Dagur - 06.11.1979, Blaðsíða 8

Dagur - 06.11.1979, Blaðsíða 8
DAGTJR Akureyri, þriðjudagur 6. nóvember 1979 Utvarp Akureyri: Aðstaðan stórbætt LOKIÐ ER framkvæmdum við hús Ríkisútvarpsins við Norður- götu á Akureyri. Miklar breyt- ingar voru gerðar innan dyra á húsinu og nú er hægt með lítilli fyrirhöfn að taka upp dagskrár eða senda efni beint til Reykja- víkur. Ef að líkum lætur mun Gamla Reykhúsið. Mynd á.þ. Sjónvarpið fá inni á neðri hæð hússins, sem er bakhús og var áður m.a. notað sem reykhús. Er fyrstu útsending á Morgun- póstinum frá Akureyri lauk í gær- morgun — fyrstu á þessu hausti, þá fórum við á stúfana og hittum að máli Pál Heiðar, tæknimennina Þóri Steingrímsson, Magnús Hjálmarsson, að ógleymdum Björgvini Júníussyni, — okkar manni á Akureyri. Búið er að rífa allt innan úr efri hæðinni og byggja herbergi innan í húsinu þ.e. upptökuherbergið tengist varla útveggjum, og sá veggur sem snýr að tækjaherberg- inu er tvöfaldur þannig að hvor veggur er sjálfstæð eining, sem ekki snertir hina. Gluggi er á milli upp- tökuherbergis og tækjaherbergis og í honum er tvöfalt 10 mm. gler, en í glugga sem snýr að götunni er þrefalt gler. Þetta gerir það að verkum að ekki heyrist hljóð út fyrir upptökuherbergið eða inn í það öðruvísi en um magnarakerfi eða sambærilegt. HVERNIG VAR ÞETTA HÆGT? ER VIÐ höfðum samband við Guðmund Jónsson í Grímsey s.l. þriðjudag sagði hann að fyrir dyrum stæði á miðvikudag að skipa út miklu af saltfiski, sem á að fara til Miðjarðarhafsland- anna, Grikklands, Ítalíu og Spánar. „Aflinn er búinn að vera afburða góður. Við erum búnir að fá 1100 tonn á móti 849 tonnum allt árið í fyrra,“ sagði Guðmundur. „Flokk- Ætla að kaupa stóla handa Kristneshæli LIONSKLÚBBURINN Vitaðs- gjafi er fimm ára um þessar mundir. Hann hefur miðað starfsemi sina við það að geta hjálpað bágstöddu fólki á fé- lagssvæði sínu eftir því sem til- efni hefur gefist og efni klúbbs- ins hafa leyft. Stundum hefur hann einnig tekið höndum sam- an við aðra Lionsklúbba, þegar um stærri verkefni hefur verið að ræða. Má þar nefna tækja- kaup til Fjórðungssjúkrahússins og Sólborgar ásamt aðstoð við Sjáifsbjörg. Nú hyggst Vitaðsgjafi senn efna til sölu á ljósaperum í innanverðum Eyjafirði og á Svalbarðsströnd, og afla með því fjár til kaupa á þægilegum stólum handa gömlu fólki á Kristneshæli. Samkvæmt upplýsingum frá forstöðukonu hælisins er mikil þörf fyrir slíka stóla í setustofu hælisins og einnig inni á herbergjum. Klúbburinn hefur að vísu ekki efni á að kaupa nema fáa stóla nú, en hann hefur sem aðalverkefni að hlynna að öldruðu fólki á Kristneshæli og mun þess vegna einnig leita til al- mennings í sveitinni með kaup á blómum, fiski o.fl. síðar í vetur. Létu þeir félagar vel af þessari aðstöðu og sögðu að hér væri gam- all draumur að rætast. Nú er kom- inn grundvöllur til að senda út heimasmíðaða dagskrá en þó að- eins talað mál svo sem viðtöl, leikrit og því um líkt, en ennþá vantar plötuspilara, segulbönd og „mixer“. Ekki er vitað hvenær þetta kemur, en Þórir hélt að fyrir helgina hefði verið leyst út tæki sem notað verður við upptökur utan Reykhússins. Til tals hefur komið að Sjón- vaarpið fái að geyma tæki því við- komandi á neðri hæðinni og í framtíðinni verði þar komið upp aðstöðu fyrir sjónvarpsvél þannig að hljóð frá henni komi ekki inn á upptökur því tengdar. un fisksins er góð og vinnuaðstaða er orðin betri. Ný verkfæri sem hafa fengið fólk til þess að spyrja, hvernig var þetta hægt áður?