Dagur


Dagur - 31.05.1979, Qupperneq 5

Dagur - 31.05.1979, Qupperneq 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Bændaskólinn á Hvanneyri 90 ára Bændaskólinn á Hvanneyri mun minnast 90 ára afmælis síns með hátíðahöldum 24. júní n.k. og eru þau einkum ætluð gömlum nem- endum og öðrum velunnurum. I tilefni þessa afmælis hefur Guð- mundur Jónsson, fyrrum skóla- stjóri tekið saman rit um sögu skólans. Fyrir 30 árum voru fyrstu búfræðikandídatarnir útskrifaðir við framhaldsdeild skólans og eru þeir orðnir 117 talsins. Starfa þeir flestir við leiðbeiningastörf í land- búnaðinum. Mikið skólahús hefur risið á Hvanneyri og er nú unnið við inn- réttingar í starfsfólksálmu. En gamli skólastaðurinn á Hvanneyri verður varðveittur. Hann er orðinn stór, búfræð- ingahópurinn frá Hvanneyri, allt frá fyrsta nemandanum, Hirti Hannssyni, síðar bónda á Grjót- eyri í Andakíl og tíl þess hóps, sem nýlokið hefur prófi á þessu vori, auk búfræðikandidatanna. Búfræðinga má finna í óteljandi starfsstéttum þjóðfélagsins, en stærstur er hópurinn í bændastétt og ber hann skóla sínum gott vitni þegar á heildina er litið. Fullyrða má, að Bændaskólinn á Hvann- eyri, ásamt Búnaðarskólanum á Hólum, hafi unnið íslenskum landbúnaði ákaflega mikið gagn, þrátt fyrir vanefni á ýmsum svið- um, allt frá byrjun og til þessa dags, enda hafa báðir skólarnir haft á að skipa góðum stjórnend- um og kennurum. Hinu er ekki að leyna, að lengi var aðbúnaði nem- enda í skólanum mjög ábótavant og enn mun ekki nægur skilningur á gildi góðrar búnaðarfræðslu í landinu. Fjölþættar rannsóknir í þágu bænda og búvísinda hafa farið fram á Hvanneyri, auk búreksturs. En samkvæmt búnaðarfræðslu- lögum frá 1978 breytist námið verulega. Það verður þrískipt. f fyrsta lagi svokallað grunnnám, þar sem áhersla er lögð á undir- stöðuatriði búfræði og búrekst- urs. í öðru lagi verknám og verk- þjálfun, sem getur farið fram á skólastað eða á bændabýlum undir eftirliti skólans. í þriðja lagi er nám í einstökum greinum bú- fræði og tengdum greinum. En auk náms í almennri Bændadeild eiga svo nemendur kost á fyrr- greindu framhaldsnámi á há- skólastigi, er áður getur. Inntöku- skilyrði í Bændadeild er grunn- skólapróf eða jafngild menntun og eins árs störf við landbúnað sum- ar og vetur. Minning Kristján E. Kristjánsson Kristján Eldjárn Kristjánsson fyrr- um bóndi og hreppstjóri á Hellu á Árskógsströnd, andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. maí á 97. aldursári. Hann var jarð- sunginn að viðstöddu fjölmenni við Stærri-Árskógskirkju laugardaginn 27. maí. Kristján fæddist á Litlu— Hámundarstöðum á Árskógsströnd 14. október 1882, á einu mesta herðindavori fyrri aldar. Foreldrar hans voru Guðrún Vigfúsdóttir og Kristján Jónsson, sem áttu fjóra syni auk Kristjáns, Þá Jóhann Franklín, byggingameistara, Vig- fús, bónda í Litla-Árskógi, Jón, sjómann í Skógarnesi og Stefán, sem fluttist til Ameríku og eru þeir allir látnir. En það varð ekki séð á þessum bræðrum, að þeir fæddust inn í mikinn harðindakafla og land- flóttatímabil, er þúsundir fluttu vestur um haf, því allir voru þeir Hellu-bræður, eins og þeir voru oft nefndir, hraustmenni og miklir at- orkumenn. Það er einkennileg til- viljun, að Kristján E. Kristjánsson skyldi