Dagur - 03.07.1979, Blaðsíða 4

Dagur - 03.07.1979, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Af verkunum verða þeir dæmdir Margt athyglisvert hefur fram komið í miklum umræðum um landbúnaðarmálin að undan- förnu. Mesta athyggli vöktu þær aðfarir, þegar þingmenn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks, að fimm undanskildum, gengu af fundi í neðri deild Alþingis, til að hindra lántöku vegna bænda. Lengi mun það í minni geymast, hvað sumir þingmenn þessara flokka gengu vasklega fram í að teyma þingmenn út úr þingsaln- um. Hafa þeir ekki í annan tíma gengið rösklegar að verki. En síð- an hófst annar þáttur þessa máls, en það voru viðbrögð almennings. Þó afgreiðsla mála á Alþingi sé oft gagnrýnd eru það hreinir smá- munir hjá þeirri fordæmingu, sem útgöngumennirnir hafa fengið, og ekki síður hjá sínum eigin flokks- mönnum, en öðrum. Kemur þetta m.a. fram í málgögnum þessara flokka. Bergmálið frá þessari gagnrýni, ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Þótt talsmenn Sjálfstæðisflokksins reyni að verja sína þingmenn eykur það eiðeins andstöðuna gegn flokki þeirra. Þjóðin veit, að það er frum- skylda þingmanna að sækja þing- fundi og taka þátt í afgreiðslu mála. Afl atkvæða á að ráða í hverju máli. Ef þingmaður yfirgef- ur þingfund eða stuðlar að því að aðrir geri það í þeim tilgangi að hindra afgreiðslu mála á Alþingi, þá bregst hann þingskyldu sinni. Viðbrögð almennings sýna, að hann tekur ekki gilda neina af- sökun á slíkum vinnubrögðum og mun ekki sætta sig við það, að þingmenn bregðist þingskyldu sinni, eins og í nefndu máli. En um hvað fjallaði þetta mál? Að heimila ríkisstjórninni að ganga í ábyrgð fyrir láni allt að þriggja milljarða króna, sem Framleiðsluráð landbúnaðarins tæki. í umræðum á Alþingi kom fram, að samkvæmt áætlun Fram- leiðsluráðs er gert ráð fyrir, að vanta muni 5,2 milljarða króna á þessu ári í útflutningbætur. Það þýðir, að ef ekkert viðbótarfjár- magn fæst, verður að leggja á verðjöfnunargjald, um 200 krónur á hvert kíló kindakjöts og 18 krónur á hvern líter mjólkur. Nem- ur sú upphæð 1,3 milljónum króna á verðlagsgrundvallarbú. Þetta er um 30% kaupskerðing á vinnu- laun bóndans. Eru útgöngumennirnir reiðu- búnir til að gefa eftir 30% af um- sömdum launum sínum? Það er engin furða þótt útgöngumenn í neðrideild Alþingis hljóti fordæm- ingu þjóðarinnar. „íslendingar bera ekki trú sína á Kaþólski söfnuðurinn á íslandi er ekki stór í sniðum, en stækkar stöðugt og þá einkum fyrir atbeina kaþólskra presta, sem hafa lagt leið sína til Islands. íslendingar þekkja í raun og veru lítið til kaþólsku kirkjunnar og eflaust eru þeir margir sem ekki hafa hugmynd um tilvist kapellu kaþólskra við Eyrarlandsveg á Akureyri. Hins vegar var það svo fyrir nokkrum öldum að ka- þólska kirkjan átti mjög sterk ítök í landsmönnum. Starf ka- þólskra nú á dögum er ekki eingöngu bundið við trúboð - segja má að það sé aðeins hluti starfs þeirra á vegum kirkjunnar. Kaþólskar nunnur reka spítala í Hafnarfirði og sömuleiðis í Stykkishólmi. Á síðarnefnda staðnum er einnig barnaheimili og smábarnaskóli á vegum nunnanna, og kirkjan rekur barnaskóia í Landakoti og sumardvalarheimili fyrir börn í Riftúni í ölfusi. Fyrir nokkru rak á okkar fjörur séra Róbert Bradshaw, en hann kom hingað til lands fyrir rúmum þremur árum. I upphafi ætlaði hann að dvelja í skamman tíma, en dvölin lengdist af ýmsum ástæðum, sem óþarft er að rekja hér. Sr. Róbert kom til Akureyrar í erindagjörðum fyrir