Dagur - 02.10.1979, Síða 1

Dagur - 02.10.1979, Síða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, þriðjudagurinn 2. október 1979 64. tölublað Nýtt rækju- stríð? Hreppsnefnd Kópaskers hefur sent Ólafi Jóhann- essyni, forsætisráðherra, skeyti þar sem hann er beðinn að hlutast til um, að rækjukvóti þeirra á Axarfirði verði ekki skertur. En nýlega var ákveðið að rækjukvót- inn þar yrði minnkaður úr 1000 lestum í 540 lestir. * Vatnsveitan á Raufarhöfn V atnsveituframkvæmdir á Raufarhöfn eru nú að komast á lokastig, og verður hægt að tengja hana um rniðjan þennan mánuð. Framkvæmd- irnar hafa tafist vegna veðurfars og verkfalla. * Námskeið í Es- peranto Svo sem nokkra síðast- liðna vetur verður á vetri komanda haldið nám- skeið fyrir byrjendur í Esperanto á vegum Námsflokka Akureyrar og Félags Esperantista. Próf að loknu þessu námskeiði haldið í byrj- un maí gildir sem val- greinarpróf við Mennta- skólann. Þeir, sem gerast vilja þátttakendur í þessu námskeiði, gefi sig fram við Bárð Halldórsson (sími 21792) eða Jón Hafstein Jónsson (sími 24270). Þátttakendur verða kallaðir saman mánu- daginn 8. okt. kl. 17 í húsi Menntaskólans, Möðruvöllum, og verður þá gengið frá stunda- skrá. * Aðalfundur Framsóknarfé- lags Eyfirðinga verður haldinn n.k. föstudag á skrifstofu flokksins í Hafnarstræti 90. Fundurinn hefst kl. 21. Slippstöðin: Hönnuð ný gerð togara Húsvíkingar hafa sýnt málinu áhuga „VIÐ ÁTTUÐUM okkur á því í vor að fyrirtækið þyrfti að vera sveigjanlegt í sambandi við verkefni og geröum ráð fyrir að það yrði eftirspurn eftir litlum togurum. Því var slíkt skip hannað. Síðan hafa starfsmenn Slippstöðvarinnar unnið við að kynna ýmsum aðilum skipið, sem er 46 metra langt,“ sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar h/f. 1 síðustu viku komu forráða- menn útgerðarfélagsins Höfða h/f á Húsavík í Slippstöðina og skoðuðu teikningar að togaran- um. Höfði h/f gerir út togarann Júlíus Hafsteen ÞH. Fleiri hafa heimsótt Slippstöðina og skoðað teikningar af nýja skipinu, en enginn hefur enn pantað skip. Gunnar sagði að undanfarið hefði verið nóg að starfa í SIipp- stöðinni, en nú er hvað mest að gera í viðgerðarverkefnum og verður svo frameftir vetri. Hins vegar er útlitið ekki jafnbjart í nýsmíðinni. Unnið er að smíði skips fyrir Hilmi h/f á Fáskrúðs- firði og er áætlað að afhenda skipið eigendum eftir áramót. Hvað þá tekur við í nýsmíðinni er óljóst í dag. Verið er að leita eftir kaupendum að „Flakkaranum", því ætlunin var að halda áfram með hann eftir áramótin. „Það er orðið bráðnauðsynlegt fyrir Slippstöðina að fá nýtt verkefni. Við hefðum þurft að panta tæki og hefja undirbúning að smíðinni," sagði Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar að lokum. I I I I I 1 I I I I Reykurinn frá Krossa- nesi skaðlegur? HAFIN ER uppsctning á „soðkjarnatæki“ við Krossanes-verk- smiðjuna. Er það fyrsti liðurinn í mengunarvörnum verksmiðjunnar. Eru þetta turnar sem reykurinn er leiddur inn í og þar sprautað yfir hann vatni. H ' „Þegar teikningarnar af nýbygg- ingunum við Krossanesverk- smiðjuna komu fram, voru þær ekki lagðar fyrir heilbrigðisnefnd, og komust við að þessum fram- kvæmdum fyrir tilviljun," sagði Sigurður Bjarklind, heilbrigðisfull- trúi Akureyrar. „Við skrifuðum þeim því bréf og kröfðum þá sagna um hvað væri að gerast og hvernig þeir ætluðu að efna gefin loforð.“ Gert var samkomulag milli Krossanesverksmiðjunnar og heil- brigðisnefndar Akureyrar í fyrra, þar sem samþykkt var að ákveðnar úrbætur yrði að gera varðandi reykmengun frá verksmiðjunni. Skyldi uppsetning hreinsitækja hafin á þessu ári og lokið árið 1980. 