Dagur - 22.11.1979, Qupperneq 2
Ólafur Sigurðsson, yfirlæknir við lyflækningadeild F.S.A. skrifar:
Um byggingar-
mál Fjórðungs-
sjúkrahússins
á Akureyri
Ólafur Sigurðsson.
E INS og kunnugt mun vera
hefir Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri verið skorinn þröng-
ur stakkur í húsnæðismálum
nú um skeið. Húsrými sjúkra-
hússins er lítið miðað við hús-
rými annarra spítala í landinu,
íbúatölu þess svæðis, sem spít-
alinn þjónar og þá starfsemi,
sem þar fer fram. Hér birtist
tafla, sem Torfi Guðiaugsson,
framkvæmdastjóri F.S.A. tók-
saman um spítalarými á Akur-
eyri, Húsavík, Sauðárkróki og
í Reykjavík á þessu ári.
Sjá töflu I
Innlagnir hafa á árabilinu
1965-1978 hátt í það tvöfaldast,
röntgen- og almennar rannsóknir
hafa meira en þrefaldast, göngu-
deildarþjónusta meira en fjór-
faldast og starfs- og læknalið tvö
til þrefaldast jafnframt því sem
meðallegutími hefir styttst um
meira en helming.
Ekki er því um að villast, að
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
hefir orðið hart úti í byggingar-
málum og er orðið mjög afskipt í
húsrými. Hér verður drepið á fá-
ein atriði og stiklað á stóru í því er
viðkemur orsökum þeirrar stöðn-
unar, sem orðið hefir í bygging-
armálum sjúkrahússins.
Núverandi bygging F.S.A. var
reist á árunum 1946-1953. Hún
var í upphafi vel við vöxt, þegar
miðað er við þáverandi þróun
læknisfræðinnar, þær lækningar,
sem þá voru stundaðar á sjúkra-
húsum hér á landi og íbúatölu
þess svæðis, sem sjúkrahúsið
þjónaði þá. En þróun í læknis-
fræði jókst þá fljótlega og sjúkra-
húsið varð innan tíðar of lítið.
Á ártugnum 1960-1970 var
mikið um nýbyggingar sjúkra-
húsa í landinu. Kom þar til al-
mennur skortur á sjúkrarými um
langt árabil, fólksfjölgun, hrað-
fara framvinda í læknisfræði og
sæmileg efnahagsafkoma hins
opinbera lengst af þeim áratug. Á
árunum 1965-1968 voru gerðar
teikningar að nýbyggingu við
sjúkrahúsið. Hún átti að vera
jafnstór þeirri byggingu, sem fyrir
var, en þegar til kastanna kom,
fékkst ekki samþykki fyrir henni
hjá þáverandi ráðamönnum bæj-
arins, enda hefði bæjarfélagið þá
þurft að greiða 40% kostnaðar við
bygginguna miðað við 15%, sem
nú er.
Árið 1971 ákváðu þáverandi
ráðherrar heilbrigðis- og fjár-
mála, að á Akureyri skyldi verða
sérdeildasjúkrahús fyrir Norður-
land og hluta af Austurlandi,
jafnframt því sem það yrði eftir
sem áður almennt sjúkrahús fyrir
bæ og hérað. Ákveðið var að reist
yrði og fullgerð stór nýbygging
við sjúkrahúsið og það stækkað til
samræmis við þá ákvörðun. Árið
1972 lá fyrir byggingarforsögu að
skipulagi nýbyggingarinnar og
árið 1973 var lokið við að gera
frumgögn að teikningu hennar
ásamt framkvæmda- og kostnað-
áætlun. Var mikil vinna lögð í
undirbúning og hönnun nýbygg-
ingarinnar. Nýbyggingin var
áætluð um það bil fimm sinum
stærri en gamla sjúkrahúsið og á
framkvæmdaáætlun heibrigðis-
ráðuneytisins var gert ráð fyrir
því, að henni yrði lokið allri árið
1981.
En framkvæmdir fóru öðru vísi
en gert var ráð fyrir 1 áætluninni
og strik var gert í reikninginn.
Olíukreppa skall á, verðbólga
jókst til mikilla muna og það
harðnaði á ári hjá ríkinu hér á
landi. í heilbrigðismálum varð
stefnubreyting og var lögð áh-
ersla á byggingu heilsugæslu-
stöðva á þessum áratug í stað
sjúkrahúsbygginga á síðasta ára-
tug. Fyrir vikið mun því hafa
verið úthlutað minna fé til
sjúkrahúsbygginga en ella af
hálfu fjárveitingavaldsins og að
sama skapi fé varið til bygginga
heilsugæslustöðva. En um er að
ræða heildarfjárhæð, sem veitt er
á hverju ári til allra nýbygginga
fyrir heilbrigðisþjónustu í land-
inu. Þá gerðist það, að stjórnvöld
fólu Innkaupastofnun ríkisins en
ekki heimamönnum að hafa um-
sjón með framkvæmd nýbygg-
ingarinnar hér.
Sjúkrahúsið á Húsavík og
Sauðárkróki hafa hvort um sig
rúmlega tvisvar sinnum meira
húsrými en sjúkrahúsið hér og
» - ■****&•
íi S
i 1
spítalarnir í Reykjavík hafa allir
til samans meira en þrisvar og
hálfu sinnum meiri húsakost en
sjúkrahúsið hér ásamt Kristnes-
hæli og Læknamiðstöð Akureyr-
ar, miðað við íbúatölu þess svæð-
is, sem þjónað er á hverjum stað.