einnig kveðja á hörðu vori, e.t.v. því harðasta á þessari öld. En á Árskógsströnd skiptast á skin og skúrir í veðráttunni, hörð ár og góðæri, aflaár og aflaleysisár, sprettuár hafísár o.s.frv. og þannig er það í landi okkar, Hið mikilúð- lega land með stórbrotna náttúru og torsótt gæði hefur alið upp dug- mikinn kynstofn, sem hæfir landi sínu, ann því og vinnur því ævistarf sitt. Kristján E. Kristjánsson og margir jafnaldrar á Árskógsströnd, undirstrika þetta og ævistarf þeirra hefur gert land okkar betra og byggilegra. frá Hellu Kristján ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Litlu-Hámundar- stöðum. Hann varð búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1905, dvaldi næstu árin i Danmörku og Noregi við nám og störf í landbúnaði, varð síðan sýsluráðunautur í mörg ár, en keypti Hellu og hóf þar búskap með foreldrum sínum, er hann kom að utan, 1919, en kvæntist Sigurbjörgu Jóhannesdóttur frá Þönglabakka í Þorgeirsfirði árið 1914. Hún andaðist 1952. Böm þeirra Kristjáns og Sigur- bjargar eru þessi: Þuríður, hús- freyja á Ytri-Tjörnum í Önguls- staðahreppi, Snorri, bóndi og hreppstjóri á Krossum á Árskógs- strönd, Sigríður, húsfreyja í Reykjavík, Jóhannes forstjóri á Akureyri. Guðrún Sigríður, systur- dóttir Sigurbjargar húsfreyju, bú- sett í Reykjavík, er kjördóttir þeirra hjóna. Kristján E. Kristjánsson á Hellu, var mikill áhugamaður um félags- og framfaramál í sveit og héraði og forystumaður sinnar sveitar í ára- tugi. Bjartsýnn var hann, löngum gamansamur í samræðum og kunni frá mörgu að segja. Hann átti víð- sýni og greind til að sjá jafnan fleiri en eina hlið á hverjum hlut og oft- ast var einhver þeirra björt, eða a.m.k. brosleg. Þegar ég var að alast upp á næsta bæ, kynntist ég Kristjáni, konu hans og börnum þeirra hjóna. Húsbóndinn var jafnan hress, hafði stundum uppi vangaveltur um lítils verða hluti, en gat þó tekið af skar- ið þegar með þurfti. Oft kom hann heim til foreldra minna og var hinn mesti aufúsugestur. Varð þeim oft- ast skrafdrjúgt föður mínum og honum og skorti ekki umræðuefni. Þurfti ég, sem áheyrandi, sjaldan lengi að bíða skemmtilegra frá- sagna, því Kristján kunni ekki að- eins margar slíkar, heldur var hann einnig góður sögumaður. Kristján E. Kristjánsson var flestum sveit- ungum sínum eða öllum snjallari búfjárræktarmaður, ræktaði, byggði og lagði auk þess fram ómældan tíma til félagsmála. Allmörg hin síðari ár dvaldi Kristján hjá Snorra syni sínum á Krossum og tengdadóttur sinni, Sigurlaugu Gunnlaugsdóttur og þar undi hann vel hag sínum, var líkamlega hraustur til hárrar elli og hélt andlegri heilsu til síðustu ára. Þegar Kristján E. Kristjánsson er kvaddur, er margs að minnast og á meðan þessar línur eru ritaðar, stíga minningarnar fram, minning- ar um bóndan, nágrannann og gestinn. Allar eru þær bjartar og kærkomnar og fyrir þær vil ég þakka, um leið og ýtt er úr vör. E. D. Kveðja Flosi Sigurðsson F. 7. nóvember 1904 — D. 16. apríl 1979 Úr festi dýrri fallinn hlekkur er og fyrir sjónir niyrkva skuggans ber. En liknsemd er þá lausn er þjáðum veitt og löngum vetrardegi í sumar breytt. Af œðruleysi barstu þunga þraut, og þinnar tryggðar sérhver vinur naut. Uns fleyi þínu blœrinn veitti byr og braut þín mörkuð var um