Dagur - 14.06.1979, Qupperneq 2
Smáauðlvsinifar
iSala
Húsnæðh
Barnavagga á hjólum til sölu.
Verð kr. 15.000. Á sama stað
óskast gamalt reiðhjól til kaups.
Má þarfnast viðgerðar.
Uppl. í síma 24357.
Tvö 180 cm. löng hlaðrúm,
með dýnum og teppum, til sölu.
Upplýsingar í síma 61303.
Barnavagga til
Honda á sama
síma 25248.
sölu,
stað.
einnig
Uppl. í
Fjölær blóm. í vor sel ég blómin
einungis eftir skriflegum pönt-
unum. Verðlisti er til sýnis og
sölu í Bögglageymslu K.E.A.
Margrét Ketilssóttir tekur við
pöntunum þar og gefur upp-
lýsingar. Herdís Pálsdóttir,
Fornhaga.
Til sölu 12" s/h sjónvarp 2ja
ára —12 og 220 voit — tilvalið í
hjólhýsi eða sumarbústaðinn.
Upþl. í síma 22470.
Notað mótatimbur til sölu 1x6
og 114x4, einnig lítill vinnuskúr.
Uppl. í síma 23929.
Blæjur af Willys til sölu. J.C. 5
árg. 1974. Upplýsingar í síma
21541.
Lítil íbúð óskast til leigu, má
vera tveggja herbergja. Helst á
brekkunni. Upplýsingar í síma
21276, eftir kl. 8 á kvöldin.
wBjfrejðjri
Til sölu Willys árgerð 1955,
með blæjum. Upplýsingar í
síma 21212 milli kl. 12 og 14 á
daginn.
Amigo 1977 til sölu, ekinn
21.000 km. Skemmtilegur og
lipur Skódi. Skríður vel niður í
móti. Klífur þó knálega brekkur,
kraftmikill, áræðinn rekkur.
Upþlýsingar í síma 22102.
Ford Thems stadion árg. 1955
til sölu, mikið af varahlutum.
Einnig hausing, millikassi og
kælir í Willis árgerð 1946.
Uppl. í síma 23787 eftir kl. 19 á
kvöldin.
Vil kaupa notaða vél í Fíat 127.
Uppl. í síma 24645 eftir kl. 7 á
kvöldin.
Óska efftir aö kaupa 6 eða 8 cyl
vél í Dodge Dart árg. 1967.
Einnig 14“ felgur.
Uppl. í síma 24096 á kvöldin.
Garðyrkjufélagið stendur fyrir
sölu og skiptum á fjölærum ^el me® farinn barnavagn ósk-
garðplöntum við verkfæra- ast til kaups. Upplýsingar ísíma
geymslu beint á móti Krókeyri, 22979.
fimmtudagskvöldið 14. júní, kl.
8-10. Stjórnin.
Ymjshigt
Hvolpar fást gefins. Upplýsing-
arísíma 22561.
ÍORÐ DagSINS
fSÍM l
Æfingatafla frjálsíþróttadeildar KA
Æfingar hjá frjálsíþróttafólki KA eru nú hafnar af fullum krafti.
Sérstakar æfingar eru fyrir unglinga f. 1965 og síðar, og eru þær á
íþróttavellinum á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum
kl. 16.30. Hjá þeim eldri eru æfingar alla virka daga eftir kl.
18.00.
Þjálfarar eru Jón Sævar Þórðarson og Ingunn Einarsdóttir.
Sundlaugin
Syðra-Laugalandi
verður opin í sumar, sem hér segir:
Sunnudaga......... kl. 14.00-15.30
Mánudaga.......... kl. 20.30-22.30
Þriðjudaga........ kl. 20.30-22.30
Fimmtudaga........ kl. 20.30-22.30
Ath. Konutímar eru á mánudögum.
Ábending til foreldra og/eða ann-
arra forráðamanna barna: Takið
aldrei nein húsdýr á heimili ykkar,
nema öll fjölskyldan sé því sam-
þykk, því dýrin eru ekki leikföng
heldur lifandi verur sem þarfnast
mikillar ástúðar og umhyggju, ekki
síður en mannfólkið.
DÝRAVERNDUNARFÉLAG
AKUREYRAR
Þjóðhátíðardaginn
1979
Er opið frá kl. 8-23 sem og aðra daga. Einnig er nýi
salurinn opinn frá kl. 12-15 og verður þá fram-
reiddur heitur matur m.a. Roast beef bearnise með
bakaðri kartöflu og Hamborgarreyktur aligrís með
Madeirasósu.
Um kvöldið eða frá kl. 18 verðum við meó í NÝJA
SALNUM ÚRVALSRÉTTA KALT BORÐ fyrir alla
fjölskylduna. Er ókeypis fyrir börn að 10 ára aldri og
hálft gjald fyrir 11-13 ára í fylgd fuilorðinna.
Hagstætt væri, ef fólk vildi vin-
samlegast panta matinn eigi
síöar en 16. júní, ef það ætlar
að snæða í nýja salnum.
sími 21818
Stórkostleg bílasýning
á 17. júní við Oddeyrarskólann
Þar verða sýndir kraft-
mestu og glæsilegustu
bílar landsins.
Einnig glæsilegustu
gömlu bíl^r landsins.
Missió ekki af þessari
frábæru sýningu.
Opið frá kl. 10 f.h. til kl.
18 e.h.
BÍLAKLÚBBUR
AKUREYRARJ
ILU
VARA
ÖLKELDU
VATN
í flöskum
Matvörudeild KEA
HAFNARSTRÆTI 91
2.DAGUR
Fokker hefur sig til flugs frá Akureyrarvelli Mynd: á.þ.
TVEGGJA FLUGFERÐA INNRITUN
í mars s.l. tók Flugleiðir upp þá
nýbreytni í innanlandsflugi að
farþegar sem flugu frá Reykja-
vfk til Akureyrar en ætluðu að
koma suður samdægurs, gátu
innritað sig til beggja flugferð-
anna í einu, þ.e. frá Reykjavík til
Akureyrar og sömuleiðis frá
Akureyri til Reykjavíkur.
Þetta fyrirkomulag, sem tekið
var upp til reynslu, hefur reynst
mjög vel og því hefur félagið nú frá
og með 21. maí tekið upp sömu til-
högun á ferðum til Vestmannaeyja,
ísafjarðar og Egilsstaða. Sömuleið-
is verður nú hægt að fá til baka
innritun frá Akureyri , fari farþegi
þaðan að morgni og ætli aftur
norður sama dag. Samkvæmt þessu
nýja innritunar fyrirkomulagi
kaupir farþeginn farmiða á sama
hátt og áður og farpöntun hans er
einnig með hefðbundnu sniði. Ætli
farþeginn að snúa til Reykjavíkur
sama dag, getur hann innritað sig í
báðar flugferðirnar við brottför frá
Reykjavík og fær þá brottfarar-
spjöld sem gilda fyrir báðar leiðir.
Sama tilhögun gildir nú milli
Akureyrar og Reykjavíkur svo sem
fyrr er sagt.