kirkjuna og þar sem Dagur taldi ástæðu til að lesendur blaðsins fengju örlitla hugmynd um starf og skoðanir kaþólskra, var þess farið á leit við hann að hann kynnti lesendum Dags sjónarmið kirkju sinnar. Mikil þörf á að fólk trúi Nú eru samkvæmt hagskýrsl- um, tæplega 1500 kaþólskir á fs- landi. Hefur þeim farið hægt fjölgandi á liðnum árum, en ástæðuna fyrir því, hve aukningin er lítil, sagði sr. Róbert einkum vera þá, að hér hafa starfað sára- fáir íslenskir prestar. „Raunar get ég aðeins talað um þann tíma sem ég hef búið á íslandi, en á þeim árum hafa sjö snúist til kaþólskrar trúar,“ sagði sr. Róbert. „Vera má að mörgum finnist þetta lág tala, en í raun og veru er það stórkost- legt að nokkur íslendingur geti hugsað sér að vera kaþólskur, því okkur var sagt á sínum tíma að íslendingar hefðu ekki áhuga á Séra Robert Bradshaw. kaþólskri trú. Ég sagði að eina leiðin til að komast til botns í því væri að ræða við fólk og árang- urinn er góður. íslendingar eru mjög fúsir til að ræða við okkur“. — Er einhver þörf á trúarbrögðum í dag — og þá sérstakiega kaþólskri trú? „Það er mikil þörf á að fólk trúi og ekki síst að fólk fylki sér um kaþólsku kirkjuna. Séð út frá fél- agslegu sjónarmiði er mikilvæg ástæða til þess sú að kaþólska kirkjan hefur mun meiri áhrif á daglegt líf fólks en flestir aðrir söfnuðir. Það leikur enginn vafi á skoðunum kaþólsku kirkjunnar í torg einstökum málum s.s. varðandi hjónaskilnaði, almennt siðgæði og fóstureyðingar. Fólk gengur ekki að því gruflandi hvað ka- þólska kirkjan vill og ég held að fólk vilji að kirkjan sé föst fyrir“. Sjö gerst kaþólskir á síðustu tveimur ár- um „Það er rétt að íslendingar bera ekki trú sína á torg“, sagði sr. Róbert, þegar hann var spurður um hvort erfiðara væri að út- breiða kaþólska trú á íslandi en hinum Norðurlöndunum. „Ég hef uppgötvað að margir hafa mikla trúarþörf og þegar við kynnum fyrir þeim kenningar Krists, virðist mér að fólk sé mjög fljótt til að samþykkja réttmæti boðskapar kaþólsku kirkjunnar. Ég hef ekki mikla reynslu af öðr- um Norðurlöndum en Svíþjóð, og það er skoðun mín að mun auðveldara sé að ræða við Is- lendinga um trúmál en t.d. Svía. Nú hafa 7 gerst kaþólskir hér á síðustu tveimur árum og 16 eru að kynna sér um hvað kaþólsk trú snýst. Ótrúlegt en satt — slíkum árangri er ekki hægt að ná á hin- um Norðurlöndunum nú, á svo skömmuum tíma. Ég hef þá trú að þessir 7 séu upphafið á vel- gengni kaþólsku kirkjunnar hér á landi." Því næst var sr. Róbert beðinn að að gera stutta grein fyrir því, á hvem hátt kaþólska kirkjan væri frábrugðin þjóðkirkjunni. Ha- nnsagði það einkum þrjú atriði, sem bæri að taka fram. I fyrsta lagi vald kaþólsku kirkjunnar til fræðslu og leiðsagnar, en með því gerði kirkjan fólki kleift að vita, án efasemda, hver væri hin raun- verulega kenning og ætlun kirkj- unnar. I öðru lagi er það eðli og form guðsþjónustunnar og að t Minningarorð Björn Guðmundsson, heilbrigðisfulltrúi Björn Guðmundsson, heilbrigðis- fulltrúi á Akureyri varð bráð- kvaddur 20. júní, en hann var þá í sumarleyfi og dvaldi með fjöl- skyldu sinni í Borgarfirði. Útför hans var gerð frá Akureyrarkirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Björn var fæddur á Brekku í Skagafirði 28. maí 1911 en hann ólst upp á Reykjarhóli við Varmahlíð, þar sem foreldrar hans bjuggu. En þau voru, Guðmundur Guðnason, smiður og bóndi og Guðrún Stef- anía Guðmundsdóttir. Snemma eignaðist Björn vörubíl og stundaði akstur og ýmsa algenga vinnu fyrir