Fögrudyr. Þú gœttir jafnan þinnar vöku vel og viða lágu spor um grund og mel. Und hlíðarvanga brosti býlið þitt og bauð þér ávalt hlýja fangið sitt. Þar fannstu auðlegð brúði og börnum hjá, ei brestur auðnu þann, sem perlur á. Frá arinloga lýsti elskan heit og litli bœrinn varð að helgireit. Og grœnni jörð þú gjarnan tryggðir sórst, um grösin hennar mjúkum höndum fórst. Þér lyngsins ilmur Ijúfan unað bar og letruð fögrum stöfum sagan var. Þín mund var traust og hugarþelið heitt, þitt hjarta kenndi til, er raun var þreytt. Þú vildir jafnan gleðja og grœða þá, sem grétu, þegar auðnan veik þeim frá. A f glaðvœrð Ijúfri glitþráð oft þú spannst, á göngu þinni blómin víða fannst. Sú gjöf er þú úr hendi guða hlaust, var heiður mesti og gœfa, er þú naust. A kveðjustundu klökkvi um hugi fer, á kveðjustundu verður borin þér, sú þökk, sem hjartarót er runnin frá og rúnum Ijóss um minning þína strá. Við klukknahringing kvödd er tímans nótt, við klukknahringing verður hœrra sótt. í dögun brosir heimur vorsins við og verður opnað nýtt og fegra svið. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Minning „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Þetta orða- tiltæki kemur oft upp í huga minn er ég minnist þín. Alla okkar samleið frá því ég kom til þín rúmlega eins árs gömul, hef ég dáð þig sem föður, því svo sannarlega hafðirðu reynst mér vel af vandalausum manni að vera. Og dætur mínar eiga þá sömu minningu um þig, þú varst þeim ekki bara afi heldur góður afi. Ég vildi leggja lítið blóm á legstað þinn. Með þökkum fyrir allt og allt elsku pabbi minn. Þín fósturdóttir, Didda. 4.DAGUR Laugar [ Reykjadal. Mynd: E. D. Húsmæðraskólinn, Laugum: Fimmtugur í haust HÚSMÆÐRASKÓLA Þingey- inga, Laugum var slitið sunnu- daginn 13. maí, s.L, að viðstödd- um nemendum, kennurum og nokkrum gestum. í nóvember í haust eru 50 ár síðan skólinn tók fyrst til starfa, en hann hefur starfað samfellt síðan, en þó með dálítið mismunandi starf- semi, sérstaklega nú hin síðari ár. Skólinn hefur átt því láni að fagna, að hafa frá upphafi haft á að skipa prýðilegum kennurum, sem hafa unnið skólanum vel, reynt að bæta við þekkingu sína og fylgjast sem best, með því sem er að gerast í þessum mál- um hverju sinni til þess að geta miðlað nemendunum sem fjöl- þættastri þekkingu. Undanfarin ár hefur starfsári skólans verið skipt í tvö stárfstíma- bil, og hefur þessi skipting náms- tímans og um leið stytting námsins og aukin fjölbreytni gefist vel. Fyrra námstímabilið ef frá 15. sept. — 15. des., Þá er starfrækt heimilisfræðikennsla fyrir Grunn- skóla Reykdæla og Laugaskóla, síðan eru starfrækt ýmiskonar námskeið fyrir fólk úr héraðinu, en þar sem sú kennsla er einungis ætl- uð til þess að fylla upp í kennslu- skyldu kennara, er engin leið að sinna þeirri miklu eftirspurn sem er ávallt á þessi haustnámskeið. Seinna námstímabilið hefst svo um 10. jan., og stendur fram í miðjan maí. Þá búa allir nemendur í heimavist, sem rúmar 24. Á þess- um tíma er lögð áherzla á næring- arfræði, heilsufræði, uppeldis- fræði, heimilishagfræði, vöruþekk- ingu, matreiðslu, híbýlaumgengni þvott- og ræstingu, vefnað, fata- saum, útsaum, prjón, hekl, ofl. í vetur hafa um 100 nemendur notið kennslu í skólanum. Laugardaginn 12. maí