Dagur - 17.05.1979, Blaðsíða 4

Dagur - 17.05.1979, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlÐSSON Blaöamaður: ASKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Atvinnurekstur Sambandsins á Akureyri Samband íslenskra samvinnufé- laga hefur lengi haft með höndum umfangsmikinn iðnrekstur víða um land en mestan á Akureyri, þar sem höfuðstöðvar Iðnaðardeildar Sambandsins eru. Iðnrekstur þessi hófst á Akureyri 1923, með gærurotun og 1930 keypti Sam- bandið Ullarverksmiðjuna Gefjun. Síðan rak hver stóráfanginn ann- ann. Hallgrímur Kristinsson, Sig- urður Kristinsson, Vilhjálmur Þór og Jakob Frímannsson, kaupfé- lagsstjórar á Akureyri voru for- ystumenn hér nyrðra, en hjá Sam- bandinu menn eins og Hallgrímur og Sigurður Kristinssynir, Vil- hjálmur Þór, og Erlendur Einars- son. Þetta eru, ásamt fleiri, hinir miklu leiðtogar og hugsjóna- menn, flestir eyfirskir. Um starf þeirra og samstarfsmanna þeirra má segja, að þar tala verkin sínu máli. Á þetta er sérstaklega bent og þetta rifjað upp vegna þess, að í þriðjudagsblaði Þjóðviljans í síð- ustu viku er ritstjórnargrein, sem tekur flestu öðru fram í rætni og dylgjum í garð samvinnuhreyfing- arinnar og leiðtoga hennar. Er þar sérstaklega reynt að gera fjöl- þættan atvinnurekstur Sam- bandsins tortryggilegan og leið- togum hans líkt við íhald. Þar segir m.a.: „Dæmigerð fyrir þá þróun er stofnun margvíslegra hlutafélaga til hvers kyns atvinnu- reksturs, þar sem Sambandið og kaupfélögin eiga að vísu meiri- hluta, en einstakir forstjórar úr innsta hring Sambandsins fara nánast með eins og einkafyrir- tæki.“ Mörg orð eru óþörf til að hrekja þessi skrif Þjóðviljans. Nægir í því sambandi að benda á uppbygg- ingu samvinnuhreyfingarinnar og störf leiðtoganna. Frumkvöðlarnir hikuðu ekki við að gera atvinnu- rekstur samvinnuhreyfingarinnar fjölþættan. Þeir hikuðu ekki við að beita hlutafélagsforminu, væri það óhjákvæmilegt vegna sér- stakra aðstæðna. Það gerði þá ekki að íhaldi og einkareksturs- furstum, þótt þeir ynnu samvinnu- hreyfingunni nánast eins og þeir ættu hana sjálfir. Þjóðviljanum tekst ekki að gera framkvæmda- stjóra Iðnaðardeildar og verk- smiðjustjórana á Akureyri að íhaldi, þótt þeir leggi sig alla fram f störfum sínum. Við, Akureyringar, iítum á þá sem harðduglega sam- vinnumenn, sem vinna í samstarfi við iðnverkafólkið að framþróun verksmiðjanna, þessara mikil- vægu atvinnutækja í heimabyggð okkar — og afþökkum íhalds- stimpil Þjóðviljans með öllu —. Þessa dagana hefur orðið skammt stórra högga á milli í ættgarð Mýr- arfólks. Á skírdag varð Baldur Jónsson frá Mýri, bóndi á Grýtu- bakka í Höfðahverfi, bráðkvaddur við starf organista í Grenivíkur- kirkju. Og á útfarardegi hans, þann 21. apríl, varð bróðir hans, Karl, fyrrum bóndi á Mýri kallaður í förina hinstu. Leið elsta og yngsta bróðursins frá Mýri hefur verið lögð yfir þá Fögrubrú, sem heim- ana skilur. Handan hennar hafa hendur þeirra tengst, og í sólbliki nýs dags hefur verið sungið á silf- urstrengi. Útför Karls var gjörð frá Akur- eyrarkirkju þann 27. apríl að við- stöddu fjölmenni. Á meðal þeirra sem fylgdu honum í hinsta áfanga- stað, voru margir úr átthögum hans — heiman úr dainum, sem átti hjarta hans til æviloka — og var það vel við hæfi. Karl Jónsson var fæddur þann 7. júní árið 1901, að Hálsi í Köldu- kinn, var hann elstur níu barna þeirra hjóna Jóns Karlssonar og Aðalbjargar