Dagur - 31.05.1979, Side 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIDIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXII. árg.
Akureyri, fimmtudagur 31. maí 1979
36. tölublað
Bókauppboð
í Varðborg
Sú nýjung hefst í Hótel
Varðborg næstkomandi
laugardag (2. júní kl.
15,30) að boðnar verða
upp bækur frá Forn-
bókaversluninni Fögru-
hlíð í Glerárhverfi, sem
margir bóka-unnendur
kannast við. Um alllangt
skeið hefur þessi háttur
verið viðhafður í höfuð-
borginni og orðið vin-
sæll. Verður uppboðið
með líku sniði og þar, og
hefur verið gefin út
bókaskrá, sem áhuga-
menn geta fengið um
leið og þeir koma í forn-
söluna og líta á bækur
þær, sem boðnar verða
upp, en þær eru þar til
sýnis í dag og á morgun.
Þetta er tilraun, sem gæti
orðið upphaf að því, að
hér á Akureyri yrði öðru
hverju seldar á uppboði
gamlar bækur.
*
Vor’79
Á laugardaginn verður
opnuð málverkasýning í
Gallery Háhól. Þar sýna
verk sín þeir Alfreð
Flóki, Baltasar, Kjartan
Guðjónsson, Eiríkur
Smith og Óli G. Jó-
hannsson. Alls eru 60
verk á sýningunni, sem
verður opin frá kl. 15-22
um hvítasunnuna og frá
kl. 20-22 virka daga.
Sýningunni lýkur þann
10. júní.
*
Unglingar
eiga kost á
Canadaferð
Á þessu sumri gefst 4-5
unglingum, 14-17 ára,
kostur á ódýrri ferð til
Canada og dvöl þar
meðal jafnaldra af ís-
lenskum ættum í tvær
vikur. Lagt verður af
stað 31. júlí. Ferðin er að
mestu skipulögð af
canadisku skólafólki
sem dvelur hér á landi
og verður mikið ferðast
vestra, enda þurfa ung-
lingar að hafa með sé
svefnpoka og bakpoka.
íslenskur fararstóri
verður með íslenska
hópnum, sem verður 14
manns. Nánari upplýs-
ingar hjá Áma Bjarnar-
syni sími 24334 og á
kvöldin 23852.
Hegranes SK 2 við bryggju á Akureyri. Mynd: E. D.
Sauðárkrókur
Togararnir fengu
alls 7700 lestir
— á síðastliðnu ári
Þórshöfn:
Batinn ekki
í sjónmáli
Gunnarsstöðum 30. maí.
MENN LIFA, við höfum nú séð
það bratt fyrr, Þistilfirðingar,
hvað harðindi snertir, en þetta
eru helvítis harðindi og verður
ekki annað sagt. Maður hefur
löngum jafnað hörðum vorum til
ársins 1949 en nú er enn kald-
ara.
Sauðburður langt kominn og
þótt ofurlítið hafi borið á dauð-
fæddum lömbum, hefur hann yfir-
leitt gengið vel, en mikið er farið að
ganga á fóðurbyrgðir og til eru
þrotnir menn og aðrir nálægt því.
en einhverju en enn hægt að miðla.
Fóðurbætir hefur enn fengist og
við eigum von á skipi nú.
Batinn er ekki í sjónmáli ennþá,
þótt veður sé gott í dag. Þau eru
ekki vorleg skýin við Langanes-
fjöllin, alveg bálhvít. Byrjað er að
sjá á rinda á ásum, en allar girð-
ingar eru enn á kafi og ekkert viðlit
að láta út fé. Það má segja eins og
búnaðarmálastjóri sagði um dag-
inn, að vinnan er eins og á togurum
áður en vökulögin tóku gildi.
Tveggja mánaða ís teppti báta
frá sjósókn, en síðasta hálfan mán-
uð hefur afli verið góður. Ó. H.
fótel jandi sn jó- S
iflóð á Múlavegii
ImÚLAVEGURINN var lok- sem snjóflóð höfðu ekki fallið.l
Baður frá fimmtudegi til Man enginn eftir öðru eins, ogB
|®mánudagskvölds vegna snjó-' má segja, að snjórinn skriðij
flóða. Enginn reyndi að telja allur fram í minni og stærri|
Bþau og má segja, að snjóflóðin spýjum og snjóflóðum. EnginB
5hafi fallið á mestan hluta veg- slys urðu og nú er vegurinnS
Barins, en smáhöft voru á milli, góður. Á. Þ. B
METVEIÐIA ARSKOGS-
m m
STROND Hásetahlutur um 4 milljónir
Sauðárkróki 29. maí.