héldu Fermingar- barnamót Eyjafjarðar- prófastsdæmis FERMINGARBARNAMÓT- IÐ verður miðvikudaginn 6. júní. Farið verður út á Grenivík, austur í Háls í Fnjóskadal og í Stórutjarnarskóla. Fermingar- börnin eiga að nesta sig ,til dagsins, vera klædd til útileikja og hafa með sér sundföt. Farið verður frá Akureyrarkirkju kl. 9.30 f.h. Þau fermingarböm, sem hafa skráð sig, en geta ekki farið, eru beðin að tilkynna það hið allra fyrsta til séra Birgis Snæbjömssonar í síma 23210. nemendur handavinnusýningu í skólanum og seldu kaffi. Á annað hundrað manns kom þann dag. Hæstu einkunn við brottfararpróf hlaut Guðrún Þóra Guðnadóttir frá Eskifirði 9.20, einnig hlaut hún árlega viðurkenningu Lions- klúbbsins Náttfara, fyrir gott handbragð og afköst í vefnaði. í lögregluliði Akureyrar eru starfandi 24 lögreglumenn. Yfirlögregluþjónn, einn rann- sóknarlögreglumaður, tveir sem annast fangavörslu og fl. og 20 sem skipta með sér vöktum allan sólarhringinn og eru 5 á vakt í einu. Á mesta annatíma lögreglunnar á föstudags- og laugardags- kvöldum er bætt við 3-5 mönn- um á aukavaktir. Yfir sumar- mánuðina eru starfandi 5-6 menn við afleysingar vegna sumarleyfa. Lögreglan hefur þrjár bifreiðar til umráða og eitt bifhjól. Hún er í rúmgóðu húsnæði við Þórunnar- stræti. Þar eru 14 fangaklefar og að auki þrír í ríkisfangelsisdeild sem tekin var í notkun á s.l. vori. Byrjunarlaun lögreglumanna eru nú kr. 201.002,- og eftir 6 ára starf kr. 250.040.-. Þá er greitt vaktaálag á þá vinnu sem fellur utan venjulegs dagvinnutíma. Lögreglumenn greiða í Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins 4,25% af föstum launum sínum. Rétt til greiðslu úr sjóðnum öðlast menn við 65 ára aldur, en mega starfa til sjötugs ef þeir æskja þess. Þá er veitt lán úr sjóði þess- um til íbúðakaupa eða bygginga. í reglugerð um veitingu lög- reglustarfs er m.a. tekið fram, að umsækjandi skuli vera íslenskur ríkisborgari, 20—30 ára og standa ekki höllum fæti fjárhagslega. Hafi gott mannorð og vera kunn- ur að reglusemi og háttvísi. Hann skal vera a.m. 176 cm. hár með góða líkamsburði. Æskilegt er að hann hafi stundað einhverjar íþróttir og sé a.m.k. allvel syntur. Hafi gagnfræðapróf eða hlið- stæða menntun. Fyrstu tvö árin telst reynslutími og á þeim tíma á viðkomandi að hafa lokið prófi úr Lögregluskóla ríkisins. Námi þar er tvískipt og er námstími fyrri veturinn um 6 vikur, en þann seinni 14-18 vikur. Standist viðkomandi próf er hann síðan skipaður í starfið. Nú þegar hafa borist margar umsóknir um skólann næsta vetur, en þurft hefir verið að vísa frá nemendum undanfarin ár. Um- sóknarfrestur er til 15. ágúst. Skólastjórinn frú Hjördís Stefáns- dóttir, Laugabóli, tekur á móti umsóknum og veitir uppl., varð- andi skólann. Verkefni lögreglunnar eru m.a. að sinna umferðarslysum, þar sem gera þarf athuganir á vett- vangi, skrá niður frásögn öku- manna og stundum vitna. Síðan Ámi Magnússon. þarf að gera teikningu af vett- vangi og rita skýrslur. Sinna þarf umferðarstjórn, fylgjast með ökuhraða bifreiða, ölvun við akstur, óleyfilegum lögnum bif- reiða og umferðarbrotum af ýmsu tagi. Hafa afskipti af ölvuðu fólki á almannafæri og í heima- húsum. Rannsókn mála svo sem vegna þjófnaðar, líkamsárása, bruna, dauðsfalla, vinnuslysa