Dagur - 14.06.1979, Page 4

Dagur - 14.06.1979, Page 4
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAViÐSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl og afgr : JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Samvinnumál Enn eru í fullu gildi þau markmið, sem samþykkt voru af eyfirskum bændum og samvinnumönnum á Öngulsstöðum 3. mars 1906 og síðan hafa verið leiðarljós sam- vinnumanna við Eyjafjörð. En þau eru eftirfarandi: Að útvega*félags- mönnum góðar vörur og ná hag- felldum kaupum á þeim. Að efla vöruvöndun og koma innlendum vörum í sem hæst verð. Að sporna við skuldaverslun og óreiðu í við- skiptum. Að safna fé í sjóði til tryggingar fyrir framtíð félagsins. Að stuðla að útbreiðslu og eflingu sams konar félaga hér á landi og koma sér í samvinnu við þau, og að síðustu: Að efla þekkingu manna á samvinnufélagsskap og viðskiptamálum. Kaupfélaq Eyfirðinga, sem ný- lega hélt aðalfund sinn, hefur orðið öflugur félagsskapur samvinnu- manna vegna þess hve samstilltur hann hefur ætíð verið um markmið og leiðir og að félagið hefur átt afburða forystumenn. Félags- menn eru rúmlega hálft sjöunda þúsund í 25 félagsdeildum, full- trúar á aðalfundi 234 og stjórnun félagsins fullnægir betur lýð- ræðishugmyndinni en flest önnur félagsform. Það gefur hugmynd um umfang viðfangsefna, að fastráðnir starfs- menn eru rúmlega sjö hundruð talsins, í verslun, iðnaði og þjón- ustugreinum og er þá starfsfólk í sameignarfélögum ekki meðtalið og launagreiðslur, beinar og óbeinar, voru hátt á þriðja milljarð króna á síðasta ári, en heildarvelta nam 26,3 milljörðum króna. Þótt Kaupfélag Eyfirðinga sé fjárhagslega styrk stofnun, ekki síður en félagslega, var rekstur þess þungur á síðasta ári. Smá- söiunni voru þau takmörk sett með opinberum ráðstöfunum, að á henni varð taprekstur. Tvær gengisfellingar og skerðing álagningar áttu þátt í taprekstri smásöluverzlunar KEA og eflaust annarra kaupfélaga. Sjaldan hefur verið jafn skuggalegt útlit í landbúnaðar- málum og nú og snertir það rekstur kaupfélagsins mjög í okk- ar mikla landbúnaðarhéraði. Of- framleiðsla búvara og hin ill- ræmda afstaða Sjálfstæðis- og Alþýðubandalagsmanna á Al- þingi, þegar þeir á síðustu þing- dögum komu í veg fyrir lántöku Framleiðsluráðs með ríkisábyrgð til að bæta stöðu bænda, leggst að sjálfsögðu þungt á kaupfélög- in. Það er þó verulegur styrkur bændastéttarinnar, að hún nýtur öflugra samvinnufélaga, bæði hér og um land allt. Mun það sannast nú, eins og ætíð áður. Minning Jórunn Sigurbjörnsdóttir F. 3. júlí 1925 * Dáin 30. maí 1979 Kveðja til ömmu Kiknar undan byrði glœsikona gátu engir lœknað hennar kvöl? Komst ei af í heimi sannra vona sárt við syrgjum, stutt var hennar dvöl. Þá síst er von er stutt í sorg og trega og sárast mest þeir bestu falla frá en seinna sést að þyngst er oft að vega á vogarskálum lífsins, ást og þrá. Þú varst svo blíð og hláturmild í hjarta hvar sem varst, við fundum birtu ogyl börnin voru von þín mest og bjarta betri kona verður aldrei til. Neytendur vilja að sjálfsögðu hafa verðmerkingu á spunavöru. Mynd: á.þ. Neytendasamtökin á Akureyri: Algengasf að kvartað Hve oft var gott að vera hjá þeir heima hve hlýtt var bros og mikil mildin þín og eitt er vist þér aldrei munum gleyma með tárum kveðjum, elsku amma mín. Þín mynd mun lifa langt þó líði árin lengstan veg uns seinna sjáumst við vitum vel að siðar gróa sárin Guð þig geymi ogfœri Ijúfan frið. Barnabörn. sé yfir spunavöru í SÍÐASTA mánuði opnuðu Neytendasamtökin á Akureyri og nágrenni (NAN) skrifstofu Drykkjusýki algengariá islandi en í U.S.A.? DAGANA 7. og 8. júní var haldin á Akureyri ráðstefna fyrir