Dagur - 20.03.1979, Side 5

Dagur - 20.03.1979, Side 5
Skákþing Norðlendinga: Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Préntverk Odds Björnssonar hf. ísinn ógnar siglingum Þegar þessar línur eru skráðar, mánudaginn 19. mars, er hvöss norðanátt fyrir öllu Norðurlandi og einnig inn til landsins. Á veður- kortum hefur verið brugðið upp myndum af ísnum hér norðurund- an. Sigling frá Horni og austur fyrir Langanes, hefur undanfarna daga verið talin varasöm að nóttu vegna einstakra ísjaka. Meginísinn er þó víðast allfjarri landi en ístungur teygja sig alllangt suður, svo sem við Horn, Skaga, Grímsey, Rauðunúpa, Sléttu og Langanes. Heildarmyndin gefur til kynna, að ísinn nái venju fremur langt aust- ur, enda er hann nú á reki suður með Austurlandi og ísspangir nær fastar við land á Langanesi. í gær var ís á reki meðfram Grímsey, fyrsti jakinn í augsýn frá Ólafsfjarðarkaupstað og allir netabátar frá Eyjafjarðarhöfnum tóku upp net sín fyrir helgina vegna ísreks og bíða átekta. Þótt straumar hafi meiri áhrif á ísrekið en vindar, má búast við að norð- anáttin færi ísinn mjög nálægt landi næstu dægur, ef ekki snýst til annarrar áttar og að ís verði þá orðinn landfastur á fleiri en einum stað og stöðvi bæði siglingar og torveldi sjósókn. Þótt ís sé flest ár skammt undan og oftast nokkur hætta á, að hann reki upp að Vestfjörðum og norð- austurströndinni, hafa mörg síð- ustu ár borið önnur merki en þessa óboðna gests, enda ekki samgöngulaust, þótt ís teppi sigl- ingar. En ástæða er til þess nú, ef tími vinnst til, að flýta þeim að- dráttum til norðlenskra hafna, sem flutningaskip verða að ann- ast, og nauðsynlegastir teljast. Ýmsir þeir, sem ísaárin muna best, telja íshættuna þá mesta, þegar samfeld ísbreiða er komin austur fyrir Melrakkasléttu, svo sem nú er. En þótt í þessari reynslu felist engin bjartsýni, er þó algengara, þegar til lengri tíma er litið en allra síðustu ára, að hinar verstu spár rætast oft ekki og allir vona, að í þeir spádómar komi ekki fram. En það eru ekki eingöngu sigl- ingar og vöruflutningar, sem hér um ræðir, heldur einnig fiskiveið- ar, sem ísinn getur stöðvað með litlum fyrirvara. Uppgripaafli að undanförnu í fjölmörgum norð- lenskum útgerðarstöðvum, ein- hver sá mesti á síðari árum, er bæði ómetanlegur og þakkar verður,. Hann hefur látið vonir rætast og gefið fyrirheit. En ef veiðar stöðvast nú, verða afleið- ingarnar ófyrirsjáanlegar. í von um að allt fari betur en nú horfir, hljótum við að taka því sem að höndum ber og oft hafa menn ver- ið verr undir það búnir en nú, að mæta erfiðleikum. Kvennasveit tekur þátt í mótinu í fyrsta skipti Skákþing Norðurlands var haldið á Akureyri dagana 15.-18. mars. Þátttakendur voru alls 68 víðs vegar af Norðurlandi og er þetta lang mesta þátttaka frá upphafi. 