Jónsdóttur. Þau höfðu hafið búskap að Hálsi, en fluttu þaðan árið 1903 að Mýri í Bárðar- dal, þar sem þau bjuggu æ síðan við miklar vinsældir. Á Mýri hefur allajafna verið gestkvæmt mjög. Lætur að líkum, að það hafi útheimt margþætta fyrirgreiðslu og þjónustusemi af hálfu húsráðenda. En slíkt hefur ætíð verið fúslega í té látið, sama hver í hlut hefur átt. Ollum hefur verið tekið með ágætum. Munu þeir vera margir, sem eiga góðar minningar um heimsóknir að Mýri — þessu gróna menningarheimili. Um götu þeirra Jóns og Aðalbjarg- ar á Mýri léku löngum glaðir geisl- ar, — en þar féllu líka yfir þungir skuggar, sem skildu eftir sín ör. Karl Jónsson frá Mýri MINNING Þegar Jón var enn á besta ald- ursskeiði, varð hann fyrir heilsu- bresti svo stórum, að hann hlaut erfiða fötlun af. Ungur að árum varð þá elsti sonurinn, Karl, að axla mikinn þunga anna og ábyrgðar. En við erfiðleikunum var brugðist sem best mátti verða. Árið 1932 stofnaði Karl sitt eigið heimili að Mýri, er hann gekk að eiga heitmey sína, Björgu Haraldsdóttur frá Austurgörðum í Kelduhverfi. Var það gæfuspor, því að Björg er af góðu bergi brotin og hin mætasta kona. Börn þeirra Karls og Bjargar eru fjögur: Sigríður, sem ætíð hefur dvalist með foreldrum sínum og deilt með þeim kjörum i blíðu og stríðu, Jón Karl, býr á Sauðárkróki, giftur Hómfríði Friðriksdóttur, Hildur Svafa, búsett á Akureyri, gift Örvari Kristjánssyni og Aðal- björg, gift Bjargmundi Ingólfssyni, búsett á Gufuskálum. Barnabörnin eru ellefu. — Karl og Björg bjuggu á Mýri til ársins 1963, en þá brugðu þar búi og fluttu til Akureyrar, þar sem heimili þeirra hefur staðið síðan — að Víðimýri 11. Þessi ráðabreytni mun að verulegu leyti hafa komið til vegna þess, að Karl tók að kenna þreytu og heilsubrests, hafði enda ekki hlíft sér í daglegri önn liðinna ára. Samt settist hann ekki með hendur í skaut þótt í kaupstaðinn kæmi. Meðfædd iðjuhneigð hans fylgdi honum á meðan hann fékk Guðmundur Guðlaugsson. hinn ágætasti samstarfsmaður og stefnufastur forystumaður í mörg- um málum, auk þess hinn besti drengur. Dagur þakkar langt og gott sam- starf við Guðmund og ég votta honum þakklæti mitt, auk þess að senda honum hinar innilegustu árnaðaróskir í tilefni afmælisins. E. D. Fleiri göngu- götur KJARNASKÓGUR er dásamlegt útivistarsvæði. Gönguleiðir eru þó ekki margar frá náttúrunnar hendi, þýfið er knappt. En þegar hefur verið vel gert með gerð slóða. En bílar eyðileggja þá því malarlegið er þunnt. Það er gott að ganga suð- ur sléttu melana neðst hjá skógar- giljunum suður að Hvammstúni. En þar vantar götu upp að há- spennulínu, annars freistast menn til að ganga upp túnið til að komast hringinn. Gatan suður frá náðhús- inu nær allt að Hvammstúni í sömu línu og miklu ofan melaslóðinni, beygja hefur verið rudd upp að háspennulínu og er það gott. Nú vantar að ryðja og malbera slóða þaðan norður með háspennulín- unni allt að götunni, sem liggur beint upp að klapparbeltum. Það vantar ekki nema ruðning milli tveggja háspennustaura, 2-3 hund- ruð metra. Þá væri kominn góður gönguhringur. Kannski væri gott að ryðja götu út og suður alveg upp undir brekkurótum, þ.e. undir klettabeltinu og þá mætti labba stórhring suður að túni þar viður og út melana neðst í skógi eða smærri hringi samkvæmt fyrri skýringum. Fleiri götur, góðir menn, og bann við bílaakstri og lausum hundum. Göngumaður. valdið verki og vann hann í nokkur ár hjá verksmiðjum S.