Dagur - 30.10.1979, Blaðsíða 8
DAGTJR
Akureyri, þriðjudagurinn 30. október 1979
Hér er báturinn Leó kominn tii sinna framtiðarheimkynna. Haukur formaöur er sá á
hvítu peysunni. Mynd: á.þ.
FENGU GAMLAN BÁT
FORELDRAFÉLAG Þela-
merkurskóla, sem stofnað var
1976, vann að því á dögunum að
koma fyrir gömlum og góðum
bát, með færeysku lagi, á lóð
Þeiamerkurskóla. Er þetta liður
í starfsemi félagsins til að bæta
leikaðstöðu skólabarnanna.
Bátinn fékk félagið að gjöf.
Þetta kom fram í samtali við
Hauk Steindórsson í Þríhyrningi,
sem er formaður félagsins. Hann
sagði að eitt af aðalmarkmiðum
félagsins sé að bæta aðstöðu barn-
anna, en það háir starfsemi félags-
ins að þátttaka foreldra er ekki
nógu almenn og af því leiðir að fé-
fyrir plötusafn skólans. Um fram-
tíðarverkefni er það helst að segja
að reynt verður að stuðla að því að
komið verði upp íþróttavelli — eða
völlum — við skólann, en það hef-
ur lengi staðið í vegi fyrir þeirri
framkvæmd hve lítið landrými
skólinn hefur haft til umráða, en nú
er búið að ráða bót á því
Haukur vill hvetja foreldra
bama í Þelamerkurskóla til að taka
þátt í starfsemi félagsins þannig að
bæta megi samband forráðamanna
barna og skólans um leið og hægt er
að bæta enn aðstöðu barnanna. h.j.
Um næstu helgi:
A kjörskrá
á Norðurlandi
SAMKVÆMT fréttabréfi frá
Hagstofu íslands þá er tala
kjósenda í eftirtöldum kaup-
stöðum, sýslum og kjördæmum
þessi: (Til viðmiðunar er látin
fylgja tala kjósenda 1978).
Eyjafj.sýsla 1.624 1.572
S.-Þingeyjars. 1.870 1.797
N.-Þingeyjars. 1.149 1.091
Norðurl.kj.d. vestra 6.641 6.343
Norðurl.kj.d. eystra 15.601 14.795
1979 1978
Siglufjörður 1.375 1.334
ólafsfjörður 686 665
Dalvík 775 739
Akureyri 8.080 7.600
Húsavík 1.417 1.331
V.-Húnavatnssýsla 979 920
A.-Húnavatnssýsla 1.571 1.507
Skagafj.sýsla 1.411 1.367
Tala kjósenda á kjörskrá með
kosningarrétti á kjördegi við al-
þingiskosningarnar 2. og 3. des-
ember 1979 mun sennilega verða
um 141.000 á landinu öllu. Frá
ofangreindum tölum einstak-
linga 20 ára og eldri á eftir að
draga tölu þeirra, er verða 20 ára
á árinu en eftir kjördag.
lagið hefur ekki úr miklum pen- __ _
gefið fjárupphæð til plötukaupa KJORDÆMISÞING OG ARSHATIÐ!
Mikinn reyk lagði úr skipinu. Mynd: hj.
• Áfölienekki
upplausn
Þegar er búið að tryggja
bændum meira og fjölbreytt-
ara erlent fóður en venja er
og má þar nefna gras-
kögglana dönsku, sem Sam-
bandið ílytur nú til nokkurra
norðlenskra hafna. Einnfg
má nefna nokkr heymiðlun
innanlands, þótt hvergi séu
bændur aflögufærír í stórum
stíl. Ljóst er, að bændur geta
sem heild haldið bústofni
sínum, ýmlst óskertum eða
nokkuð skertum. Og þótti
áföll séu stór í atvinnuvegi
þeirra, bæði vegna harðinda
og vanhalda f vor og sumar,
síðan vegna uppskeru-
brests, munu bændur ekki
hætta búskap.
$ Samdráttur
er staðreynd
Þótt niðurskurður verði ekki í
stórum stíl í sveitum, er sam-
dráttur í mjólkurframleiðslu á
þessu ári orðin staðreynd og
í framieiðslu sauðfjárafurða
virðist samdrátturinn einnig
Ijós. Ástæða er til að vara
búfjáreigendur við óábyrgum
ásetningi. Nú eru engar hey-
fyrningar til í landinu og hey
frá sumrinu vandfengin.
Ævintýramennska í búskap
er lítt afsakanleg, elns og nú
standa sakir. Sveítarstjórnir,
forðagæslumenn og ráðu-
nautar elga að hafa eftirlit
með þessum málum. Léleg
hey geta svikið og þegar þau
eru bæði lítil og léleg, verður
fóðrun erfið. Þá er því ekkí að
að í bændastéttlnni
eru til búskussar, sem betra
er að hafa vit fyrir á haust-
nóttum en í vorharðindum.
Q Heyannirá
veturnóttum
Sumarið, sem var að kveðja,
fær þau eftirmæli að vera eitt
hið kaldasta sem sögur fara
af, sprettulitið og óþurrka-
samt sumar með eindæmum.
