Dagur - 14.06.1979, Síða 8

Dagur - 14.06.1979, Síða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 14. júní 1979 RÁFGEYMAR í BfLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VELJIÐ RÉTT MERKI Sumarhúsin frá Mógili s/f eru glæsileg á að lita. Húsið til vinstri er 32 m2, en hitt er 19 m2. Mynd: á.þ. „Hægt að taka húsin C Trésmiðjan Mógil s/f á wll CiA I I IVlHUI I Svalbarðsströnd sótt heim „TRÉSMIÐJAN Mógil s/f var forlega stofnuð árið 1974, en hafði þá starfað allt frá árinu 1950 og framleitt giugga, hurðir og innréttingar. Sumarhús höf- um við hins vegar framleitt síð- an þjóðhátíðarárið leið,“ sagði Kristján Kjartansson hjá Mógili s/f á Svalbarðsströnd, en hann rekur fyrirtækið ásamt föður sínum, Kjartani Magnússyni, ogeru þeir einu starfsmenn fyrirtækisins. Það var á dögunum að starfs- mönnum Dags var bent á, að hjá bænum Mógili á Svalbarðsströnd stæðu tvö lagleg sumarhús og var því haldið þangað og málið kannað nánar. Kristján sagði að þeir feðgar hefðu þegar smíðað átta sumarhús af ýmsum stærðum og eru tvö nú fullfrágengin að Mógili. „Þetta hús er rúmir 30 fermetrar, en við fram- leiðum stærri hús ef þess er óskað,“ sagði Kristján er hann sýndi blaðam. húsin tvö sem standa hjá verkstæðishúsinu. „Annars eru þau GAGNFRÆÐASKOLA AKUREYRAR SLITIÐ GAGNFRÆÐASKÓLA Akur- eyrar var slitið 5. júní. í ræðu sinni minntist skólastjóri, Sverrir Páisson, tveggja fyrrver- andi kennara skólans, Freyju Antonsdóttur og Indriða Hall- grímssonar, sem iétust á skóla- árinu, en gat síðan helstu þátta í starfi skólans. Nemendur voru alls 676, fastráðnir kennarar voru 40 og stundakennarar 22. Frá skólanum brautskráðust nú 10 fyrstu sjúkraliðarnir með full starfsréttindi, en verklega kennslan var í höndum Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Við skólaslitin fengu fyrstu nemendurnir, 11 að tölu, skírteini um sérhæft verslunarpróf að loknu þriggja ára námi á við- skiptasviði, en þeir luku fyrstir al- mennu verslunarprófi við skólann 1978 og eiga þess kost að þreyta stúdentspróf að viðbættu einu námsári. Hæstu einkunn hlaut Laufey Árnadóttir 8,4. Hæstu einkunn í 2. bekk heil- brigðissviðs hlaut Ragnheiður Sig- fúsdóttir 9,0, í 2. bekk uppeldissviðs Hansína Einarsdóttir 8,6 og í 2. bekk viðskiptasviðs (á almennu verslunarprófi) Elín J. Jónsdóttir 8,8. Hæstu einkunn í framhalds- deildum hlaut Lisbeth Grönvaldt Björnsson 1. bekk heilbrigðissviðs, 9,6. 177 nemendur luku grunnskóla- prófi og 117 náðu réttindaeinkunn til framhaldsnáms. Nokkrir nemendur fengu verð- laun frá skólanum fyrir námsafrek og forystu í félagsmálum nemenda. Einnig veittu Kaupmannafélag Akureyrar, Lionsklúbbur Akureyr- ar og sendiráð V-Þýskalands vegleg verðlaun og 20 ára gagnfræðingar sendu skólanum rausnarlega pen- ingagjöf í listaverkasjóð. Ekki fyrir- kvíðanlegt Að læra á nýju umf erðar mer kin. BÆJARBÚAR hafa sjálf- sagt tekið eftir að í notkun eru komin ný umferðarmerki. Þetta eru alþjóðieg merki og sagði Gfsii Ólafsson yfirlög- regluþjónn að þau