“ „Áður en við tókum nýja húsið í notkun voru aðeins notaðar hjól- börur o.þv.l. en nú eru komnir lyftarar, og fiskurinn er settur beint á fleka og allur meðhöndlaður á annan hátt en áður.“ Skortur á vinnuafli er það sem háir okkur Grímseyingum núna, þegar skólafólkið er farið til lands. Fjórir bátar eru að fara á netaveið- ar í stað tveggja áður, þannig að það er nóg að gera,“ sagði Guð- mundur að lokum. Sótt um heimild til útimarkaðar BJARNI Kristjánsson, for- stöðumaður Vistheimilisins Sólborgar hefur ritað bæjaryfir- völdum bréf og farið þess á leit að bæjarstjórn veiti vistheimil- inu leyfi til að setja upp úti- markað dagana 1. til 8. desem- ber n.k. Ætlunin er að selja ýmsa muni sem hafa verið unnir af vistmönn- um og er óskað eftir aðstöðu fyrir markaðinn á miðbæjarsvæðinu. Þegar málið kom til umfjöllunar bæjarráðs varð það niðurstaðan að ráðið féllst á umsóknina og benti á Ráðhústorg sem markaðssvæði. Kosið í kjördæm- is- og miðstjórn Á KJÖRDÆMISÞINGI fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra um s.l. helgi var kosið í stjórn kjördæmis- ráðsins. Eftirtaldir aðilar eiga sæti sem aðalmenn í stjórninni: Haukur Halldórsson, Hákon Hákonarson, Egill Olgeirsson, Þóra Hjaltadóttir, Tryggvi Gíslason, Björn Guðmundsson og Aðalbjöm Gunnlaugsson. Einnig var kosið í miðstjórn Framsóknarflokksins og hlutu eftirtaldi kosningu: Ingi Tryggvason, Sigurður Óli Brynjólfsson, Tryggvi Gíslason, Hilmar Daníelsson Jóhann Helgason, Hákon Hákonarson, Egill Olgeirsson og Pétur Björnsson. TTjT LuU 0 Fyrrverandi bankamenn féllu Þau tíðindi hafa gerst í Norð- urlandskjördæmí eystra, að tveim bankaútibússtjórum á Akureyri, Jóni G. Sólnes og Braga Sigurjónssyni var vikið til hiiðar af sinu stuðnings- fólkl þegar framboðslistar sjálfstæðfs og krata voru í undirbúningi. Virðist margur stuðningsmaðurinn hafa snúið við þeim bakl, er þeir hurfu úr peningastofnunum. 0 Bragiand- stæður vinstri stjórn Bragi Slgurjónsson var and- stæðingur vinstri stjórnar- innar, þótt einkennilegt væri og vakti sérstaka athygll á því á Alþingi. f prófkosnlngum Atþýðuflokks hafa þeir menn víða fallið út af lista eða verið færðir niður, sem andstæðir voru fráfarandi vinstri stjórn og er Bragi einn þeirra. En auk þess er Ijós hinn dvín- andi áhugi á prófkjöri hjá þeim flokki nú. 0 JóniG.Sól- nes sparkað Jóni G. Sólnes var hrelnlega sparkað út af lista flokkslns í þessu kjördæmi, í einstakri einlngu kjördæmisráðs, að því er fregnir herma, en hann skipaði áður fyrsta sætl. En Sólnes er maður baráttu- glaður og er efsti maður á lista í sérframboði. Segist hann þannig vera helmingur- inn af tviarma Ijósastlku flokksins f Norðurlandskjör- dæmi eystra, en Geir Hali- grímsson, kallar það vlllu- Ijós, sem Jón hefur sín megin á stjakanum. Jón mun berjast við fyrri samherja til þrautar. 