En þessu erflða sumri lauk
þó með vikuheyþurrki norð-
an- og norðaustanverðu
landinu. Urðu þá heyannir
miklar í þessum landshluta,
sem um hásumar væri. Þá
voru þurrkuð hey, sem búln
voru að velkjast á túnum allt
upp f 8-9 vikur og stundum
undir snjó. Um veturnætur
sáust nýslegin tún.
Vonirnar
Þessi síðasta sumarvika
bjargaði svo miklu í búskap
þelrra bænda, sem í mestum
erfiðlelkum áttu, að breyttar
kringumstæður vöktu nýjar
vonir og aukna bjartsýni. Þar
sem áður sýndist ekkert ann-
að framundan en nlður-
skurður og uppgjöf, búa
menn slg nú undlr veturinn
að venjulegum hætti. Heyln
eru minni en venjulega að
vöxtum og næringargildi og
krefjast kjarnfóðurkaupa
umfram venju.
Eldur í Akraborg
SKÖMMU eftir hádegi á
sunnudaginn var slökkviliðinu á
Akureyri tilkynnt um að eldur
væri laus um borð í Akraborg-
Loksins
kom
sumarið
inni. Þegar slökkviliðið kom á Að sögn viðmælenda blaðsins hj.
vettvang logaði eldur í brú og
íbúðum undir henni. Greiðlega
gekk að slökkva eldinn, en
miklar skemmdir hafa orðið á
skipinu.
Akraborgin hefur legið við
bryggju um nokkurra ára skeið, en
ekki er blaðinu kunnugt um að
eldur hafi áður kviknað um borð.
slökkviliðinu er ekki rafmagn um
borð og eldsupptök ókunn.
Fyrir nokkrum vikum fór Harð-
bakur til Skotlands, en hann hafði
legið lengi við Torfunefsbryggjuna.
Áður hafði Snæfellið farið, en það
lá lengi við sömu bryggju og e.t.v.
losa menn sig við Akraborgina á
svipaðan hátt og Snæfellið. Hver
veit.
Gunnarsstöðum 25. okt.
NÚ ER f jórði þurrkdagurinn og
þótt maður fylgist lítið með
grönnum sfnum, bæði vegna
annríkis og vegna móðunnar,
sem hingað er komin með heita
loftinu frá Bretlandi, fer ekki
hjá því, að mikið er búið að
vinna í heyi þessa daga. Eftir
daginn í dag verða flestir búnir
að ná heyjum sínum upp og
jafnvel inn. Víða var jörð svo
blaut, að ekki var hægt að aka
um, en með hverjum degi lagast
þetta og nú hefur allt viðhorf í
búskap tekið breytingum, og til
hins betra þótt seint sé.
Þessa daga er gert hlé á sauð-
fjárslátrun því bændur þurftu að
sinna heyinu. Flestum dilkum var
búið að lóga, en fullorðna féð er
eftir og svo stórgripir.
Menn eru að vera nokkuð bjart-
sýnir á ný, og það er mesta furða,
hvaða breytingum fáeinir góðviðr-
isdagar hafa komið til leiðar.
Einn bóndi var að slá áborið
valllendi í gær og þar fær hann
væntanlega furðanlega gott fóður,
sem líklega hefur verið búið að af-
skrifa.
Maður fylgist svo sem með póli-
tíkinni, þótt unnið sé í heyi. Og mér
líst ekkert illa á kosningar núna.
Það er auðfundið, að straumarnir
liggja nú allt öðruvísi en í síðustu
kosningum, svo mikið er víst. Ó.H.
Sjómannafélagið mótmælir
FUNDUR sem var haldinn í stjóm og trúnaðarráði Sjómannafélags
Eyjafjarðar miðvikudaginn 24. október 1979 mótmælir harðlega þeim
takmörkunum á þorskveiðum togara, sem ákveðnár eru í nóvember og
desember.
Fundurinn telur, að svo stórkostlegar veiðitakmarkanir eins og átt
hafa sér stað á árinu, beri, ef nauðsynlegar eru, að ákvarða í upphafi
hvers árs.
ÁRSHÁTÍÐ Framsóknarfélags
Akureyrar verður haldin í Hótel
KEA n.k. laugardag. Kjördæm-
isþing flokksins í kjördæminu
verður haidið í hótelinu um
næstu helgi og hefst það föstu-
daginn 2. nóvember kl. 19.30.
Á dagskrá kjördæmisþingsins
eru venjuleg aðalfundarstörf,
ákvörðun verður tekin um fram-
boðslista og að lokum verða tekin
fyrir önnur mál. Formenn fram-
sóknarfélaga í kjördæminu eru
beðnir um að tilkynna fulltrúa nú
þegar.
Að sögn Þóru Hjaltadóttur,
framkvæmdastjóra kjördæmasam-
bandsins, hefst árshátíð F.A. með
borðhaldi kl. 19 n.k. laugardag.
Ræðumaður kvöldsins er
Guðmundur Bjarnason, fyrrum
forseti bæjarstjórnar á Húsavík.
Ýmis skemmtiatriði verða gestum
til ánægju og dansað verður þegar
þeim lýkur. Tekið verður á móti
miðapöntunum á skrifstofu Fram-
sóknarflokksins milli kl. 14 og 18.
daglega. Stuðningsmenn Fram-
sóknarflokksins eru hvattir til að
fjölmenna og taka með sér gesti.