Dagur - 04.10.1979, Blaðsíða 2
Smáauðlvsinúar
Bifreiðir
Fíat 127 árg. ’78 til sölu. sími
22215.
Fíast 127 árg. 1974 til sölu. Útlit
gott. Þarfnast smá lagfæringa.
Góð kaup ef samið er strax.
Upplýsingar í síma 22037 milli
kl. 20 og 21.
Moskvits árg. 1972 til sölu. Út-
varp og góð vetrardekk fylgja.
(selst ódýrt.) Upplýsingar gefur
Haukur í síma 61721 á kvöldin
og 61759 á vinnutíma.
Húsnæði
Sala
Atvinna
Ungur maður með verslunar-
menntun óskar eftir vinnu við
bókhald eða skyld störf. Lyst-
hafendur leggi nöfn sín inn á
afgreiðslu DAGS fyrir 15. þ.m.
merkt atvinna 77.
Ný tveggja herbergja íbúð í
Glerárhverfi til leigu. Tilboð
sendist í pósthólf 110 Akureyri
merkt Fyrirframgreiðsla.
2ja-3ja herbergja íbúð óskast
til leigu. Fyrirframgreiðsla.
Upplýsingar í síma 25092.
Kennari óskar eftir 2ja-3ja her-
bergja íbúö sem fyrst. Upplýs-
ingar í síma 25274 eftir kl. 8 á
kvöldin.
Vantar íbúð til leigu í nokkra
mánuði, helst á eyrinni. Upp-
lýsingar í síma 22262.
Farfuglaheimilið. Herbergi til
leigu í lengri eða styttri tíma.
Verð frá kr. 1.000 pr. sólar-
hringinn. Sími 23657.
Candy þvottavél til sölu. Selst
ódýrt. Upplýsingar í síma 25265
eftir kl. 7 á kvöldin.
Hagstæð kaup. Til sölu eru 5
lítið slitin negld jeppadekk á
felgum (Landróver) Stærð
750x16. Pétur Þórarinsson
Hálsi sími 23100.
Sem nýr Royal kerruvagn til
sölu. Upplýsingar í síma 61416.
Yamaha rafmagnsorgel til sölu,
2ja borða. Uppl. í síma 22215.
Tækifæriskaup. Sænskt sex
sæta sófasett, strigaáklæði,
þrjú sófaborð. tveir danskir
svefnbekkir. Laglegt, notaö.
Hagstætt verð. Upplýsingar í
síma 24549 milli kl. 19 og 21
næstu kvöld.
Tapað
Kaup
Vantar 150 I. neysluvatnsdunk
með 3ja kw túbu. Uppl. í síma
97-4135 eftir kl. 7 á kvöldin.
Óska eftir að kaupa notuð
húsgögn (gömul) Upplýsingar í
síma 24853 eftir kl. 17.00.
Tapast hefur lyklakippa á Ak-
ureyri. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 23609. Góð fund-
arlaun.
mjslegt
4(JC[ý
Stíflulosun? Nýtt, nýtt. Stíflu-
losun, fjarlægjum stíflur úr
vöskum, WC rörum, baðkerum
og niðurföllum. Erum með raf-
magnssnigil af fullkomnustu
gerð einnig loftbyssu. Prufið og
sannfærist um þjónustu okkar.
Vanir og snöggir menn. Upp-
lýsingar í símum 22371 Ingimar
og 25548 Kristinn.
Minna slátrað
Endurskinsmerki
eru okkur mikil vöm f myrkri. Með
jieim vekjum við athygli ökumanna.
Þau era ódýr líftrygging. Merkin
fást á eftirtöldum stöðum:
Verslunin Ásbyrgi,
” Brynju,
” Esju,
Kjörbúð Bjarna,
Essó Nestunum og
Olís v/Tryggvabraut
Kvennadeild Slysavarnafélagsins
Akureyri.
Grenivík 1. október
SLÁTRUN hófst á Grenivík
þann 21. september. Gert er ráð
fyrir að slátra alls um 5 þúsund
kindum, en það er um 1000
kindum færra en í fyrra. Þessi
fækkun stafar af því að þeir
Stefán Þórðarson í Hvammi og
Sverrir Guðmundsson á Lóma-
tjörn hættu báðir sauðfjárbú-
skap í fyrra. Ekki hafa aðrir
komið í þeirra stað.
Ekki eru stór tíðindi frá sjávar-
síðunni. Fiskirí er frekar dræmt.
Stærri bátarnir þrír eru á netum og
hefur aflinn verið frekar lítill. Tíð
hefur verið risjótt og hamlað veið-
um hjá litlu bátunum. P. A.
S.T.A.K. leggur fram kröfur
S.T.A.K., félag starfsmanna
Akureyrarbæjar, hefur lagt fram
kröfugerð um kaup og kjör, sem
í felast megintillögur S.T.A.K.,
en sá fyrirvari er gerður, auk
þessa fyrirvara um launastiga og
fl., sem fram koma í sjálfri
kröfugerðinni, að Starfsmanna-
félag Akureyrarbæjar áskilur sér
rétt til að gera viðbótarkröfur,
svo og breytingar og leiðrétt-
ingar á kröfugerð, ef ástæða
þykir til á viðræðustigi um
væntanlegan samning.
Bæjarráð hefur vísað kröfu-
gerðinni til kjarasamninga-
nefndar Akureyrarbæjar.