vestan, fluttist síðan til Akureyrar, ók um skeið stórum fólksflutningabifreiðum á Bif- reiðastöð Akureyrar en varð síðan lögregluþjónn og varðstjóri, sam- tals í 19 ár, frá áramótum 1940-1941. Eftir það var hann önnur 19 ár hjá Akureyrarbæ, fyrst sem heil- brigðis- og framfærslufulltrúi og síðari árin heilbrigðisfulltrúi til dauðadags. Fyrri kona Björns var Ingibjörg Þorvaldsdóttir og áttu þau eina dóttur, Gyðu Huld, sem gift er Jóni Ágústssyni húsasmið. Heimili þeirra er á Selfossi. Síðari kona hans er Ragnheiður Brynjólfsdótt- ir. Þeirra dóttir er Guðrún Bryndís, gift Halldóri Péturssyni rafvirkja á Akureyri. Björn Guðmundsson var áhuga- samur félagsmálamaður og starf- hæfur í besta lagi tillögugóður og fundvís á skynsamlegar úrlausnir mála. Hann var stjórnarmaður Elliheimilis Akureyrar frá upphafi og lét sér mjög annt um þá stofnun, um skeið formaður Starfsmanna- félags Akureyrarbæjar, Karlakórs Akureyrar og Skagfirðingafélags- ins. Hann var einlægur samvinnu- maður og tók mikinn og góðan þátt í störfum framsóknarmanna í bænum og kjördæminu öllu. Björn Guðmundsson var stór maður vexti, karlmannlegur og farsælum gáfum gæddur. Hann var hæglátur í fasi en stefnufastur og ákveðinn í skoðunum. Hann hafði mikið yndi af ferðalögum, notaði helgar og sumarleyfi til að ferðast og fræðast um landið og gjörþekkti vegi, bæi og staðhætti í heilum landshlutum. Hann er sá besti ferðafélagi, sem ég hef átt kost á að kynnast, bæði af fyrrgreindum ástæðum og vegna þess hve hann var úrræðagóður og auk þess þægilega gamansamur í allri umgengni og lét sér annt um þá sem með honum væru í för hverju sinni. Hallaðist þar ekki á með þeim hjónum. Er mér ljúft að þakka þær ógleymanlegu sam- verustundir og aðrar á heimili þeirra hjóna. Störf Björns Guðmundssonar í lögreglunni og síðan við fram- færslu- og heilbrigðismál, voru unnin af mikilli trúmennsku og ár- vekni. Hygg ég, að þau muni vart að fullu metin, fremur en ýms þau verkefni, sem farsællegast eru af hendi leyst. Ferðamaðurinn, Björn Guð- mundsson, hefur nú lagt upp í hinstu för sína og skilja leiðir um sinn. Ég þakka honum samfylgd um margra ára bil, vináttu hans og trygglyndi, um leið og ég sendi ást- vinum hans samúðarkveðjur. E. D. 4.DAGUR lokum eru það skriftirnar. Auð- vitað er það fleira sem gerir ka- þólsku kirkjuna frábrugðna þjóðkirkjunni, en þetta sagði sr. Róbert vera það sem mestu máli skipti. Önnur kaþólska prestvígslan á Is- landi í 400 ár I sumar mun kaþólski biskup- inn yfir íslandi dr. Hinrik Frehen vígja Ágúst K. Eyjólfsson djákna til prests, en það er önnur prest- vígslan hjá kaþólskum á íslandi í um 400 ár. (Sr. Hákon Loftsson var vígður í Kristskirkju í Landa- koti 1947). Þessi orð má ekki skilja sem svo að ekki hafi aðrir íslendingar gerst kaþólskir prest- ar á tímabilinu, því það hefur vissulega gerst, en hins vegar hafa aðrir en þessir tveir sótt sínar vígslur annaðhvort til Rómar eða Hollands. Og á næstu árum munu kaþólsku kirkjunni bætast fjórir nýir prestar og þar af eru tveir íslendingar, sá fyrri er Ágúst K. Eyjólfsson, sem vígður verður í sumar, en hinn er Hjalti Þorkels- son, sem nú er við nám í Róm. Þetta ásamt þeirri staðreynd að æ fleiri erlendir og íslenskir leik- menn koma til starfa, sagði sr. Róbert, gera það að verkum að framtíðin væri björt. Maríudýrkun? Að lokum var sr. Róbert inntur eftir þeirri Maríudýrkun sem ka- þólskum er stundum álasað fyrir. Hann sagði að oft væri hann spurður um þetta atriði og „í skóla í Reykjavík kom til mín stúlka, sem heitir Helga. Hún sagði: Sr. Róbert, af hverju biðja kaþólskir frekar til Maríu en til Guðs?