1 flokki fullorðinna voru 27 kepp- endur og tefldu þeir 7 umf. eftir Monrad-kerfi. I unglingaflokki kepptu 35 og tefldu þeir einnig 7 umf. Nú var í fyrsta sinn keppt í kvennaflokki á Skákþinginu og tóku 6 konur þátt í mótinu. Skákmeistari Norðurlands varð Pálmi Pétursson með 510 vinn. Hlýtur hann rétt til að keppa í Áskorendaflokki á Skák- þingi íslands um páskana. Pálmi er aðeins 14 ára að aldri þótt kominn sé í fremstu röð skák- manna norðanlands. Nr. 2 varð Ólafur Kristjánsson með 5'/i vinn. og nr. 3 Guðmundur Búason 5 vinn. Þessir skákmenn eru allir frá Akureyri. Unglingameistari Norðurlands varð Ragnar Ragnarsson Akur- eyri með 6V4 vinn., nr. 2 Jón H. Björnsson Húsavík með 6 vinn. og nr. 3 Jón Þórisson Ólafsfirði með 5Vi vinn. Kvennaflokkurinn á Skákþingi Norðlendinga. F.v. Arnfríð- ur Friðriksdóttir, Hálsi, Svarfaðardal. Hún hlaut 9 vinninga af 10 mögulegum og þar með fyrsta sæti. Svanfríður Hall- dórsdóttir, Steinsstöðum, Öxnadal, (varð í öðru sæti), Guðrún Björgvinsdóttir, Fyrirbarði, Fljótum (þriðja sæti), Aðalheiður Eiríksdóttir, Sflastöðum, Glæsibæjarhreppi, Ásrún Lúðvíksdóttir og Jóhanna Stefánsdóttir. Tvær hinar síðastnefndu eru nemendur í Varnahlíðarskóla, Skagafirði. Ingvar Gíslason alþm.: ALÞINGISBREF TIL DAGS Um síðustu helgi, þ.e. á laugar- dag og sunnudag 10. og 11. mars, sátu 9 ráðherrar úr 3 ríkisstjóm- arflokkum önnum kafnir við að semja frumvarp til laga um efna- hagsmál. Til hliðsjónar samningu frumvarpsins höfðu ráðherramir fyrst og fremst uppkast að efna- hagslöggjöf, sem forsætisráðherra hafði samið og kynnt í ríkisstjóm og þingflokkum fyrir 4-5 vikum. Umræður innan ríkisstjómar og Alþingis um þetta uppkast Ólafs Jóhannessonar hafa staðið síðan og frægð þess borist um allt land. Þótti flestum uppkastið skynsam- legt, en til voru þeir, sem töldu að því yrði að breyta í nokkrum atriðum. Þurfti engum að koma það á óvart. Uppkast Ólafs Jó- hannessonar var lagt fram í ríkis- stjóm til umræðu og breytinga, það var „vinnuplagg" innan rík- isstjómar og stjómarflokka og hlaut að vera breytingum háð. Ráðherramir 9, sem sátu við að semja efnahagsmálafrumvarp dagana 10. og 11. mars, urðu ásáttir um að breyta ýmsu í upp- kasti Ólafs. En niðurstaðan varð þó sú að uppkastið var notað sem meginstofn nýs frumvarps. Allt voru þetta eðlileg vinnubrögð og ábyrgum ráðherrum til sóma. Þeir urðu ásáttir um það sunnu- daginn 11. mars að standa sam- eiginlega að flutningi þessa nýja frumvarps. Það skyldi vera grundvöllur aðgerða ríkisstjórn- arinnar til lausnar helstu vanda- málum efnahagslífsins. Allir, sem hlut áttu að máli, sofnuðu á sunnudagskvöld og vöknuðu á mánudagsmorgun sælir í þeirri trú að sambúðarvandinn í ríkis- stjóminni væri leystur til nokk- urrar frambúðar. Veðrabrigði En skjótt skipast veður í lofti. Ráðherrar Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, Ragnar Amalds og Hjörleifur Guttormsson, stóðu að því ásamt ráðherrum hinna flokkanna tveggja að semja og samþykkja hið nýja frumvarp. Þeir fóm að, eins og ráðherrar hinna