AÐALFUNDUR Útgerðarfé-
lags Skagfirðinga var haldinn á
Sauðárkróki föstudaginn 25.
maí sl. Formaður stjórnarinnar,
Marteinn Friðriksson, setti
fundinn og flutti skýrslu stjórn-
arinnar. Símon Kjernesteð, lög-
giltur endurskoðandi Ias og
skýrði reikningana. Þá ræddi
Stefán Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri um starfsemi Út-
gerðarfélagsins.
Sem kunnugt er, rekur Útgerð-
arfélag Skagfirðinga þrjá skuttog-
ara, Hegranes, Drangey og Skafta.
Var afli þeirra á síðasta ári samtals
7.700 lestir í 84 veiðiferðum á sl.
ári. Heildartekjur félagsins á árinu
urðu einn milljarður og 92 milljón-
ir, sem er 98% aukning frá árinu
1977. Fyrningar voru 156 milljónir
og gjöld umfram tekjur 84 milljón-
ir. Um 70 manns starfa hjá Út-
gerðarfélagi Skagfirðinga, en alls
munu um 250 manns hafa atvinnu
af rekstri félagsins. Launagreiðslur
urðu um 390 milljónir á síðasta ári.
G.Ó.
BLAÐIÐ hitti að máli einn af
útgerðarmönnunum á Litla-Ár-
skógssandi, Konráð Sigurðsson
og spurði hann tíðinda af sjó-
sókn og aflabrögðum. Sagði
hann þá meðal annars: Afla-
brögðin voru ákaflega léleg í
janúarmánuði, en nú eru bát-
arnir búnir að fá um 400 tonn og
hafa með því öll fyrri met verið
slegin rækilega.
Aflabrögðin hafa verið bæði
mikil og góð enda sjómennirnir
mjög duglegir og aflinn svipaður
hjá bátunum. Til samanburðar í
afla má geta þess, að við höfum
áður aldrei farið upp fyrir 300
skippund, á móti rúmum 400
tonnum nú á sama tíma, á Sólrúnu.
(Framhald á bls. 2).
Bruni á Þórshöfn
í GÆR varð stórbruni á Þórs- steypubíll. Talið er, að tré-
höfn, er kviknaði í verkstæðis- smíðavélar séu e.t.v. ekki allar
húsi Trésmiðjunnar hf. Brann ónýtar.
það og áföst bygging, þar með
Ólafsfjarðarvegur:
Bundið slitlag á sex km
VEGAÁÆTLUN var samþykkt
á Alþingi fyrir skömmu. sam-
kvæmt áætluninni er fyrirhugað
að verja á þessu ári 844 millj. í
stofnbrautir á Norðurlandi, 285
millj. í þjóðbrautir og 197 millj.
til bygginga brúa. Viðhaldsfé,
fjárveitingar til fjallvega og
fjárveitingar til sýsluvega eru
ekki í þessum tölum.
Helstu fjárveitingar til nýbygg-
inga á Norðurlandi vestra eru
Hrútafjarðarháls 84 millj., Langi-
dalur 50 millj., Sauðárkróksbraut
70 millj. Framlög til stofnbrauta á
Norðurl. eystra: Norðurlandsvegur
á Moldhaugahálsi 50 millj., Sval-
barðsströnd 40 millj., Ólafsfjarðar-
vegur 50 millj. Bundið slitlag á að
leggja á Ólafsfjarðarveg og er
áætlað að verja til verksins um 40
millj. Sennilega verður lagt í norð-
urátt frá Hofi og nægir fjárveitingin
til um 6 km langs slitlags. 1 norð-
austurveg í Köldukinn er áætlað að
verja 60 millj. og í kaflann Lón-
Víkingavatn 30 millj. og Mel-
rakkaslétta 50 millj.
Fjárframlög til þjóðbrauta:
Vatnsnesvegur 30 millj., Svínvetn-
ingabraut 25 millj., Hegranesvegur
vestari 30 millj., Eyjafjarðarárbraut
eystri 30 millj. og Langanesvegur
20 millj.
Af framlögum til brúa má nefna:
Valadalsá 45 millj., Grafará 21
millj, Þorvaldsdalsá 90 millj. og
Eyvindarlækur 23 millj.
Ekki er gert ráð fyrir að verja
neinu fé til vegagerðar í Víkur-
skarði í ár, en hins vegar er vegur-
inn yfir skarðið eitt af sérverkefn-
um á vegaáætlun. Áætlað er að
verja 150 millj. 1980 til vegagerðar í
Víkurskarði, 200 millj. 1981 og 410
millj. 1982. Á vestara svæðinu er
einnig eitt sérverkefni, en það er
brú yfir Héraðsvötn hjá Grundar-
stokki. 1980 er áætlaðar 200 millj. í
þetta verk, 1981 eru það 510 millj.
og 1983 300 millj.
Haldið verður áfram við gerð nýs vegar á Moldhaugahálsi. Mynd: á.þ.