. Ekki greiðir sparisjóðurinn vexti nema einhverjir eigi þar peninga. Að vísu koma atvinnulega dauf tímabil og þá eru erfiðleikar. En frá hinu er sjaldnar sagt, að einnig ^ koma uppgripatímar, þegar mikið er unnið og mikið fæst í aðra hönd. Hér mættum við vera vel ánægð ef tækist að halda núverandi lífskjör- um. Ó.H. Baksíða Viðtal við Svan Ágústsson, for- stjóra Sjálfstæðis- hússins Slíkt gerist alltof víða að krappar kverkar á hiisþökum hindra eðlilega frantrás þegar snjórinn bráðnar. Síðan helst vatnið I kverkinni og frýs — þá er lekinn vís nema einhver bjargi málinu. Myndina tók áþ þegar snjór var hreinsaður af þaki Dalvíkurkirkju. Verðmæti reka skiptir tuaum millióna Fara bændur að leggja inn rekavið eins og aðrar afurðir? „Sárafáir verslunaraðilar hafa tekið rekavið til sölumeðferðar og þá eingöngu unna girðinga- staura. Flestir rekabændur hafa selt beint til neytenda án nokk- urra samtaka og aldrei vitað hvað mikið magn þeir gætu selt árlega. Nú er vitað, að stór hluti rekaviðar er mun betra timbur heldur en húsviður sá, sem fluttur hefur verið til landsins hin síðari ár, og því misráðið að nota allan rekavið í girðinga- staura. Einstaka bændur hafa komið upp sögun heima og hafa framleitt borðvið, battinga og annað til bygginga fyrir heimilið og jafnvel aðra, og hefur þá verðmætasköpun rekaviðar margfaldast.“ Nýjung í skólastarfi á Akureyri Börnin spurð álits í febrúar á þessu ári samþykkti skólanefnd Akureyrar að efna til funda í grunnskólum bæjarins, fimm að tölu, í samráði við skólastjóra, þar sem óskað yrði eftir athugasemdum og fyrir- spurnum skólaskyldra barna um skólamál, aðbúnað nemenda og aðstöðu til náms, félagslífs og tómstundastarfa og önnur skyld atriði. Gert var ráð fyrir, að skólanefndarmenn sætu fyrir svörum á fundunum. Þessi ákvörðun skólanefndar var gerð í tilefni af bréfi, sem skóla- nefndinni hafði borist frá forsetum bæjarstjórnar, þar sem þeir fóru fram á, að skólanefndin skilaði skýrslu um það, hvernig staðið hefði verið að málefnum barna hér á staðnum á sviði fræðslumála, hvar helst væri úrbóta þörf og hvernig helst mætti þar út bæta. Þessir fundir hafa þegar farið fram í fjórum skólunum. Fundirnir voru vel undirbúnir af skólastjór- um og kennurum og nemendur báru fram mikinn fjölda eða á þriðja hundrað um hin margvís- legustu efni. Má úr spurningununt lesa margs konar viðhorf nemenda til skóla sinna. Skólanefndarmenn og skólastjórnar, svöruðu spurn- ingum nemenda og lýstu viðhorf- um sínum til hinna ýmsu mála og má vænta þess, að þessir fundir hafi aukið skilning bæði nemenda, skólamanna og skólanefndar- manna. Frásögn af þessum fundurn og (Framhald á bls. 6). Þannig komst Árni G. Pétursson að orði í greinargerð, sem hann lagði fram á Búnaðarþingi, en í henni fjallaði Árni um hlunnindi. Árni sagði ennfremur að ekki hefði tekist að ná saman neinum tölum sem mætti byggja á um árlegt verðmæti rekaviðar, enda reki breytilegur frá ári til árs „Til að nefna einhverja viðmið- un má ætla að árlega reki, sem svarar 500 girðingastaurar á hverja rekajörð, með bændaverði 1978 kr. 500 á staurinn, en það er að verð- mæti unt 140 milljónir króna. Með meiri úrvinnslu rekaviðar mætti auka verðmæti hans stórlega. Þjóðhagslega er sjálfsagt að gjör- nýta rekavið til hins ýtrasta. Til þess að svo megi vera, þarf að koma upp sögunaraðstöðu í hverju hér- aði, t.d. í sambandi við trésmíða- eða byggingarverkstæði, sem víða eru rekin á vegum kaupfélaganna. Þá gætu bændur komið og lagt inn rekavið eins og aðrar búsafurðir, sbr. mjólk, kjöt og ull, og munu þá nýta reka fullkomlega. Eins þarf að athuga hvort grundvöllur sé fyrir að vinna í pappa eða þilplötur morvið, sem víða hefur safnast saman í miklum mæli.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.