flokkanna, að boða til fundar í þingflokki sínum. Þar lögðu ráðherramir frumvarpið fram, skýrðu efni þess, og mæltu með flutningi þess og lögfestingu. Fékk frumvarpið sæmilegar und- irtektir í fyrstu hjá þorra þingliðs Alþýðubandalagsins. En þá gerist viðburður, sem ruglaði þing- mennina í ríminu og gerði ráð- herrunum óhægt um vik að sannfæra félaga sína. Lúðvík Jósepsson snérist gegn málinu með þráhyggju og pexi um smá- muni. Kom hann „drengjum" sínum, ráðherrunum, mjög í opna skjöldu. Hitt var alvarlegra að kommaliðið úr ASÍ-stjóm undir forystu Ásmundar Stefánssonar hagfræðings hafði ráðist til inn- göngu á fundinn og hóf árás á frumvarpið og verk ráðherranna þriggja. Tók Ásmundur strax að segja fyrir verkum og urðu ráð- herrarnir að hlýða. Skipun Ás- mundar var sú að Alþýðubanda- lagið skyldi standa fast gegn öll- um breytingum á vísitölukerfinu. Urðu ráðherramir miður sín fyrir ofríki Ásmundar, játuðu á sig „undanslátt" og „viðurkenndu" að þeir hefðu „misskilið“ ýmis „mikilvæg" atriði í frumvarpinu. Urðu þær lyktir að ráðherrarnir voru dæmdir til þess að fara á ríkisstjórnarfund á mánudags- kvöldið 12. mars með þau fyrir- mæli að þeim hefði skjátlast, ASÍ væri á móti frumvarpinu, og því yrðu þeir að taka aftur stuðning sinn við það, Ásmundur Stefáns- son hefði neitunarvald i máli sem þessu og því valdi yrðu ráðherrar Alþýðubandalagsins að lúta, — svo og þingflokkur þess. Þessi uppákoma í Alþýðu- bandalaginu þurfti að vísu ekki að koma á óvart þeim, sem þekkja til vinnubragða á þeim bæ. Samt voru margir sakleys- ingjar óviðbúnir þessum við- brögðum. Menn höfðu búist við því að Ragnar Amalds, Svavar Gestsson og Hjörleifur Gutt- ormsson væru fyllilega menn fyr- ir sínu og létu ekki með góðu kveða sig í kútinn. En vonir manna um dug Alþýðubanda- lagsráðherranna hafa ekki rætst. Þeir hafa reynst leikbrúður ann- arlegra afla, algerlega ósjálfstæð- ir í athöfnum sínum sem ráð- herrar. Hvað verður um stjórnarsam- starfið? Þegar þetta „Alþingisbréf" er skrifað fimmtudaginn 15. mars, er ef til vill erfitt að geta sér til um framhald stjómarsamstarfsins. Ég ætla heldur ekki að gerast spámaður um það efni. En það hlýt ég að segja, að ef þetta stjómarsamstarf á að halda áf- ram, þá verður að breyta sam- búðarháttum stjórnarflokkanna. Framsóknarmenn hafa forystu fyrir stjómarsamstarfinu, og það leiðir af sjálfu sér, að þeir verða að tryggja sér forystuna til hlítar. Það tekst ekki nema efnahags- málastefna flokksins og þjóðfé- lagsviðhorf verði virt og nái fram að ganga í höfuðatriðum. Þetta sjónarmið mitt er ekki sett fram af neinum hroka, heldur af nauðsyn. Alþýðubandalagið er reikult í skoðun almennt talað og þó verst í efnahagsmálum. Stefna þess í efnahagsmálum er að láta reka á reiðanum, þ.e.a.s. gera ekki neitt. Slíkri „stefnu" hafna Framsóknarmenn. Persónulega legg ég mikla áherslu á að Fram- sóknarmenn eigi ekki að vinna það til