Dagur - 02.08.1979, Blaðsíða 5

Dagur - 02.08.1979, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og atgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl, og afgr: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjornssonar h( Fjórðungsþingið Fjórðungsþing Norðlendinga verður næst haidið á Daivík og hefst 2. september. Þingið sækja fulitrúar allra sveitarfélaga og sýslufélaga á Norðurlandi og rétt til setu á Fjórðungsþingi eiga yfir 90 fuiltrúar, auk alþingismanna í norðlensku kjördæmunum. Meginmál þessa þings verða iðnþróunarmálin og framhalds- menntunin á Norðurlandi og verða þessi stórmál bæði tekin til ræki- iegrar skoðunar. Á vegum Fjórð- ungssambandsins og undir stjórn Áskels Einarssonar, fram- kvæmdastjóra þess, hafa verið haldnir 22 fundir nú undanfarið og var Byggðadeild Framkvæmda- stofnunar aðili að þeim. Fundir þessir hafa verið haidnir með sveitarstjórnarmönnum í þessum landshluta. Umræðuefnið var iðn- þróun og atvinnuval í sveitum. Þessa fundi sótti nær helmingur allra sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi. Fjórðungssambandið, ásamt menntamálaráðuneyti og í sam- vinnu við fræðsluráðin, vinnur nú að skipulagningu og samræm- ingu framhaldsmenntunar norð- anlands. Tvær nefndir, sín frá hvoru fræðsluumdæmi, hafa unn- ið að þessu máli sérstaklega og leggja samræmda stefnu fyrir væntanlegt Fjórðungsþing í byrj- un næsta mánaðar. Olíukreppan Hálfur heimurinn kippist við þegar olía er nefnd á nafn. Verðhækk- anir á þeirri vöru kunna að valda heimskreppu, að áliti sumra hag- fræðinga. Víst er, að stórfelld hækkun verðs á olíum og bensíni, skerðir lífskjör þeirra sem þeim vörum eru háðir. Hins vegar hefur á því borið, að stjórnmáiamenn afsaki of margt sem miður fer með olíukreppunni. Sem betur fer eru íslendingar ekki háðir olíumörk- uðum í eins ríkum mæii og ýmsar aðrar þjóðir vegna þess hve mikið af vatns- og hitaorku er til í landinu sjálfu. Hinn stóri skipafioti verður þó að sætta sig við olíunotkun og una sparnaðarráðstöfunum, sem margir hafa verið vonum seinni að tileinka sér. Oiíusparnaður og aukin raf- orkuframleiðsla eru hin einu skynsamlegu viðbrögð þjóðarinn- ar í þessu stórmáli. Þá hlýtur verðjöfnun að koma til álita. En olíuna verður að greiða því „hók- us pókus“ aðferðin, sem of oft hefur verið gripið til, kemur ætíð í bakseglin og á naumast rétt á sér. „Við framleiðum eftirsóttar ullarvörur og megum ekki tapa erlendum mörkuðum“ segir Ingi Tryggvason fyrrverandi alþingismaður Ingi Tryggvason, bóndi á Kárhóli í Reykjadal og fyrrverandi al- þingismaður hefur lengi verið áhugamaður um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra óg sölu, innanlands og utan. Hann hefur síðan í fyrrahaust starfað hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og einkum unnið að skipulagningu og sölu ullar- og skinnavara til hinna ýmsu markaðslanda. Þessi grein islensks iðnaðar á um þessar mundir i vök að verjast. Leitaði biaða fregna af því máli hjá Ingva Tryggvasyni og fer sam- talið hér á eftir. Hverju sinnir Útflutningsmiðstöð iðnaðarins helst á vettvangi búvar- anna? Útflutningsmiðstöð iðnaðarins veitir útflytjendum iðnaðarvara ýmiskonar þjónustu og leiðbein- ingar. Ullar- og skinnaverkefni er sérstakur þáttur í starfsemi hennar. I upphafi var meginþáttur hans skilgreindur