“ Ég sagði: Þetta kemur mér nú nokkuð spánskt fyrir sjónir." Guð er óumdeilanlega æðri Maríu mey. Hún er ekki aðeins óæðri Guði, heldur er ekki hægt að líkja þeim tveim saman. Hún er ein okkar. Hitt er svo aftur annað mál að til þess eru ákveðnar ástæður af hverju við biðjum til Maríu. Og við skulum hafa það í huga að það er mikill munur á að trúa á og tilbiðja. 1 stuttu máli eru ástæðurnar þær, að hún er móðir Jesú, sú kona sem Guð sjálfur valdi til þess að fæða hér á jörð son sinn. Með því að tilbiðja Maríu heiðrum við Guð. María er móðir okkar mannanna og þætti mörgum það eflaust einkennilegt ef barn talaði ekki við móður sína. í þriðja lagi er María óflekkuð af erfðasynd- inni frá upphafi tilveru sinnar, því að leið sonarins inn í mann- heim, líkami móður hans, hlaut að vera heilög og óspillt. María mey gerir okkur kleift að nálgast Jesú, en hún er ekki lokatakmark í sjálfu sér.“ — á.þ. Kaþólski söfnuðurinn á Akureyri hefur aðsetur sitt i þessu húsi, sem stendur við Eyrarlandsveg. Mynd: E. D. Liðin skildu jöfn K.A.: 1 — Fram: 1 Fyrsti leikurinn á grasvellin- um á Akureyri í vor var leik- inn s.I. föstudagskvöld í blíð- skaparveðri að viðstöddum fjölda áhorfenda. K.A. lék undan hægri golu í fyrri hálfleik og náði forystu í leiknum strax á 10. min. Eftir góðan samleik upp hægri kantinn sendi Njáll Eiðsson laglega sendingu fyrir mark Fram. þar sem Óskar Ingi- mundarson var óvaldaður og skoraði með lumsku skoti neðst í markhornið fjær. Leikmenn Fram sóttu mun meir í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér verulega hættuleg marktæki- færi. K.A.-menn léku aftarlega og reyndu síðan skyndisóknir sem jafnan voru kæfðar í fæð- ingu og segja má að K.A. hafi skorað úr eina tækifæri sínu í fyrri hálfleik. Frammarar hófu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og sóttu látlaust. Og á 7. mín. kom •jöfnunarmarkið, Pétur Ormslev átti skot að marki K.A., sem Aðalsteinn markvörður varði, en missti frá sér boltann og Ás- geir Elísson fylgdi vel eftir og skoraði. Stuttu síðar komst Pét- ur í gegn, lék á Aðalstein sem kom út á móti, en Gunnari Gíslasyni tókst að bjarga á síð- ustu stundu. K.A. liðið var mjög sundurlaust og slappt og Fram réði lögum og lofum á vellinum. En þá gerði Jóhannes þjálfari K.A. breytingar sem áttu eftir að borga sig. Ásbjörn Björnsson og Eyjólfur Ágústsson komu inná og Elmar var færður í framlínuna, við þetta small liðið saman og það fór að leika sem heild. Síðari hluta hálfleiksins náði K.A. góðum tökum á leikn um og litlu munaði að Elmar tryggði sigur K.A. undir lokin, en markvörður Fram bjargaði með úthlaupi eftir að Elmar hafði sloppið í gegn um vörn Fram. En fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli ef til vill réttlát úrslit. Elmar Geirsson var bezti maður K.A. i leiknum, vann óhemju mikið á miðjunni framan af og ógnaði síðan með hraða og leikni þegar hann fór í sóknina. Sterkir varnarmenn í þessum leik voru þeir Einar Þórhallsson, Gunnar Gíslason og Haraldur Haraldsson. Njáll átti góða spretti og varamenn- imir Ásbjörn og Eyjólfur settu greinileg mörk sín á leikinn. Eyjólfur sem hefur verið frá keppni vegna meiðsla ætti að styrkja liðið verulega. Lið Fram lék netta og fallega knattspyrnu, Ásgeir stjórnar spili liðsins og Pétur mjög göður þrátt fyrir að Haraldur tæki hann oft óblíðum tökum. Arn- þór Óskarsson dæmdi leikinn óaðfinnanlega. þ. a. * Vegna