Dagur - 20.03.1979, Page 6
, '- i:?' ■•.;.. ' ' • ■'.: ■ ;■;'
Hjálpræðisherinn. Sunnudaga-
skólin.k. sunnudagkl. 13.30.
Almenn samkoma kl. 17.
Þriðjudaginn 27. mars kl.
20.30, hjálparflokkurinn.
ATH.: Fundur fyrir börn
hvern fimmtudag kl. 17.
Verið velkomin.
Sjónarhæð. Á fimmtudag 22.
mars kl. 17.30 verða sýndar
myndir frá Ástjörn. Allir
drengir sem hafa dvalið við
Ástjörn eru sérstaklega
hvattir að fjölmenna. Al-
menn samkoma á sunnudag
kl. 17. Sunnudagaskóli í
Glerárskóla kl. 13.15 og
Lundarskóla kl. 13.30 Öll
börn velkomin.
Kristniboðshúsið Zion. Sunnu-
daginn 25. mars sunnudaga-'
skóli kl. II. Öll börn vel-
komin. Fundur í Kristni-
boðsfélagi kvenna kl. 4. All-
ar konur velkomnar. Sam-
koma kl. 20.30. Anna María
Reinholtsen talar. Tekið á
móti gjöfum til kristniboðs-
ins. Allir velkomnir.
Ferðafélag Akureyrar Staðar-
byggðarmýrar 25. mars kl.
13. Létt gönguferð fyrir fók
á öllum aldri. Ganga má á
skíðum ef færi leyfir. Uppl. á
skrifstofunni laugard. kl.
18-19.
Föstumessa í Akureyrarkirkju
miðvikudagskvöld kl. 8.30.
Sálmar 15, 12-17, 16, 13-15,
17, 21-27 og son guðs sértu
með sanni. P.S.
Akureyrarkirkja. Messað verður
í Akureyrarkirkju n.k.
sunnudag kl. 2 e.h. Jón
Kristinsson forstöðumaður
flytur ræðu dagsins. Sálmar
347, 330, 195, 395, 336.
Sunnudagaskóli Akureyrar-
kirkju verður n.k. sunnudag
kl. 11 f.h. Öll börn hjartan-
lega velkomin. Sóknarprest-
ar.
Ljósavatnssókn. Guðsþjónusta
n.k. sunnudag 25. mars kl.
14. Prófastur vísiterar og
predikar. Sóknarprestur.
Möðruvallaklaustursprestakall.
Bamaguðsþjónusta að
Möðruvöllum n.k. sunnu-
dag 25. mars kl. 11 f.h.
Guðsþjónusta að Glæsibæ
sama dag kl. 2 e.h. Sóknar-
prestur.
Næsta spilakvöld Sjálfsbjargar
■ verður fimmtudaginn 22.
mars kl. 20.30 í Alþýðuhús-
inu. Mæti; vel og stundvís-
lega. Allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir. Frítt kaffi og
brauð. Nefndin.
St.: St.: 59793217 — VIII
- 1603238'/2 — 9 —
Frá Sjálfsbjörg Akureyri Aðal-
fundur verður í Bjargi laug-
ardaginn 17. mars kl. 2 e.h.
Kaffiveitingar Stjórnin.
□ HULD 59793237 VI 2
I.O.G.T. st. fsafold Fjallkonan
no. 1 fundur fimmtudaginn
22. þ.m. kl. 8.30 e.h. í félags-
heimili templara Varðborg.
Vígsla nýliða. Mætum vel og
stundvíslega. Æ.T.
Kvenfélagið Hlíf heldur fund
Amaróhúsinu á Akureyri
laugardaginn 24. mars kl. 15.
Mörg mál á dagskrá. Fjöl-
mennið og takið með nýja
félaga. Stjórnin.
Þá er ég aftur frjáls maður. —
Ég er búinn að senda konu
minni og lögfræðingi skilnað-
arbréfið.
Frá MARKAÐSVERSLUNINNI
HRÍSALUNDI
FERSKJUR niðurs. 1/1 d.