Í.S. á Akur- eyri eða þar til að hann þraut heislu og starfsþrek. Heima var hann þó sjaldan iðjulaus, og vann m.a. mik- ið við bókband, á meðan hann hafði nokkra möguleika þar á. En 75 ára Guðmundur Guðlaugsson Guðmundur Guðlaugsson, fyrrum forstjóri Kaffibrennslu Akureyrar og Síldarverksmiðjunnar í Krossa- nesi er 75 ára á morgun 18. maí. Hann er Dalamaður að uppruna, verslunarmaður að menntun. Til Akureyrar fluttist hann 1932ogátti þar heima þar til á síðasta ári, að hann fluttist til Reykjavíkur og býr nú, ásamt eiginkonu sinni, Guðríði Aðalsteinsdóttur að Hvassaleiti 8. Guðmundur stofnsetti kaffi- bætisgerðina Freyju á Akureyri fyrir SÍS og KEA, tók síðar að sér framkvæmdastjórn Kaffibrennsl- unnar 1942 og hafði það starf á hendi til fjölda ára. Formaður í stjórn Síldarverksmiðjunnar í Krossanesi var hann frá 1947 og síðan framkvæmdastjóri. Bæjar- fulltrúi var hann í átta ár og meðal annars forseti bæjarstjórnar um skeið. Þá var hann mörg ár for- maður Framsóknarfélags Akureyr- ar og í ýmsum nefndum og ráðum á Akureyri var hann löngum. Guðmundur Guðlaugsson var síðustu árin var heilsa Karls svo veik að hann fékk ekki staðið að starfi — enda urðu sjúkrahúsdvalir þá alltíðar. Varð þetta stór raun hinum starfsfúsa manni og mun honum iðuglega hafa fundist mörg stundin löng og tómið gagntakandi, þegar ekki var lengur unnt að bera hönd að verki. Þá var ómetanlegt að fá notið góðra gjafa frá þeim, sem næstir stóðu — skilnings og um- hyggju, hlýju huga og handa. Birta og ylur frá arni heimilisins að Víðimýri 11 brást eigi. Þar sitja gestrisni og góðvild í öndvegi. Hef- ur vel reynst veganestið, sem þau Karl og Björg hlutu í heimahögum sínum, og vel hafa þau börn sín að heiman búið, svo sem þau bera merki um. Gjörla man ég, þegar ég sá Karl frá Mýri í fyrsta sinn. Hann kom, ásamt Aðalbjörgu móður sinni, austan yfir Vallnafjall, í sólskini og sunnanblæ. Þau áðu á Sörlastöð- um, töfðu talsvert lengi og voru aufúsugestir. Var ég sárfeiminn krakkinn, sem flesta gesti forðaðist — fús til að vera í návist þeirra á meðan þau stóðu við, og mér fannst einkennilegt tóm eftir, er þau hurfu á braut. Síðan kom Karl á Mýri oft í Sörlastaði, eins og svo margir Bárðdælingar. Áður en bílferðir hófust fyrir al- vöru, þar um sem nú er þjóðvegur, var mikið ferðast á milli sveita — þeirra, er hér um ræðir — Bárðar- dals og Fnjóskadals, um Vállnafjall og um Bíldsárskarð yfir Vaðla- heiði. Voru þetta þá ieinskonar þjóðleiðir og oft gestkvæmt á dala- bæjunum, sem auðn og tóm féll síðar yfir með breyttum samgöng- um. Margir Bárðdælingar, einkum þeir, sem bjuggu vestan Skjálf- andafljóts, fóru afar oft yfir Vallnafjall og urðu Sörlastaðir löngum fastur áfangastaður, þar sem sá bær stendur næstur fjallinu og var þar heilsað fyrst, þegar komið var austan yfir og kvatt síð- ast þegar lagt var upp vestan frá. Þegar ég lít til bernsku minnar, finnst mér raunar, að ég hafi alist upp með góðum grönnum handan fjallsins. sem reis á bak við bæinn minn — því að margir voru þeir Bárðdælingar, sem urðu heimilis- vinir á Sörlastöðum, og að sjálf- sögðu fleiri bæjum í Fram— Fnjóskadai, þar sem samskipti urðu mest. Þegar ég rek þræði minninganna, verður mér tíðhugs- að um hann, sem þessi kveðja er tileinkuð. Hverjum þeim, sem með honum var á vegi, færði hann þá gjöf sem góður drengur fær gefið. Hann