Dagur - 02.08.1979, Blaðsíða 7

Dagur - 02.08.1979, Blaðsíða 7
Frá Ebenharð Jónssyni: Um bifreiðina A-2 Dixie Flyer Afgreiðslustúlku vantar strax í afleysingar. Tískuverslunin Venus sími 24396 og 24429. ALLTAF geta komið fram mis- sagnir vegna vanþekkingar. I Alþýðumanninum (12. júní 1979) er minnst á bifreiðina Dixie Flyer er kom til Akureyrar, seinni- part sumars 1919, eigandi Rögn- valdur Snorrason, verzlunarstjóri, Strandgötu 29. Þar er sagt að bifreiðin sé í sínu upprunalega standi, útliti! Það er langt frá að svo sé, hún hefur verið mikið breytt frá því fyrsta. Allir skermar hafa verið endnýjaðir og eru nú eins og á Chevrolet vörubíl- um 1929. Þessar breytingar gerði þáverandi eigandi Óskar S. Sigur- geirsson, Standgötu 11, á Akureyri, er eignaðist bifreiðina 1927 þar sem hún var öxulbrotin í JCaupangsfit- inni; hann smíðaði öxulinn og fór með hann á staðinn. Það eru kíl- spor á báða enda öxlinum. Svona er það nú. Hann breytti húddinu og , vatnskassahlííinni, ásamt því að taka burt hálffjaðrir Vestur íslendingar hafa dvalið hér undanfarið, annar hópur kemur um mánaðamótin. Ættartengsl eru fundin ( önnur endurnýjuð. Þeir menn er efla og við halda þessum kynnum eiga þakkir skyldar. Séra Benjamín Kristjánsson vann mikið brautryðjendastarf fyrst og fremst með „Æfiskránum“ er bera elju hans og fræðimensku fagurt vitni. Um árabil hefur Árni Bjarnason, Jónas Thordarson ofl. ofl. unnið ómetanleg störf til að efla og við- halda kynnum milli austurs og vesturs. Stefán J. Stefánsson og Ted Ámason fylgja hópunum og starfa mikið að málefnum Þjóðræknisfé- lagsins Stefán er formaður þess. Þau hjón Ólafía Svanhvít (Olla) eru af norðlensku bergi brotin Stefán af Djúpadalsætt í Skaga- firði, en Olla af Þingeyingum komin í föðurætt, en móðurætt úr fram Eyjafirði. Afi hennar var Jóhann Jónsson frá Torfufelli og amman Sigríður Ólafsdóttir Einarssonar bónda á Gilsá er margt frændfólk Ollu í Eyjafirði og Ak- ureyri. Svo skemmtilega vildi til að þau hjón gátu tekið þátt í ættarmóti er haldið var í Torfufelli sunnu- daginn 15. júlí. Olla og Stefán voru hér er minnst var hundrað ára afmælis Kristínar Sigfúsdóttur skáldkonu frá Kálfa- gerði þann 13. júlí 1976, að Hrafnagilsskóla. Þá var afhentur sjóður er ber nafn skáldkonunnar og veitt er úr árlega, Vestur íslend- ingar gáfu í sjóðinn og enn tek ég á að aftan (ofan) og setja þar massifa járnbita með sama lagi og fjaðrirn- ar voru. Óskar setti barúmet og vindla- kveikjara í mælabrettið og mun hafa endurnýjað fjölina. I þá daga var að sjálfsögðu tjald, „Carosía“ ásamt blæjum fyrir hliðunum er opnuðust með hurðunum. móti gjöf í samasjóð frá frú Ollu og Stefáni J. Stefánssyni. Hafið heila þökk fyrir ættartryggð og alla góð vild. Góða ferð heim. Systur Ollu koma með næsta hóp Svona er þá sagan af A-2 bifreiðinni Dixie Flyer er kom til Akureyrarl919 ásamt tveim öðrum fólksbifreiðum með sama heiti, og einni vörubifreið er bar nafnið Old-Hykkori. Um þessar bifreiðar er hægt að lesa í íslendingi miðvikudaginn 1. október 1952 og Degi miðvikudag- inn 12. des. 1956. Sem áður getur var Rögnvaldur Snorrason fyrsti eigandi A-2 og þar næst Kristján Kristjánsson BSA og átti hana þar til hann selur Óskari hana 1927 sem áður er sagt. Myndin af A-2 í Degi er tekin við Lónsbrú 1921 og ökumaður er Ebenharð Jónsson og farþegarnir eru rafvirkjar úr Reykjavík er unnu hér á vegum Elektro Co. við raf- lagnir í bænum. Settur skólameistari Menntamálaráðuneytið hefur sett Björn Teitsson mag.art., skóla- meistara Menntaskólans á ísafirði um eins ár skeið frá 1. september 1979 að telja. Umsóknarfresti um stöðu skólameistara lauk 25. þ. m. Auk Björns sóttu um stöðu skóla- meistara: Arndís Björnsdóttir B.A., Bergljót S. Kristjánsdóttir, B.A., Haraldur Jóhannsson, hagfræðing- ur og Sveinn Eldon, M.A. að vestan þær Sigríður Benidikts- son og Guðrún Ingimundarson. 