Dagur - 31.05.1979, Side 8
DAGUR
Akureyri, fimmtudagur 31. maí 1979
Á æfingu.
Hljómsveit Tónlistarsk og Sinfóníuhljómsveitin taka upp samstarf
Áhugamannahljómsveit
stofnuð á Akureyri
SAMSTARF hefur verið
ákveðið milli Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Reykjavík og
Hljómsveitar Tónlistarskólans
á Akureyri. Og hinn 1. júní er
fyrirhugað að stofna af þessum
tveimur greinum, Áhuga-
manna-hljómsveitina.
Vortónleikar
Karlakórs
Akureyrar á
laugardag
HINIR árlegu vortónleikar
Karlakórs Akureyrar verða í
Borgarbiói 1. júní kl. 19. Á
söngskrá eru fimmtán lög, inn-
lend og erlend, og er verkefnaval
fjölbreytt að vanda. Frumflutt
verða lög eftir tónskáldin Birgi
Helgason á Akureyri og Jón
Björnsson frá Hafsteinsstöðum
í Skagafirði.
Einsöng með kórnum syngja Eg-
ill Jónasson, Hreiðar Aðalsteinsson
og einn af heiðursfélögðum hans,
og að líkindum fyrsti einsöngvari
með kórnum, Jóhannes Jóhannes-
son.
Tvísöng með kórnum syngja
Grétar Benediktsson og Halldór
Þórisson. Söngstjóri er Guðmundur
Jóhannsson, en undirleikari Ingi-
mar Eydal á orgel og píanó og
honum til aðstoðar Gunnar Gunn-
arsson. Einnig leikur Óskar Péturs-
son undir á harmoniku.
Aðgöngumiðasala er í Bókabúð-
inni Huld og við innganginn, en í
Huld er einnig hægt að fá að-
göngumiðum skipt milli daga.
Tónleikarnir verða endurteknir á
sama stað laugardaginn annan júní
klukkan þrjú síðdegis, og á hvíta-
sunnudag klukkan níu síðdegis.
Kórinn vill benda styrktarfélög-
um og öðrum þeim er á hann vilja
hlýða, að aðeins verða þrennir
samsöngvar á Akureyri á þessu
vori.
En nú þegar eru sameiginlegir
tónleikar ákveðnir, þeir fyrstu í
Víkurröst á Dalvík 3. júní og á Ak-
ureyri 4. júní. Hefjast þeir kl. 17.00
á báðum stöðunum. Síðan verða
tónleikarnir endurteknir í Hlégarði
og Háskólabíói 9. og 10. júní.
Sólóistar eru þessir:
Garðar Cortes tenór, Ólöf Harð-
ardóttir sópran, Gareth Mollison
hom, Brian Carlile lágfiðla, Richard
Kron kontrabassi. Stjórnendur eru:
Brian Carlile og Michael J. Clarke.
Hugmyndin að baki Áhuga-
manna-hljómsveitarinnar er sú, að
gefa frístunda-hljóðfæraleikurum
úr öllum landshlutum kost á að
koma saman á einskonar námskeið
í samleik, þar sem æfð verður undir
leiðsögn vanra stjórnenda efnis-
skrá, sem síðan verður flutt opin-
berlega.
Tilgangurinn er fyrst og fremst
að örva tónlistarstarfsemi áhuga-
manna og þá ekki síst að gefa þeim
færi á hljómsveitarleik, sem ekki
eiga þess kost í sinni heimabyggð.
Þessi starfsemi mun eingöngu
byggjast á sjálfboðavinnu allra
þátttakenda, einnig þótt um at-
vinnumenn kunni að vera að ræða.
Fjárhagslega ábyrgð á fyrirtækinu
taka allir þátttakendur á sig að
jöfnu hverju sinni.
Þar sem í ár er um fyrstu tilraun í
þessa átt að ræða, er að þessu sinni
aðeins um samvinnu tveggja aðila
að ræða Sinfóníuhljómsveitarinnar
í Reykjavík og Hljómsveitar Tón-
listarskólans á Akureyri. Ef til-
raunin tekst vel, verður að ári aug-
lýst eftir þátttöku víðar á landinu.
>T /ní “r~ 1 nr Dll “P
ii /11 l - \h & V— J JU
# Kísiljárnið
hækkar
í verði
Á þessum vordögum er hafin
framleiðsla kísiljárns í Járn-
blendiverksmiðjunni á
Grundartanga. Er talið, að
framleiðslan verði um 2000
lestir á mánuði með þeim
eina ofni, sem nú er tilbúinn.
Verðmæti framleiðslunnar á
þessu ári er búist vlð að verði
2,3-5 milljarðar króna. Næsti
ofn verður tekin í notkun á
næsta ári og lækkar þá fram-
leiðslukostnaður á hverja
lest verulega. Verð á kísil-
járni hefur farið hækkandi og
lítur vel út með reksturinn,
einnig vegna þess, að bygg-
ingarkostnaður varð nokkru
minni en áætlað hefði verið.
Framieitt er á lager, en i júlí-
mánuði mun Eimskip hefja
flutninga kísiljárnsins úr
landi og hráefnis til landsins.