þannig, að það væri til hans stofnað til þess að auka og efla framleiðslu og úrvinnslu ullar og skinna í þeim tilgangi að auka arð- semi í þessum iðngreinum og auka þar með útflutningstekjur. Á und- an mér hafa þeir Ólafur Haralds- son og Sveinn Hallgrímsson veitt þessu verkefni forstöðu, en ég tók hér til starfa í nóvember á s.l. ári. Úlfur Sigurmundsson hefur verið framkvæmdastjóri Útflutnings- miðstöðvarinnar frá upphafi og frá upphafi hefur fyrirtækið notið starfskrafta margra ágætra manna. Hvernig hefur gengið að ná pess- um markmiðum? Útflutningur ullarvara hefur stór aukist á undanförnum árum og eftirspurn hefur aldrei verið meiri en nú. Markaðurinn í Sovétríkjun- um hefur verið mikill, þótt hann dragist verulega saman á síðasta ári. Mjög mikil söluaukning hefur orðið í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku, enda hefur farið fram vönduð og markviss sölustarfsemi í þessum löndum, sem nú ber sívax- andi árangur. Þess má geta, að prjónavörur okkar eru nú seldar miklu víðar en áður, meðal annars í Japan og Ástralíu. Giskað er á, að verðmæti ullarvöruútflutnings á þessu ári verði yfir 25 milljónir dollara eða 8-10 milljarðar ísl- enskra króna, ef hægt verður að sinna eftirspurn. Sérstaða islensku ullarvaranna og ástœður þess, að þœr seljast betur en aðrar ullarvörur? íslenskar ullarvörur seljast vel vegna eðlisgæða ullarinnar. I kynningarstarfsemi er lögð áhersla á séreinkenni ullarinnar, svo sem hve loftmikil og hlý hún er og hversu vel hún hrindir frá sér vatni. Þá eru hinir breytilegu sauðarlitir eftirsóttir og ýfing ullarinnar setur sérstakan svip á íslensku ullarvör- umar. Gerð minstra, hönnun og frágangur eru meðal undirstöðu- atriða. 1 kynningarstarfsemi er saga, náttúra landsins og atvinnu- hættir tengd framleiðslu ullarvar- anna. Mikið er nú rœtt um erfiða af- komu ullariðnaðarins. Hvað viltu um það mál segja? Verðlistum hinna ýmsu ullar- vöruútflytjenda er dreift á síðustu mánuðum ársins og verðlag gildir óbreytt í eitt ár í senn. Ekki þýðir fyrir okkur að skrá verð varanna í íslenskum krónum, heldur á verði gjaldmiðils þess lands, þar sem sal- an fer fram, eða miða við einhvern þekktan gjaldmiðil, svo sem doll- ara. Verð á vörum, sem ákveðið var í nóvember eða desember 1978 var vel viðunandi, miðað við kaupgjald þá og skráningu gengis. Síðan hef- ur allur kauptilkostnaður, hráefni, vextir og opinber þjónusta hækkað meira en skráð gengi erlends gjaldeyris gagnvart íslenskum krónum. Þess vegna stendur ullar- iðnaðurinn frammi fyrir miklum fjárhagsvanda eins og er. Auðvitað er þessi staða afleiðing verðbólg- unnar. Krónunum í kring um framleiðslu hverrar flíkur er stór- fjölgað, án þess verðmæti flíkur- innar hafi aukist og hið skráða gengi breytist ekki í samræmi við krónufjölgunina. Það óvissuástand, sem verðbólgan veldur, kemur hart niður á allri viðleitni til að reka traustan útflutningsiðnað, þar sem fullunnar iðnvörur úr ull, sem við flytjum úr landi er fyrst og fremst vinna, vinna bóndans, iðnverka- mannsins og allra annarra, sem að framleiðslu og vinnslu koma. Fjár- magnskostnaður og hráefniskostn- aður vega tiltölulega lítið, miðað við ýmsa aðra atvinnuvegi og þess vegna er nettó-gjaldeyrisöflun í ullariðnaði tiltölulega mikil. Ullariðnaðurinn er verulegur þáttur atvinnulífsins? Giskað