1 bréfi heilbrigðisnefndarinnar til verksmiðjunnar er það og ítrek- að að allar breytingar sem fram- kvæmdar verða, skuli gerðar sam- kvæmt fyrirmælum heilbrigðis- nefndar. „Menn hafa lengi skákað í því skjólinu, að þarna væri um skað- lausa mengun að ræða,“ sagði Sig- urður Bjarklind, „en allt bendir nú til þess að svo sé ekki. Liklegt er að í reyknum séu efni sem vitað er með vissu, að eru krabbameinsvaldandi. Enn hefur reykurinn frá Krossa- nesverksmiðjunni þó ekki verið mældur. Verksmiðjustjórnin hefur verið erfið viðureignar og það er eins og hún álíti þessa verksmiðju eitthvert óskabarn Akureyrar, og geti þar af leiðandi farið sínu fram án þess að spyrja aðra,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði einnig að réttast væri að veita verksmiðjustjórninni ákveðinn frest, og hafi þeir ekki uppfyllt kröfurnar innan þess tíma, þá sé ekki um neitt annað að ræða en lokun verksmiðjunnar. Þess má svo að lokum geta að í gangi er prófmál varðandi lokun verksmiðja á Suðurnesjum. Þar hafa bæði heilbrigðisnefnd og Heilbrigðiseftirlit ríkisins krafist lokunar, þar sem ekki séu neinar (Framhald á bls. 7). Reykurinn frá Krossanesi stígur upp og yfir bæinn. Mynd: C.M. Verð á gærum: Geta ekki selt skinnin nema verðinu sé breytt „ÉG HELD að séu allir bjart- sýnir á að ráðamenn viðurkenni þau mistök, sem þarna hafa átt sér stað og þetta verði leiðrétt, sagði Borgþór Konráðsson hjá Iðnaðardeild SÍS um nýja gæruverðið, sem 6-manna nefndin ákvað fyrir skömmu. Hækkun á hrágæruin frá fyrra ári nemur alls um 66% ef reikn- að er í dollurum, en 135% ef rciknað er í íslcnskum krónum. Bergþór sagði að þegar verðið var auglýst hefði Iðnaðardeildin MENNT ASKÓLINN SETTUR (10O. SINN MENNTASKÓLINN á Akur- eyri var settur í 100. sinn í gær á Sal. Þann 1. október voru liðin rétt 99 ár síðan Stefán sýslumaður Thorarensen setti skólann á Möðruvöllum, þar sem þá voru 35 lærisveinar. Skólameistari var Jón A. Hjaltalín. í vor verður haldið hátíðlegt 100 ára afmæli skól- ans. Þá er ætlunin að komi út saga norðlenska skólans í 3 bindum. Ritstjóri þess verks er Gísli Jónsson, yfirkennari, en auk hans skrifa söguna Stein- dór Steindórsson, frá Hlöðum, fyrrverandi skólaineistari, og TtyggFÍ Gíslason, núverandi skólameistari. í vetur eru skráðir 580 nem- endur í skólann, þar af 80 í öld- ungadeild, sem nú hefur 5. starfsár sitt undir stjórn Magnús- ar Kristinssonar, kennslustjóra. Kennt er á 5 sviðum í skólanum: málasviði, félagsfræðisviði, nátt- úrufræðisviði, eðlisfræðisviði, viðskiptasviði og tónlistarsviði. í Menntaskólanum á Akureyri er nú starfandi námsskipunar- nefnd, en verkefni nefndarinnar er að kanna með hvaða hætti skólinn geti sem best þjónað hlutverki sínu sem miðstöð fram- haldsmenntunar á Norðurlandi. verið að sýna skinnavörur í Kaup- ntannahöfn. Eftir að nýja verðið var gert opinbert var ekki hægt að taka við pöntunum en það hefði hækkað vöruna uni allt að 40%. „Samkvæmt nýja verðinu má reikna með að Sútunarverksmiðjan kaupi gærur fyrir 2,3 milljarða króna og þegar verðið var ákveðið var ekki haft neitt samband við kaupandann. Ég held að þetta þætti skrýtinn viðskiptamáti, ef hann tíðkaðist víðar," sagði Berg- þór. 1 þessum mánuði koma helstu viðskiptavinir Iðnaðardeildar upp til íslands og sagði Bergþór að enn hefði ekkert heyrst i þeim um hvað þeir væru tilbúnir að greiða, en það væri Ijóst að þeir myndu ekki geta greitt það verð sem upp væri sett. Stöðin á Hólum lögð niður í ÞESSUM mánuði verður símstöðin á Hólum í Hjalta- dal lögð niður og verða sím- notendur tengdir við stöðina á Sauðárkróki. Þetta er liður í hagræðingu Pósts og síma.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.