0 Hlakkaði til
alla vikuna
Gamall og góður iðnaðar-
maður á Akureyri hefur frá því
sagt þegar hann, ungur og
auralftilt, keypti fyrsta bflinn
sinn, Ford Junior. I annað
eins stórvirki hafðf hann ekki
áður ráðist, enda kom honum
ekki dúr á auga næstu nótt.
Fyrsta árið, sem hann átti bíl-
inn, hjólaði hann eftir sem
áður í vinnu sína dag hvern,
en ók bílnum á sunnudögum,
og þá var mikil hátíð sagði
hann og ég hlakkaði til alla
vikuna.
Þetta var mjög skynsam-
legt hjá iðnaðarmanninum og
mætti verða ýmsum fyrir-
mynd nú, þegar í alvöru er
talað um þörf á bensínsparn-
aði.
# Bflaflotínn
þarf mikið
bensín
Benstnverð er orðið hátt á fs-
landi, bílar margir, stórir og
eyðslufrekir. Raddir heyrast
um, að nú þurfl að fara að
spara bensínið, og hefði fyrr
mátt að því huga, að það þarf
talsvert bensín á 80 þúsund
bfla flota. Auk þessa er enn
hærra bensínverði hótað, því
þeir vilja fá sltt í Arabalönd-
um, ekki síður en víð fyrlr
fiskfnn.
Góðhestakeppni
og úrtökumót
HESTAMANNAFÉLÖGIN
Léttfeti og Stígandi i Skagafirði
efndu sl. laugardag til úrtöku-
keppni fyrir fjórðungsmót
hestamanna, sem verður á
Vindheimamelum 26.-27. júni.
Hjá Léttfeta, þar sem einnig
var góðhestakeppni, ásamt úr-
tökumótinu, mættu 24 hross til
Gamli bíllinn er happdrættisvinningur
Hjálparsveit skáta
endurnýjar bílaflotann
HJÁLPARSVEIT skáta á
Akureyri hefur keypt nýja og
fullkomna GMC björgunar-
bifreið. Bifreiðin er útbúin
með drifi á öllum hjólum og er
fullkomin björgunar- og
sjúkrabifreið. Þá verður bif-
reiðin einnig notuð við æfingar
og ferðir á vegum sveitarinnar.
Bifreið þessi er mjög dýr, og
þess vegna eru skátarnir með all-
ar klær úti til að afla peninga til
kaupanna. Fyrir áttu þeir bifreið
af tegundinni Internatinonal,
og
með drifi á öllum hjólum
hyggjast nú nota hana sem happ-
drættisvinning í happdrætti
sveitarinnar. Dregið verður þann
17. júní, og sá heppni getur ekið
bifreiðinni heim frá hátíðarhöld-
um dagsins. Hún er í mjög góðu
lagi, og að sjálfsögðu skoðuð af
bifreiðaeftirlitinu. Á næstunni
munu félagar Hjálparsveitarinn-
ar ganga í hús og selja happ-
drættismiða og eru bæjarbúar
hvattir til að kaupa miða, og
styrkja um leið star' björgunar-
sveitarinnar.
keppni, 9 í A-flokki (alhliða
góðhestar) og 15 í B-flokki
(klárhestar með tölti).
I A-flokki varð efst Hrafnkatla
Sveins Guðmundssonar, í öðru sæti
varð Lyfting Ingimars Ingimars-
sonar og í þriðja sæti varð Mjölnir
Jóhanns Þorsteinssonar.
í B-flokki varð röðin þessi: Há-
feti Ingimars Jónssonar hlaut fyrsta
sæti, þá Glotti Jónasar Sigurjóns-
sonar og í þriðja sæti varð Flótti
Finns Bjömssonar. Voru þeir jafnir
að stigum, hestarnir í öðru og þriðja
sæti.
Dómarar hjá Léttfeta voru Guð-
mundur Hermannsson, Jón Garð-
arsson og Magnús Jóhannsson.
1 úrtökukeppninni hjá Stíganda,
sem fram fór á Vindheimamelum,
mættu 22 hross, 10 í A-flokki og 12 í
B-flokki.
Efstur í A-flokki varð Sorba
Guðmundar Hermannssonar,
Varmahlíð, þá Svaki Björns
Sveinssonar, Varmalæk, þá Kol-
skeggur Sigurðar Ingimarssonar,
Flugumýri og í fjórða sæti varð
Ringó frá Vatnsleysubúinu.
í B-flokki var efstur Jarl Ásdísar
Sigurjónsdóttur, Skörðugili, þá
Þokki Sveins Jóhannssonar,
Varmalæk, þriðji Öðlingur Stefáns
Hrólfssonar á Keldulandi og fjórði
Glanni Gísla Gestssonar. G. Ó.
Fjörutíu þúsund matarskammtar
Á SÍÐASTA ári voru afgreiddir
um 40.000 þúsund matar-
skammtar I mötuneyti Slipp-
stöðvarinnar og 23.420 fengu sér
kaffi og meðlæti, þar af fengu
um 14.400 morgunkaffi. Mjög er
farið að þrengja að mötuneyt-
inu, enda fjölgar starfsmönnum
fyrirtækisins jafnt og þétt. Nú er
veríð að byggja nýtt hús norðan
dráttarbrautarinnar og er mötu-
neytinu ætlað pláss i þvi húsi.
Karlakór Akurcyrar. Norðurmynd.