og svo mætti lengi telja. Þá er reynt að greiða götu fólks eins og við verður komið og fjölmörg minni- háttar mál er leyst með viðtölum við fólk. Oft verða lögreglumenn að leggja sig í hættu í sínu starfi, en ekki hafa hlotist alvarleg meiðsli á lögreglumönnum hér á Akur- eyri svo ég viti til. Ekki mun vera hægt að segja að starf lögreglumanns sé vinsælt, en ég held að nokkur breyting hafi orðið þar á nú seinni árin á þann veg að samskipti lögreglunnar og almennings hafi orðið vinsam- legri. Verkefnin eru fjölþætt. sum eru skemmtileg viðfangs, önnur leiðinleg og má segja að þar geti skipst á skin og skúrir, en oft er það undir lögreglumanninum sjálfum komið hvernig til tekst. Starfskynning: Ámi Magnússon, varðstjóri kynnir störf lögreglumanna knatt- spyrnu maður ÞANN 24. Þ.M. varð Jón Sigurgeirsson f.v. skólastjóri sjötugur. Þrátt fyrir háan aldur leikur Jón Sigurgeirs- son skallbolta tvisvar til þris- var í viku, og einnig æfir hann badminton. Hann er einn af stofnendum KA og var í fyrstu stjórn félagsins. Eftir skallaboltaæfingu í s.l. viku afhentu nokkrir félagar Jóns honum styttu af knatt- spyrnumanni til minningar um ánægjulegar samverustundir í skallbolta. Þar kom fram að Jón hefur æft þessa íþrótt í yfir 30 ár og var einn af frumkvöðlum hennar ásamt Ármanni Helga- syni f.v. kennara. Æfingartafla knattspyrnudeildar ÞÓRS í sumar Klukkan Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmludagur Föstudagur 15.45 6. flokkur 6. flokkur 16.45 8 ára og yngri 6. flokkur 8 ára og yngri 6. flokkur 17.30 4. flokkur 9 og 10 ára 4. flokkur 9 og 10 ára 4. flokkur 17.45 5. flokkur 5. flokkur 18.45 meistarafl. meistarafl. meistarafl. meistarafl. meistarafl. 19.00 kvennafl. kvennafl. 20.15 3. flokkur 2. flokkur 3. flokkur 2. flokkur 3. flokkur IA vann KA 3:2 KA og ÍA Iéku í fyrstu deild á Akranesvelli á þriðjudags- kvöldið. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur og lauk með sigri f A 3-2. Óskar Ingimundarson skor- aði fyrsta mark KA eftir góða fyrirgjöf frá Gunnari Blöndal. Skagamenn jöfnuðu síðan úr vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Einar Þórhallsson kom KA síðan yfir eftir að hafa fengið fyrirgjöf frá Elmari og hoppað síðan hæst og skallað örugglega í mark Skagamanna. Skömmu síðar jafna heima- menn og rétt fyrir leikslok inn- sigluðu þeir sigurinn með góðu marki. KA liðinu fylgdi full rúta stuðningsmanna sem hvöttu liðið óspart, en sú ferð var farin á vegum nýstofnaðs stuðnings- mannaklúbbs KA. Næstu leikir Á Sanavelli munu leika á laugardaginn ÍBV og KA. Sama dag leika á Sand- gerðisvelli Reynir og Þór, og á Kapla- krikavelli leika FH og Magni. Sigurlið Vfkings Bjömssonar. Frá vinslri: Gunnar Helgason, gullskallinn Víkingur Björnsson og Dúi Björnsson. AKUREYRARMOT I SKALLBOLTA Nú fyrir skömmu var haldið óformlegt Akur- eyrarmót i skallbolta. Sex liö tóku þátt í mót- inu og léku allir við alla. Keppnin var mjög jöfn og spennandi, en þegar upp var staðið hafði lið Víkings Björnssonar unnið flesta sigra. I öðru sæti var lið Sigurðar Bárðarsonar og í þriðja lið Ólafs Ásgeirssonar. Mótsstjóri var Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, og fórst honum stjórnin vel úr hendi. DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.