Dagur - 10.04.1979, Síða 1

Dagur - 10.04.1979, Síða 1
Fermingargjaflr í miklu úrvali. GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI DAGTJR LXII. árg. Akureyri, þriðjudagur 10. apríl 1979 25. tölublað Unda'ieto 1 pappu Samið við flugmenn Fyrir helgina var samið við flugmenn. Hækkaði kaup þeirra um 20-22% og er kaup flugstjóra í hæsta flokki nú 1,4 millj. kr. á mánuði. Alþingi ætlaði að grípa í taum- ana og leysa hina þrálátu og lítt skiljanlegu flug- mannadeilu, sem svo var nefnd, með bráða- birgðalögum. Samning- ar þessir við íslenska flugmenn eru lítt skilj- anlegir venjulegu fólki. Frá lögreglunni Fimm voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur um helgina, en alls 46 frá áramótum, sem er hærri tala en áður hefur orðið á þessum fyrstu mánuð- um ársins á Akureyri. Bifreið var stolið á Oddeyri á mánudags- nótt. Hún var ólæst og lykillinn í svisslásnum. Fjórir menn voru þarna að verki og hlupu allir er lögreglan kom á vett- vang. Tveir sluppu en tveir náðust og voru yf- irheyrðir í gær. Þá kveiktu tveir piltar í gamla Harðbak. Eldur- inn var fljótt slökktur og piltamir náðust. Brotist var inn í útibú KEA í Grænumýri á föstudags- kvöld. * Elttblað Vegna frídaga í þessari og næstu viku kemur út eitt blað hvora vikuna. Skilafrestur auglýsinga í blaðið í næstu viku er til kl. 19 þriðjudaginn 17. apríl. Meirihluti skipulagsnefndar vill að fyllt verði upp f Dokkina á Torfunefi og vegurinn lagður þar yfir. Minnihluti nefndarinnar vili hins vegar varðveita hafnarmannvirki á Torfunefi að mestu. Mynd: á.þ. NÝTT deiliskipulag MIÐBÆJARINS Afgreitt frá bæjarstjórn í bessum mánuði? Skipulagsnefnd Akureyrar sendi í síðustu viku tillögur sínar að nýju deiliskipulagi miðbæjarins til bæjarstjórnar til afgreiðslu og standa vonir til að þær verði afgreiddar frá bæjarstjórn í þessum mánuði. Eftir að bæjar- stjórn hefur samþykkt nýtt deiliskipulag að miðbæ Akur- eyrar verða skipulagstillögurnar sendar skipulagsstjóm og fé- lagsmálaráðherra til staðfest- ingar. Hinar nýju tillögur skipulagsnefndar em byggðar á skipulagstillögum sem arkitekt- amir Haraldur V. Haraldsson og Svanur Eiriksson hafa unnið að siðan haustið 1976. 1 tillögum skipulagsnefndar er gert ráð fyrir að meginumferðar- gata gegnum bæinn verði Glerár- gata sem tengist Drottningarbraut á uppfyllingu neðan Samkomu- húss. Meirihluti skipulagsnefndar (3) vill að fyllt verði upp í Dokkina á Torfunefi og vegurinn lagður þar yfir. Minnihluti nefndarinnar (2) vill hins vegar varðveita hafnar- mannvirki á Torfunefi að mestu og sveigja götu örlítið til vesturs. Þá leggur skipulagsnefnd til að Skógræktarfélag Eyfirðinga: Vill stórauka plöntu- f ramleiðslu næstu ár Á vegum Skógræktarfélags Ey- firðinga vom samtals 12.000 plöntur gróðursettar á siðasta ári og félagið afhenti 26 þúsund plöntur á ýmsum aldri til ein- staklinga og félaga. Unnar vora um 1900 vinnustundir á útivist- arsvæðinu í Kjarna og unglingar frá vinnuskóla Akureyrar unnu um 2500 vinnustundir í Kjarna- skógi á s.l. ári. Þetta kom fram á 49. aðalfundi félagsins, sem haldin var á dögun- um. 1 skýrslu framkvæmdastjóra segir að unnið hafi verið að skjól- beltarækt á fimm stöðum í Glæsi- bæjarherppi, en samningur hefur verið gerður við Skógrækt ríkisins um að félagið annist ræktun skjól- belta í héraðinu. Á síðasta ári var gróðursett í um 900 m og mikill áhugi er fyrir áframhaldandi fram- kvæmdum. Á fundinum voru lagðar fram tillögur að framkvæmdaáætlun fyrir Skógræktarfélag Eyfirðinga árin 1979-1984. Tillögumar voru Páskar í Hlíðarfjalli Eins og venjulega um páskana verður mikið um að vera í Skíðamiðstöðinni í Hlíðar- fjalli. Sú hefð