Dagur - 04.10.1979, Blaðsíða 8

Dagur - 04.10.1979, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagurinn 4. október 1979 MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Bruni í Hjaltadal BRUNI VARÐ s.l. fimmtudag í íbúðarhúsinu á Hrafnhóli í Hjaltadal, og brann efri hæð hússins og innbú að mestu. Þar á meðal eyðilögðust öll skjöl Hólahrepps. Á Hrafnhóli búa Fjóla Isfeld og Guðmundur Stefánsson, oddviti Hólahrepps. Ætlað er að eldur hafi kviknað út frá fitupotti í eldhúsinu. * Ekið á bíl AÐFARANÓTT sunnudags var ekið á bifreiðina A-4910 sem er af Citroen gerð, grá að lit, þar sem hún stóð við húsið Hafnarstræti 25. Nokkrar skemmdir urðu á hægra frambretti. Við bifreiðina fundust gler úr rauðu ljóskeri, sem benda til þess að ekið hafi verið afturábak á A-4910. Hafi einhver orðið var við, þegar ekið var á tiltekna bifreið er hann beðinn að hafa samband við lögregluna. * Raunverulegt fjölskyldubingó BLAÐIÐ hefur hlerað að nýtt fyrirkomulag verði reynt hjá Lionsklúbbi Akureyrar á bingó- haldi, og leitaði því blaðið á vit Harðar Svanbergssonar til að fá nánari upplýsingar. Hann sagði að nú yrði reynt að gera þetta að raunverulegu fjölskyldubingói. Verður bingóið haldið um miðjan dag, og verða vinningar helmingi fleiri en áður hefur tíðkast eða alls 16-20, allir mjög verðmiklir. Tískusýningarfólk frá sýningar- samtökunum Karon sýna tísku- fatnað frá verslunum hér í bænum og Reykjavík. Munu konur Lions- manna selja gestum kaffi og pönnukökur á meðan tískusýning- in stendur yfir. Bingóið verður á sunnudaginn kemur kl. 3 e.h. * Enn um slökkvi- stöð RANGHERMT var hér í blaðinu s.l. þriðjudag, að búið væri að ákveða að byggja slökkvistöð á lóðinni á móti lögreglustöðinni við Þórunnarstræti. Sú ákvörðun hefur aldrei verið tekin. Vegna beiðni slökkviliðsstjóra um lóð fyrir slökkvistöð á horni Þórunnarstræt- is og Byggðavegar er skipulags- nefnd bæjarins að athuga hugsan- legar lóðir fyrir slökkvistöð og sem hagkvæmasta staðsetningu hennar með tilliti til auðveldrar aðkeyrslu að helstu íbúðar- og iðnaðarhverf- um í bænum. 1 fundargerð skipulagsnefndar bæjarins 21. september s.l. var gerð svohljóðandi bókun: Vegna umsóknar slökkviliðs- stjóra Akureyrar um lóð fyrir slökkvistöð, kom á fundinn Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri og var rættum hugsanlegar lóðir fyrir slökkvistöð. Skipulagsnefnd óskar eftir því að Gunnar Jóhannesson, slökkviliðsstjóri og húsameistari kanni aðstöðu fyrir hugsanlega lóð undir slökkvistöð á gatnamótum Borgarbrautar og Dalsbrautar. Þær bollaleggingar sem i blaðinu voru út af þessu ranghermi eru því marklausar. Dagur ræðir við flóttamann frá Chile „Skömmu eftir hálftvö (þann 11. september) náðu hermenn valdaræningjanna loksins á vald sitt neðstu hæðinni og reyndu þaðan að ryðjast upp stigann upp á aðra hæð. Um tvöleytið tókst þeim að ná þar fótfestu. Forsetinn var þá staddur í svokölluðum Rauða- sal, ásamt með nokkrum þeirra er eftir stóðu af mönnum hans, og mjakaði sér nær óvinunum, sem nú bólaði á upp úr stigan- um, til að fá á þeim færi. Þá fékk hann skot í kviðinn og beygði sig saman af sársauka, en hallaði sér upp að hæginda- stól og skaut meðan til vannst á óvinina, sem nú voru aðeins fáeina metra frá honum. önn- ur kúla hitti hann þá í brjóstið, og féll Allende þá. Lát Allende kom mönnum ekki á óvart. Vitað var að fulltrúar amerískra auðhringja vildu hann feigan og varð þeim að vilja sínum þann 11. september 1973. Fyrir skömmu eru því liðin 6 ár frá dauða þess manns, sem setti hvað mestan sviþ á Suður-Ameríku á þess- um áratug. Til þess að ræða um lífið i Chile fengum við Julio César Ocares, starfs- mann í Slippstöðinni, en hann hefur yfirgefið ættjörðina vegna þeirrar ógnarstjórnar sem þar ríkir. Því þarf vart að bæta