væru á annað hundrað, en ennþá væru fá þeirra komin í notk- un. Glsli sagði ennfremur að það væri ekki fyrirkvíðanlegt verk- efni að læra táknun þessarra merkja, þrátt fyrir fjöldann, því flest þeirra skýrðu sig nokkurn vegin sjálf og megnið af þeim væru leiðbeiningarmerki. Bæklingi með umferðar- merkjunum hefur verið dreift á stærstu vinnustaðina og víðar, en Umferðarráð sér um kynn- ingu þessarra merkja og hafa þau eitthvað verið kynnt í fjöl- miðlum. á bilinu 10 til 40 fermetrar." Sumarhús þeirra feðga eru úr timbri og er frágangur allur mið- aður við íslenskar aðstæður, raunar eru þau svo vel einangruð að hægt er að býa í þeim allt árið ef því er að skipta. Ef kaupandi vill, er lögð raflögn í húsin og innréttingar lag- aðar eftir þörfum sé samið fyrir- fram um smíði. Kristján sagði að í 32 fermetra húsinu væri hægt að hýsa 6-7 manns og eru í því öll þau þægindi sem hægt er að krefjast - s.s. sturta, salemi og eldhúskrókur. Að innan er húsið klætt með panel og viður- inn er látinn njóta sín til fulls. í minna húsinu er stóð við verk- stæðið, geta sofið 3-4, enda er það 19 fermetrar að stærð. „Við erum þeir einu norðanlands sem framleiðum sumarhús af þess- ari gerð, en yfirleitt þarf að setja þau saman. Við leggjum hinsvegar á það áherslu að húsin séu tilbúin, það sé hægt að taka þau strax í notkun,“ sagði Kristján. „Nú, og það má taka það fram að sami maðurinn, Jón Sigurðsson frá Draflastöðum, hefur flutt öll húsin fyrir okkur til kaupenda og það er varla hægt að hugsa sér betri bíl og bílstjóra.“ £7 'X ~7T T y wf D]h lli .\í ij_ # Núáaðhætta að stela Þau tíðindi hafa borist um landsbyggðina, að nú eigi smám saman að hætta að stela af sparifjáreigendum, svo sem lengi hefur tíðkast í íslenskum viðskiptahelmi. Nú er ætlunin, samkvæmt yfirlýsingu stjórnvalda, að verðtryggja spariféð, hækka bæði inn- og útlánsvexti í áföngum og í árslok 1980 verði fullri verðtryggingu náð. Vaxtabreytingin er annars nokkuð flókin, eins og vera ber í landi skriffinnskunnar og að sjálfsögðu hækka bæði inn- og útlánsvextir. % Mótafkom- enda Björns Eysteins- sonar Mót, afkomenda Björns Ey- steinssonar, þess er við Grímstungu er kenndur og byggði nýbýli á Réttarhóli í Forsæludalskvíslum nokkru fyrir aldamót, verður haldíð i félagsheimilinu á Blönduósi 23. og 24. júní. Nánari upp- lýsingar gefa meðal annarra, Sigurður H. Þorsteinsson skólastjóri á Hvammstanga. 0 Aukin smjör- sala í Svíþjóð Árið 1970 var meðalneysla á smjöri í Svíþjóð aðeins 5,4 kg á hvern íbúa, það ár var fyrsta hella árið sem Bregott var á markaðnum og neyslan var aðeins 0,44 kg. á íbúa. Árið 1974 hóf mjólkuriðnaðurinn í Svíþjóð framleiðslu á enn nýju viðbitl sem skýrt var Látt og Lagom. Heildarsala á smjöri og þessum tveim teg- undum var árið 1974 samtals 44.5 mllljón kr., meðalneysla var þá 5,4 kg. Meðalneysla í landinu af smjörlíkf, þar með jurtasmjörlíki var 15,4 kg. Á síðastliðnu ári var með- alneysla í Svíþjóð af Bregott 2.5 kg., af smjöri 3,4., og af Látt og Lagom 1,57 