bar með sér ljúfmennsku og hlýju — ásamt mörgum fleiri bestu einkennum ættar sinnar, og hvar sem hann fór gréri eitthvað gott. — Slíkra er ljúft að minnast. — Jörðin Mýri er á mörkum byggðar og mikillar auðnar, þar sem öræfavíddin er opin og ómæld. Um slóðir þessara víðerna átti Karl ótalin spor, og þar fann hann ferskan fjallablæinn minnast við vanga, Inn í þessa töfnum fylltu heima mun honum hafa gefið sýn — löngum eftir að byggð var fest við grá og steind stræti —<-Nú hefur fjöturinn verið leystur og frjáls andinn fær notið unaðar þeirra vorlanda „þar sem víðsýnið skín.“ Minningin um Karl frá Mýri er mild, sem blær á vori, Með heila þökk í huga, bið ég honum og ást- vinum hans blessunar guðs. 27. apríl 1979, Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. — Heiðdís Norðfjörð:' Starfskynning Sjúkraliðanám Sjúkraliðastarfið er mjög áhugavert og lifandi starf, sem býður upp á ótal kosti, þeim sem vinna það af áhuga, alúð og kostgæfni. Mér finnst nauðsynlegt, að þeir sem hafa hugsað sér að fara i slíkt nám, hafi unnið um tíma á sjúkra- húsi, eða einhverri stofnun, sem gefur þeim innsýn í það, í hverju starfið er fólgið. Rétt til þess að starfa sem sjúkraliði hér á landi og kalla sig sjúkra- liða hefur sá einn, sem til þess hefur fengið löggildingu heil- brigðis og tryggingarmálaráð- herra. Þá löggildingu skal veita íslenskum ríkisborgur- um, sem lokið hafa prófi frá Sjúkraliðaskóla íslands eða öðru prófi sem heilbrigðisyfir- völd viðurkenna. Sjúkraliðaskóli Islands, er til húsa á Suðurlandsbraut 6, Reykjavík, sími: 91-84476. Skólastjóri er Hólmfríður Stefánsdóttir. Til þess að öðlast inngöngu í skólann, þarf um- sækjandi að vera 17 ára. Hann skal hafa lokið prófi úr 5. bekk framhaldsdeilda gagn- fræðaskóla, hjúkrunarkjörsviði, 1. bekk fjölbrautarskóla, heilsu- gæslubraut, eða hlotið hliðstæða menntun. Umsóknir um skólavist, skal senda skólastjóra þeim skal fyigja: 1. Staðfest afrit af próf- skírteini. 2. Læknisvottorð. 3. Sakavottorð. 4. Skírnarvottorð. 5. Meðmæli frá skólastjóra eða vinnuveitanda. Námstími skólans er 1 ár og er námið bæði bóklegt og verklegt. Tekin eru skrifleg og verkleg próf í hjúkrunarfræði, og skriflegt próf í sjúkdómafræði. Til þess að standast próf, þarf einkunina 5,0 í prófgreinum. Hér á Akureyri er hægt að fara í sjúkraliðanám á heilsugæslu- Jónas Jónasson, útvarpsmaður: LEIKHUSBREF Kæri Erlingur. Eftir að hafa séð frumsýningu Þjóðleikhússins á Prinsessunni ú Bauninni, eftir marga höfunda út- lenska, er ég þeirrar skoðunar að sá, þeir eða engir, sem bera ábyrgð á upptöku þessa verks á íslenskt svið, séu heldur betur í baunasúp- unni. Þetta er alamerískt fyrir- brigði, söngleikur Made in USA, og krefst listamanna á öðrum og fjöl- þættari sviðum, en við eigum innan veggja Þjóðleikhússins. Samt skal það sagt, að eftir að hafa séð okkar menn, dansa sverðdans t.d., er mér til undrunar hvað hægt er að ganga langt í því að láta menn gera það sem þeir annars geta ekki! Textinn í þýðingu Flosa Ólafssonar er ótta- legt „tevatn" og sagan ægilega löng og oft leiðinleg og dugar hvergi skreytingar á sviði, ljósadýrð og búningar, maður var orðinn bæði þreyttur og leiður um það er loksins lauk. Hér hefur verið kastað pen- ingum, en vel unnið og reynt til þrautar að gera úr þessu söngleik, en lögin meira að segja voru ekkert til að festa í eyrum og söngla í huganum. Það var yfir sýningunni