þá sem mæta vandamálum drykkjusjúklinga í störfum sín- um. Ráðstefna sem þessi var einnig haldin í Reykjavík og voru í undirbúningsnefnd Stefán Jóhannsson félagsráðunautur, Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, Björgvin Magnús- son skólastjóri og sr. Bragi Friðriksson prófastur. Til þessarar ráðstefnu var boðið hingað til lands sr. Gordon R. Grimm, framkvæmdastjóra við Hazelden Foundation í Minnesota í Bandaríkjunum, sem er ein af elstu og reyndustu stofnunum vestanhafs, sem starfa að málefn- um drykkjusjúkra. Passíukórinn: Sr. Gordon R. Grimm. Til ráðstefnunnar var boðið full- trúum frá sálfræðingum, læknum, prestum og félagsmálastofnun, svo og fulltrúum frá AA-samtökunum og Al-Anon, sem er félagsskapur aðstandenda drykkjufólks. Mörg erindi voru flutt á ráð- stefnunni og fjallaði Gordon R. Grimm m.a. um sálgæslu meðal drykkjusjúkra og aðstandenda þeirra, orsakir og eðli drykkjusýki og hið andlega og siðferðilega við- horf. Eftir hvert erindi var fundar- mönnum skipt í umræðuhópa og einnig sátu fyrir svörum fulltrúar frá AA-samtökunum og Al-Anon. Sr. Gordon R. Grimm var spurður að því hver munur væri á aðstæðum drykkjufólks hér á landi og í Bandaríkjunum. „Svo virðist sem drykkjusýki sé útbreiddari hér á íslandi en í Bandaríkjunum, miðað við fólksfjölda, og ég held að hér sé miklu meiri skortur á aðstoð við drykkjusjúklinga og fjölskyldur þeirra frá hendi þjóðfélagsins." Sr. Gordon R. Grimm sagði ennfrem- ur að presta hér skorti marga hverja þekkingu til að bregðast rétt við vandamálunum og þeim möguleikum sem fyrir hendi eru til hjálpar. „Presturinn er oft fyrsti aðilinn sem leitað er til og þá fyrst og fremst vegna skilnaðar hjóna. Á þessu þarf að verða breyting ásamt fleiri möguleikum á meðferð fjöl- skyldunnar. Eins og er virðast AA-samtökin standa nokkuð ein- mana að þessum mikilvæga þætti, en í Bandaríkjunum er aftur á móti um fleiri möguleika að ræða með hvers kyns hópvinnu." Guðmundur Einarsson sagði að menn hefðu lýst yfir ánægju sinni með þessa ráðstefnu og þau mál- efni sem þar voru rædd. „Von okkar er að áframhald megi verða á þessum ráðstefnum og menn finna að þetta mál hefur meðbyr, þannig að fordómar gagnvart þeim eru á hröðu undanhaldi.“ Sjöunda starfsárinu lokið SJÖUNDA starfsári Passíu- kórsins er nýlega lokið. Kórinn hélt ferna tónleika á því starfsári, tvenna jólatónleika í samvinnu við Hljómsveit Tón- listarskólans, aðra í Akureyrar- kirkju og hina í Víkurröst Dal- vík, og flutti Gloría eftir Vivaldi. Það var endurflutningur á því verki en Passíukórinn frumfiutti Gloria hér á landi á Tónlistar- dögum 1975. 29. apríl flutti kórinn „Árstíðirn- ar“ eftir J. Haydn í íþróttaskemm- unni á Akureyri á „Tónlistardög- um“ sem þá voru haldnir. Fékk kórinn mjög góða dóma fyrir flutninginn á þessu verki, en auk hans tóku þátt í flutningnum 42 hljóðfæraleikarar og 3 einsöngvar- ar svo alls tóku yfir 100 manns þátt í uppfærslunni. Síðan hélt kórinn suður yfir heiðar og flutti „Árstíð- irnar“ í Háskólabíói 6. maí við góðar undirtektir áheyrenda og gagnrýnenda. Á nýbyrjuðu starfsári er ráðgert að flytja Messu í F-moll eftir Anton Bruchner, sem er verk fyrir ein- söngvara, hljómsveit og kór, samið árið 1867-68, Páskaoratoriu (Kommt eilet und Laufet) eftir J. S. Bach, samin árið 1736 og Via Crucis eftir F. Liszt, en Liszt lauk við verkið í Budapest 1879. I Passíukórnum á Akureyri eru nú um 50 manns og er hver sem áhuga og ánægju hefur af söng velkominn í kórinn, einkum þó tenórar og bassar. Æft er á mið- vikudagskvöldum kl. 8 fram að miðjum júní í sumar, en aftur verður byrjað af fullum krafti fyrsta laugardag í september og æft