kg., en neysla af smjörlíki var 13,4 kg. á hvern tbúa. Meðalneysla af feitmeti í Svíþjóð hefur verið nær óbreytt síðastliðin 8 ár, en hlutdeild mjólkuriðnaðarins í heildarsölunnl hefur aukist um 30%, meðan heildarsala á smjörlíki hefur minnkað um 6%. Neysla á feitmeti ( Svíþjóð er mjög svipuð og hér á landi, eða rétt um 21 kg. á hvern íbúa. Nikkan þanin á Húsavík UM hvitasunnuheigina fengu Húsvíkingar góðan gest, þar sem var har- monikusniliingurinn Saiva- tore de Gesaldo, sem varð heimsmeistari í harmoniku- leik árið 1962. Hann hefur áður komið til íslands, árið 1974, og kom þá til Húsavík- ur. Salvatore de Gesaldo byrjaði ungur að læra og lærði m.a. í 10 ár á píanó. Hann er menntaður bæði í hljómsveitarstjórn og tónsmíðum og kennir tónsmíð- ar í Flórens. Hann hélt tónleika í Grímsey á laugardaginn og aðra á Húsavík á hvítasunnu- kvöld. Á Húsavík er starfandi gróskumikið harmonikufélag. Félagsmenn eru 74 og stefna þeir að því að fá kennara til að kenna yngri mönnum. S.l. vetur fengu þeir Gretti Björnsson og nú stendur til að fá norskan mann sem kennara. Stærsta skeldýrasafn landsins á Akureyri? NÁTTÚRUGRIPASAFNINU á Akureyri bárust nokkrar mjög verðmætar gjafir á s.l. vetri, en þar má m.a. telja gjöf frá Grasafræðistofnun Uppsalahá- skóla, um 720 eintök að útlend- um skeldýrum, sem Pétur Hólm í Reykjavík gaf, og íslensk skel- dýr er Hálfdán Björnsson á Kvískerjum gaf safninu. Einnig hefur það fengið að gjöf sjávar- dýr, pressaðar jurtir og sjald- gæfa fiska. í fréttatilkynningu frá Náttúru- gripasafninu segir um gjöfina frá Uppsalaháskóla, að hér sé um að ræða um 4.500 eintök af sænskum plöntum. Látið er heita svo að þessar jurtir séu sendar hingað í skiptum, en í rauninni er um gjöf að ræða því ekki er ætlast til að fá í staðinn nema nokkur hundruð ís- lenskar plöntur. Pétur Hólm hefur sent safninu mikið af útlendum skeldýrum og er það dálagleg viðbót við skeljasafn- ið sem hann gaf árið 1974, en í því voru um 2200 eintök af skeljum og kuðungum. Skeldýrasafn þetta mun vera með þeim stærstu í land- inu, ef ekki það stærsta, a.m.k. ef miðað er við fjölda tegunda. Einnig sendi Pétur safninu um 150 eintök af erlendum steinum og bergteg- undum, 85 eintök af erlendum steingerfingum og um 40 eintök af ýmsum dýrum. Verða gjafir Péturs fyrr og nú tæplega metnar til fjár. Með gjöf Hálfdáns Björnssonar hefur safnið eignast mikinn meiri hluta íslenskra skeldýra eða um 250 tegundir. Hálfdán hefur áður sent safninu skeljar, skordýr, sveppi og fleira. Erlingur Hauksson gaf Náttúru- gripasafninu um 80 tegundir (ein- tök) af sjávardýrum, sem hann hefur safnað á ýmsum stöðum um- hverfis landið, mest á Breiðafirði. Pressuðu jurtirnar sem áður var getið gaf Kristján Rögnvaldsson, en þær koma úr safni Jóns heitins bróður hans. Guðmundur L. Jónsson, Akur- eyri, gaf sjaldgæfu fiskana, sem fengust í vörpu togarans Svalbaks. M.a. var einn sædjöfull, sem verður settur upp og hafður til sýnis

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.