Dagur - 02.08.1979, Blaðsíða 8

Dagur - 02.08.1979, Blaðsíða 8
DAGUR Fimmtudagur 2. ágúst 1979 ÞJÓNUSTA FYRIR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Bæjarstjórn lékk sjóriðu SAUÐÁRKRÓKI 31. júlI. Segja má, að heyskapur sé nokkurn veginn kominn af stað i héraðinu, nema í Fljótum. j síðustu viku var sæmi- legasta hcyskapartíð. Allvíða hef- ur Ijár þó ekki enn verið borinn í jörð. Afli togaranna er ágætur og til marks um það komu tveir togar- arnir, þeir Skafti og Hegranes, báðir með fullfermi og lönduðu i gær og dag. Drangey er á veiðum Atvinna er mikil f kring um þetta auk annars. Það bar til hér á Sauðárkróki, eftir því sem gárungamir segja, að gangstéttarlagning, sem að var unnið, þótti ekki sem best. Þegar bæjarstjórnarmönnum barst þetta til eyma, fóru þeir á staðinn til að sjá handarverkin og stöðva framkvæmd ef til minnkunar væm. Er þeir höfðu horft litla stund fengu þeir sjóriðu. Urðu þeir þess þá fullvissir, án rök- ræðna, að framkvæmd verksins væri í einhverj áfátt. Nú er fólk sem óðast að taka sér sumarfrí. Með minnsta móti fara menn þó til útlanda, eins og við hefur viljað brenna á undan- fömum árum. Hestamannafélögin Léttfeti og Stígandi halda kappreiðar og góðhestasýningu á Vindheima- melum um næstu helgi. Skag- firðingar snúast mikið um hesta á síðustu tímum og láta hesta snú- ast um sig. Er vel að sú íþrótt á Þennan steinnökkva á að gera að bryggju fyrir Reyðarárfeðga. Mynd á.þ. Gamall steinnökkvi gerður að bryggju Síðan á stríðsárunum liggja þrír steinnökkvar í Siglufjarðarhöfn. Á Siglunesi er bærinn Reyðará einn eftir og búa þar þrír feðgar. Sam- göngur þangað frá Siglufirði eru aðeins á sjó, því þangað liggur enginn vegur. Feðgarnir hafa barist fyrir því að fá bryggju í Neskrók- inn. Vaknaði þá hugmyndin um að flytja einn steinnökkvann þangað út og gera úr honum bryggju við hinn afskekkta bæ. Á síðasta hafn- arnefndarfundi var samþykkt að aðstoða þessa framkvæmd pen- ingalega, en síðan mun Vita- og hafnarmálastjórn lána tæki til flutninga og koma nökkvanum fyrir. Mun Árvakur koma til að- stoðar, en „kerfið" ræður fram- kvæmdatíma, sem vonandi verður siðar í þessum nánuði. (Upplýsing- ar frá Sveini Björnssyni, Siglufirði). vaxandi vinsældum að fagna í hinu kunna hrossahéraði. Veiði í ám er sögð með tregara móti í sumar og veldur það veiði- mönnum, svo og eigendum hlunnindajarðanna vonbrigðum. G.Ó Snæfell með ágætan afla Togaraaflinn hefur verið ágætur. Snæfellið landaði hér 150 tonnum á fimmtudaginn var, eftir viku veiðiferð. Var aflinn vænn þorsk- ur. Ekki er lokið vinnslu hans. Atvinna er mjög mikil og unnið langt fram á kvöld flesta daga. Dekkbátar og trillubátar hafa verið á færum og er afli fremur tregur, en einn báturinn er á snurvoð og gengur sæmilega. Sagt er mér, að „sumargleði" verði hér annað kvöld og verður víst ekkert við því gert. Búið er að slá og hirða tún hér suður á eyjunni, á vegum nauta- stöðvarinnar. Á þeirri stöð er faliegur hópur nautpenings, en annar búpeningur er ekki leyfður á eynni. Búist er við, að fyrsta sæðið verði verði flutt héðan í haust og á það að verða „holda- nautakjöt vandlátra húsmæðra". Ferjan okkar varð nýlega fyrir vélarbilun. Reynt er að tjasla upp á hana með varahlutum úr öðrum gömlum vélum. Tíu tonna dekk- báturinn, Eyfellið, er leigður á meðan og í haust eiga menn von á nýju ferjunni frá Seyðisfirði. G. ' ffi _ T ti rar - f—i DÍ1 “p LÍi íll UJ Jj öD- —- 1 Erlendur og heyskapur- Heyskapur er nú víðast haf- inn og þykir mörgum bænd- um sem grassprettan sé í rýrasta lagí. Og ekki var hún mikil hjá Erlendi á Stóru- Giljá, en fyrir skömmu sló hann skika nokkurn og var þar með fyrstur manna í Húnaþingi. Vegfarendur drógu það í efa að Erlendur gæti notað hefðbundin hey- vinnutæki til að ná upp strá- unum og töldu það líklegra að ryksuga heimilísins yrði notuð í þetta skipti. # Vilja telja íbúana Þegar bæjarráð Sauðárkróks hélt fund fyrfr skömmu, spunnust um það umræður hvort ekki væri rétt að fá starfsmenn bæjarins til að ganga hús úr húsi til að ath- uga hverjir byggju á Sauðár- króki. Mikið hefur verið um flutninga til og frá bænum