Anna Sæmundsdóttir
frá Fagrabæ
Fædd 22. janúar 1937
Dáin 5. september 1979
„Inn í dauðans hljóðu hallir
hurfu þeir mér einn og tveir.“
Eftir því sem á ævina líður, verða
þeir æ fleiri og fleiri sem hverfa inn
í hinar „hljóðu hallir" hins
ókomna, er bíða okkar allra. Þetta
er lögmál lífsins, en þó er alltaf eins
og maður hrökkvi við þegar góður
vinur hverfur.
Anna mín ég ætla ekki að hafa
þetta mörg orð, aðeins að þakka
þér góða kynningu sem hófst fyrir
19 árum, þegar sex ungar konur
komu saman og stofnuðu sauma-
klúbb, sem hefur haldist fram á
þennan dag, en nú er stórt skarð
þar sem þig vantar í hópinn, hann
verður ekki sá sami. En eins og þú
manst, var margt skrafað og margt
2.DAGUR
til gamans gert og varst þú alltaf
sami félaginn, góðum gáfum gædd,
trygg, glaðlynd og góð. Alla laðaðir
þú að þér, að gott var, að vera í
návist þinni.
Ég kveð þig, því með söknuði og
þakka þér einlæga vináttu og
tryggð. Ég votta eigirimanni þínum
Grétari Melstað, börnum ykkar og
öðrum ástvinum, innilega samúð
mína, í sárri sorg eftir mæta konu
sem þeim var mikils virði.
„Hennar hlýja bros
og hljóða prúða ró “
mun geymast í minningu vina
hennar, þó árin líði.
„Klúbbsystir
Meðalvigtin
mikið minni
Á þriðjudaginn var búið
að slátra á Blönduósi
samtals 23.800 kindum
og var meðalvigtin 12.83
kg. í fyrra var búið að
slátra 23.302 kindum og
var vigtin þá 14.88 kg.
Mismunurinn er því
hvorki meiri né minni en
rúm 2 kíló. Gert er ráð
fyrir að slátrun ljúki eftir
mánuð.
Aðalfundur
Skákfélags Akureyrar verður haldinn sunnudaginn
7. október kl. 2 e.h. í Félagsborg. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
Stjórn Skákfélags Akureyrar
Sjónvarpið
óskar eftir að taka á leigu húsbúnaö af öllu tagi til
að nota í leikmynd. Húsbúnaóurinn á að vera frá
árunum 1920-1940 t.d. myndir í römmum, mynda-
albúm, hörpu, dúkkur og leikföng, málverk, sófa-
sett og fleiri mublur, vegna kvikmyndatöku sem fer
fram á Akureyri nóvember-desember 1979.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ofannefnda
hluti eöa eiga þá sjálfir vinsamlegast hafi samband
við Gunnlaug Jónasson á Hótel Akureyri 12-14.
okt. eða í síma 23800 Reykjavík.
Jörð til sölu
Erum með í einkasölu jörðina Króksstaði í Önguls-
staðahreppi Eyjafirði. Á jörðinni er nýtt íbúðarhús
með tveimur íbúðum, hlaða, hesthús og fjárhús.
Jörðin sem er ca. 7 km. frá Akureyri er liðlega 20 ha
innan girðingar og vel fallin til kartöfluræktar. Sala
á vélum og áhöfn kemur einnig til greina.
Þriggja herbergja úrvals raðhúsaíbúö við Einiiund.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Fasteignasalan
Strandgötu 1, Akureyri símar 21820 og 24647.
Gunnar Sólnes hdl. Jón Kr. Sólnes hdl.,
Námskeið
í gömlu dönsunum hefst þriðjudaginn 9. október kl.
20.00 í Dynheimum. Þátttökugjald er kr. 4.000,-
Gömludansaklúbburinn Sporið
Tæmdu úr peninKaskúffunum í
pokann hér, annars segi ég
konunni þinni aö þú hafir
fengið óvænt launahækkun.
Þetta var hörkugóð spurning
hjá þér.
(pöö) Kaupum hreinar
(pofci) léreftstuskur
^ ^ Prentverk Odds Björnssonar h.L,
(POD) Tryggvabraut 18-20.
HÉR á dögunum voru foreldrar
oft hvattir í fjölmiðlum til þess
að leiðbeina börnunum, sem
voru að hefja skólagöngu sína.
Foreldrum var bent á að finna
beztu leiðina fyrir börnin á leið
þeirra í umferðinni til skólans.
Þegar hugsað er um einu
ferðina, sjálfa ævibrautina, þá
hafa foreldrar og uppalendur
hlutverkið að leiðbeina börnum
sínum og hjálpa þeim, á leiðinni
er þeim var kjörin í upphafi
vegferðar við skírnarlaugina.
Þessum orðum er beint til
foreldra, þar sem kirkjuklukkur
kalla enn á ný á börnin til Ak-
ureyrarkirkju annanhvorn
sunnudag. Á sunnudaginn 7.
okt. kl. 11 f.h. hefst barnastarfið
og þangað eru öll börn velkom-
in. Yngstu börnin (undir skóla-
skyldualdri) koma í kapelluna,
en önnur börn í kirkjuna, með
sama hætti og verið hefur und-
anfarin ár.
Það er ósk okkar — sóknar-
prestanna — að þið, kæru for-
eldrar vekið athygli barna ykkar
á boði kirkjunnar. f vikunni
verður komið með boðsmiða í
formi auglýsingar með sjón-
varpsdagskrá, sem borin verður
í húsin. Börnin geta að sjálf-
sögðu komið án miðanna og
fengið þá í kirkjunni.
Margt er það sem glepur
bömum sýn, og því varðar
miklu að foreldrar hjálpi hinum
ungu að finna leið trúar og
bænalífs í „umferðinni miklu.“
Preslarnir.