Dagur - 17.05.1979, Blaðsíða 2

Dagur - 17.05.1979, Blaðsíða 2
wSmáauglýMigar Kenwood magnari ti! sölu. Upplýsingar í síma 23054. Húsnæói Reglusöm stúlka óskar eftir tveggja herbergja íbúö á leigu sem fyrst. Upplýsingar í síma 21866 á skrifstofutlma. Óska eftir herbergi eða lítilli íbúð til leigu 1. júní n.k. Uppl. í síma 24571. Kaup_____________ Vil kaupa barnarúm sími 25248. Húsnæói Einstæð móðir með eitt barn óskar eftir að taka á leigu tveggja herbergja íbúö sem fyrst. Fyrirframgreiðsla ef ósk- að er. Upplýsingar í síma 25262 2ja-3Ja herbergja íbúð óskast til leigu nú þegar fyrir einstak- ling. Upplýsingar í síma 91-20240 á daginn og 91-51419 ákvöldin. Ungt par óskar eftir herbergi í sumar. Upplýsingar í síma 22845 eftir kl. 22 næstu kvöld. Menntaskólanema vantar her- bergi með eldunaraðstöðu á leigu, helst sem fyrst eða næsta haust. Má vera laust einhvern- tíman í sumar. Upplýsingar í síma 25171 á kvöldin eftir kl. 7. Bifreióir Af sérstökum ástæðum er til sölu Ford Fíesta árg. 1979 Bíll- inn er ekinn aðeins sex þúsund km. og því sama og nýr. Uppl. í símum 24845 heima og 21666 vinnustað. Barnaöæsla 13 ára stúíka óskar eftir barn- fóstrustarfi hálfan eöa allan daginn. Upplýsingar í síma 21612. 12-13 ára telpa óskast til að gæta tveggja ára drengs í sumar. Upplýsingar í síma 23808 eftir kl. 7. AUGLÝSIÐ í DEGI Gullsmíðavinnustofan ^íultt Strandgölu 19 Akurcyri, Sími 96-24840 er ”stúdentahúfan“ úr 14 kartata gulli bæði sem hálsfesti og barmmerki. Sími 24840. Póstsendum. íar - Velta K.Þ. (Framhald af bls. 8). ingu verið haldið óeðlilega niðri. Rekstrarútkoman var því með lak- ara móti og var rekstrartap um 22 millj. króna. Aðalmál fundarins var verzlun- arþjónusta kaupfélagsins í dag og næstu framtíð. Kosin var nefnd til að vinna með félagsstjórn að þeim málum. I sambandi við það mál kom fram, að á s.l. ári hefur veru- lega aukizt beinn innflutningur á vörum til félagsins og hefur það orðið til þess að lækka vöruverðið í verzlunarbúðunum frá því sem ella hefði orðið. Haldið verður áf- ram á sömu braut. Eftirfarandi til- laga, sem kom frá Aðaldæladeild var rædd á fundinum og samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga, haldinn 25. apríl, 1979, mótmælir framkomnu frumvarpi á Alþingi, sem miðar að því að taka upp beinar kosningar til stjórnar SÍS. Telur fundurinn, að löggjafinn eigi ekki að blanda sér í innri mál- efni samvinnufélaga. Auk þess er umrædd breyting ekki til þess fallin að auka félagslegt lýðræði og jafn- rétti, heldur hið gagnstæða." Úr stjórn félagsins áttu að ganga þeir Skafti Benediktsson, ráðu- nautur, Hlégarði, og Baldvin Bald- ursson, Rangá og voru þeir báðir endurkosnir. Starfsmannafélag K.Þ. hefur endurkosið Gunnar P. Jóhannesson í stjórnina. Varamenn í stjórnina voru kosnir: Óskar Sig- tryggsson, Reykjarhóli og Þráinn Þórisson, Skútustöðum. Endur- skoðandi var kosinn: Hjörtur Tryggvason, Húsavík og Jón Jón- asson, Þverá var kosinn varaendurskoðandi. Á fundinum fóru fram miklar umræður um hina fjölþættu starf- semi K.Þ. og einkenndust þær af áhuga og samstöðu um velferð kaupfélagsins. Þorm. J. Innritun 6 ára barna Innritun 6 ára barna (fædd 1973), sem ætlað er að sækja forskólanám á næsta skólaári, fer fram í barnaskólum bæjarins miðvikudaginn 23. maí n.k. kl. 10-12 f.h. og 2-3 e.h. Innrita má með símtali við viðkomandi skóla. Oddeyrarskólann í síma 22886 Barnaskóla Akureyrar í síma 24172 Lundarskóla í símum 24560 og 24802 Glerárskóla í símum 22253 og 21395 í stórum dráttum er gert ráð fyrir að skólasvæðin, á komandi skólaári, verði óbreytt miðað við núver- andi skólaár, en í undantekningartilfellum munu skólarnir hafa samband við viðkomandi foreldra. Skólanefnd Akureyrar Frá Tónlistarskólanum á Akureyri Innritun fyrir næsta vetur fer fram í skólanum mánudaginn 21. maí til föstudagsins 25. maí kl. 14-18 (nema uppstigningardag). Forskóli fyrir 4-9 ára börn, strokhljóðfæri frá 5 ára. Kennt verður í eftirfarandi greinum: Gítar, píanó, orgel, harmonika, söngur, blokk- flauta, tréblásturshljóðfæri, málmblásturshljóð- færi, ásláttarhljóðfæri. Vegn þrengsla, þá verður að takmarka nemenda- fjölda, sem er gert eftir dagsetningu umsókna, það gildir einnig um nemendur er áóur hafa stundað nám við skólann. Skólastjóri. Rippen píanó Sérlega hljómfögur og hljómmikil. Fundur verður haldinn mánudaginn 21. maí n.k. kl. 20.30 í félagsheimilinu, Hafn- arstræti 90. Bæjarmálin og dagskrá næsta bæjar- stjórnarfundar rædd. Takið þátt í stefnumótun. Stjórnin. WELEDA jurtasnyrtivörur Weleda jurtasnyrtivörurnar (heelingcosmetic) eru framleiddar í Weleda lyfjaverksmiðjunum, unnar úr blómum og jurtum sem ræktaðar eru á lífrænan (biodinamiskan) hátt. Enginn gerviáburður, engin gerviefni, engin geymslu-, lyktar- eða litarefni. Hárvatn, sem hindrar flösu og hárlos. Irishreinsimjólk, sem djúphreinsar, sléttir húðina og styrkir band- vefinn í undirhúðinni. Andlitsolía m. möndlu- olíu, kamómill og calendula. Húðkrem, dag- krem, næturkrem, sólkrem, handáburður, baðolíur, gigtar- og nuddolíur, sápur, tann- krem, alls konar te og olixírar. Sparið peninga Sana gosdrykkir Sana öl Drekkið ódýrari gosdrykki KJORBUÐIR 2.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.