18. júií 1979 Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli Föstudagur 3. ágúst 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Prúðu leikararnir Gestur í þessum þætti er leikarinn James Coco. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Frank Sinatra í vinahópi Frank Sinatra, Dean Martin, Tony Bennett, Natalie Cole, Leslie Uggams, Loretta Lynn, Robert Merrill, Nelson Riddle og hljómsveit hans flytja gömul, vinsæl lög. 21.55 Rannsóknardómarinn. Lokaþáttur. Frá sjónarhóli vitnis. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.30 Dagskrárlok. Laugardagur 4. ágúst 16.30 fþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Heiða. Fjórtándi þáttur. Þýð- andi Eiríkur Haraldsson. 18.55 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 David Johansen. Poppþáttur meó bandaríska söngvaranum David Johansen. 21.00 Heimsmeistarakeppnin í loftsiglingum. Bresk mynd um keppni í loftbelgjaflugi, sem haldin var í Uppsölum síðastlið- inn vetur. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 21.25 Marnie Bandarísk Bíómynd frá árinu 1964. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk Tippi Hedren og Sean Connery. Marnie nefnist ung kona, sem rænir fé frá vinnuveitanda sín- um og kemst undan. Skömmu síðar ræðst hun í vinnu til manns, sem er kunnugt um af- brot hennar. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 23.30 Dagskrárlok Sunnudagur 5. ágúst 18.00 Barbapapa. Sextándi þáttur frumsýndur. 18.05 Meranó-fjólieikahúsið. Fyrri hluti sýningar í norsku fjölleika- húsi. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Norska sjónvarpið). 18.45 Náttúruskoðarinn Breskur fræðslumyndaflokkur í fimm þáttum um náttúrufar og dýralíf viða um heim, gerður í sam- vinnu við náttúrufræðinginn David Bellamy. Fyrsti þáttur. Grænt er litur lífsins. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 19.10 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 öræfaperlan. Óhikað má segja, að Landmannalaugar séu meðal fegurstu og sér- kennilegustu staða Islands. Mitt i hrikalegri og litfagurri auðn er lítil gróðurvin með heitum laug- um, þar sem ferðalangar geta skolað af sér ferðarykið og legið ívatninu einsog á baðströndum suðurlanda, milli þess sem þeir skoða furður íslenskrar náttúru. Kvikmyndun Örn Harðarson. Tónlist Gunnar R. Sveinsson. Umsjón Magnús Bjarnfreðsson. Myndin var tekin sumarið 1972 og sýnd svart/hvít veturinn eft- ir, en er nú send út í litum. 21.00 Ástir erfðaprinsins (Edward and Mrs. Simpson). Breskur myndaflokkur í sjö þáttum, gerður eftir bók Frances Don- aldson, „Edward Vlll“. Sjón- varpshandrit Simon Raven. Leikstjóri Waris Hussein. Aðal- hlutverk Edward Fox and Cynt- hia Harris. Sagan hefst árið 1928, nokkru áður en Játvarð- ur, prins af Wales, kynnist frú Simpson, og henni lýkur í desember 1936, er hann lætur af konungdómi til að geta gengið að eiga ástkonu sína. Fyrsti Þáttur. Lítli prinsinn. Árið 1928 kynnist Játvarður krón- prins hinni fögru lafði Furness. Þau fara saman í ferðalög og hún stendur fyrir boðum á heimili hans, þar sem hún kynnir hann m.a. fyrir giftri konu, Wallis Simpson. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.50 ísballett. Fyrri hluti sýningar Leningrad-ísballettsins. Siðari hluti verður sýndur næstkom- andi sunnudagskvöld. 22.50 Að kvöidi dags Séra Birgii Snæbjörnsson, sóknarprestur á Akureyri, flýtur hugvekju. 23.00 Dagskrárlok LAND^ ^ROVER eigendur Höfum á lager varahluti í Land rover. Sendum hvert á land sem er. mmJNKL Varmahlíð, sími 95-6118. Sjaldséður gestur Þótt guðlaxinn sé fremur sjaldséður fiskur á norðurslóðum, kemur fyrir að togarar fá hann í vörpur sínar. Nokkra fiska þessarar tegundar kom einn Akureyrartogarinn með fyrir skömmu og fóru þeir til bræðslu í Krossanesverksmiðju, sem annar úrgangur. Guðlaxinn er einkennilegur að lit og lögun, svo sem myndin sýnir, fiskurinn rauður og þykir góður til átu, sagður minna á lax. Hann getur orðið 100 kg. að þyngd, er djúpfiskur og lifir mest á beitusmokkfiski. ÞAU KOMA HEIM DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.