Dagur - 07.06.1979, Blaðsíða 8
DAGTJR
Akureyri, fimmtudagur 7. júní 1979
RÁFGEYMAR
í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
Fjölmenni var á sólbekkjunum er Ijósm. Dags leit við i Sundlaug Akureyrar á dögunum. Mynd: á.þ.
„Ahugi fólks er alltaf að
ðllkðSt^ ^ segir Haukur Berg, sundlaugarstjóri
„ÁHUGI fólks á sundi fer alltaf
vaxandi. Þetta á við alla aldurs-
flokka og það er eins og þátt-
takan smiti út frá sér“, sagði
Haukur Berg, sundlaugarstjóri,
i samtali við Dag.. „Á morgnana
eru húsmæðurnar flestar, en það
bíður alltaf hópur við dyrnar
þegar opnað er kl. 7. Ég taldi eitt
sinn gestina er komu frá kl. 7 til
9 og reyndust það vera um 90
Á fimmtudaginn fyrir viku komu
1190 manns, en þann dag var sól og
dásamlegt veður. Sólin var ekki
jafn gjöful á geisla sína næstu tvo
daga því þá komu „aðeins" 851 og
620 manns í Sundlaug Akureyrar.
Haukur sagði í samtalinu, að á
liðnu ári hefði aðsóknin verið með
ágætum. Alls komu 167.640 í laug-
arnar tvær, en 1977 162.406. Að
meðaltali kom 341 gestur í laugina
á dag árið 1978. Það skal tekið fram
að skólabörn eru með í þessum
tölum.
„Ósynt börn mega ekki koma
hingað nema með 13 ára og eldri.
Það hefur töluvert borið á því að
foreldrar sendi böm sín án þess að
þau séu synt. Hins vegar mega allir
krakkar koma hingað ef þau geta
synt kútlaust hvar sem er í laug-
inni“, sagði sundlaugarstjórinn að
lokum.
0 Margir
festastí
netinu
Hið flókna samfélag okkar er
orðið slíkt, að þörf er á sér-
stakri fræðslu um helstu
málaflokka. Eða hve hár
hundraðshluti þjóðarinnar
ætli skilji tollamál og skatta-
mál að verulegu marki? Er
hægt að búast við því, að
venjulegir og önnum kafnir
borgarar kunni skil á trygg-
ingarlöggjöfinni og fram-
kvæmd hennar? Eða heíl-
brigðismál? Mönnum ættu
þó að koma þessi mál eitt-
hvað við. Hvernig er því farið
með fræðsiu- og skólamálin?
í skjóli hins flókna samfé-
lags geta óvandaðir menn
vaðið uppi í þjóðfélaginu og
gera það með nokkrum ár-
angri. í skugga þess nær
fjöldi manns ekki rétti sínum.
Það festist margt í hinu þétt-
riðna og flókna neti samfé-
lagsins.
0 Gullgerðar-
menn
Gullgerðarmenn fyrri tíma
nutu lotningar og voru jafnvel
tignaðfr af þeim, sem gullsins
væntu. Með særlngar á vör-
um og leyndardómsfullu lát-
bragði yfir rjúkandi eldi,
reyndu þeir að framleiða hinn
dýra málm. Það tókst aldrei
en þeirra verður ætíð mínnst í
sögunn).
Ýmislegt í tjármálalífi
þjóðarinnar minnir á gull-
gerðarlistina, sem færst hef-
ur í nýjan búning með nýjum
tíma. Hún felst í því að riða
svo flókið net um úrlausnar-
efni, svo sem vanda efna-
hagsmála, að venjulegum
mönnum torveldist yfirsýn og
sjálfir netagerðarmeistararn-
ir, svo sem alþingismenn og
aðrir stjórnmálamenn, sitja
þar fastir og komast hvorki
fram né aftur án hjálpar sér-
fræðinga.
Bilun í örbylgjusambandi
Aðfaranótt þriðjudags varð bilun í örbylgjusambandi milli Akureyrar og
Reykjavíkur og olli hún truflunum fram eftir degi. Um tvöleytið á
þriðjudag var samband komið á og endanlegri viðgerð var lokið þá um
kvöldið. Sfmatrufianir urðu þvi á öllu Norðurlandi, sem náðu til Aust-
fjarða og ollu þar erfiðleikum í sjálfvirku vali, en svo verður þegar
sambandið milli Akureyrar og Reykjavíkur rofnar.
Ekkert var aðhafst þrátt fyrir
viðvaranir
Tap á verslunarrekstri flestra, ef ekki ekki allra, kaupfélaga
manns“.