er á, að kringum 1500 manns vinni í ullariðnaði, sölu- starfsemi og í öðrum störfum, sem tengjast ullariðnaðinum beint. .Markaður fyrir Mokkaskinn er mjög góður. Ingi Tryggvason. Þessar tölur eru ekki nákvæmar, en unnið er að gagnasöfnun til að fá betri upplýsingar en nú eru til um mannafla í iðngreininni. Gildi iðn- greinarinnar liggur meðal annars í því, að verksmiðjumar eru dreifðar um landið og auka því á fjölbreytni atvinnutækifæra í mörgum sveitar- félögum. Víða hafa saumastofurn- ar orðið hrein viðbót við þá atvinnu möguleika, sem til voru í sveitarfé- laginu og nýtist vinnuafl, sem áður nýttist að takmörkuðu leyti. Með nokkrum rétti má þvi segja, að þeir milljarðar, sem ullariðnaðurinn greiðir í vinnulaun á ári hverju, myndi tapast að verulegu leyti, ef ekki yrði lengur fjárhagslegur grundvöllur undir þessari atvinnu- starfsemi. Getur ullariðnaðurinn keppt við aðra atvinnuvegi um vinnuafl? Möguleikar ullariðnaðarins liggja fyrst og fremst í því, að við framleiðum sérstaka, vandaða, eft- irsótta og því dýra vöru. Allir vita, að sjávarútvegur og fiskiðnaður eru fyrirferðarmiklar atvinnugreinar í okkar landi og undirstaða þeirrar velmegunar, sem við búum nú við. Skráning íslensku krónunnar hefur líka í aðalatriðum verið miðuð við afkomu sjávarútvegs. Hækkun fiskverðs á Bandaríkjamarkaði í vetur, kom sér vel fyrir sjávarút- veginn og hjálpaði til að draga úr sigi krónunnar okkar. Hins vegar hjálpaði þessi verðhækkun ullar- iðnaðinum ekki neitt. Ég er þeirrar skoðunar, að við getum ekki sett allt okkar traust á öflun sjávarvara og vinnslu þeirra. Aðrir atvinnu- vegir þurfa einnig að geta þrifist og við verðum að finna leiðir til þess að svo megi verða. Ef við getum ekki búið vinnuaflsfrekum en orkuspörum iðnaði lífvænleg skil- yrði, hljótum við að hverfa til orkufreks stóriðnaðar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við þurfum því að ákveða hvemig at- vinnustarfsemi á að geta þrifist, ef möguleikar þeirra atvinnugreina, sem við teljum rétt og skynsamlegt að hafa í landinu, hafa mjög mis- jafna afkomumöguleika, verðum við að búa okkur tækjum til að jafna milli þeirra á skipulegan hátt. Hvað um skinnaiðnaðinn? Hann stendur svipað og ullar- iðnaður okkar stóð fyrir tíu árum. Við eigum mjög góð sauðskinn til mokka framleiðslu og markaður fyrir slík skinn og flíkur úr þeim, er nú mjög góður. Hins vegar seljum við meirihluta skinnaframleiðslu okkar lítt eða nánast óunnin. Við höfum ekki enn náð neinni teljandi fótfestu á erlendum mörkuðum fyrir fullunnar flíkur úr skinnum. Sauðskinnin okkar eru að mestu leyti notuð í dýran mokkafatnað erlendis. En við gætum sjálfir framleitt þann fatnað og fengið gangverð fyrir, gætum við unnið eins mikið útflutningsverðmæti úr skinnunum og nú er unnið úr ull- inni. Með aukinni leiðbeiningastarf- semi og hagræðingu á vinnustöð- um má áreiðanlega auka afköst verulega t.d. í saumastofunum og búa þennan iðnað betur í stakk en nú er. Ég vil minna á að Iðntækni- stofnun íslands og Útflutnings- miðstöðin standa fyrir verulegri leiðbeininga- og hagræðingarþjón- ustu. En umfram allt verðum við að búa fjárhagslega betur að þessum iðnaði og veita honum öryggi. Víða hefur verið stofnað til sauma- og prjónastofa með það markmið eitt, að auka atvinnufjölbreytni og auð- vitað í þeirri