Dagur - 06.11.1979, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGTJR
LXII. árg.
Akureyri, þriðjudagur 6. nóvember 1979
74. tölublað
\mui tddMéto papp'1
Ekki nóg að
vera tungu-
mjúkur
SAMEIGINLEGUR
fundur Góðtemplara-
stúknanna á Akureyri,
haldinn 25. okt. 1979,
flytur þeim félagasam-
tökum þakkir, sem hafa
gengist fyrir „Viku gegn
vímuefnum.“ Telur
fundurinn margt þarft
og umhugsunarvert hafi
komið fram í þessari
viku.
Jafnframt skorar
fundurinn á alla þjóð-
holla íslendinga að hug-
leiða áfram þetta
vandamál og léta ekki
þar við sitja en leggja
hönd á plóginn til að
koma í veg fyrir að
alkóhólistum fjölgi í
landinu. Ekki er nóg að
vera tungumjúkur um
áfengisvandamálið en
breyta öfugt við það.
*
Krossanes-
greifar mega
vara sig
Lesandi hafði samband
við blaðið og bað það að
vekja athygli „þessara
greifa af Krossanesi á
því að þeim sé vissara
að loka verksmiðjunni ef
þeir vilji ekki að at-
kvæðin verði köfnuð af
óþef fyrir kjördag. Þol-
inmæði okkar er á þrot-
um.“
wm
* -
lllugi Jónsson
sjötugur
í dag á Illugi Jónsson,
Bjargi, Mývatnssveit
sjötugsafmæli. Illugi átti
lengi sæti í stjórn Kaup-
félags Þingeyinga og um
skeið sat hann í sveitar-
stjórn Skútustaða-
hrepps. Illugi hefur
stundað akstur vörubif-
reiða um langan aldur í
Mývatnssveit og um
daginn átti hann 50 ára
starfsafmæli. Illugi
vinnur enn fullan
vinnudag á bíl sínum.
Illugi dvelur erlendis um
þessar mundir. Blaðið
óskar honum til ham-
ingju á þessum tíma-
mótum.
Lánskjörin verður
að bæta =
Lán úr Byggingasjóði alltof lág
„KJÖRDÆMISÞINGIÐ tel-
ur að mjög illa horfi nú fyrir
ungu efnalitlu fólki, tii að ná
eignarhaldi á íbúð fyrir fjöl-
skyidu sína, vegna alltof iágra
lána úr Byggingasjóði ríkisins
og vegna þeirra lánskjara sem
viðgengst í landinu.“
Þetta segir m.a. í ályktun sem
samþykkt var á Kjördæmisþingi
Framsóknarmanna í Norður-
landskjördæmi eystra um síðustu
helgi.
Ennfremur sagði í ályktuninni
að fólk með meðaltekjur hefði
enga möguleika til að standa
undir þeim lánskjörum, sem
boðið er upp á. Þetta ástand væri
á engan hátt viðunandi enda væri
ein af frumþörfum hverrar fjöl-
skyldu að eiga þak yfir höfuðuð.
Því lagði þingið á það áherslu
að beitt verði öllum tiltækum
ráðum til að:
a) Lækka kostnaðarverð á íbúð-
um.
b) Að hækka lánin úr Bygginga-
sjóði ríkisins nú þegar að m.k.
um 100% og stefna að því að
þau verði 80% af meðalíbúða-
verði innan fimm ára.
c) Að greiða fyrsta hluta lánanna
þegar búið er að steypa.veggi
og greiða þau að öðru leyti
þegar búið er að ná ákveðnum
byggingarstigum. miða láns-
kjörin og lánstímann við það
að fjölskyldur með meðal-
tekjur geti með skaplegu móti
staðið undir láni af íbúð af
hóflegri stærð.
Fjölmargar aðrar ályktanir
voru gerðar á þinginu, sem var
fjölsótt. Sjá nánar í opnu blaðsins.
Á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins i Noröurianfkjör-
dæmi eystra, sem haldið var um helgina, var ákveðinn
framboðslisti vegna alþingiskosninganna i desember. List-
inn er birtur f heild f opnu blaðsins auk kosningaávarps.
Myndirnar af fundarmönnum tók á.þ. f upphafi þings sl.
föstudagskvöld.