Mannakorn
Gat ekki
skemmt
vegna
ölvunar
meðlima
HLJÓMSVEITIN Manna-
korn kom til Húsavíkur fyrir
sköminu, og var ætlunin að
hún skemmti Húsvíkingum,
en lítið varð af hljóðfæra-
slætti hjá meðlimum hljóm-
sveitarinnar, þar sem flestir
voru dauðadrukknir og ekki
færir um að spila.
Að sögn Viðars Eiríksson-
ar, framkvæmdastjóra Fél-
agsheimilisins á Húsavík,
var framkoma hljómsveitar-
innar henni til háborinnar
skammar, og sagði hann, að
Húsvíkingar kærðu sig lítt
um að fá svipaða gesti aftur í
heimsókn. Hins vegar hefði
H.L.H. flokkurinn, sem
skemmti í Félagsheimilinu
um s.l. helgi, tekið starf sitt
alvarlega og var ekki vín að
sjá á neinum í þeirri hljóm-
sveit, enda gat hver unnið
sitt verk og var ekki yfir ne-
inu að kvarta.
í UPPHAFI ræðu sinnar bauð
Valur Arnþórsson kaupfélags-
stjóri, fundargesti velkomna, en
rakti síðan lauslega ástand mála
á vissum sviðum þjóðlífsins og
lýsti yfir áhyggjum sínum vegna
framtíðarinnar.
Valur ræddi m.a. um stöðu
verslunarinnar í landinu og minnti
á, að við tvær gengisfellingar á s.l.
ári var beitt hinni svokölluðu 30%
reglu til skerðingar á sölulaunum
verslunarinnar. „Sölulaunin eru að
sjálfsögðu það sem verslunin hefur
„ÓHÆTT ER að segja að síðan
ég fór að koma nærri þessum
málum hefur aldrei verið jafn
dökkt framundan fyrir jafn
stóran hóp styrkra félagsmanna
eins og nú — og á ég þar við
bændur“.
Þannig komst Sigurður Óli
Brynjólfsson, varaformaður stjórn-
ar KEA, að orði í ávarpi sínu við
setningu aðalfundarins í gær. Sig-
urður ræddi um birgðasöfnun
landbúnaðarvara og sagði síðan:
„Á síðasta aðalfundi var það
upplýst að ráðast ætti í aðkallandi
verkefni og væri fjárfestingaþörfin
um 750 millj. kr. Miðað við þáver-
til að greiða með sinn rekslurs-
kostnað, þar sem laun eru lang-
stærsti liðurinn. Með því að beita
þessari reglu tvisvar lækkuðu sölu-
laun smásöluverslunarinnar, og
reyndar heildverslunarinnar líka,
um 1/5, frá því sem þau höfðu
verið í nóvember 1977“.
Valur sagði það ekki vera hlut-
verk samvinnuverslunarinnar að
stuðla að hærra vöruverði, þvert á
móti, en hins vegar hefði það aldrei
verið hlutverk kaupfélagsmanna að
sjá svo um að samvinnuverslunin
væri rekin með tapi.
andi aðstæður var talið óhugsandi
að félaginu tækist að útvega svo
mikið fjármagn. En þegar upp er
staðið kemur í ljós að fjárfestingar
félagsins árið 1978 urðu 817,5 millj.
kr.“.
„Þrátt fyrir svo miklar fjárfest-
ingar var ekki unnt að ráðast í allar
þær framkvæmdir sem að var stefnt
í upphafi árs. Önnur og ný við-
fangsefni kölluðu á skjóta úrlausn í
staðinn".
Sigurður sagði að eiginfjár-
munamyndun félagsins hefði verið
alltof lítil og því hefði verið nauð-
synlegt að fjármagna með lánsfé.
Þetta kvað Sigurður vera hættulega
þróun.
Þrátt fyrir ítrekuð viðvörunarorð
samvinnumanna var ekkert aðhafst
fyrr en í upphafi þessa árs. „Af-
leiðingin lætur ekki á sér standa",
sagði Valur. „Kaupfélögin gera nú
upp sína reikninga og birta á aðal-
fundum og þau eru nær undan-
tekningarlaust með stórfelldan
hallarekstur. Ef þau eru ekki með
(Framhald á bls.4).
Varaformaður kaupfélagsstjórnar, Sigurður Óli Brynjólfsson, flytur ávarp í upphafi
fundar. T.v. er Valur Amþórsson, kaupfélagsstjóri. Fundarstjórar vom kjörnir þeir
Þóroddur Jóhannsson, og Jóhannes Sigurgeirsson, en ritarar þeir Torfi Sigtryggsson
og Atli Friðbjörnsson. Rétt til fundarsetu höfðu 234 fulltrúar. Mynd: á.þ.
„Utlitið aldrei jafn dökkt
sagði Sigurður Óli Brynjólfsson