hefur komist á að páskarnir em aðal hátíð skíðamanna, bæði þeirra er æfa íþróttina með keppni fyrir augum og einnig þeirra er stunda skiðin sér til ánægju og heilsubótar. Undarfarin ár hafa skíöaáhugamenn hvaðan æva af landinu streymt í Hlíð- arfjall og hefur þar verið mikið um manninn. A skírdag verður parakeppni í svigi fyrir böm 12 ára og yngri, og fer sú keppni fram í Hjalla- brekku. Á föstudaginn langa verður parakeppni 13-16 ára við Stromp. Á páskadag verður hringur sem er ca 6 km langur og aftur til baka. Þá verður á páska- dag einnig páskamót í stórsvigi fyrir 12 ára og yngri, og á annan dag páska verður páskamót í sömu grein fyrir 13-16 ára. öll mót hefjast kl. 11.30 og fer skráning i þau fram á skrifstofu skíðahótelsins sama morgun og keppnimar verða. Skíðalyfturnar verða í gangi frá kl. 09.00 til 18.00 alla dagana og eru áætlunarferðir í fjallið kl. 09.00, 10.00, 11.00, 12.30, 13.30, 14.30 og 15.30. 1 bæinn verða svo ferðir kl. 13.00, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00 og 18.15 síðasta ferð. ræddar, en endanlegt samþykki bíður betri tíma. Markmiðið með áætluninni er að til sé stefna sem fylgja má til lengri tíma í ræktun- armálum. í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir að útivistarsvæðið í Kjarna stækki um 50-70 ha. til N.V. og vonir standa til að hægt verði að reka vettvangsskóla í Kjarna. Tilgangur og markmið hans er að gefa grunnskólanemendum kennslu í líffræði og náttúrufræði. í áætlun- inni er gert ráð fyrir að framleiðsla Gróðrastöðvarinnar í Kjarna árið 1984 verði 100.000 til 110.000 plöntur á ári. Hvað skjólbeltin varðar, segir í áætluninni að haldið verði áfram við beltin að Einars- stöðum, Ásláksstöðum, Hraukbæ og Dagverðareyri og hafnar fram- kvæmdir að Grísará, Klauf, Knarrabergi og Búðamesi. Til langs tíma hefur verið ósk skógræktarmanna að fá stórt og samfellt svæði til skógræktar. Á siðustu árum hefur áhugi þeirra einkum beinst að Laugalands- og Þelamerkursvæðinu, en erfitt er að stækka þá reiti sem nú eru í eigu félagsins. Hafnarstræti verði gert að göngu- götu sem tengist Ráðhústorgi og nýju torgsvæði framan við Búnað- arbankann. Göngusvæðið verði allt hellulagt en þó verði leyfð tak- mörkuð bílaumferð norður Hafn- arstræti og til austurs sunnar Ráð- hústorgs. Brekkugötu verði lokað við Ráðhústorg og ný gatnamót verði gerð milli Brekkugötu og Oddeyrargötu austan Oddfell- ow-húss. Þá verði Gránufélagsgötu lokað við Glerárgötu en umferð innan miðbæjarsvæðisins verði um Skipagötu (austan Nýja bíós), Geislagötu, Laxagötu og Smára- götu norður í Glerárgötu. Verði á þessum götum leyfð tvístefna en engin bílastæði. Þá er lagt til að íþróttavöllurinn verði færður 10 til 15 metra til suðurs til að fá meira göngusvæði við norðausturhom vallarins. Eitt af megineinkennum tillagna skipulagsnefndar eru stórbættar gönguleiðir til og frá miðbæ, og að tekið verði fullt tillit til fatlaðra við allt umferðarskipulag. Einnig er ráð fyrir því gert að útivistarsvæði í miðbænum verði aukin og bætt, bæði til að fegra miðbæinn og auka honum aðdráttarafl. Til þess að vinna þessi verk nefnir skipulags- nefnd í tillögum sínum að bæjar- sjóður leggi árlega fram fé til að (Framhald á bls. 2). Segja upp samningum Starfsmannafélag Akureyrarbæj- ar hefur tilkynnt uppsögn á gild- andi kjarasamningi milli Akur- eyrarbæjar og S.T.A.K. frá 1. júlí að telja. Hjúkrunarfélag Islands hefur einnig sent bæjaryfirvöld- um bréf þar sem tilkynnt er upp- sögn á kjarasamningi milli Akur- eyrarbæjar og félagsins frá 1. júlí nk. að telja. Bæði félögin sendu „kröfugerð með tilkynningunum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.