ráðherrastóla að láta und- an hentistefnu Alþýðubanda- lagsmanna og undirlægjuhætti ráðherra þeirra gagnvart hálf- gerðum stjómleysingjaklíkum, m.a. klíku Ásmundar Stefáns- sonar hagfræðings. Hvað merkir „hægri“ og vinetri? Framsóknarmenn þurfa ekki til annarra að leita hvað snertir stefnumörkun í aðkallandi mál- um. Þjóðfélagsstefna Framsókn- arflokksins er skýr og auðskilin. Hins vegar hefur gætt í flokknum — afar lengi — linku í málflutn- ingi til framdráttar framsóknar- stefnunni. Framsóknarmönnum hefur hætt til þess að meta meira „sýnileg völd“ en útbreiðslu kenninga. Það er gott svo langt sem það nær. Fyrst og fremst er þetta gott hvað með öðru. En gallinn við það að ofmeta „völd- in“ en vanrækja málflutninginn er sá að áróður andstæðinga um „stefnuleysi" „óskýra grundvall- arstefnu" og annað af líku tagi getur fest rætur í hugum fólks, ekki síst ungs fólks, jafnvel allra helst meðal ungra menntamanna, sem taka orð alvarlega og velta fyrir sér raunverulegri merkingu þeirra. Oft er því t.d. haldið fram að framsóknarstefnan sé „milli- vegur“ eða sáttagerð“ milli „öfga til hægri og vinstri“. Þetta er ekki einasta hæpin kenning, heldur miklu nær því að vera röng. Ef hugtökin „hægri“ og „vinstri" eiga sér samsvörun í raunveru- leikanum, þá er framsóknar- flokkurinn auðvitað vinstri flokkur. Hins vegar er notkun orðanna „hægri og vinstri" afar villandi í pólitík, ekki síst nú á tímun, og hefur ekki stjórnmála- legt raungildi. Hér er um áróð- ursorðalag að ræða, en ekki fræðileg hugtök. Flokkur alþýðu og aamvinnu. Framsóknarflokkurinn er að allri gerð, stefnulega og sögulega, ís- (Framhald á bls. 6). 4.DAGUR 1 kvennaflokki var tefld tvöföld umferð. Sigurvegari varð Arn- fríður Friðriksdóttir Hálsi Dalvík með 9 vinn., nr. 2 Sveinfríður Halldórsdóttir Eyjafirði með 8V4 vinn. og nr. 3 Guðrún Björgvins- dóttir Skagafirði með 6 vinn. Hraðskákmót Norurlands var haldið strax að loknu Skákþing- inu. Keppt var í flokki fullorð- inna og unglingaflokki. I flokki fullorðinna voru 30 keppendur og tefldu þeir 9 tvöfaldar umferðir eftir Monrad-kerfi. Sigurvegari varð Ólafur Kristjánsson með 1316 vinn., nr. 2 Gylfi Þórhallsson með 13 vinn. og nr. 3 Jón Björg- vinsson með 12 vinn. Þeir eru allir frá Akureyri. f unglingaflokki voru 28 kepp- endur. Þar sigraði Jón H. Björns- son Húsavík með 15‘/2 vinn., nr. 2 Hrannar Jónsson Ólafsfirði með 13 vinn. og nr. 3 Ragnar Ragn- arsson Akureyri með 1 lVi vinn. Skákstjóri mótsins var Albert Sigurðsson en hann er fráfarandi formaður Skáksambands Norð- urlands. (Fréttatilkynning) Fyrir miðju stendur sigurveigarinn f meistaraflokki Pálmi Pétursson, en hann hlaut 5'fi vinning af 7 mögulegum. Pálmi tapaði engri skák. T.v. er Ólafur Kristjánsson. Hann hlaut annað sætið og varð hraðskákmeistari Norðlendinga. T.h. er Guð- mundur Búason, sem varð þriðji f mestaraflokki. Ferðafélag Akureyrar 2. 25.3. 3. 31.3. 4. 8.4. 5. 14.-15.4. 