Öngulsstaðahreppur:
Þriðja
áfanga
lokið
NÚ ER verktaki að enda við að
leggja hitaveitu í 20 íbúðarhús í
öngulsstaðahreppi. í fyrra var
lögð hitaveita í Staðarbyggðina
— nánar tiltekið í bæi frá
Syðra-Laugalandi í Þverá. Nú
var lagt í bæi frá Hjarðarhaga
og norður í Arnarhól. Enn vant-
ar heita vatnið, en íbúarnir hafa
fengið góð orð fyrir því að bæ-
irnir tuttugu verði tengdir fyrir
jól.
Þegar Akureyrarbær samdi við
Öngulsstaðahrepp á sínum tíma
var þegar samið um að flestir bæir í
hreppnum fengju heitt vatn til
upphitunar og neyslu. Verkið átti
að vinna í fjórum áföngum og nú er
verið að ljúka þriðja áfanga. Næsta
sumar verður fjórði áfanginn tek-
inn fyrir og þá að að vera komið
heitt vatn í alla bæina nema þá
syðstu og nyrstu. H.
MÝVATNSSVEIT:
Bjargaðist naumlega
Mývatnssveit 5. nóvember
I NÓTT var Finnur Baldurs-
son 27 ára gamall starfsmaður
á dælupramma Kísiliðjunnar á
Mývatni mjög hætt kominn er
hann féll í vatnið og var hátt í
tvær klukkustundir að velkjast
í vatninu í norðanhríð og
frosti.
Tildrögin voru þau að í fyrri-
nótt gerði hér NNV-aftakastór-
hríð og stóð veðrið fram eftir degi
í gær, en fór að ganga niður með
kvöldinu. Mikil ísing hlóðst utan
á dæluprammann og dráttarbát,
sem er notaður til ferða á milli
prammans og dælustöðvar i
landi. Tveir menn eru á vakt við
dælingu hverju sinni, er annar við
stjórn dæluprammans, en hinn
annast vélgæslu í landi. Skiptast
mennirnir á um að vera í
prammanum. Þegar vaktmenn-
imir voru í þann veginn að skipta
úti í prammanum um klukkan
045 í nótt varð það óhapp að
Finnur sem var að koma úr landi
féll útbyrðis þegar hann var að
leggja að dæluprammanum.
Vinnufélagi varð ekki óhappsins
var fyrr en hann sá dráttarbátinn
fjarlægjast prammann, en útilýs-
ing á prammanum er frekar
ófullkomin.
Kúpling dráttarbátsins var ekki
í fullkomnu lagi og hóf hann því
stjórnlaust hringsól um vatnið
með Finn í eftirdragi. Vaktmað-
urinn í dæluprammanum, 17 ára
piltur Sigurður Rögnvaldsson að
nafni, reyndi að kalla í talstöðina
eftir hjálp en árangurslaust, á þó
að vera hlustað allan sólarhring-
inn á tvær talstöðvar í Kísil-
iðjunni.
Greip Sigurður til gúmmíbáts,
sem var í prammanum og lét sig
reka til lands. Ekki blés gúmmí-
báturinn sig upp sjálfur, eins og
hann átti þó að gera og tafðist
pilturinn nokkuð við að blása
hann upp. Þegar í land kom
hringdi hann strax í verkstjórann,
sem kom þegar á vettvang. Lét
hann kalla út björgunarsveitina
Stefán til leitar.
Nú er þess að geta að á dælu-
lögninni, um það bil miðja vegu
milli dæluprammans og lands, er
yfirbyggður prammi, einskonar
fljótandi dælustöð og er hún
knúin með diselvél. Prammi þessi
hafði slitnað upp og rekið upp-
undir land í óveðrinu í fyrrinótt.
Verkstjórinn hóf leitina með þvi
að fara í þennan millipramma og
þar fann hann Finn heilan á húfi.
Þá var liðin u.þ.b. tvær og hálf
klukkustund frá því að hann féll í
vatnið. Hann var að leggja að
prammanum þegar hann féll í
vatnið, eins og fyrr segir, og hélt í
band sem er aftan á dráttarbátn-
um. Hann reyndi fyrst að komast
(Framhald á bls. 3).
Framboðslisti Framsóknarflokksins í norðurlandskjördæmi éystra — Sjá opnu