Jafnframt hefir starfsemi sjúkra-
hússins aukist hröðum skrefum
hin síðari ár og að sama skapi
orðið fjölþættari og margbrotnari
en áður. Á árunum 1954-1964 eru
skýrslur um starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahs'sins á Akureyri ófull-
komnar og ekki tiltækar. Hins
vegar ná greinargóðar skýrslur
um suma þætti starfseminnar
aftur til ársins 1965. Hér er birt
önnur tafla, sem Torfi Guðlaugs-
son hefir gertu um nokkra þætti
starfseminnar árin 1965-1978.
Sjá töflu II
Svo fór að árleg fjárframlög
ríkisins reyndust tiltölulega lítil
og voru skorin við nögl, þegar til
kastanna kom. Nýbygging
sjúkrahússins fékk ekki þann for-
gang í byggingarmálum heil-
brigðisþjónustunnar, sem búist
hafði verið við með tilliti til
framkvæmdaáætlunar heil-
brigðisráðuneytisins fyrir hana.
Þá seinkaði mjög framkvæmdum
við hana hjá Innkaupastofnun
ríkisins. Þannig var ekkert unnið
við nýbygginguna 1 meira en eitt
og hálft ár samfellt frá því í árs-
byrjun 1978 og fram yfir mitt
þetta ár vegna tafa á fram-
kvæmdum. Seinkaði meðal ann-
ars teikningum og útboðum á
ákveðnum verkefnum í höndum
Innkaupastofnunar ríkisins.
Nokkur hluti af hinu hlutfallslega
litla fjármagni, sem veitt hefir
verið til nýbyggingarinnar á ári
hverju hefir því brunnið í verð-
bólgubálinu og mátti þó sjúkra-
húsið síst af öllu við því. Hafa því
lagst á einnt smátt skammtaðar
fjárveitingar og seinkun fram-
kvæmda í höndum Innkaupa-
stofnunar ríkisins til að draga það
á langinn að umtalsverður hluti
af nýbyggingunni yrði fullgerður
og tekinn í notkun.
Lokið hefur verið við að reisa
stiga- og lyftuhús, sem er áfast við
gamla sjúkrahúsið, ásamt lítils
háttar vinnurými, sem er á þrem-
ur hæðum og er betra en ekkert,
en hrekkur skammt. Það var tekið
í notkun árið 1976. Þá er byrjað
að reisa þann hluta nýbyggingar-
innar, sem er svokölluð þjón-
ustubygging og er orðin fokheld.
Hún er lítið eitt stærri að rúmmáli
en núverandi sjúkrahúsbygging
og munar miklu um hana fyrir
sjúkrahúsið þegar að því kemur
að hún verður tekin í notkun.
Hún á að vera fyrir skurðdeild,
gjörgæsludeild, sem að hluta er
fyrirhuguð sem legudeild til
bráðabirgða, slysastofu, röntgen-
deild, göngudeild, sótthreinsun-
ardeild, tækjabúnað o.fl. Áður
ern þjónustubyggingin verður
fullgerð, er áformað að reisa
hluta tengiálmu, sem auk ganga
rúmar skrifstofur, kennsluað-
stöðu, bóka- og tímaritasafn o.fl.
Seinna er svo ætlunin að reisa
tvær álmur, sem rúmi legudeildir,
rannsóknardeild, endurhæfing-
ardeild, birgðahald og vöru-
móttöku, ennfremur að stækka
tengiálmu og reisa borðstofu og
eldhús. Fleiri framkvæmdir, sem
ekki verða taldar hér, eru ýmist
hafnar, í undirbúningi eða fyrir-
hugaðar.
Vorið 1977 var gert ráð fyrir
því, að unnt yrði að ljúka við efri
hæð þjónustubyggingarinnar
ásamt kjallara í hluta tengiálm-
unnar og taka hana í notkun á
þessu ári, en það hefir dregist á
langinn eins og annað í bygging-
armálum sjúkrahússins. Nú er
stefnt að því að þeim áfanga verði
náð árið 1981. Að fenginni
reynslu er þó dregið í efa af
Tafla I
Spítalarými á Akureyri, Húsavík, Sauðár-
króki og í Reykjavík 1979
Fjórðungssjúkrahúsið á A
Læknam.st. + heilsuv.st..
Kristneshæli ..........
Húsnæði i m1
17.100
1.800
4.000
Tala íbúa m3 pr. Ibúa
Samtals^ . ‘. 22.900 24.580 0.93
Sjúkrahúsið á Húsavík 8.700 4.546 1.91
Sjúkrahúsið á Sauðárkr 8.800 4.400 2.00
Borgarspftali og tilh. húsn. ... 102.000
Landsspltali og tilh. húsn 359.000
Landakotsspítali og tilh. húsn. 28.000
Samtals
489.000
132.328
3.70
Tafla II
Nokkrlr þættir starfseml á F.S.A. árlð 1965
09 árið 1978 og samanburður á mllli ára
1965 1978 % + -
Legudagar 53.635 48.200 + 10.0%
Fjöldi innlagna .... 2.219 4.094 + 84.0%
Röntgenrannsóknir . 3.703 13.459 + 363.0%
Alm. rannsóknir ... 31.200 106.577 + 341.0%
Starfsstöður 114 256 + 225.0%
Gönguþjónusta .... 1.210 5.117 + 423.0%
Læknastöður 7 20 + 286.0%
Meðall. legudaga ... 24.17 11.80 -f- 51.2%
Austurhlið F.S.A.
10.DAGUR