og f mörgum tflfellum hafa við- komandi dregíð úr hömlu að láta yfirvöld vita um flutning- inn. Ólafsfjaröar Samkvæmt bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar vegna orkumála, verður varið 620 milljónum króna lánsfé tii raflínulagna á vegum Raf- veitna ríkisins. Þar eru 250 milljónfr áætlaðar til að leggja raflínu milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, og þar með tengingar Skeiðsfossvirkjun- ar í Fljótum við byggðalín- una. Staurar eru komnir til Dalvíkur. Línan á að iiggja gamla ferðamannaleið á milli Svarfaðardals og Ólafsfjarð- UPPBYGGING VATNS- VEITU Á BLÖNDUOSI FYRSTI ÁFANGI framkvæmda við vatnsveitu á Blönduósi hóf- ust í upphafi júlímánaðar. Verið er að virkja brunn í Laugahvammi við Blöndu í 4 km fjarlægð frá staðnum og að því er Eyþór Elíasson sveitarstjóri tjáði okkur er stefnt að því að tengja brunninn við vatnsveit- una í september. Tenging nýja brunnsins verður framtíðarlausn á vatnsþörf staðar- ins, en núverandi vatnsveita hefur hvorki staðist gæðakröfur né verið nægjanleg. Áætlað er að í þennan áfanga vatnsveitunnar verði varið á milli 65-70 M.Kr. og er næsta skref að bjóða út lagningu aðveituæðar. Ráðgert er að á næstu tveimur ár- um verði vatnsveitukerfið í bænum bætt og að byggður verði safn- geymir við brunninn. LaxeldistiEraunir í Lóni í Kelduhverfi ,Beita þarf annarri tækni‘ „Mér finnst árangur vera bærileg- ur, en þetta á talsvert í land til þess að hægt sé að fara út í laxeldi þarna í einverju magni, þannig að það standi undir ser fjárhagslega, sagði ingimar Jóhannsson líffræðingur er hann var spurður um árangur laxeldistilrauna í Lóni í Keldu- hverfi og bætti því við að það væri vart fyrr en í haust sem hægt væri KEA sækir um á Grenivík fyrir útibú „Hér er vissulega mikil þörf fyrir aukiö verzlunarhúsnæði og aukna þjónustu. Við höfum samþykkt hér i hreppsnefndinni að veita KEA umbeðnar lóðir á Grenivík, en með þvi fororði að skipulagstjóri ríkisins sam- þykki. Skipulagsstjóri hafði bent á aðra staði undir verzlun og það þótti rétt að fá hans samþykki svo það ylli ekki nein- um erfiðleikum“, sagði Stefán Þórðarson sveitarstjóri Grýtu- bakkahrepps í viðtali við blaðið. KEA hefur sótt um lóðirnar undir verzlunarhús, þar sem verða dagverzlun, kvöldsala, benzínsala og þvottaplan, og óskað eftir að þær yrðu nær þjóðveginum niður í þorpið, frekar en þar sem búið var að teikna verzlunarlóðir inn á skipulagið. Nú í vikunni sótti KEA um viðbótarland, sem er landskiki milli lóðanna og aðalvegarins niður í þorpið. „Ég hef ekki ennþá sent form- lega beiðni frá okkur til skipulags- stjóra um samþykki. Jónas Vigfús- son verkfræðingur sem starfar fyrir okkur hefur haft samband við for- ráðamenn Kaupfélagsins á Akur- eyri og við skipulagsstjóra og ég vildi fyrst vita hvað komið hefur út úr þeim viðræðum“, sagði Stefán að lokum. Ingimar Jóhannsson við athuganir við Lónið fyrir skðmmu. Mynd: á.þ. að tala um niðurstöður eldistil- raunanna. „Það stendur til að halda þessum eldistilraunum með lax áfram út þetta ár og erum við nú aðallega að mæla vaxtarhraða. Lónið er lag- skipt, salta undirlagið er töluvert hlýrra, en hið ferska yfirborðslag. Hitastig salta lagsins er mun hærra en hitastig sjávar á þessum slóðum að vetrinum, og ætti þetta hitastig að geta framkallað öran vaxtar- hraða. En netpokinn sem við erum með nær ekki niður í hitann að vetrarlagi. Þessi tilraun sýnir að til þess að laxeldi þarna væri fjár- hagslega arðbært, þá þyrftum við annað hvort að dýpka nótina eða beita annarri tækni, s.s. sökkva niður eldisbúrum, sagði Ingimar. Fiskifélag íslands hefur staðið fyrir þessum rannsóknum á annað ár og hefur Framkvæmdastofnun styrkt verkefnið. Samstarfsmenn Ingimars í tilrauninni eru Dr. Björn Jóhannesson og Jónas Bjarnason. I Noregi er laxeldi orðin allmikil atvinnugrein og þar fást um 8000 tonn á ári hverju af laxi sem er al- inn í girðingum, en aðstæður hér eru ekki hinar sömu, s.s. erfið veðrátta, en að sögn Ingimars ætt- um við að geta framleitt seiði á ódýrari hátt en Norðmenn vegna jarðhitaða vatnsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.