Dagur - 14.06.1979, Síða 7

Dagur - 14.06.1979, Síða 7
Húsmæðr askól - anum Óskslitið Smábátahufnin á Akurcyri. Mynd: á.þ. Wökkvi, ffélag siglingamanna: Vinnur að bættri hafnaraðstöðu HÚSMÆÐRASKÓLANUM Ósk á ísafirði var slitið í lok maí og gerði skólastjórinn, Þorbjörg Bjarnadóttir, grein fyrir vetr- arstarfinu. Skólinn starfaði i 9 mánuði og voru haldin lengri Frá Dýra verndunar- félaginu Hundaeigendur eru alvarlega minntir á, að hafa hunda sína aldrei lausa úti, því óheimilt er að láta hunda vera úti nema þeir séu í bandi. Ennfremur ber að skrásetja alla hunda í bænum og hafa þá tryggða. (Samanber reglugerð um hundahald á Akureyri). • Ökumenn: Nú fara lömbin og ærnar að koma að vegaköntunum, gætið þess því vel að keyra með gætni, þegar þið sjáið dýr á eða við vegina. * Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra húseigenda sem þegar hafa fengið hitaveitu eða þegar þeir hafa fengið hana, og hætt er að nota reykháfa húsanna, að setja vírnet ofan á þá svo fuglar komist ekki í þá, en nokkur brögð eru að því hér, og bíður þeirra þá venjulega slæmur dauðdagi. * Til allra dýraeigenda, svo og al- mennings: Sýnið öllum dýrum og fuglum fyllstu umhyggju, þá verða þau ykkar bestu vinir. * Kattaeigendur eru vinsamlega beðnir að gæta vel katta sinna og hafa þá í bandi þegar þeir eru úti. Þetta er sérlega nauðsynlegt yfir varptíma fuglanna, ekki síst þegar ungarnir eru komnir úr hreiðrun- um, en eru ófleygir. Ef kötturinn er vaninn á, meðan hann er ungur að vera í bandi, venst hann því fljót- lega, enda dæmi um slíkt hér á Ákureyri. Einnig er nauðsynlegt að hafa kettina merkta, því svo oft villast þeir frá heimilum sínum, og er þá oftast hringt í Dýraverndun- arfélagið og sagt frá óskila heimilisköttum, sem ekki er hægt að koma heim til sín, nema þeir séu merktir. og styttri námskeið í öllum greinum heimilisfræða þ.e. hús- stjórn, saumum og vefnaði og sóttu 252 nemar þessi námskeið. Auk þess sá skólinn um kennslu stúlkna í Gagnfræðaskólanum á ísafirði. Starfsemi skólans var með sama hætti og undanfarin ár og fram að áramótum voru haldin námskeið í ýmsum greinum matreiðslu og handavinnu. Eftir áramót hófst 5 mánaða námskeið í hússtjórn með sömu námsgreinum og kenndar eru í 8 mánaða skólunum en styttri kennsla í hverri grein. Nemendur á þessu 5 mánaða námskeiði tóku próf að námi loknu og á það koma þeim til góða ef hugað er að fram- haldsnámi í heimilisfræðum. Hæstu einkunn á 5 mánaða nám- skeiði hlaut Þórleif Friðriksdóttir frá Höfða á Höfðaströnd og voru henni veitt verðlaun úr Camillu- sjóði. Skólinn mun starfa með sama hætti næsta vetur og eru þegar farnar að berast umsóknir um 5 mánaða námskeið eftir áramót. 0 Loks kemur pylsuvagn f marsmánuði ákvað bæjar- stjórn að fela bæjarstjóra að auglýsa eftir umsóknum um leyfi til að starfrækja pylsu- vagn í miðbæ Akureyrar. Ættu bæjarbúar þá, sam- kvæmt furðulegri forsjá bæj- aryfirvalda, að hafa fengið pylsuvagn fyrir mitt sumar AÐ ÞESSU sinni verða hátíða- höldin á 17. júni í umsjá skáta- félaganna á Akureyri. Hátíða- höltHn hefjast kl. 8.00 með því að fánar verða dregnir að húni. Síðan munu 3 vagnar aka um hin ýmsu hverfi bæjarins og verða ýmsar þekktar ævintýra- persónur á þessum vögnum, svo sem Lína Langsokkur, kunn- ingjar úr Kardemommubæ o.fl. Á íþróttavellinum verður há- tíðadagskrá eftir hádegi. Ræðu dagsins flytur Ármann Kr. Einars- son rithöfundur. Sýnt verður ný- LAUGARDAGINN 26. MAl, var haldinn aðalfundur í Sjó- ferðafélagi Akureyrar. Þar var nafni félagsins breytt í: Nökkvi, félag siglingamanna. í lögum félagsins segir m.a.: „Markmið félagsins er að sameina þá aðila, einstaklinga og félög, sem áhuga hafa á hverskonar skemmtisiglingum, sjósókn og sjóíþróttum og vinna að hags- stárlegt hópatriði, sem kalla mætti Heimur í hnotskurn, 50 börn úr skólakórum Akureyrar syngja. Ýmsar keppnir í léttum dúr verða háðar og Geysiskvartettinn skemmtir. Sunnan og austan við íþróttavöllinn verður Tívolí og leiktækjasvæði og er þess vænst að sem flest börn geti leikið sér þar. Barnaskemmtunin sem verið hefur á Ráðhústorgi, verður nú á Tívolí- svæðinu, en þar verða skemmti- atriði með vissu millibili. Einnig verður þarna dýrasýning og gefst þar gott tækifæri fyrir bæjarbörn að sjá okkar algengustu húsdýr. muna- og öryggismálum þeirra, efla þekkingu á hverskyns sjó- mannafræðum, auka samvinnu og félagslyndi. Því markmiði hyggst félagið ná með því m.a.: a) Vinna að bættri hafnarað- stöðu. b) Útvega félagsmönnum að- stöðu til að byggja og geyma báta og annan útbúnað. Um kvöldið verður skemmtun á Ráðhústorgi. Þar munu skátar færa kvæðið „Sálin hans Jóns míns“ í leikform, sungnar verða gamanvís- ur, töframaður skemmtir og Gígj- urnar syngja. Síðan verður dansað á torginu og sér hljómsveitin Jamaica um tónlistina. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að gera þennan dag ánægjulegan fyrir börn. Skátafélögin vænta þess þó að sem flestir bæjarbúar finni eitt- hvað við sitt hæfi í dagskránni og vona að Akureyringar sameinist um að gera dag þennan sem hátíð- legastan. c) Stofna þriggja manna örygg- is- og fræðslunefnd, sem í samráði við félagsstjórn efni til mámskeiða i undirstöðuatriðum sjómennsku og öryggismála. d) Hlúa að unglingastarfi innan félagsins. Á hinum fjölmenna aðalfundi var hrundið af stað undirskrifta- söfnun, þar sem skorað er á bæjar- stjórn að hún varðveiti hafnarað- stöðu fyrir skip og smábáta við Torfunef. í hinum nýju tillögum sem liggja frammi er ekki gert ráð fyrir neinni höfn við Pollinn, þannig að þessi sterku einkenni Akureyrar verða þurrkuð út vegna reglustrikuákvarðana og fórnað á altari blikkbeljunnar. Á sama tíma leggja önnur bæjarfélög sig í líma við að gera smáhafnir til þess að auka fjölbreytni hins einhæfa bæjarlífs. Þeir eru sennilega margir sem enn muna trilludokkina þar sem nú er bifreiðastæði B.S.O. Væri nú ekki betra að endurvekja eitthváð af því lífi sem þar var en að færa enn meiri fórnir vegna hrað- brauta og bílastæða sem standa auð mestan hluta sólarhringsins? Undirskriftasöfnun hefur farið mjög vel af stað og hafa nær allir sem tækifæri hafa haft til að skrifa undir, gert það fúslega. Einnig er í athugun að halda opinberan borgarafund um málið. I félaginu eru nú um 60 þátttak- endur, og fer starfsemin fram í gamla flugskýlinu við Höpfners- bryggju. Ræktunarfélag Norðurlands: Tívolí við fþrótta- völlinn á 17. júní Þrastamóðir lftur eftir ungunum sinum. Fundir um heyhirðingu og heyverkun Akveðið að verðlauna bændur RÆKTUNARFÉLAG Norður- lands hefur á undanförnum ár- um lagt allmikla áherslu á bætta heyhirðingu og heyverkun hjá bændum. í framhaldi af því, sem á þessum vettvangi hefur verið unnið, er á vegum Ræktunar- félagsins ákveðið að boða til fræðslufunda um þetta efni fyrir bændur á Norðurlandi. Verða tveir fundir haldnir. Sá fyrri í Félagsheimilinu við Hafralækj- arskóla í Aðaldal 20. júní n.k. og ætlaður bændum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Seinni fund- urinn verður daginn eftir 21. júní í Félagsheimilinu á Blönduósi og er fyrir bændur í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Fundirnir byrja báða dagana kl. 2 e.h. Fyrirlesarar á báðum fundunum verða Óttar Geirsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands og Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvann- eyri. Auk þessa verða fyrirlesarar úr heimabyggðum á hverjum stað. Þá — hefur' Ræktunarfélagið ákveðið að taka upp það nýmæli að veita nokkrum bændum viður- kenningu fyrir mjög góðan árangur í heyverkun undangengin ár sam- kvæmt mælingum, sem gerðar hafa verið á heygæðum, á rannsóknar- stofu. Bændur- á -Norðurlandi -eru hvattir til þess að mæta á þessa fundi, hlýða á mál aðkomumanna, segja frá sinni reynslu, miðla þekk- ingu milli manna og fara til síns heima með ný fróðleikskorn um þessi undirstöðuatriði fyrir góðum afurðum og hagkvæmum bú- rekstri. stjörn Ræktunarfélags Norðurlands í Nökkva eru eftirtaldir í stjórn: Vilhjálmur Ingi Árnason, for- maður, sími 25925. Baldur Hall- dórsson, varaformaður, sími 23700, Guðmundur Steingrímsson, ritari, sími 21450, Gýgja Möller, gjald- keri, sími 22625, Guðmundur Guðmundsson, meðstjórnandi, sími 25622. (Ur fréttatilkynningu) Huginn gefur fé NÝLEGA afhentu félagar í Lionsklúbbnum Huginn, for- svarsntönnum sumarbúðanna við Vestmannsvatn, sumarbúð- anna við Hólavatn og barna- heimilisins við Ástjörn framlag til reksturs og uppbyggingar starfscminnar. Síðar er svo fyrirhugað að afhenda barna- deild Fjórðungssjúkrahússins sinn skerf af söfnunarfé klúbbs- ins á barnaári. Eins og kunnugt er, er aðalfjár- öflunarleið klúbbsins sala á jóla- dagatölum og ljósaperum, og vilja félagar þakka bæjarbúum frábærar móttökur og stuðning til góðra ýerka. Undanfarin ár hefur klúbb- urinn einkum styrkt Vistheimilið Sólborg og Fjórðungssjúkrahúsið, en í tilefni barnaárs voru ofan- greind verkefni valin. DAGUR.7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.