6. 22.4. 7. 28.4. 8. 1.5. 9. 6.5. 10. 13.5. 11. 19.5. 12. 27.5. 13. 2.-3.6. ‘ 14. 9.6. 15. 15.-17.6. Skíðagönguferð um Staðarbyggðarmýrar. Bíldsárskarð. Skíðagönguferð á Glerárdal Páskar í Lamba. Þorvaldsdalur. Skíðagönguferð. Kaldbakur. Göngu-eða skíðaferð. Súlur. Kötlufjall. Möðrufellshraun. Fjöruferð — Blómsturvellir. Vaglafjall. Gönguferð. Langanes með fuglaskoðun. Dalvík — Ólafsfjörður. Kvöldferð. Herðubreiðarlindir. Bræðrafell. Gengið á Herðubreið ef 18. 1.7. 19. 7.-8.7. viðrar. 16. 23.6. Laxárdalur í S.-Þingeyjarsýslu. Gönguferð. 17. 30.6.-3.7. I Flatey og Fjörðu. Sameiginleg ferð með Ferðafélagi Islands. Farið verður með báti frá Húsavík til Flateyjar og í Fjörðu. Þaðan ganga þeir sem vilja um Keflavík og Látraströnd til Grenivíkur, en aðrir geta farið samdægurs með bátnum til Húsavíkur aftur. Leyningshólar. Fjölskylduferð með leikjum og pylsu- griHi. Hvannastóð. Gæsadalur. Lúdent. Þrengslaborgir. Öku- og gönguferð. 20. 10.7. Kleifarsteinar í Þorvaldsdal. Kvöldferð. 21. 11.-15.7. Bræðrafell. Gengið þaðan um umhverfið í tvo daga en síðan í Öskju og sameinast hópnum úr 22. ferð. 13.-15.7. Herðubreiðarlindir. Svartá. Vaðalda. Askja 21.7. Barkárdalur. Héðinsskörð. Hjaltadalur. Gönguferð. 18.-22.7. Snæfellsnes. Breiðafjarðareyjar. 25. 26.7. Sögustaðir í Hörgárdal. Kvöldferð. 26. 28.7. Bleiksmýrardalur. 28.-29.7. Fjölskylduferð í Laugafell. 5.-7.8. Brúaröræfi. 9.-12.8. Gist í Tungnafelli. Farið þaðan á Arnarfell, í Vonarskarð og e.t.v. fleira. 30. 17.-19.8. Lambahraun. Hofsjökull. Ásbjamarvötn. 31. 24.-26.8. Laufrönd. 32. 1.-2.9. Ásbyrgi. Hljóðaklettar. Hólmatungur. 33. 2.9. Örnefnaferð á Glerárdal. 34. 8.9. Berjaferð í Fellsskóg. 35. 22.-23.9. Haustferðir í Herðubreiðarlindir. Skrifstofa félagsins er í Skipagötu 12, III. hæð, sími 22720. Frá 17. mars til 26. maí verður hún opin kl. 18-19 kvöldið fyrir hverja auglýsta ferð. Frá 31. maí til 20. september verður hún opin á mánudögum og fimmtudögum kl. 18,30-20,00. Vegna þess hve erfitt hefur verið að útvega bíla í ferðirnar, einkum fjallaferðir, er nauðsynlegt að panta með góðum fyrirvara, enda má oft reikna með takmörkuðum sætafjölda. I helgar- ferðir sumarsins skal taka miða í síðasta lagi á fimmtudagskvöld, en í lengri ferðir með 14 daga fyrirvara, nema annað sé auglýst. I lengri ferðir á vegum FFA er heitur matur, mjólk og kaffi eða te venjulega innifalið í fargjaldi. Annað nesti og viðlegubúnað þurfa þátttakendur að leggja sér til. 22. 23. 24. 27. 28. 29. KA vann Þór Á fimmtudagskvöldið léku KA of Þór í annarri deild í handbolta Leikur þessi var mjög spennandi frá upphafi til enda, og var uppselt í Skemmuna, en það hefur sennilega gerst aðeins einu sinni áður. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og lauk honum með jafntefli 9-9. Þórsarar byrjuðu af fullum krafti í síðari hálfleik og gerðu tvö fyrstu mörkin, en þá fór allt í baklás hjá þeim og KA menn jöfnuðu og sigu framúr. Undir lok leiksins höfðu þeir náð 5 marka forustu, en Þórsarar gerðu síðustu mörkin og iauk leiknum með sigri KA 20-19. Þór tapaði í Reykja- vík ft 7 Z N ar og við Stromp. Á sunnudag hélt keppnin síðan áfram og þá var keppt í svigi á sömu stöðum. Beður var ennþá mjög gott, steikjandi sólskin og fjöldi fólks í fjallinu. Að keppni lokinni fór fram verðlaunaafhending vest- an við Skíðahótelið og þar var mótinu slitið. Keppendur á mótinu voru frá 12 stöðum og þar af einn útlendingur, norð- maðurinn Finn Jagge. Fram- kvæmdanefnd leikanna skip- uðu Gísli Kr. Lórenzson, Krist- inn Steinsson, Leifur Tómas- son, fvar Sigmundsson og Her- mann Stefánsson. Þá voru fjöl- margir starfsmenn mótsins for- eldrar akureyrskra keppenda á mótinu. Stórsvig 8 ára stúlkur sek. Ásta Halldórsdóttir, Bolungarvík 70,4 Gemý Geirsdóttir, Reykjavík 72,7 Þorgerður Magnúsdóttir, Akureyri 72,9 9 ára stúlkur sek. Kristín Hilmarsdóttir, Akureyri 68,2 Þóra Víkingsdóttir, Akureyri 68,6 Laufey Þorsteinsdóttir, Akureyri 69,2 8 ára drengir sek. Kristinn Grétarsson, ísafirði 64,8 Jón M. Ragnarsson, Akureyri 66,4 Jón Halldór Harðarson, Akureyri 66,8 10 ára drengir sek. Hilmir Valsson, Akureyri 84,74 Björn Gíslason, Ólafsfirði 88.45 Birkir Sveinsson, Neskaupsstað 88,81 10 ára stúlkur sek. Guðrún Alfreðsdóttir, Siglufirði 88,53 Arna ívarsdóttir, Akureyri 91,82 Gréta Björnsdóttir, Akureyri 92,15 llárastúlkur sek. Guðrún Magnúsdóttir, Akureyri 111.18 Berglind Gunnarsdóttir, Húsavík 121.31 Sigríður Gunnlaugsdóttir, ísaf. 122.02 Fótbolti Ungur keppandi á Andrésar Andar leikunum á fullri ferð í stórsviginu á laugardaginn. Mynd: Ó. Á. Körfuknattleikslið Þórs lék tvo leiki í úrvalsdeildinni i körfubolta um helgina og tapaði báðum, og leika nú ekki í bráð nieira í þeirri deild þar er þeir eru fallnir í fyrstu deild. Þeir töpuðu fyrst fyrir KR-ingum, síðan fyrir fS með litlum mun. Á laugardaginn léku Þór og KA æfingarleik í knattspvrnu og sigr- aði KA með þremur mörkum gegn einu. Um síðustu helgi léku einnig þessir aðilar saman og sigraði KA þá einnig með þremur mörkurn gegn engu. Fyrirhugaðir eru slíkir æfingarleikir um hverja helgi meðan veður leyfir. Andrésar Andar leikarnir voru settir í Akureyrarkirkju á föstudagskvöldið eftir að þátttakendur og fararstjórar höfðu gengið fylktu liði í gegn um bæinn, og upp að kirkju. Á laugardagsmorgun- inn hófst síðan keppnin í steikjandi sólskini og blfð- viðri í Hlíðarfjalli. Þar voru mættir um 260 unglingar á aldrinum 7 til 12 ára til að reyna með sé í svigi og stór- svigi. Þeir elstu kepptu í brekkunni við Stromp en hinir yngstu í Hjallabraut. Fyrir þá sem ekki til þekkja skal tekið fram að brekkur við Hjallabraut eru ekki eins bratt- Hilmar Valsson frá Akureyri varð tvöfaldur sigurvcgari á Andrésar Andar leikunum en hann sigraði bæði í svigi og stórsvigi í sínum ald- ursflokki. DAGUR.5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.