eitthvert vonleysi þátttakenda, og þó reyndu frumsýningargestir allt hvað af tók að hafa gaman að, og er það ekki alltaf sem það gerist. Sig- ríður Þorvaldsdóttir barðist hetju- legri baráttu við ómöguleg örlög, Jónas Jónasson. enda hlaut hún aðdáun þeirra sem sáu, Róbert Arnfinnssoþ þagði af mikilli list og notaði táknmál handa skemmtilega, Margrét Guð- mundsdóttir og Bessi Bjarnason gerðu sitt, Arnar Jónsson var glæsilegur að venju, með leiktækn- ina lausa, en ekkert dugði til að maður nyti vel. Ég satt að segja nenni ekki að tíunda til einkunnar alla þá sem þarna lögðu nótt við dag og æfðu gott ef ekki tvöfaldar æfingar til að bjarga málum, og tölur sem nefndar eru í kostnaða- liðum götubókaranna, eru slíkar, að nú má leikhúsið fara að vara sig á óperusöngvurum sem nú geta hart sótt og rökstutt að hér sé maðkur í mysunni; nóg af pening- um í soddan dellu, en ekki hægt að koma upp óperu í alvöru. Ég ætla að vera stuttorður núna, mér leiðist að skrifa svona, mistök hafa hér á orðið, hver verður skrifaður fyrir þeim veit enginn. Nú er sagt aðéigi að stytta verkið um hálfa klukku- stund. Ég held að það ætti bara að stytta það 100 prósent. Vondar bakaðar baunir verða ekkert betri sé þeim fækkað í munni! Eftir að hafa baunað þessu, bið ég þig vel að lifa. 9. maí 1979 Jónas Jónasson. braut Gagnfræðaskóla Akureyr- ar. Skólastjóri hans er Sverrir Pálsson. Tilhögun námsins þar, er sem hér segir: 1. Inntökuskilvrði er gagn- fræðapróf, landspróf miðskóla eða grunnskólapróf með þeim lágmarkseinkunnum, sem veitt hafa rétt til inngöngu í fram- haldsdeildir á hverjum tíma. Þó er skólastjóra heimilt að víkja frá þessum reglum ef sérstaklega stendur á. Heiðdfs Norðfjörð. 2. Náinstimi er 2 skólaár (1. og 2. bekkur á heilsugæslubraut heilbrigðissviðs) í Gagnfræða- skóla Akureyrar. Hvort skólaár skiptist í tvær annir, haustönn og vorönn. Auk þess þurfa nemend- ur að vera 34 vikur við verklegt nám í heilbrigðisstofnun, og lýkur þeim hluta námsins með verklegu prófi. 3. Náinsgreinar og námseing- ingar skólanámsins eru nú sem hér segir (1 eining = 1 stund á víku í 1. önn): íslenska 14, Danska 12, Enska 16, Stærðfræði 12, Líkamsrækt 8, Grundvallarþættir hjúkrunar: bóklegt nám 8, verklegt nám 7, hnúkrun í heimahúsum 1, Sjúk- dómafræði og hjúkrun aldraðra 2, Sjúkdómafræði og hjúkrun barna 1, Sjúkdómafræði og hjúkrun á handlæknisdeild 2, sjúkdómafræði og hjúkrun á lyf- læknisdeild 2, Meinafræði 1, Sýklafræði 1. Eðlis- og efnafræði 10, Félagsfræði 4, Heilsufræði og heilsuvernd 6, Hreyfifræði 1. Líf- fræði 9, Líffæra- og lífeðlisfræði 4, Næringarfræði 3, Sálar- og uppeldisfræði 10, Siðfræði 1, Skyndihjálp 2, Vöxtur og þroski 1, Samtals 138. Einingafjöldi kann að færast lítillega til milli námsgreina, ef betur þykir henta. 4. Verklegt nám fer að jafnaði fram í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og skiptist á 5 deildir þess, barnadeild, blandaða deild, fæðingardeild, handlæknisdeild og lyflæknisdeild. Reynt er eftir föngum í samráði við nemendur að nota sumarmánuðina milli skólaára til verklega nmsins Nemendur verða þá að hafa náð 17 ára aldri, þegar þeir hefja verklegt nám í sjúkrahúsi. 5. Laun sjúkraliðanema í verk- legu námi eru 70,09% af launa- upphæð 1. þreps 8. launaflokks starfsmanna Akureyrarbæjar. ■ sjúkraliðar fá greidd laun sam- kvæmt þeim launaflokki. 