tvisvar í viku á gamla sal Mennta- skólans. Stjórn Passíukórsins skipa: Sæbjörg Jónsdóttir, Páll Bergsson, Aðaíbjörg Jónsdóttir, Elínborg Loftsdóttir og Hildur Bergþórs- dóttir, en stjórnandi er Roar Kvam. (Fréttatilkynning) að Skipagötu 18. Þar getur fólk fengið leiðbeiningar, upplýsing- ar um rétt þeirra sem neytenda og fengið aðstoð ef það telur sig hafa verið hlunnfarið í viðskipt- um. Fram til þessa hafa Neyt- endasamtökin nær eingöngu starfað í Reykjavík. Á blaðamannafundi, sem sam- tökin efndu til 11. júní, kom fram að margir halda þessi samtök vera árás á verslanir og kaupmenn. En því fer fjarri. Samtökin gera ein- ungis það sem hver og einn getur gert ef vilji er fyrir hendi; tala við viðkomandi aðila og fá leiðréttingu sinna mála. Munurinn er sá að NAN hafa samtaka mátt á bak við sig. Við ráðleggingar og leiðbeining- ar varðandi kaup á ýmsum vörum, hafa samtökin stuðst við saman- burðarrannsóknir, sem neytenda- samtök í nágrannalöndunum hafa framkvæmt og birt í sínum ritum, þar sem slíkar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hér á landi. Á blaðamannafundinum kom fram að hjá samtökunum hér eru kvartanir vegna spunavöru einna algengastar. Kaupandi vill að sjálfsögðu fá vitneskju um t.d. hvernig á að hreinsa ákveðna flík, hvort hún hleypur eða lætur lit. Víða erlendis er slík meðferðar- merking lögboðin. Samkvæmt reglugerðarákvæði í lögum er kaupmönnum skylt að verðmerkja þá vöru sem er til sýnis í verslunargluggum. Nýlega var gerð könnun á 30 verslunum mið- bænum og var niðurstaðan sú að 8 verslanir höfðu enga eða ónóga verðmerkingu. Nú eru um 3300 félagar í sam- tökunum á Akureyri. Samtökin þarfnast peninga til útgáfustarfs- semi og hafa félagsgjöld verið not- uð til þess. Eitt fréttabréf er komið út núna og annað væntanlegt í júní. NAN stefna að því að koma sér upp nokkurs konar heimildasafni með upplýsingum um vörutegund- ir svo neytendur geti fengið flestar þær upplýsingar sem hægt er að veita. Passíukórinn hélt f jóra tónleika á starfsárinu. Starfskynning: Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri, kynnir störf verkfræðinga Til að geta hafið verkfræðinám er nauðsynlegt að hafa lokið stú- dentsprófi úr raunvísindadeild menntaskóla, eða hafa lokið námi í tæknifræði. Ekki er ráðlegt að leggja stund á verkfræði öðruvísi en að hafa góð tök á stærð- og eðlisfræði. Þessi tvö fög eru hornsteinar námsins. í verkfræðiskólum er aukin áhersla lögð á nám í stjórnunar- og viðskiptafræðum, enda eru þau augljóslega nauð- synleg fyrir þá sem skipuleggja framkvæmdir og stýra þeim. Samkvæmt námsskrá tekur 4 ár að ljúka B.S. prófi í verkfræði frá Háskóla íslands — oft tekur þó námið lengri tíma. Við H.I. er hægt að ljúka prófi í eftirtöldum greinum verkfræði: Byggingar-, véla-, rafmagns og skipaverk- fræði. Einnig er hægt að ljúka fyrrihluta náms í efnaverkfræði (2 ár) við Háskóla íslands. Flestir þeirra sem ljúka verk- fræðinámi á íslandi halda er- lendis til framhaldsnáms. Al- gengast er að frekari menntunar sé leitað í Danmörku, Svíþjóð eða Bandaríkjunum. Vilji menn stunda aðrar verk- fræðigreinar en þær sem kenndar eru við H.I., verður það að gerast við erlenda háskóla. Atvinnumöguleikar verkfræð- inga á Islandi eru góðir. All- margir ísl. verkfræðingar starfa erlendis og því má segja að atvinnumöguleikar eru ekki ein- vörðungu bundnir við ísland. Verkfræðingar eru vel laun- aðir. Algeng mánaðarlaun fyrir 40 stunda vinnuviku eru frá 400 til 600 þúsund krónur. Tölu- verður hópur verkfræðinga hefur hærri laun en þetta, þá einkum þeir sem vinna við stjórnun fyrir- tækja. Starfssvið verkfræðinga er ákaflega yfirgripsmikið. Margir