von, að reksturinn geti staðið á eigin fótum. Á meðan við fáum svo hátt verð, sem raun ber vitni fyrir ullarvörurnar, ættum við fremur að geta aukið framleiðsluna en hitt. Ef við hins vegar getum ekki staðið við gerða samninga og fullnægt viðskiptavinum okkar, og verðum að draga saman seglin vegna heimatilbúinna vandamála, þá eigum við á hættu, að merkilegt sölustarf sé til lítils unnið, markaðir og traust tapist og keppinautar okkar komi í það pláss, sem við nú skipum í hugum hundruð þúsunda viðskiptavina og úrvalsrúmi er- lendra stórverslana, sagði Ingi Tryggvason að lokum og þakkar blaðið svör hans. „Breytilegir sauðalitir eru eftirsðttir." Mannlíf gegn eyðingaröflum Þegar fréttamenn útvarps og sjónvarps eru að spyrja menn ut- an af landsbyggðinni um gang mála á viðkomandi stað, heyrist oft varpað fram þessari spurn- ingu: „Hvernig er svo mannlífið hjá ykkur?“ Mér býður í grun að oft á tíðum viti þeir vart sjálfir hvað fellst í orðinu mannlíf. En eitt veit ég þó að þá eru þeir ekki að grennslast eftir „skipulaginu“ sem kannske er verið að leggja seinustu hönd á við teikniborð bak við birgða glugga. Og nær því jafnvíst er að frá því teikniborði er ekki litið upp til að virða fyrir sér mosavaxna klöpp eða litlar bárum sem gjálfra í fjöru sem alltaf hefur verið fjara síðan elztu menn muna. Ekki er heldur litið á lúnar bryggjur, sem geyma spor á máð- um fjölum, spor hundraða og þúsunda verka- og sjómanna, sem þar hafa gengið ýmist í skugga atvinnuleysis eða léttstígir vegna góðra aflabragða og nægr- ar atvinnu. Nei slíkt á ekki heima á pappírum ofskipulags nútím- ans, þar sem dregnar eru beinar línur frá einum punkti til annars. Og vilji svo til að í veginum verða náttúrufyrirbrigði eða gömul mannvirki eins og Torfunefs- og Hophnersbryggjur snertir slíkt enga strengi í brjósti slíkra hönn- uða. Einn stærsti þáttur mannlífs hvers bæjar og þorps er þegar menn og umhverfi falla hvert að öðru án þvingunar þess skipulags sem fellst í þeirri áráttu að fjar- lægja allt það sem er og virðist einhvernveginn alltaf hafa verið og veitir börnum sínum ungum og öldnum öryggistilfinningu þess óumbreytanlega. Slíkt öryggi sem byggist á gamalkunnu um- hverfi sem á sér sína sérstöku angan, sína gömlu sögu og er bara þarna á jafn einfaldan og sjálf- sagðan hátt eins og hafgolan sem gárar „pollinn" máfarnir sem fljúga gargandi yfir bótinni eða áin sem skilar framburði sínum á leirurnar. Kannske verða þéssi nöfn: „Pollurinn, Bótin og Leirurnar" íTman tíðar aðeins eitthvað sem var en ekki það sem er. Bær án bryggju er sem andlit án augna. Að vísu er lokið byggingu nýrrar bryggju eða réttara sagt skipa- lægis, því stálþil við uppfyllingu verður aldrei bryggja! Ef gömlu Sonja Sveinsdóttir. bryggjurnar verða fjarlægðar sem nær því má telja seinustu leifar Torfunefs og þeirrar gömlu eyrar sem bærinn okkar ber nafn af hverfur eitthvað mikilvægt sem aldrei verður kallað til baka. Hvert eiga þeir þá að rölta gömlu mennirnir sem eru hluti mann- lífsins og setja sunnudagsblæ á hversdagslífið þar sem þeir standa saman á bryggjunum, gefa hvorir öðrum í nefið og minnast gamalla tíma. Hvers munu þau fara á mis við barnabörnin þeirra sem liggja á maganum með færin sín og veiða marhnút, kola, þyrsling og jafnvel silung. Þarna eru ævintýri æsk- unnar upplifuð