þrengsla í blaðinu og fjarveru íþróttafréttaritara verður í þessu blaði ekki getið um leiki Þórs og ÍBÍ eða Magna og Fylkis og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á því. Næstu leikir í kvöld leika á grasvellinum Þór og ÍBV í bikarkeppn- inni, og á morgun leika KA og Fram í sama móti. Eins og menn vita er þetta út- sláttarfyrirkomulag þannig að þeir sem tapa eru úr keppninni. Vonandi veita Akureyrarfélögin því and- stæðingum sínum verðuga keppni, og áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna á völlinn. Á sunnudaginn leika í fyrstu deild KA og KR á grasvellinum og í annarri deild leika á grasvellinum á föstudagskvöld Þór og FH. og á Kópavogsvelli leika Breiða- blik og Magni. Leikir þessir verða allir spennandi, sér- staklega viðureign Þórs og FH og KA og KR. FH hefur nú misst Janus Guðlaugsson í at- vinnumennskuna og ef Þórs- urum tekst að vinna þá verða þeir komnir í hörkubaráttu á toppnum í deildinni. KA og KR hafa aldrei leikið saman í fyrstu deild, en í gamla daga þóttu leikir ÍBA og KR ávallt skemmtilegustu leikir deild- arinnar og vonandi verður það svo í ár. Ingvar Gíslason alþm.: ALÞINGISBRÉF TIL DAGS Ég hef áður lýst því i alþingisbréfum mínum til Dags hversu síðasta þing var sérstætt að því leyti að mikið bar á ágreiningi í samskiptum stjórnar- flokkanna. En látum það mál liggja á milli hluta að þessu sinni, víkjum heldur að stjórnarandstöðunni, Sjálfstæðisflokknum. Skyldi sá flokkur vera samstæð heild þar sem aldrei skerst í odda milli manna? Er allt í einingu andans og á bandi friðarins? Þeirri spurningu verður að svara neitandi. Sannleikurinn er sá að f Sjálfstæðisflokknum er hver höndin upp á móti annarri. Og stefnufesta er ekki aðal þess flokks. Þó ber að viðurkenna að Sjálfstæð- isflokkurinn er að vissu leyti kæn- lega rekið fyrirtæki, minnir helst á stórmagasín eins og íslenskir Lundúnafarar þekkja frá Oxford Street og Knightsbridge, einhvers konar C&A eða Harrods. Þar er næstum allt seljanlegt á boðstólum undir einu þaki. Þar rápa menn út og inn, upp og niður og geta keypt flest það sem hugurinn girnist. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn. Þar er hægt að kaupa sér skoðanir eins og neysluvöru eða tfskuvarn- ing, — og sumt er þar ókeypis.. Ósamræmi í skoðunum Því fastar sem sjálfstæðismenn kveða að orði um grundvallarstefnu sína því ákafar afneita þeir henni á borði. Óþarfi er að fara mörgum orðum um stefnufestu sjálfstæðis- manna í kaupgjaldsmálum. Þó minni ég á það að þeir lifðu og dóu í þeirri trú árið 1978 að ríkisvaldið hefði rétt og skyldu til beinna af- skipta af kaupgjaldsmálum, ef sér- Ingvar Gfslason. staklega stæði á. En 1979 (árið sem þeir eru í stjórnarandstöðu) þá predika þeir manna ákafast kenn- inguna um óheftan samningsrétt aðila vinnumarkaðarins. Nú kalla þeir afskipti ríkisvalds af kaupdeil- um pólitísk afbrot. Finnst mönnum samræmi í svona málflutningi? Hugsa sjálfstæðismenn eins 1979 og 1978? Eignarréttur og eignarnám Eitt af síðustu dagskrármálum Alþingis var frumvarp frá iðnaðar- ráðherra, Hjörleifi Guttormssyni, um heimild handa ríkinu til þess að taka eignarnámi Deildartunguhver í Borgarfirði syðra í þágu hitaveitu á Akranesi og Borgarnesi. Hita- veita þessi er mikið nauðsynjafyr- irtæki og Deildartunguhver ákjós- anlegur virkjunarstaður. Hins veg- ar var eignarnám Deildartungu- hvers merkilegt mál fyrir það að það varðaði meginreglur (prinsip) í eignarrétti og stjórnmálum. Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki mikill sérfræðingur í stefnu Sjálf- stæðisflokksins, hvort heldur er um að ræða eignarréttarmál eða kaup- gjaldsmál. En ekki er auðvelt að vita upp á hár, hvað sjálfstæðis- menn hugsa raunverulega í þeim málum. Ég hef leyft mér að efast um samræmið í málflutningi þeirra í kaupgjaldsmálum. Á sama hátt mætti spyrja hver sé afstaða sjálf- stæðismanna til eignarréttar og undirbúnings eignarnáms. Ég býst við að þeir verði ekki í vandræðum með að svara því að eignarréttur sé friðhelgur samkv. 67. gr. stjórnar- skrár, enda er það hverju orði sannara. Það má jafnvel heyra sjálfstæðismenn halda því fram að þeir séu hinir útvöldu og „einu“ málsvarar eignarréttar og samningsréttar einstaklinga um eignir sínar. Slíkri fullyrðingu verður þó að mótmæla, því að hún er ósönn. Laxá og Deildartunga Dæmin um það eru ótalin hversu Sjálfstæðismenn duga illa sem málsvarar eignarréttar og sam- ningafrelsins í eignarréttarmálum. Laxárdeilan, sem á þessu ári á 10 ára afmæli, er glöggt dæmi um það. Deildartungumálið er ekki síðra dæmi ef grannt er skoðað. Ég við- urkenni að sjálfstæðismenn virða eignarrétt i orði. — Það er bókað stefnuskráratriði Sjálfstæðisflokks- ins að virða eignarrétt. En í fram- kvæmd er þetta stefnuskráratriði þeirra ýmsum atvikum háð. Þar ræður hentistefna. Ég nefni Laxár- mál og Deildartungumál því til sönnunar. Þessi mál eru áþekk um ýmis meginatriði. Þau sanna fyrir mér að í reynd láta Sjálfstæðis- menn sig litlu skipta meginreglur á sviði eignarréttar og samninga- frelsins. Virðingarleysi fyrir eign- arrétti, klunnaskapur í málsmeð- ferð og ákefð í málafylgju gagnvart ríkisstjórn og Alþingi var í báðum þessum tilfellum að verulegu leyti runnið undan rifjum sjálfstæðis- manna. I hvoru tveggja dæminu var skákað í skjóli ráðherravalds Sjálfstæðisflokksins. Það átti við Árið 1969 og 1970 um Laxárvirkj- un, þegar þeir Ingólfur á Hellu, Magnús á Mel og Jóhann Hafstein voru ráðherrar. Sömu sögu er að segja um undirbúning hitaveitu á Akranesi 8-9 árum síðar. Þá var ráðskast með eignir Deildartungu- manna í áætlunum og á teikniborði án þess að forsvaranlega væri rætt við eignaraðila. Þar voru að verki m.a. þáverandi iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins (í einni persónu) og formaður Landsmálafélagsins Varðar í Reykjavík, Edgar Guðmundsson verkfræðingur, auk annarra. Það er ljóst að eignarréttarhugmyndir sjálfstæðismanna eru ekki algildar, þæreru afstæðar, háðaratvikum og útskýringum, Á máli Sjálfstæðis- flokksins er eignarréttur sveitafólks háður alveg sérstökum lögskýring- um. Læt ég þetta duga sem unthugs- unarefni lesenda minna að sinni. Ég flyt ritstjórn Dags og samstarfs- mönnum hans árnaðaróskir og bið lesendum blaðsins allra heilla. Ingvar Gíslason Skógræktar- ferð til Noregs Á VEGUM skógræktarfélaganna verður farið í skógræktarferð til Noregs'l.-l5. ágúst í sumar. Um er að ræða kynnis- og vinnuferð, hliðstætt og verið hefur á þriggja ára fresti um langt árabil. I ár verður farið til Tromsfylkis. Þátttakendur í ferðinni greiða flugfarið, kr. 75.000, en ferðir og uppihald í Noregi er þátttakendum að kostnaðarlausu. Ennþá eru tvö sæti laus af þeim sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur til ráðstöfunar. Þeir sem kynnu að hafa áhuga fyrir að taka þátt í ferðinni geta snúið sér til Hallgríms Indriðasonar í skóg- ræktarstöðinni. Kjarna, eða til for- manns félagsins, Ingólfs Ármanns- sonar, kennara. Frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.