0 Glundroði í Sjálfstæðis- flokknum Þ egar Iftið er til framboðs- mála Sjálfstæðlsflokksins, verða þau sannindi Ijós hve miklll gtundroði, átök, ósam- komulag og valdabarátta ríkir innan þess flokks, hversu vel sem þess er gætt í blekklng- arskyni, að breiða yfir brest- ina. i tveim stærstu kjör- dæmum utan Reykjavfkur, Norðurlandi eystra og Suð- urlandskjördæmi, bjóða sjálfstæðismenn fram tvo lista vegna ósamkomulags, en flokksforystan hafnar aukaframboðunum og neitar Sóines hér og Haukdal syðra um blessun sína. Aukafram- boðin geta haft hinar örlaga- ríkustu afleiðingar f kosning- unum, auk þess sem þau sýna innri glundroða í stærsta stjórnmálaflokknum. Minkur á rækju! SÁ ÓVENJULEGI atburður gerðist fyrir skömmu um borð í rækjubátnum Trausta ÞH 8 frá Kópaskeri að þegar báturinn var u.þ.b. tvær mílur frá landi stökk mórauður minkur upp úr neta- hrúgu og út í sjó. Þegar síðast sást til minksins stefndi hann á haf út. Talið er að þetta sé minkur sem hefur búið í grjót- garði sem er utaná hafnargarð- inum á Kópaskeri. Annaðhvort hefur minknum tekist að komast til lands og heim aftur eða að eftirlifandi ættingjar séu á vappi um bryggjuna, því sést hefur til minks eftir atburðinn um borð í Trausta. „Ég var afturá, en félagi minn fram við spilið. Hann sá hvar minkurinn stökk upp úr hrúgunni — rétt við hliðina á mér. Hann kallaði og ég leit við, en þá var minnkurinn að lenda í sjónum. Það ver eins gott að það var ekki ég sem sá minkinn, því ég hefði eflaust stokkið fyrir borð. Mér er illa við svona kvikindi,“ sagði Barði Þór- hallsson, skipstjóri á Trausta. „Við höfðum engin vopn til að vinna á minknum og eltum hann lítið, enda vorum við á arðbærari veiðum." Eins og fyrr segir heldur minkur til í grjótgarði í höfninni á Kópa- skeri og sjálfsagt lifir hann á úr- gangi ýmiskonar. Barði sagði að menn hefðu reynt að veiða „bryggjuminkana" með bogum og eins hefur sést til manna með bar- efli á harðaspretti um bryggjuna. Minkurinn er fótfrár og enn sem komið er hefur hann sneitt fram hjá bogum og vopnum sem menn hafa notað. „Við sjómenn göngum nú orðið ákaflega varlega um lúkar- ana, því við eigum alltaf von á að minkurinn taki sér bólfestu í ein- hverri kojunni," sagði Barði að lokum. Tjón bænda er mikið Nýlega lauk sláturtíð á Vopnafirði og var slátrað um 17.000 fjár á þessu hausti. Meðalvigt er 1,5 kg. minni en í meðalári, sem þýðir tjón á 400 dilka innleggi um 1 millj. króna.“ sagði Jörundur Ragnarsson kaupfélags- stjóri. Hann sagði að fjöldi dilka sem slátrað var nú sé svipaður og í fyrra, en aftur á móti hefðu bændur slátrað fleiru fullorðnu en áður og það mun vera af- leiðing þess að heyfengur er um 15% minni en í fyrra. Ekki munu öll kurl komin til grafar og getur verið að tjón bænda sé mun meira en um getur í upphafi því flokkun dilkanna er verri en á árum áð- ur, fyrir utan lélegri meðalvigt. Þeir eru ekki beint snoppufriðir minkarnir. Mynd: á.þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.