APRIKOSUR niöurs. 1/1 d.
HAVRE-FRAS 380 g pk.
— Neytenda-
samtökin . . .
(Framhald af bls. 8).
búningi starfs á Akureyri, svo sem
útvegun húsnæðis, þar sem þjón-
usta við neytendur getur farið fram,
en meðlimir Neytendasamtakanna
eru nú um 100 á Akureyri. Fram-
haldsstofnfundur verður haldinn
þegar nauðsynlegum undirbúningi
er lokið. Þeim, sem hafa áhuga á
frekari upplýsingum um fyrirhug-
aða starfsemi, er velkomið að snúa
sér til Jónínu Pálsdóttur., s. 21250,
Stefaníu Arnórsd., s. 23869 og Val-
gerðar Magnúsdóttur s. 24782.
— Börnin spurð
(Framhald af bls. 1).
skýrslur munu verða sendar forset-
um bæjarstjórnar, sem eru að und-
irbúa dagskrá fyrir bæjarstjórnar-
fund, þar sem málefni barna verða
sérstaklega rædd í tilefni af barna-
ári.
Skólar þeir, sem framangreindir
fundir hafa verið haldnir í eru:
Glerárskóli, skólastjóri Vilberg Al-
exandersson, fundarstjóri var Páll
Bergsson yfirkennari, Oddeyrar-
skóli, skólastjóri Indriði Úlfsson,
sem einnig var fundarstjóri, Lund-
arskóli, skólastjóri Hörður Ólafs-
son. Þar var fundurinn þrískiptur
og stjórnuðu kennarar fundum. I
Gagnfræðaskólanum stjórnaði
Gunnar Jónsson fundi, en skóla-
stjóri er Sverrir Pálsson. Fundur
verður væntanlega haldinn í
Barnaskóla Akureyrar 1 þessari
viku.
í skólanefnd Akureyrar eru:
Sigurður Óli Brynjólfsson, form.
Magnús Aðalbjörnsson, varafor-
maður, Þórunn Sigurbjörnsdóttir,
ritari, Ingimar Eydal og Guðjón E.
Jónsson. Fulltrúar kennara í skóla-
nefnd eru: Ingvar Ingvarsson og
Ormar Snæbjörnsson.
— Alþingisbréf
(Framhald af bls. 5).
lenskur alþýðuflokkur. Hann
sækir fylgi sitt til alþýðunnar í
landinu, enda hefur allt starf
flokksins verið unnið í þágu
hennar og fyrir þjóðfrelsið.
Framsóknarflokkurinn berst
gegn innlendu og erlendu auð-
valdi, enda er þjóðin laus við of-
drottnun kapitalista. Framsókn-
arflokkurinn styður samvinnu-
hreyfinguna, sem er sú egund fé-
lagslegra samtaka (sósíalisma),
sem best hefur aðlaast íslensku
þjóðfélagi og umskapað það til
fegurri myndar. En annars krefj-
ast sögulegar aðstæður þess að
hér ríki blandað hagkerfi, bygg á
in lendu framtaki. Framsóknar-
flokkurinn hefur öllum flokkum
framar unnið að því að hlaða þau
pólitísku og laralegu vamarvirki
sem til eru gegn því að erlent
auðmagn festi rætur í atvinnulífi
þjóðarinnar. Ef Framsóknar-
flokksins hefði ekki notið við
væru Sjálfstæðisflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn (kratar) búnir
að galopna landið fyrir erlendum
auðhringum.
Ef Alþýðubandalagsmenn og
fyrirrennarar þess (undir ýmsum
nöfnum) hefðu einir ráðið, þá
væri landið löngu undirlagt af
sovésku kapitali og íhlutunarsemi
í einni eða annarri mynd.
Rúmsins vegna verð ég að slá
botninn í þetta bréf og flyt Degi
og lesendum hans mínar innileg-
ustu kveðjur.
15. mars 1979.
Ingvar Gíslason.
wMVUISmáauglýsingar
HflSPEMU
f?AFA3flGNSGEJSLi
6.DAGUR