6. Aösókn að námi á heilsu- gæslubraut heilbrigðissviðs hefir farið mjög vaxandi síðustu ár, þannig að örðugt kann að reynast að útvega öllum nemendum námsvist í sjúkrahúsi samtímis. Fjöldi nemenda, sem árlega geta lokið námi að fullu, kann því að (Framhald á bls. 6). JC mót í lyftingum Knatt- spyrna um helgina Magni - Selfoss Á föstudagskvöldið leika á Selfossi Magni og Selfyss- ingar. Þetta verður örugg- lega erfiður leikur fyrir ný- liðana frá Grenivík, en Selfyssingar tefla fram leikreyndu liði, sem í mörg ár lék í annarri deild. Selfyssingar gerðu fyrir skömmu jafntefli við Breiðablik, og líklegt er að Þessi lcikur verði próf steinn á styrkleik Grenvfk- inga. Spá fþróttasfðunnar: 2-0 fyrir Selfoss. Austri - Þór Á laugardaginn kl. 14.00 leika á Sanavelli Austri og Þór. Leikur þessi átti að vera fyrir austan en þar er enn enginn keppnishæfur völlur. Austramenn voru heldur slappir á móti Magna í sfðasta leik, og Þórsarar munu leggja mikið kapp á að vinna þennan leik. Spá íþróttasíðunnar: 1-0 fyrir Þór. Þór* Þróttur Á þriðjudagskvöldið n.k. leika á Sanavelli Þór og Þróttur frá Neskaupstað. Ekki er mikið vitað um styrkleika Þróttara á þessu vori, en þeir hafa leikið undanfarin ár í annarri deild og staðið sig ágæt- lega. Spá íþróttasíðunnar: 1-1. Á laugardaginn kl. 14.00 hefst í íþróttahúsinu í Glerárhverfi JC mótið í lyftingum. Keppt er í tvíþraut og verða allir bestu lyftingarmenn bæjarins meðal keppanda. Verðlaun á mótinu eru gefin af JC klúbbnum hér á Akureyri og keppt er um veglegan farandbikar fyrir bestan árangur, samkvæmt stigatöflu. Á undanförnum lyftingarmótum hefur áhorfendum stöðugt fjölgað, þannig að bráðum fara lyftingarmenn að „sprengja" utan af sér það hús og verða sennilega að fara að keppa i skemmunni svo að áhorfendur komist fyrir. Ekki er að efa að mikið verður sett af metum, því lyftingar- mennirnir verða stöðugt sterkari og sterkari. Akufeyrarmet í kúluvarpi Á vormóti KA sl. sunnudag setti Óskar Reykdalsson nýtt Akur- eyrarmet í kúluvarpi kastaði 14.77 metra. Hann bætti 10 ára gamallt met Vilhjálms Inga Árnasonar um 43 cm. í aukakasti eftir keppni kastaði Óskar 15.20 metra þannig að greinilegt er að pilturinn getur betur. Veður var óhagstætt til keppni kalt og hvasst og þess vegna varð að fresta flestum greinum vormótsins. Þessi mynd var tekin fyrir um það bil 17 árum er verið var að hefja skiðalandsgönguna. Þá gengu þessar hetjur fyrst. Frá vinstri er Tryggvi heitinn Þorsteinsson f.v. skólastjóri, þá kemur Jón Sigurgeirsson f.v. skólastjóri, Sigurður M. Hetgason f.v. sýslufulltrúi, Guðmundur heitinn Pétursson f.v. yfirlæknir, Magnús E. Guðjónsson f.v. bæjarstjóri, Ármann heitinn Dalmannsson f.v. skógarvörður, Bjami Rafnar læknir og sr. Birgir Snæbjöms- son sóknarprestur. Mynd: E.D. Mark á förum Körfuboltamaðurinn Mark Cristiansen, sem undanfarna vetur hefur leikið með úrvalsdeildar- liði Þórs í körfubolta, er búinn að gera samning við ÍR fyrir næsta keppnis- tímabil. Mark hefur einn- ig þjálfað yngri flokka Þórs og KA í körfuknatt- leik undanfarna vetur. Hann hefur verið burðar- ásin í liði Þórs og af mörgum verið talinn einn besti leikmaðurinn í úr- valsdeiidinni. Mark hefur lyft körfuboltanum hér á Akureyri á „hærra plan“ og er sannarlega eftirsjá i piltinum. Íþróttasíðan óskar Mark velfarnaðar með nýja félaginu og von- ar að hann eigi eftir að sjást oft í skemmunni. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.