og liðin ævintýri ellinnar rifjuð upp. Akureyringar, spyrjið hverjir það eru sem hafa slíkt ofurvald að þeir geti þurrkað út af ásjónu bæjarinns þetta sterka svipmót. Er það vilji bæjarbúa að í stað- inn fyrir bryggjurnar, sem eru að verða eins konar sjálfkjörin úti- vistarsvæði án þess að bæjaryfir- völd þurfi að kosta milljónum milljóna til verði þurrkaðar út og í staðinn komi steinsteypa sem þjóni því eina takmarki að gera bílnum léttara fyrir að bruna burt úr bænum okkar með mannlífið innanborðs. Vilja nú ekki einhverjir helzt sem flestir láta álit sitt í ljós á þessu óhappa- verki sem framkvæma á nú mjög bráðlega. Við, fólkið sem byggjum þennan bæ, hljótum að eiga einhvern rétt. Verðum á undan jarðýtunum og eyðingaröflum þeim sem beina þeim brautina og segjum hingað og ekki lengra. Sonja Sveinsdóttir. Frá vinstri: Vésteinn, þá Óskar og Oddur. Þeir keppa á Norður landamótinu Þrír ungir og efnilegir frjálsíþróttamenn í KA voru valdir í landslið unglinga, til að keppa á Norðurlanda- mótinu sem fram fer i Osló nú um helgina. Það eru Oddur Sigurðsson sem keppir í spretthlaupum og boðhlaupum. Óskar Reyk- dalsson sem keppir í kúlu- varpi og sleggjukasti og Vésteinn Hafsteinsson sem keppir í kringlukasti. Allir þessir menn hafa bætt Akureyrarmet í sínum keppnisgreinum í sumar og búist er við að kúlan fljúgi yfir 16 metra hjá Óskari á mótinu. Vésteinn setti nýlega Akur- eyrarmet í kringlukasti 45.21 Hart barist við mark Þórs. KR efstir í sínum riðli Á þriðjudagskvöldið kepptu í Islandsmótinu í öðr- um flokki Þór og KR. Fyrir leikinn voru KRingar ósigr- aðir í þessum flokki. Þeir héldu hins vegar sigurgöngu sinni áfram og unnu Þór með fjórum mörkum gegn tveim- ur. Kr fékk óskabyrjun i KR-Þór 4:2 leiknum er þeir tvívegis óðu í gegnum vörn Þórs í fyrstu mínútum leiksins og skoruðu í bæði skiptin. Eftir það var iafnræði með liðunum en í fyrri hálfleik tókst Þór ekki að skora, en þeir gerðu tvö mörk í síðari hálfleik og KR-ingar einnig þannig að leikar end- uðu eins og áður sagði fjögur - tvö fyrir Kr. Kr-ingar eru Það var fríður flokkur Hús- víkinga sem hélt baráttu- glaður á jþróttamót fyrir unglinga í Álaborg, sem stendur yfir þessa dagana og lýkur n.k. mánudag. Á þetta mót koma keppendur úr 17 vinabæjum Álaborgar víðs vegar um heim og hefur það sakir keppendafjölda oft ver- ið nefnt Olympíuleikar ungl- inga. Þarna keppa 3000 unglingar á aldrinum 13-16 ára í 40 íþróttagreinum og er þetta í annað skiptið sem leikarnir eru haldnir, síðast árið 1975. Húsvíkingar sendu 33 kepp- endur úr Völsungi, sem keppa í handbolta, fótbolta, frjálsum íþróttum og golfi. Húsavíkur- bær stendur undir kostnaðar- hlið fararinnar og fylgja bæjar- efstir í sínum riðli í öðrum flokki, en Þórsarar eru um miðjan riðilinn en KA neðar. stjóri og forseti bæjarstjórnar keppnisfólkinu, auk þriggja þjálfara. Húsavík: Úrslit í yngri flokkum 5. flokkur Völsungur — K.S. 2-'p Mörk Völsungs skoruðu Svavar Geirfinnsson og Sævar Valdcmars- son. 4. flokkur Völsungur — K.S. 4-1. Mörk Völsungs skoruðu Viðar Haraldsson 2 og Óðinn Valsson 2. Mörk K.S. Jón Blöndal. 3. fiokkur Völsungur — K.S. 6-0 Mörk Völsungs skoruðu Olgeir Sigurðsson 4, Hörður Benónýson og Jónsteinn Þorfinnsson 1 mark hvor. Völsungar til Alaborgar 4.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.