vinna á verkfræðistofum við hönnum mannvirkja og skipu- lagningu framkvæmda, aðrir eru í forsvari fyrir og bera ábyrgð á framkvæmdum ýmiskonar. Nokkuð stór hópur verkfræðinga vinnur hjá hinu opinbera eða í stærri fyrirtækjum við gerð ýmsra áætlana svo og skipulagningu. Segja má að flestir sem hafa lokið verkfræðiprófi hafi fundið starf við sitt hæfi. Jón Sigurðarson. Innanhússmót U.M.S.E. Þann 14. apríl s.l. var haldið innanhúsmót UMSE í frjálsum íþróttum, var það haldið í íþróttahúsinu í Glerárhverfi. Fjölmargir keppendur voru á mótinu frá sjö sambandsfélög- um. UMF Svarfdæla var stiga- hæst á mótinu með 33.5 stig. Mótstjóri var Vilhjálmur Björnsson. Úrslit urðu þessi: Telpnaflokkur Langstökk án atrennu I. Ingveldur Ólafsdóttir, Dagsbrún 2.19. Hástökk með atrennu I. Ingigerður Júlíusdóttir Svarfað- ardal 1.28. Kvennaflokkur Langstökk án atrennu 1. Hólmfríður Erlingsdóttir Skriðu- hreppi 2.54. Hástökk með atrennu 1. Guðrún Emelía Höskuldsdóttir Reyni 1.43. Sveinaflokkur Langstökk án atrennu I. Þórir Sigurgeirsson Skriðuhr. 2.86. Þrístökk án atrennu 1. Jóhannes Kolbeinsson Fram- tíðin 8.63 Hástökk án atrennu 1. Jóhannes Kolbeinsson Framtíð- in 1.63 Hástökk með atrennu 1. Jóhannes Kolbeinsson Framtíð- in 1.63. Karlaflokkur Langstökk án atrennu 1. Stefán Magnússon Möðruv. sókn 2.91 Þrístökk án atrennu 1. Stefán Magnússon Möðruv. sókn 8.91. Hástökk án atrennu 1. Felix Jósafatsson Reynir 1.43. Hástökk með atrennu 1. Ólafur Sigurðsson Svarfaðardal 1.73. Stigahæstu einstaklingar: Telpnaflokkur. Ingigerður Július- dóttir Svarf.dal. 6 stig. Kvennaflokkur. Guðrún Höskulds- dóttir Reyni 8 stig. Sveinaflokkur. Jóhannes Kolbeins- son Framtíðin 18 stig. Karlaflokkur. Stefán Magnússon Möðruv. sókn 12 stig. Marka- kóngur Akur- eyrar Reglugerð um knatt- spyrnustyttu, sem gefin er af Bílaleigu Akureyrar. • Styttan er árlega veitt þeim knattspyrnumanni er flest mörk skorar í innanhéraðs- mótum KRA, þ.e.a.s. Vor- móti, Akureyrarmóti og Haustmóti. % Leiki hinir ýmsu aldurs- flokkar misjafnlega marga leiki, skal reikna út hlutfall skoraðra marka pr. leik. Fáist ekki niðurstaða með þeim hætti, skulu mörk eða hlutfall skoraðra marka í útileikjum ráða. Að öðru leyti skal styðjast við reglu- gerð KSl um knattspyrnu- mót, þar sem fjallað er um markahlutfall. g Til þess að vera kjörgengur skal leikmaður leika a.m.k. helming af leikjum liðsins í innanhéraðsmótum KRA. • Mörk skoruð í leikjum þar sem leikskýrslur berast ekki á tilsettum tíma, reiknast ekki með. 0 Styttan vinnst aldrei til eignar, en getur veist sama leikmanni oftar en einu sinni. „Markakóngur“ varð- veitir styttuna í eitt ár, en fær verðlaunapening til eignar. Leikir Þórs í 2. deild 15. júní Magni — Þór 22. júní Þór — Selfoss 29. júní ÍBÍ — Þór 6. júlí Þór — FH 13. júlí Þróttur — Þór 21. júlí Þór — Austri 28. júlí Fylkir — Þór 10. ágúst UBK — Þór 18. ágúst Þór — Magni 25. ágúst Selfoss — Þór 1. sept. Þór — ÍBÍ 9. sept. FH — Þór Leikir KA í 1. deild 16. júní Víkingur — KA 24. júní ÍBK — KA 29. júní KA — Fram 8. júlí KA — KR 14. júlí Valur — KA 20. júlí KA — ÍA 27. júlí KA — Feyenoord 29. júlí Haukar — KA 2. ágúst ÍBV — KA 10. ágúst KA — Víkingur 18. ágúst Þróttur — KA 22. ágúst KA — ÍBK 1. sept. Fram — KA 9. ágúst KR — KA 16. sept. KA — Valur Leikir Magna í 2.deild 15. júní Magni — Þór 23.júní Fylkir — Magni 30. júní Magni — Reynir 7. júlí UMK — Magni 14. júlí Austri — Magni 20. júlí Magni — Selfoss 28. júlí Magni — ÍBÍ 1. ágúst Magni — FH 11. ágúst Magni — Þróttur 18. ágúst Þór — Magni 25. ágúst Magni — Fylkir 1. sept. Reynir — Magni 8. sept. Magni — UMK 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.