við að ógnarstjórnin er mjög að skapi vestrænna fjól- þjóðafyrirtækja. JULIO kom hingað til lands þann 7. janúar á þessu ári og hefur síðan unnið í Slippstöð- inni. Til íslands kom hann frá og þjóðnýtingu. Allir sem að- hylltust stefnu Allende voru um leið á móti hershöfðingjunum." Suður Amerika er álfa þar sem Kanada, áður hafði hann dval- ið í Argentínu og Perú, en frá Chile flúði hann 1975. Julio er einn tugþúsunda flóttamanna frá Chile því fáir þola ógnar- stjórnina í landinu og allra síst þeir, sem hafa þolað fangelsis- vist eins og Julio, sem fyrst eyddi fjórum mánuðum í fang- elsi vegna stjórnmálaskoðana sinna og síðan rúmu ári at- vinnulaus. Fangelsislimir fá ekki atvinnu. Þá fékk hann sig fullsaddan af ástandinu og læddist yfir landamærin. „Fjölskylda mín er öll í Chile og eftir því sem ég les úr bréfum hennar er ástandið í landinu slæmt. Hins vegar geta þau ekki sagt það berum orðum, því flest eru bréfin ritskoðuð og það kæmi sér illa fyrir þau ef þau segðu hreinskilnislega frá,“ sagði Julio þegar hann heimsótti ritstjórn Dags í síðustu viku. Julio er að- eins 26 ára gamall; bíður af sér góðan þokka og segir frá með aðgætni flóttamannsins. „Ég hef rætt við marga, bæði Chilebúa og erlenda ferðamann, sem hafa lagt leið sína til Chile og þeim kemur öllum saman um að atvinnuleysið sá mikið og verð- bólga geysar í landinu." Julio var spurður nánar um ástandið eftir að herforingja- stjómin hafði kollvarpað Allende, sem var löglega kjörinn, en full-vinstrisinnaður fyrir hástétt- imar. Hann sagði að hann og flestir vinnufélaganna hefðu ver- ið teknir og fluttir á fótboltavöll í höfuðborginni, en þar fengu þeir að dúsa í nokkra daga ásamt tug- þúsundum andstæðinga herfor- ingjanna. „Við unnum í deild á vegum stjórnarinnar er hafði með að gera samtengingu fyrirtækja „Ég vil minna ykkur á hvað gerðist í Chile“ leikreglur lýðræðisins hafa sjald- an átt upp á pallborðið, en hers- höfðingjar hafa oftlega ríkt í skjóli valds og auðs. Julio var m.a. spurður um hvort hann teldi á því einhvern möguleika að íbúar landanna i S-Ameríku ættu eftir að kynnast lýðræði eins og við þekkjum það hér á landi. „Það er ekki hægt að bera saman löndin á þessum slóðum og Island — til þéss er fólkið og uppruni þess of ólíkur. Hins veg- ar tel ég að löndin í S-Ameríku eigi eftir að njóta lýðræðis sem byggir á sósíalisma og það seg gerðist í Chile og nú síðast í Nic- aragua er aðeins byrjunin.“ Stjórn af því tagi sem ríkir í Chile þolir illa gagnrýni, stjórn- málaflokka og fleira í þeim dúr. Hún er andstæð frjálsum verka- lýðsfélögum og eins og gefur að skilja eru félagar andspyrnu- hreyfingarinnar hundeltir. Út- sendarar stjórnarinnar t.d. á Vesturlöndum láta vita um þá sem minna á ástandið í Chile og þær aðferðir sem beitt var við valdatökuna. Julio sagði að fólki væri bannað að safnast saman á götum úti — ef fleiri en 5 væru saman í hópi í langan tíma kæmi lögreglan og dreifði hópnum. Hins vegar er ekki unnt að koma algjörlega í veg fyrir að fólk geti hist og gat Julio um ágætt dæmi. Atvinnulausir fá mat á kostnað hins opinbera og um leið og fólk etur mat sinn getur það hæglega skiptst á skoðunum. í raun er hér oft um að ræða stjórnmálafundi. og það gagnlega í þokkabót. Flestir eru andstæðingar herfor- ingjastjómarinnar í fátækra- hverfum borgarinnar og þess má geta að flestir kaþólsku prestarnir i borginni vinna með hreyfingum, andstæðum stjórninni. „Ég vil aðeins minna fólk á hvað gerðist í Chile fyrir sex árum síðan og að við sem þar búum — eða bjuggum —viljum að stjórn- arfar Allendestjórnarinnar verði endurreist. Það var ekki nóg að drepa Allende, því innan skamms mun annar Allende rísa upp,“ sagði Julio César Ocares að lok- um. - áþ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.